Þjóðviljinn - 23.06.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 23. júni 1982
i hvaöa leik eruð \
þið krakkar? )
Rikisstjórnarieik!
~T IT^
Kariði bara ekki
i neinn hasar'.
Anna Normann: Lærði mest þegar ég fór aö kenna
Þórshöfn. Anna er á leið utan,
cn áður en hún kveður landið i
bili, ætiar hún að flytja höfuð-
borgarbúum konsert i Félags-
stofnun stúdenta i kvöld kl.20.30.
En hvað varð til þess að Anna
kom hingað til lands og flutti
norður á Melrakkasléttu?
— Þannig var að Steven Yeats
tónlistarkennari, sem hefur
unnið dyggilega að uppvexti
tónlistarlifs þarna fyrir norðan
auglýsti i tónlistarskólum á
Englandi eftir pianóleikara
hingað upp til íslands. Ég sá
þessa auglýsingu og fékk strax
áhuga á málinu. Hafði aldrei
komið hingað áður og sló þvi til.
Ilvað kom þér mest á óvart
þegar þú komst norður?
— Þegar flugvélin lenti fyrir
norðan, þá sá ég aðeins eitt litið
hús. Ég hafði i það minnsta átt
von á að sjá litið þorp, og fannst
þetta þvi i það minnsta, aðeins
eitt hús. Siðar kom i ljós að
þetta var ekki Raufarhöfn,
heldur býli við flugvöllinn sem
stendur langt utan við þorpið.
Hvernig kunnir þú við þig i
svo gjörbreyttu umhverfi frá
heimaslóðum?
— Mjög vel. Fólkið á staðnum
tók mér einstaklega vinsam-
lega. Steven hefur unnið stór-
virki i tónlistarmálum á þessum
slóðum og tónlistaráhugi al-
mennings er mjög mikill. Sem
dæmi má nefna að á Þórshöfn
eru um 40 ibúar i tónlistarnámi
sem er nærri 10% þorpsbúa.
Nú talar þú prýðisgóða is-
lensku. Hvernig gekk þér að
læra málið?
— Strax eftir að ég kom byrj-
aði ég að læra eftir linguaphone
auk þess sem Steven hjálpaði
mér mikið. Þetta var ansi erfitt
til að byrja með, en ég lærði þó
mest þegar ég fór að kenna, en
þaö var nærri strax eftir að ég
kom til Raufarhafnar. Fólkið
sem ég kenndi talaði aðeins við
mig islensku, og sjálfsagt hef ég
lært mest af þvi. Til að byrja
með bjargaði ég mér á vasa-
orðabók, en þarf ekki mikið að
nota hana núorðið.
Ertu nokkuð alfarin til Eng-
lands?
— Nei, ég kem aftur i haust,
og þá ætla ég að kenna á pianó
við Tónlistarskólann i Reykja-
vik.
Þú ætlar að leika fyrir borg-
arbúa i kvöld i Félagsstofnun
stúdenta við Hringbraut. Hvað
fá þeir að heyra?
— Ég ætla fyrst að spila són-
ötu eftir Bach og aðra slika fjör-
uga eftir Beethoven. Þá leik ég
hluta af verkum eftir bandarisk
tónskáld á siðari hluta tónleik-
anna.
Hvernig þótti þér veturinn hér
norður við Dumbshaf?
— Það var mikill snjór en
samt fannst mér ekki eins kalt
og i Englandi, þar sem rakinn er
alltaf svo mikill. Mér fannst á-
kaflega notalegt að vera inni i
hlýjum húsunum meðan stór-
hrið geisaði úti. Ekki siður
spennandi að horfa út i veðrið,
þegar ekki sást á milli húsa
fyrir veðurofsa. Sliku kynnist
maður aldrei á Englandi.
Hafðir þú gaman af verunni
fyrir norðan?
— Já, þetta var mjög ánægju-
legur timi fyrir mig fyrir norð-
an. Mér fannst einstakt hversu
maður komst i náin tengsl við
fólkið. Ég held að útlendingur
eins og ég finni hinn islenska
raunveruleika miklu fremur i
samskiptum og samveru við
fólk úti á landi, heldur en hér i
Fugl dagsins
Grálóa
Grálóa — Pluvialis squatarola
er ólik öllum öðrum vaðfuglum
nema heiðlóu og gulllóu en auð-
greind frá þeim á öllum timum
árs á áberandi svörtum vang-
krikafjöðrum sem stinga mjög i
stúf við ljóst neðra borð vængj-
anna. Um varptimann er gráló-
an svört að neðan og hvitgrá að
ofan. Fullorðnir fuglar eru i
sumarbyrjun hvitflikróttir að
ofan, en á veturna eru þeir jafn-
litari og grárri og jafnframt
hvitari að neðan en heiðlóa og
gulllóa. t háttum er grálóan
mjög lik heiðlóunni.
Biðilskvak grálóunnar er ang-
urvært, blistrandi ,,tli-ú-i”.
Kjörlendið eru túndrur ishafs-
landa, einkum i Sovétrikjunum.
Geldfuglar dvelja oft sumar-
iangt i V-Evrópu og flækingar
eru alltiðir á fslandi og i Fær-
eyjum.
Rugl dagsins:
Hverju munar það???
„Tqlið er að 800-ein milljón
hafi verið á fundinum i Central
Park...”
(Frétt i Þjóðviljanum um frið-
arfundinn í New York á dögun-
um).
Gætum
tungunnar
þéttbýlinu. —lg.
EBENEZER
lleyrst hefur: tuttugufaldur og
þrjátiufaldur.
Rétt væri: tvitugfaldur og þri-
tugfaldur.
Eldri tækni
Ritvélin er módel 1924. Takið
cftir lyklaborðinu sem er mjög
nýstárlegt.
An orða
foUIKO)
Rætt við Önnu
Normann enskan
píanókennara,
sem er með
tónleika
í Félagsstofnun
í kvöld
„Sá
aðeins
eitt
lítið
hús
Anna Normann heitir ung
bresk stúlka frá Manchester
sem hefur dvalið undanfarna
vetur við tónlistarkennslu hér á
Fróni. Það eru ekki höfuðborg-
arbúar sem hafa notið leiðsagn-
ar önnu við pianónám, heldur
hefur hún alið manninn á
Norðausturlandi og kennt ibú-
um á Kópaskeri, Raufarhöfn, og
© Bvlls
Umhverfismálaráð Þórshafnar i Færeyjum gefur okkur höfuð-
staðarhúum á íslandi ekkert eftir við fegrun bæjarins. Stóra torgið i
iniðbæ Þórshafnar hefur verið tekið upp og er ætlunin að helluleggja
það allt fyrir sumarið. Blómakössum verður komið fyrir og öðru
sem torgið má prýða. Myndin er úr 14. september.
Svinharður smásál
— Vertu bara
ordin nógu stór..
vWi
róleg, Rauðhetta mín. Þú ert ekki
Eftir Kjartan
Arnórsson