Þjóðviljinn - 09.07.1982, Page 2

Þjóðviljinn - 09.07.1982, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. júli 1982 viðtalið íslensk myndlist á Alandseyj um Spjallað við Helga Gíslason um kynningu á íslenskri nútímalist „Hugmyndin aö þessari sýn- ingu varð til, þegar Guy Frisk var hér á landi og hélt sýningu i Norræna húsinu ásamt öðrum álenskum listamönnum á álenskri nútimalist”, sagði Helgi Gislason myndlistar- maður I viðtali við Þjóðviljann, en Helgi sýnir ásamt elleíu öðrum Islenskum myndlistar- mönnum á sýningu á Alandseyj- um, sem nefnist Guys Expo 82. Guys Expo er sumarsýning, sem haldinn er i gallerii mynd- listarmannsins Guys Frisk, Lumparland, og er þetta þriðja sumarið, sem hann heldur sumarsýningu þar. „Þeir, sem eiga verk á þessari sýningu eru auk min, Gunnar örn Gunnarsson, Hall- steinn Sigurðsson, Helgi Þorgils Friöjónsson, Hringur Jóhannes- son, Ivar Valgarðsson, Jóhanna Kristin Yngvadóttir, Jón Gunn- ar Árnason, Jón Kristjánsson, Niels Hafstein, Ólafur Lárusson og Ragnheiður Jónsdóttir. Og verkin eru af margvislegu tagi, höggmyndir, málverk, grafik, ljósmyndir, og teikningar”, sagðiHelgi. „En upphafiö var sem sagt þaö, að Guy bauð mynd- höggvarafélaginu að safna saman i þessa sumarsýningu”, sagði Helgi ennfremur, „og það var gert með þvi markmiði aö reyna að gefa eins breiða mynd og mögulegt væri af islenskri nútimalist. Ég vona að það hafi tekist. Það kemur t.d. fram greini- legur munur á eldri og yngri kynslóð listamanna, þótt aldursmunurinn sé kannski alltaf svo svo mikill. Hér áöur sóttu islenskir myndlistarmenn gjarnan til annarra Norður- landa þegar þeir fóru utan til náms en i seinni tið hafa önnur lönd orðið vinsælli, og Bretland og Holland eru þar ofarlega á lista. Þetta verður auövitað til að auka breiddina i islenskri nútimalist”, sagöi Helgi. t formála sýningarskráar getur Helgi þess einnig að það sé von aðstandenda sumarsýningar- innar á Alandseyjum, að hún sé upphaf aö auknum gagn- kvæmum samskiptum milli smærri samfélaga innan Norðurlandanna á menningar- sviöinu. „Sumarið 1981 héldu islenskir myndlistarmenn ráðstefnu i Reykjavik og á hana var boöið fulltrúum sveitarfélaganna og rikisins. A þessari ráðstefnu var rætt um mögleikann á stofnun samtaka, sem gætu annast sameiginlega hagsmuni mynd- listarmanna, einkum á sviði höfundarréttar og samskipta við opinbera aðila.” „Það er ætlunin að vinna áfram á grundvelli þeirra hug- mynda, sem komu fram á þessari ráðstefnu”, sagði Helgi, „og vonandi geta islenskir myndlistármenn litið björtum augum til framtíðarinnar — þvi það veröur ekki nema allar að- stæður batni, sem við getum unnið markvisst aö þvi aö koma islenskri myndlist á framfæri erlendis”. Þess má aö lokum geta, aö I málgagni Alendinga, Aland, fékk sýning islensku mynd- listarmannanna lofsamlega dóma, og er hún auk þess álitin mjög vel til þess failin aö stuðla aö meiri kynningu á list á Norðurlöndunum sin á milli. Og Guy Frisk hefur einsett sér að láta ekki deigan siga: næsta sumarsýning hans á aö verða á grafiskri myndlist frá öllum Noröurlöndunum. — jsj. Smælki Tíminn skiptir öllu „Ertu búinn að gleyma því, að þú skuldar mér hundraðkall?" „Nei, en ef þú hættir ekki að minna mig stöð- ugt á það, þá gleymi ég því innan skamms". Svínharöur smásál Helgi Gislason, myndlistarmaður: Þvi aðeins að aðstæður batni. getum við kynnt islenska myndlist markvisst á erlendri grund Ljósm.: jsj. Eftir Kjartan Arnórsson KÆRLEIKSHEIMILIÐ Mamma, það datt fjöður af trénu. Della. Við höfum sjónvarp og það er allt i lagi með imyndunarafliö I | mér! Og _h öfuöið á m ér lika! Hann meinti þetta nú kannski ekki svo bókstaflega| þetta með höfuðið! Rugl dagsins Fóru þeir þá i nokkra siglingu? „Meistararnir þurftu ekki að fara i siðustu siglinguna” Fyrirsögn i Dagblaðinu. Gætum tungunnar Rétt er að segja: Hann var uppi á fjallinu efi kom ofan hliðina niður idalinn og er nú niðri viö árbakkann. Hrak- spár um enda- lok jarðar Menn hafa löngum spáð enda- lokum lífs á jörðinni, og ef marka má þær heimildir, sem tiltækar eru, virðist það bara býsna vin- sælt tómstundagaman. En að öll- um likindum mun allra elsta endalokaspá vera komin frá Bernhard nokkrum sem ku hafa verið sjáandi i þýska rikinu Thur- ingiu. Hann spáði þvi árið 960 að jörðin myndi farast á tilteknum degi árið 922. Hrakspá hans or- sakaði mikið uppnám í Evrópu allri, en mun ekki hafa staðist. Nær okkur i tima er spá Jóns af Tóledó, en hann spáði þvi árið 1179, að ógæfa mikil myndi steyp- astyfirmannheima árið 1186. All- ar plánetur himingeimsins áttu aö sameinast undir merki Vogar- innar og orsaka óveður mikiö og jarðskjálfta á jörðu niðri. Spáin hans Jóns vakti griðar- lega athygli I Evrópu og Asiu, og fólk i Þýskalandi hóf að grafa neðanjarðarbyrgi og i Mesó- pótamiu og Persiu tóku menn til i kjöllurum húsa sinna til að vera nú sem best undir allar hörmung- ar búnir. Býsanski keisarinn lét byrgja glugga hallar sinnar og erkibiskupinn i Kantarborg lýsti yfir friðþægingarföstu allrar þjóðarinnar. Jón af Tóledó hafði að ákveðnu leyti rétt fyrir sér. Hann var stjarnfræðingur, og pláneturnar sóttu saman undir merki Vogar- innar, en náttúruhamfarirnar létu hins vegar á sér standa. En Jón gaf þá yfirlýsingu út siðar, að hrakspá hans heföi átt að vera táknræn fyrir innrás Húna i hinn siðmenntaða heim og hefði að þvi leytinu til staðist fullkomlega. Já, menn deyja ekki alltaf ráðalausir. Hrakspárnar eru að sönnu margar, og það er þvi varla aö furða, þótt eftirfarandi saga hafi oröið til: Siðskeggjaöur maöur I kufli óð meö miklum hamagangi inn i prentsmiðjuna og vatt sér að prentsmiöjustjóranum. „Ég þarf að fá þetta prentað i 10.000 eintökum!” Hann rétti prentsmiðjustjóranum blað, sem á stóð: Heimurinnferst ámorgun! „Einmitt já”, sagði prent- smiðjustjórinn. „Liggur á þessu?” „Nei, nei, ég sæki það bara eftir svona fjóra til fimm daga”.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.