Þjóðviljinn - 09.07.1982, Page 11

Þjóðviljinn - 09.07.1982, Page 11
Föstudagur 9. júli 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Hléí 1. defld vegna lands- leikslns Ekkert verður leikið i 1. deild tslandsmótsins i knatt- spyrnu þessa helgina vegna landsleiks Finna og íslend- inga sem háður verður i Hel- sinki á sunnudaginn. Leikið verður ytra kl. 18.30 að þar- lendum tima en þá er klukk- an vist aðeins 15.30 hér heima. Sex atvinnumenn leika með Islenska liðinu en hópurinn var tilgreindur hér I blaðinu i gær. En önnur deildin verður á fullu og á morgun, laugar- dag, verða þrir leikir. Skallagrimur og Þór leika i Borgarnesi, Völsungur og FH á Húsavik og Þróttur N. og Reynir Sandgeröi i Nes- kaupstað. Allir leikirnir hefj- ast kl. 14. Njarðvik og Ein- herji leika i Njarðvik kl. 14 á sunnudag og Þróttur R mætir Fylki á Laugardals- vellinum kl. 20 á mánudags- kvöldiö. Heil umferð verður I 3. deild og fara allir leikirnir fram kl. 14 á laugardag. Þeir eru: HV—Vikingur Ó., Haukar—Viðir, Selfoss— Grindavik, Snæfell—1K, Austri—Sindri, Magni—KS, HSÞ b — Huginn, og Arroð- inn—Tindastóll. Þá verður leikið i 1. deild kvenna i kvöld. KR og IA mætast á KR-vellinum kl. 20, Breiðablik og Valur á Kópa- vogsvelli á sama tima og Vikingur og FH á Vikings- velli en sá leikur hefst kl. 20.30. Súlan vann á Borgarfirði UMFB og Súlan léku á Borgarfiröi eystra i Austur- landsriðli 4. deildar i knatt- spyrnu fyrr i vikunni. Súlan sigraði 3—2 og er þvi aöeins einu stigi á eftir efsta liðinu, Val Reyðarfiröi. Valur hefur hlotið 14 stig en Súlan 13. Tímaritið íþróttir Nýtt blað, Timaritiö tþróttir, hefur hafið göngu sina, og kom fyrsta tölu- blaðið út nú um mánaða- mótin. Eins og nafnið bendir til er hér um iþróttablaö að ræða og af frumburðinum má ráöa að efnið veröi mjög fjölbreytt. Stefna ritstýr- enda, iþróttafrétta- mannanna Ragnar Arnar Péturssonar og Stefáns Kristjánssonar, er sú að blaðið komi út mánaðarlega i framtiðinni. Meistara- mót á Króknum Meistaramót íslands i frjálsum iþróttum fyrir aldurshópinn 15—18 ára verður haldið um helgina á Sauðárkróki. Mótið stendur yfir i tvo daga, laugardag og sunnudag. HM i knattspyrnu: Bossis misnotaði víti en Hrubesch skoraði / Paolo Rossi skoraði tvívegis fyrir Itali gegn Pólverjum Vitaspyrnukeppni réði úrslitum 1 ieik V.-Þjóðverja og Frakka. PAOLO ROSSI — (I dökkri peysu); fimin mörk hans gegn Brasiliu og PóIIandi hafa tryggt ttöium rétt til að leika til úrslita um heims- meistaratitilinn. Myndin er úr leik ttaliu og Póllands I 1. riðli for- keppninnar. Frá Sigurdóri Sigurdórs- syni/ fréttamanni Þjóövilj- ans a Spáni: Rossi er óstöðvandi Miðað við tvo síðustu leiki italanna, gegn Brasi- liumönnum á mánudag og Pólverjum í gær, skiptir engu máli hverjum þeir mæta í úrslitaleiknum. Eftir rólega byrjun í keppninni, þar sem liðið rétt skreið áfram í úrslita- riðil, hefur það nú sprungið út á réttum tíma. Paolo Rossi er óstöðvandi, frisk- ur og fljóturog er alls stað- ar á vellinum. italírnir leika enga varnarknatt- spyrnu, það er liðin tíð. Nú er sóknarleikurinn i háveg- um hafður og á þessari stundu þyrði ég að veðja aleigunni á ítalska liðið i úrslitaleiknum á sunnudag. Það var falleg og góð knatt- spyrna sem ítalir og Pólverjar sýndu lengst af i gær, þeir itölsku i aðalhlutverki. Sóknarleikur Italanna nokkuð frábrugðinn þvi sem aðrar þjóðir hafa notað á HM til þessa. Það er ekki verið að dóla lengi með knöttinn á miðj- unni, heldur koma stungusend- ingar út á kantana þar sem fyrir eru fljótir útherjar. Knötturinn gengur siðan fyrir markið þar sem sterkir skallamenn sjá um að Rossi fái eitthvað til að vinna úr. Það var lika Rossi sem skoraði bæði mörkin i gær, og hefur þvi skorað fimm mörk I siðustu tveimur leikjunum. Það fyrra kom á 21. min. eftir aukaspyrnu frá Antognoni. Antognoni og Graziani, tveir af bestu leik- mönnum Itala þurftu síöar að yf- irgefa völlinn vegna meiösla en þaö kom ekki aö sök. Bruno Conti sendi fyrir pólska markið, og Rossi skallaði I netið af markteig, Bikarkeppni KSÍ 2:0, og Pólverjar áttu aldrei möguleika. Það er mál margra hér á Spáni að þetta hafi verið úrslitaleikur heimsmeistarakeppninnar 1982. Bæði þessi lið séu öllu sterkari en liö V-Þjóöverja og Frakka en slikir spádómar geta auðvitað að engu oröiö þegar i úrslitin er komið. ttalska liðsheildin er gifurlega sterk og þaö er engan veikan hlekk aö finna. Varnarmaðurinn Ciaudio Gentile, sem er sérfræö- ingur i að taka sóknarmenn and- stæöinganna úr umferð, var i leikbanni að þessu sinni en má leika úrslitaleikinn. Rossi og Graziani eru frábærir og hinir standa ekki langt að baki meö hinn fertuga Dino Zoff i markinu. Hann stjórnar varnarleiknum af öryggi og á milli stanganna hefur hann engu gleymt það sýndi hann á 64. min er hann varði hörku- skalla frá Bruncolhinum pólska. Pólverjarnir eru með mjög gott lið en þeir réðu einfaldlega ekki við aridstæðingana aö þessu sinni — 16-liða úrslit: Mikiö munaöi um að framherjinn Zbigniew Boniek lék ekki með, var i leikbanni og Lato hinn siungi stóð þvi i ströngu. Allar sóknir Pólverja sem eitthvað kvað af komu eftir hans undirbúning. Pól- verjarnir leika þvi um þriðja sæt- iö á laugardag en þeim áfanga hafa þeir einu sinni náð áöur, lentu i þriðja sæti 1974 eftir sigur á Brasiliu, 1:0. Að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu í leik V.-Þjóðverja og Frakka i undanúrslitum HMá Spáni í gærkvöldi var staðan jöfn, 3:3 og þvi þurfti að gripa til víta- spyrnukeppni. Bæði lið skoruðu úr tveimur fyrstu spyrnunum en í þeirri þriðju varði Ettori mark- vörður Frakka frá Uli Stielike. Didier Six lét hins vegar Toni Schumacher, markvörð V.-Þjóðverja verja frá sér strax á eftir og eftir fimm spyrnur var staðan jöfn, 4:4. Þá var haldið áfram þar til öðrum aðilanum mistækist og það gerðist strax. Schumacher varði frá Maxime Bossis hinum franska og Horst Hrubesch tryggði V.-Þjóð- verjum sæti i úrslitaleikn- um með þvi að skora af ör- yggi úr siðustu spyrnunni. V.-Þjóðverjar mæta þvi ítölum í úrslitaleík heims- meistarakeppninnar en Frakkar verða að sætta sig við að leika við Pólverja um þriðja sætið. Það voru V.-Þjóöverjar sem skoruöu fyrsta markiö. Pierre Littbarski átti þrumuskot i þver- slá franska marksins, á 15. min. en tveimur minútum siðar bætti hann það upp með góöu skoti frá vitateig eftir að Ettori hafði varið frá Klaus Fischer. Tiu minútum siðar jafnaði Michel Platini úr vitaspyrnu fyrir Frakka eftir að Dominique Rocheteau hafði verið hindraður innan vitateigs. Ekkert gekk I siöari hálfleik en Frakkar voru rétt búnir að tryggja sér sigur á siöustu minút- unni þegar bakvörðurinn Amoros skaut hörkuskoti af 30 metra færi. Knötturinn small i þverslá og þaöan niöur, en fyrir utan mark- linu. Frakkar fengu hins vegar óska- byrjun, i framlengingunni þegar Marius Tresor skoraöi á annarri minútu meö þrumuskoti eftir aukaspyrnu og Alain Giresse kom Frökkum i 3:1 á 99. min. Karl-Heinz Rummenigge haföi veriðsettur inn á sem varamaður rétt áður og hann skoraöi 3:2, stras á 102. min. Það var svo Klaus Fischer sem jafnaöi, 3:3, á 108, min. Þá var gripið til vita- spyrnukeppni I fyrsta skipti i sögu heimsmeistarakeppninnar og lyktum hennar hefur þegar veriö lýst. -S.dór/VS Sæbjöm tryggði KR-ingum sigur gegn V alsmönnum Sæbjörn Guðmundsson, fram- linumaöurinn marksækni úr KR, hefur litið leikið með liði sinu þaö sem af er árinu en i gærkvöldi var hann i byrjunarliöi KR gegn Val i 16-liða úrslitum bikarkeppni KSl og þakkaöi fyrir sig með þvi aö skora sigurmarkiö, 2-1, I spenn- andi leik á Laugardalsvellinum. Það var dauft yfir leiknum lengi vel en eftir að Magni Pétursson hafði komi Val yfir af miklu harðfylgi á 62. min. lifnaði yfir leikmönnum sem áhorf- endum. óskar Ingimundarson var settur inn á hjá KR og á 66. min. jafnaði hann með sinni fyrstu snertingu af stuttu færi eftir góðan undirbúning Agústs Más Jónssonar. Á 83 . min. komst svo Sæbjörn i færi, þröngt að visu, við markteigshornið vinstra megin og skoraði með laglegu skoti I hornið nær 2-1, og KR komst þar með i 8-liða úrslitin. Góður sigur KA Eftir markaiausan fyrri hálf- leik hjá KA og IBI á Akureyri i gærkvöldi opnuðust allar flóð- gáttir um miðjan siðari hálfleik- inn og KA skoraði þrivegis. Fyrst Asbjörn Björnsson, þá kom sjálfsmark frá Gunnari Guðmundssyni og siðan bætti Hinrik Þórhallsson þriðja mark- inu við. IBI minnkaði muninn i 3-1 rétt tyrir leikslok en þaö skipti ekki máli. Reynir frá Sandgerði sigraði Hugin 4-0 á Seyðisfirði og i fyrra- kvöld léku Vikingur og Völsungar á Húsavik. Vikingar sigruöu 2-1 eftir að verið 0-1 undir hálfleik. — VS j~Emherji lagði FH! "j Einherji vann góðan sigur á FH i 2. deild Islandsmótsins i Iknattspyrnu á Vopnafirði i gærkvöldi, 4-3. Kristján Da- viðsson kom Einherja yfir en , Sigurþór Þórólfsson jafnaði Ifyrir FH, 1-1 i hálfleik. Pálmi Jónsson og Sigurþór komu FH i 1-3 en Einherjar gáfust ekki L . ___ . i . ... — upp. Olafur Ármannsson minnkaði muninn i 2-3 og Aðalbjörn Björnsson jafnaði 3- 3. Gisli Daviðsson skoraði siðan sigurmark Vopnfirð- inga, 4-3, og sætur sigur nýlið- anna á 1. deildarliðinu frá i j fyrra var staðreynd. VS •

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.