Þjóðviljinn - 09.07.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.07.1982, Blaðsíða 7
Föstudagur 9. júll 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Líbanon er stríðstilraunastöð Nató Kenningar á lofti um yfirburði vestrænna vopna. Styrkleikahlutföll í Evrópu önnur eftir stríðið Fórnarlömb stríösins. Fleiriféllu iinnrás tsraels í Libanon en f öll- um styrjöldum i Austurlöndum nær samanlagt. Menachem Begin segir stund- um aö tsrael endurgreiöi Banda- rikjunum hina miklu skuld meö reynslunni úr striöinu sem komi Bandarikjunum til góöa. „Viö gerum meira fyrir ykkur. Viö höfum eyðilagt sovéska T-72 bryndreka sem allir hjá Nató héldu aö væri ekki hægt. Viö höf- um eyöilagt 20 eldlaugar so- véskar sem ætlaöar eru til aö granda flugvélum, en viö höfum ekki misst eina einustu”, sagöi Begin á fundi meö bandariskum þingmönnum um Libanonstriöiö. Arás ísraels á PLO var einnig árás á eigin efnahag. A fjórtán dögum hafa hermenn Begin brúkað skotfæri og tól sem nema frá 10% til 15% þjóöarframleiðsl- unnar á einu ári. Til að mæta þessu hefur stjórnin boðað miklar skattahækkanir en verðbólga og önnur efnahagsleg óáran hrjáir þjóðarbúskapinn þar þegar fyrir. Eins og alltaf I striði metast nú aðiljar á um það hvor hafi skotið hvað. En vist er það yfirburöir Israel voru algerir i hernaðar átökunum. Og prelátar vopnanna viða um heim eru nú að draga lærdóma af þessum átökum fyrir sjálfa sig. Nató þykir hafa komist i heldur feitt að þarna hafi fengist þess háttar reynsla að krefjist endurmats á vopnabúnaði Nató- rikjanna annars vegar og Sovét- rikjanna og Varsjárbandalags- rikjanna hins vegar. Telja sér- fræöingar að vestræna hernaðar- kerfið hafi sýnt i átökunum slika og þviumlika yfirburði yfir so- véskt hernaðarkerfi að með ólik- indum sé. 1 upptalningu um ár- angur israelska hersins er þannig getið um að 80 MIG orustuþotur hafi verið skotnar niður, 20 eld- flaugagrandar (rafeindakerfi), en einmitt það kerfi átti að gegna lykilhlutverki i vörnum Sovét- rikjanna. Þá eru ótaldir meira en þrjú hundruð bryndrekar sem Sýrlendingar misstu. Meðal þeirra voru T-72 skriðdrekar sem Nató-heraflinn hafði óttast mjög fram að þessum átökum. Bretar og Nató bandalagið þóttust hafa ýmislegt lært af Falklandseyjastríðinu t.d. um það hvernig eldflaugar geta grandað stórum skipum og hve illa þau eru varin að þessu leyti. Sömu sögu er að segja um Libanonstriöið. Nató telur mun hafa mikið af þessu iært („dýr- mæt reynsla”) Einsog'áöur var það aðallega rafeindatækni bandarisku vopnanna sem skaut þeim sovésku ref fyrir rass. Svo mjög hefur þessi óhagstæði samanburður vopnabúnaðar stórveldanna fyrir Sovétrikin komist i hámæli, að opinbera fréttastofan þar sá ástæðu til að birta sérstaka frétt til að draga úr þessum fullyrðingum. I fréttatil- kynningunni, sem er mjög óvenjuleg I þessu sambandi, segir m.a. að sovésku vopnabúnaður- inn hefði sannað áhrifamátt sinn i striðinu. Annað sé bara áróður lsrael og Bandarikjanna. Hvað sem þessu liöur, þá er ljóst að hugmyndir manna um styrkleikahlutföllin I Evrópu kunna að breytast mjög i ljósi þessarar reynslu. Ef yfirburðir hinna vestrænu vopna eru svona algerir er nefnilega farið að fara um „ógnarjafnvægiö”. (Spiegel Information) — óg Arkitekt innrásarinnar Sharon varnarmálaráðherra. Hann er sagður maður mikillar grimmdar og skilur eftir sig langan lista fallinna I öllum striðum tsrael við nágrannaiöndin. Hann var herforingi i isra- elska hernum áður fyrr. „Þeir sem ekki vilja hann sem yfirhershöfð- ingja munu siöar fá hann sem varnarmálaráöherra”, er haft eftir tryggum aðdáanda hans. Vandamálm leyst í anda samvinnu ísraels og Bandaríkjanna Meðal visbendinga sem nú eru reifaðar um samráö Bandarikja- manna um innrás lsrael I Libanon er blaðamannafundur sem Sharon varnarmálaráöherra boðaði til I nóvember sl. Þar lýsti hann pólitiskri, efnahagslegri og hernaðarlegri samvinnu tsraels og Bandarikjanna skömmu eftir fund þeirra Begins meö Reagan i New York. A þessum fundi talaöi Sharon um öryggismál hins „frjálsa heims” i Miðausturlöndum, og um varnarbandalag Bandarlkj- anna og ísrael I þvi sambandi. Siðar á blaðamannafundinum lagði Sharon útaf þessu og rakti vandamálin I Libanon eins og þau komu honum fyrir sjónir. I fyrsta lagi væru þar vopnabirgðir. öðru lagi vandamálið um hvernig skapa ætti sterka stjórn i Libanon sem gengi inni „hinn frjálsa heim” og friðmæltist við tsrael. I þriðja lagi væri vandamálið með her Sýrlendinga I Libanon. Sagði hann veru sýrlenska hersins vera dæmi um útþenslustefnu Sovét- rikjanna en hernaðarsamvinna tsrael og Bandarikjanna væri einmitt beint gegn henni. I fjórða lagi væri svo Líbanon miðstöð hryðjuverkamanna. Sharon gat þess, að Libanon \ gæti orðið gott dæmi um það hvernig hægt væri að leysa vandamál á grundvelli samvinnu tsraels og Bandarikjanna. Eins og kunnugt er beitti Bandarikja- stjórn neitunarvaldi á fundi öryggisráðs Sameinuðu Þjóð- anna þegar fordæming á Israels- stjórn var borin undir atkvæði. Hvers vegna styöja Banda- rikjamenn innrásina? Eins og um önnur utanrikismál hefur afstaða Bandarikjastjórnar veriö inokkurri þoku. Þó Reagan hafi neitað þvi að stjórn hans hafi gefið grænt ljós á innrásina eru næsta fáir sem trúa þeirri fullyrð- ingu. Þvi samtimis gaf hann út þá yfirlýsingu að hann hefði samúð með markmiöum tsraela meö innrásinni i Libanon. Enn fremur vildi hann ekki gagnrýna innrás- ina. Menn velta þvi nú mjög fyrir sér hvers vegna Bandarikin styðji innrásina. Það hefur löngum verið útbreidd skoðun að Banda- rikin æski friðar I Miðaustur- löndum. Astæða þess sé sú, að einungis friður á milli Israel og arabarikjanna tryggi hagsmuni Bandarikjanna á svæðinu, þ.e. að rikisstjórnir tsrael og ihalds- samra arabarikja eigi það sam- sagði Sharon eiginlegt með Bandarikjunum að halda áhrifum Sovétrikjanna sem fjærst vettvangi. Information vitnar til Israelsk stjórnmálamanns sem segir að hann hafi misst trúna á friðar- vilja Bandarikjanna. Að þau hafi haft fjórtán ár til þess að þvinga deiluaðilja til málamiðlunar en ekki gert þaö. Þvi kemur þessi stjórnmálamaður (Uri Avnery) með kenningu sem kölluð er „heimskingjakenningin” um þaö aö Bandarikjunum stjórni tóm- stundaembættismenn sem þjáist af „ólæknandi leti að ekki sé minnst á hreina og beina heimsku”. En hann hafnar þess- ari kenningu I vangaveltum og taldi aðra liklegri: Hagsmunir Bandarikjanna eru fólgnir i óskaplegri vopnasölu til Mið- austurlanda og I þvi að olian haldi áfram að fljóta. Þvi veröur best viðhaldið með þvi að halda áfram með ágreining og átök. Þannig verða olíufurstarnir háðir Banda- rikjunum meö vopn og varnir gagnvart tsrael. „I þessari mynd er Israel eins og brjálaður band- ingi, sem Bandarikjamenn geta sleppt lausum. Maður eins og Sharon væri upplagður leiðtogi ísrael i þessu hlutverki”. — óg • • Omurleiki stríösins Yfir tíu þúsund manns hafa fallið Talið er aö á milli tiu og þrjá- tiu þúsund manns hafi látiö Hfið i árás tsraelska hersins á Lib- anon. Þetta strið israeia við hina landflótta Palestinuaraba er orðið langvinnara en öll önn- ur strið tsraela, hcfur krafist meiri dauða og eyöileggingar en nokkurt annað. Fjöldi fallinna er meiri en i samaniögðum fjór- um striðum tsraela viö araba- rikin i Austurlöndum nær. Sjálfir hafa tsraelsmenn misst yfir þrjú hundruð her- menn og það með öðru I þessari harðneskjulegu innrás hefur kallaö á mótmæli heima fyrir. „Við höfum fætt börn i heiminn, en ekki fallbyssufóður”, stóð á spjaldi sem israelskar mæður héldu á fyrir utan glugga Begins forsætisráðherra Israel á dög- unum. Arafat leiðtogi PLO frelsis- samtaka Palestinu segir að yfir þrjátiu þúsund manns hafi fallið en Libanir segja fimmtán þús- und. tsraelsmenn segja þessa tölu fjarri lagi. En sú harðvit- uga ritskoðun sem Israelsstjórn beitir auk þess sem hún hefur meinað hjálparstofnunum að- gang aö vigvöllunum bendir til þess að uppgefnar tölur Palest- inumanna séu sönnu nær. Heimurinn er næstum þvi ein- róma i gagnrýni sinni á hernaö Israelsmanna. Þetta riki sem aflað hefur sér samúöar og virð- ingar virðist nú hafa skotiö heldur yfir markið. Hér i blað- inu hefur verið sagt frá mót- mælum gyðinga heima fyrir og erlendis. Og forystumenn Evr- ópurikja hafa heldur ekki legið á liði sinu i fordæmingu á inn- rásinni. Kreisky — kanslari Austurrikis sem sjálfur er gyð- ingur, kallar valdhafa I Jerúsal- em „Hálffasista” og Efnahags- bandalagið krafðist þess að Is- raelsstjórn drægi heri sina þeg- ar til baka frá Libanon. Hins vegar hafa Bandarikin skorast undan fordæmíngu á innrásinni einsog svo mörgu öðru i samfé- lagi þjóðanna uppá siðkastið. Hvað verður um PLO? Þegar þetta er skrifað er ekki ennþá ljóst hvort né hvernig þeim sex til átta þúsund Pale- stinumönnum undir vopnum i Beirút veröur hleypt frá borg- inni sem er i umsátri Israels- hers. Erlend blöð og timarit I Evrópu eru farin að likja þessu umsátri við Stalingrad i heims- styrjöldinni og jafnvel Varsjár- gettóinu i Póllandi. Og þykir auðvitað sárt til þess að vita að þjóð sem hefur orðið hefur fyrir jafn mikíum ofsóknum og gyö- ingar i Israel skuli geta staðið i öðru eins og þviumliku og er að gerast nú i Libanon. PLO hefur á undanförnum árum fengið lögformlega viður- kenningu viða I löndum sem umboðsaðilji fyrir Palestinu- araba. Höfuöstöðvar þeirra eru i Beirút og þess vegna eru taldar likur á að einmitt þar sé hægt að „uppræta” PLO svo notað sé Israelsstjórnar eigið orðalag. En svo eru frelsissam- tökin heillum horfin að ekkert land hefur lýst þvi yfir að vilja taka við þessum herstyrk með höfuðstöðvum PLO. Hins vegar hafa bæði Egyptar og Saudi Arabar boðist til þess að leyfa PLO að flytja höfuðstöðvarnar til þeirra landa — en án nokk- urra vopna. En málin væru heldur ekki þannig leyst. I Libanon búa fleiri hundruð þús- und Palestinuarabar sem óttast nýja útrýmingarherferð fari PLO úr landinu — ef ekki frá ísrael þá frá hersveitum hægri manna i landinu Meöal þess sem tsraelsher er ásakaður um er notkun eitur- gass i hernaðinum. Haft er eftir franskri fréttastofu að hér sé um að ræða taugagas sem lamar fólk i tvo sólarhringa. Enn fremur hafa þeir verið ásakaðir um pyndingar. Erlendir fréttaskýrendur vekja athygli á timasetningu innrásarinnar I Libanon (hófst 6. júnl) Þá var Falklandseyja- striðiö I hámarki og siðan hófst heimsmeistarakeppnin I knatt- spyrnu á Spáni. Þetta þykir dæmigert fyrir hernaðaraö- gerðir Israela. Hvenær sem heimurinn er upptekinn af ein- hverju stórmðli — má eiga von á hernaðarbrölti frá Israelsher? (Byggt á Spiegel og Infor- mation) —óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.