Þjóðviljinn - 09.07.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.07.1982, Blaðsíða 3
________________________________________________________Föstudagur 9. júll 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins um efnahagsmálin Hlaupum ekki frá vandanum Munum leggja áherslu á aðgerðir sem byggjast á félagslegum viðhorfum flokksmanna okkar „Ég vil leggja áherslu á að þau vandamál sem við er að etja i efnahagsmál- um eru þannig vaxin að þau krefjast heildarað- gerða. Engin ástæða er til þess að mikla fyrir sér vandann eða láta hann telja úr sér kjark, en það verður að horfast í augu við ástandið eins og það er", sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins, í samtali við blaðið igær. ,,Viö höfum haldið marga fundi i stofnunum flokksins og það er ljóst að Alþýðubandalagið hefur ekki lagt það i vana sinn að hlaupa frá vandamálunum eins og sumir aðrir og þegar mál hafa skýrst enn frekar á efna- hagssviðinu munum við leggja áherslu á aögerðir sem byggjast á félagslegum viðhorfum flokks- manna okkar.” Jafnaðarkrafa Svavar tók fram að hann boöaði engar galdraformúlur, enda væru þær ekki til, og hættulegt væri að einfalda hlutina um of fyrir sér. Megináhersla Alþýðubandalags- ins væri á jöfnuð, og vonandi næð- ist samstaða um að gripa á efna- hagsmálunum á þann veg að þeir þjóðfélagshópar sem háar hefðu tekjur og sterka stöðu legðu meira að mörkum en lágtekjufólk og þeir sem standa höllum fæti 1 þjóðfélaginu. „Kjör þeirra sem verst standa mega ekki versna, og það mun reyna á siðferðisstyrk þeirra sem betur mega sin, ef svo á ekki að fara. Og þá gengur ekki fyrir hálaunahópa og gróðaaöila að skjóta sér undan jafnaðar- kröfunni með metingi gagnvart öðrum sambærilegum hópum.” Full atvinna Formaöur Alþýðubandalagsins kvaðst vona að innan rikisstjórn- arinnar væri áhugi á að leysa vandamálin sem væri forsenda þess að hægt væri að komast fyrir erfiöleika I bráð og búa um leið i haginn fyrir betra þjóðfélag i lengd. Alþýðubandalagið væri reiðubúiö að taka þátt I efnahags- aðgerðum svo fremi sem þær væru i samræmi við grundvallar- sjónarmiö þess um jafnari skipti i þjóðfélaginu og fyrirheit stjórn- arsamnings um fulla atvinnu. Staðan á þingi „Það kom aö visu fram á Alþingi i vetur aö þeir sem höfðu meö beinum eöa óbeinum hætti stutt rikisstjórnina virtust hafa losað um tengsl sin við Sjálf- stæöismennina i stjórninni. Það verður aö koma i ljós hvað þeir hugsa sér að gera i framhaldinu. En það sér hver maöur aðstjórnin vinnur sig ekki fram úr vandan- um né veitir þá leiðsögn sem nauösynleg er nema að staða hennar sé traust á Alþingi.” 1,5 miljarður í tekjumissi? Aöspurður hverja hann teldi helstu erfiöleikana sem við væri að glima sagði Svavar að það væri einkum framleiðslusam- drátturinn i sjávarútvegi, stór- felldur vandi i peningamálum, of- framleiöslan i landbúnaðinum og verðbólgan. „Það hefur oröið verulegur samdráttur i framleiðslu þjóðar- búsins og minnkandi þjóöartekjur i fyrsta sinn um árabil. Menn greiniráumhversusamdrátturinn er mikill, enda ekki fullljóst, fyrr en i lok ársins þegar öllu verður til skila haldið. En það er vitað mál að 6% samdráttur þjóðar- tekna eins og Þjóðhagsstofnun spáir þýðir tekjumissi uppá einn og hálfan milljarð króna. Til Svavar Gestsson: Ef ekki veröur að gert er augljóst mál að erfitt verður að halda uppi fullri at- vinnu. samanburðar má nefna aö ráö- stöfunarfé Hfeyrissjóðanna allra er áætlað einn komma þrir milljarðar króna. Flestum eru kunn þau ótiðindi sem yfir hafa duniö i sjávarútvegi, og fari allt á versta veg, munu þau koma fram i stórminnkandi tekjum útgerðar, sjómanna og fiskvinnslufólks. Siðan mun slikt áfall hafa áhrif á allt þjóðarbúiö og á afleiðingum þessa verður að taka á ákveðinn hátt. Að öðrum kosti safnast fyrir óviöráðanleg vandamál. sérstakra aðgerða. En það at- hyglisverða er að lánsfjárþorst- inn er hrikalegri nú en nokkru sinni fyrr. Það kemur m.a. fram hjá lifeyrissjóðunum og I við- skiptabönkunum, en bankarnir eru nú neikvæðir gagnvart Seöla- bankanum um mörg hundruð milljónir króna. f”Leikflokkur frá Leik- J félagi Reykjavikur er I nýkominn heim frá I Búlgariu, þar sem j félagið sýndi SÖLKU VÖLKU e f t ir ■ Halldór Laxness á I alþjóðlegu leiklistar- I hátiðinni „Leikhúsi • þjóðanna”, sem haidin I var i Sofia 20. júni til 6. I júli. Það er Alþjóðaleikhúsmála- I stofnunin og Unesco sem standa J að hátiðinni en hún er haldin ár- • lega i einhverju aðildarland- | anna. Leikfélagið sýndi tvær sýningar á Sölku, 29. og 30. júni. Var leikið i einu stærsta leikhúsi borgarinnar, sem tekur um 650 manns i sæti og var leikhúsið fullsetið á báðum sýningum og Samdráttur í sauðfjárbúskap 1 þriðja lagi vil ég nefna aö þrátt fyrir verulegar aögeröir til að draga saman framleiðslu i landbúnaði þá hafa nú fallið niður um sinn markaðir fyrir sauðfjár- afuröir, sem auövitaö voru mjög óhagstæöir. Nauösynlegt er vegna þess aö draga stórlega úr framleiöslu sauðfjárafurða eins og bændasamtökin hafa reyndar bent á. Þessi samdráttur I sauö- fjárbúskap landsmanna verður Framhald á 14. siðu Þaö var heitt að leika f siðum ullarnærbuxum og ullarpeysum fyrir islendingana i Búlgariu, en tvo fyrstu dagana var mesti hiti sem komiðhefur þar ilandiiheila öld. Hitinn fór upp i 40 gráður og hér á myndinni er hárgreiðslumeistari LR. Guðrún Þorvaröardóttir, fáklædd að þurrka hárið á Sölku i hléi á seinni sýningunni. Guðrún Gisladóttir teikur Sölku, en bakviö má sjá i Margréti Helgu Jóhannsdóttur, kófsveitta. Salka Valka komin heim Búlgarska sjónvarpið tók sýninguna upp Verðtryggingar- stefna og lánsfjárþorsti 1 öðru lagi vil ég nefna að verð- tryggingarstefnan sem hér er fylgt hefur ekki leyst vandamál á þann hátt sem fullyrt var af tals- mönnum Seðlabankans utan þings og innan. Þvert á móti hef- ur hún skapað stórfellda erfið- leika fyrir einstaklinga og at- vinnufyrirtæki, fyrst og fremst húsbyggjendur og þá útgerðar- menn sem gera út nýleg skip. Lausnin getur ekki verið sú að lækka vexti i þeirri verðbólgu sem hér er. Hinsvegar þarf að lengja lán og gripa til annarra voru leikendur ákaft hylltir i leikslok og barst þeim fjöldi blómvanda. Fyrri sýningin var tekin upp af búlgarska sjón- varpinu og atriði úr henni flutt i sjónvarpsþætti kvöldið eftir. A blaðamanna- og umræðufundi i kjölfar sýninganna, lýstu ýmsir gagnrýnendur og leikhúsmenn ánægju sinni með sýninguna. Höfðusumir þeirra átt þess kost að sjá fyrri sýningar Islendinga á hliðstæðum leiklistarhátiðum, þ.e. INÚK og Stundarfriö og höfðu orð á þvi að á lslandi væri greinilega mikil gróska i leik- húslifinuog fjölbreytni eftir þvi. Leikflokknum var boðið i ýmsar skoðunarferðir meðan á hátið- inni stóð og voru móttökur allar hinar veglegustu. Auk þess gafst kostur á að sjá nokkrar af öðrum sýningum hátiðarinnar, en alls tóku rúmlega 30 leikhús og leikflokkar viðsvegar að úr heiminum þátt i hátiöinni og buöu upp á 50 leikrit og sýn- I ingar. Samhliða leiksýningunum ' voru haldnar ýmsar sýningar aðrar tengdar leiklist svo og J' umrteðuþing Alþjóðaleikhús- ’ málastofnunarinnarum „Rætur ! leikhússins”. Þetta er i fyrsta skipti sem I Leikfélag Reykjavikur tekur ■ þátt i alþjóðlegri leiklistarhátið | og naut félagið styrks mennta- I mála- og fjármálaráðuneytisins I til fararinnar. • --------------------------------1 Opið ALLAN * HREYFILL STÆRSTA BIFREIÐASTÖÐ BORGA^X 0C

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.