Þjóðviljinn - 09.07.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 09.07.1982, Blaðsíða 16
WOÐVUHNN Föstudagur 9. júli 1982 AbaUImi Þjóóviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag tii föstudags. Utan þess tima er hsgt að ná I blaðamenn og aðra starfsmenn þlaðsins f þessum slmum : Bitstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiðslu blaðsins i slma 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Meirihluti íhaldsins í Eyjum bannar áheyrnarfulltrúum minnihlutans að sitja bæjarráðsfundi „Til vitnis um valdahroka” K \ — segir Sveinn Tómasson bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Vestmannaeyjum Þjóðviljanum hafa borist spurnir af nýstár- legum vinnubrögðum Sjálfstæðisflokksins i Vestmannaeyjum við stjórn bæjarféiagsins. Var sá háttur tekinn upp eftir að flokkurinn náði hreinum meirihluta i bæjarstjórn, að banna minnihlutaflokknum að eiga áheyrnarfulltrúa á fundum bæjarráðs, en vinstri meirihlutinn sem var við völd áður i Eyjum, mótaði þá stefnu að allir þeir flokkar sem fengju mann i bæjarstjórn, ættu rétt á að senda áheyrnarfulltrúa, án at- kvæðisréttar, á fundi bæjarráðs. Við spurðum Svein Tómasson bæjar- fulltrúa Alþýðubanda- lagsins frétta af þessu máli: „Já, þetta er alveg rétt. Strax og hinn nýi meirihluti Sjálf- stæðisflokksins tók við hér i Eyjum var tekin upp sú stefna að synja fulltrúum minnihlutaflokk- anna setu á bæjarráðsfundum sem áheyrnarfulltrúar. I bæjar- ráði eiga sæti tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og einn full- trúi minnihlutaflokkanna þriggja. Við töldum eðlilegt að á fundum fengju auk þessara að sitja fulltrúar hinna flokkanna tveggja, þar sem löngum hefur verið talið eðlilegt að menn feng- ju að fylgjast vel með málum þar sem ráðum er ráðið”, sagði Sveinn Tómasson. „Við mótmæltum þessum vinnubrögðum að sjálfsögðu strax en þessi nýja skipan hefur nú fengið afgreiðslu i tveimur umferðum i bæjarstjórn og mót- mæli okkar i minnihlutanum komið fyrir litið. Okkur finnst þetta fyrst og fremst lýsa valda- hroka og það er sérstaklega at- hyglisvert að sá flokkurinn sem mest talar um lýðræði og opna stjórnarhætti, skuli verða til að stiga þetta skref aftur á bak”, sagði Sveinn Tómasson bæjar- fulltrúi að lokum. — v. Sveinn Tómasson: dæmigert að „flokkur lýðræðisins” skuli grlpa til þessara einræðisvinnubragða. Þessi mynd var tekin inn i Laugarnesi i gær og var ekki annað að sjá en þar væri vel sprottið og undir sláttbúið. Ljósm. gel. Sláttur haímn þar sem best er sprottið EM í skák: Teflt við England um helgina tsland mætir Englcndingum i Evrópukeppninni i skák i viður- eign sem fram fer i Teeside i Englandi. Allir bestu skákmenn þjóðarinnar tefla fyrir lslands hönd i þessari viðureign sem sker úr um hvort islendingar eða Eng- lendingar tefli i úrslitum Evrópu- keppninnar, sem fram fer i MoskVu á næsta ári. Með þessum þjóðum I riðli eru Sviar, cn Sviar töpuðu báðum sinum viðureign- um og eru úr leik. Fyrir viður- eignina um heigina eru Englend- ingar með hálfs vinnings forskot og nægir þeim jafntefli til að halda áfram i keppninni. tslend- ingar þurfa þó ekki annað en að vinna með minnsta mun til að komast áfram. Af átta þjóðum sem tefla i úr- slitunum i Moskvu hafa sjö þegar tryggt sér þátttökurétt. Það eru auk Sovétmanna, Ungverjar, V-- Þjóðverjar, Júgóslavar, Búl- | garar, Hollendingar, og Danir. Frændur vorir Danir gerðu sér lltið fyrir og slógu Tékka úr leik i viðureign sem fram fór i Elsinore . I Danmörku eigi alls fyrir löngu. Bent Larsen tefldi á fyrsta borði fyrir Dani og gerði gæfumuninn. Islendingar taka þátt i Evrópu- keppninni i fyrsta sinn. — hól Vegaáætlunin 150 km bundið slitlag Vegagerð rikisins stendur fyrir umtalsverðum framkvæmdum I sumar við lagningu bundins slit- lags. Er áætlað að lagt verði u.þ.b. 150 kilómetrar allt i allt. Á Suðurlandi verður bætt töluvert við kaflann nálægt Hvolsvelli, Þingvallavegurinn verður mal- bikaður á kafla fyrir ofan Kára- staði og viðar. Flestar framkvæmdirnar miöa að þvi aö lengja þá vegarkafla sem fyrir eru. Þannig verður bætt við veginn á Kjalarnesi og i Hval- firöi, einnig nálægt Borgarfirði og við Blönduós. — hól Sláttur er nú hafinn aII- víöa um land/ þar sem spretta er komin best á veg. Blaðið hafði tal af þeim Guðmundi Sigurðs- syni/ ráðunaut hjá Búnaðarsambandi Borgar- fjarðar, Hjalta Gestssyni, ráðunaut hjá Búnaðar- sambandi Suðurlands og Guðmundi Steinddrssyni, ráðunaut hjá Búnaðarsam- bandi Eyjaf jarðar og innti þá eftir slætti og heyskaparhorfum. Borgarf jarðarhérað Guðmundur Sigurðsson sagði að þar væri sláttur dálltiö byrj- aður, einkum þó sunnan Skarðs- heiðar og reyndar víðar þar sem vothey væri verkað, svo sem I Andakil og Reykholtsdal. Spretta væri viöast hvar allgóð orðin og góð þar sem tún voru friðuð og snemma borið á. Yfirleitt væri gott útlit með grasvöxt I hérað- inu, miðað við það, sem verið hefði á sama tlma undanfarin ár. Þurrkur hefur verið stopull siðustu daga og þvi láta menn sér hægar við sláttinn en ella, sagði Guðmundur.Nýttkal mun lltt eða ekki fyrirfinnast I Borgarfjarðar- héraði en tún fóru þar viða illa af kali I fyrra og hafa enn ekki náð sér af þvi. Suðurland — Jú, sláttur er nú byrjaður sumsstaðar hér á Suðurlandi, sagði Hjalti Gestsson, ráðunautur á Selfossi. Einkum mun það þð vera undir Eyjafjöllum og með ströndinni en annars svona hér og þar. útlit er heldur gott með sprettu. Að vlsu hefur lengst af verið nokkuð þurrt og fór gras- vöxtur þvi hægt að stað en upp á siökastiö hefur brugðið nokkuð til úrfella og sprettan tekið mjög við sér. Fremur litið er um nýtt kal en langt er frá þvi að tún hafi náö sér eftir kaliö I fyrra. Vöxtur græn fóðurs mun vera heldur á eftir grassprettunni. Engin ástæða er þó til svartsýni, sagði Hjalti, — og verði hagstæð heyskapartlð litur út fyrir góöan heyfeng. Áður hefur úr ræst þótt spretta væri skemmra á veg komin um þetta leyti en hún er nú. Eyjaf jörður — Hér er sláttur byr jaður innan Akureyrar og I Hörgárdalnum, sagöi Guðmundur Steindórsson, ráðunautur á Akureyri. Menn hafa þó hægt á sér siðustu dagana vegna óþurrka. Spretta er oröin þokkaleg þar sem sláttur er byrj- aður en mun minni úti á Arskógs- ströndinni. Man ég ekki eftir að jafnmikill munur hafi verið á sprettu i héraðinu sem nú. Það á áreiðanlega nokkuð i land að sláttur byrji úti á ströndinni. Lik- lega er útlitið eitthvað skárra I Svarfaðardalnum.Hafgola næddi löngum nú i vor og þurrkar voru miklir, en brugðið hefur til batn- aðar með sprettutiöina upp á sið- kastið. Ekki er mikið um nýtt kal en þó gætir þess I öngulsstaða- hreppnum og er óvenjulegt á þeim slóðum. Sumar sléttur þar eru lélega sprottnar. Eitthvað mun og um nýtt kal I Höfðahverfi. En gömul kalsár eru enn nokkur áberandi. — mhg Flugmenn sömdu í gær: 6,9% launa- hækkun strax Samningar milli flug- manna og viðsemjenda þeirra tókust i gær- morgun eftir að fundur hafði staðið linnulaust frá þvi klukkan 2 i fyrra- dag. Að sögn Geirs Garðarssonar formanns Félags islenskra at- vinnuflugmanna var tekið mið af heildarsam- komulagi Alþýðusam- bandsins og Vinnuveit- endasambandsins. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- viljans kveður samkomulag flug- manna á um 6.9% grunnkaups- hækkun strax 1.1% hækkun 1. janúar á næsta ári og 0,8% siðar á samningstimanum. Verðbætur á laun skal greiða i samræmi við það sem samið var um i heildar- kjarasamningnum. Þetta er i fyrsta skipti sem flugmenn semja undir einum hatti, en hingað til hafa félög fyrrverandi flugmanna Loftleiða og Flugfélags Islands, samið hvort fyrir sig en siðan hafa flugmenn Arnarflugs tekið mið af þeim samningum. Við þessa samningagerð mun lang mestur timi hafa farið i að samræma k jör þotuflugmanna og þeirra sem fljúga i innanlands- flugi. Launamunur var tals- verður milli þessara tveggja hópa, en nú er hann aðeins um 5%. Þessi samningur Félags is- lenskra atvinnuflugmanna og flugfélaganna gildir til 1. september á næsta ári. — v. Síðustu forvöð Nú eru siðustu forvöð að sjá sýningu Listmálarafélagsins að Kjarvalsstöðum, en henni lýkur á sunnudag. Aðsókn hefur verið af- bragðsgóð, og 1/3 myndanna er seldur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.