Þjóðviljinn - 09.07.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.07.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. júli 1982 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis titgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. L'msjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson Blaðamenn: Auöur StyrkársdóUir, Helgi Ölafsson Magnús H. Gislason, Ólalur Gislason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. iþróttalréttaritari: Viöir Sigurösson. Ctlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir-Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir :Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglvsingar: Hildur Kagnars, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Sfmavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn Öladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigúrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla. afgreiðsla og auglýsingar: Sfðumúla 6, Reykjavik, simi 81933 Prentun: Blaðaprent hf. Tvö ólík sjónarhorn • Á sama tima og Geir Hallgrímsson hélt því f ram í Varðarferð að NATO væri öflugasta friðarhreyfing og f riðaraf I okkar tíma var annar f lokksleiðtogi, Tony Benn, einn helstu leiðtoga breska verkamannaf lokks- ins, að ræða málin frá öðru sjónarhorni við austur- þýska andófsmanninn Rudolf Bahro. Þau skoðana- skipti áttu sér stað í hringborðsumræðum sem fram fóru í Halles de Schaerback í Brussel í tengslum við Evrópuráðstefnu um kjarnorkuafvopnun, en hana sóttu 790 fulltrúar friðarhreyfinga og kjarnorku- vopnaandstæðinga frá 26 löndum. • Tony Benn léit ekki sömu augum á silfrið og Geir Hallgrímsson, og kemur það svo sem ekki á óvart. Hann sagði m.a.: ,,Evrópa getur ekki unað því að framtíð hennar ráðist af ákvörðunum Reagans Bandaríkjaforseta og öldungadeild Bandaríkjaþings í Washington eða Breshnevs forseta og Æðsta ráðsins í Moskvu. Við kjósum þá ekki, við getum ekki sett þá af og þeir haf a heldur engan rétt að að ráða framtíð okkar. Fyrir f jörutíu árum var Evrópa í herf jötrum biturrar og ör- lagaríkrar baráttu við fasismann sem kostaði tugi miljóna mannslífa. En nú, á árinu 1982, eru Evrópu- menn i austri og vestri að berjast f yrir f riði gegn þeim sem eru í áróðursherför til stuðnings áformum um nýtt vopnakapphlaup. Menn og konur á öllum aldri, og með allar pólitískar og trúarlegar skoðanir, vil ja gera ráðamönnum Ijóst að þau muni ekki fallast á aftur- hvarf til hernaðarhyggju." • Það verður að segjast eins og er að Geir Hallgrímsson hefur með sitt Morgunblað verið í fararbroddi þeirrar áróðursherferðar sem staðið hefur sl.‘ 3 ár i okkar heimshluta og miðar að smíði þúsunda nýrra kjarnorkuvopna. Sú sveit sem snúist hefur gegn þessum áformum er af mörgum toga og nú síðast hafa áhrifamiklir stjórnmálamenn í Bandaríkjunum snúist gegn stefnu NATO í kjarnorku- vígbúnaði, og fordæmt þann áróður sem Geir Hallgrímsson og aðrir NATO-þingmenn hafa haft í frammi fyrir nauðsyn aukins kjarnorkuvígbúnaðar. • Kröfur friðarhreyfinganna og þeirra pólitísku af la sem hafa tekið sjónarmið þeirra upp á sina arma mótast af aðstæðum í hverju landi og í Bandaríkjun- 1 um virðist það vera brýnasta verkefnið að stöðva j um smíði 17 þúsund nýrra kjarnorkuvopna á þessum | áratug með kröfum um frystingu vopnakapphlaups- ins á núverandi stigi sem undanfara afvopnunarvið- ræðna. En Tony Benn lýsti stjórnarmiðum breska ; verkamannaflokksins í þessum efnum og hvatti alla sem væru sama sinnis í Evrópu að sameinast um að þrýsta þeim til sigurs. • Meginkröfurnar sem Tony Benn iagði áherslu á að öllum þyrftu að vera Ijósar eru fimm: 1. Við munum ekki þola kjarnavopnakapphlaupið eða staðsetningu kjarnorkuvopna á okkar landi. 2. Við munum ekki þola drottnun risaveldanna yfir okkur undir því yfirskini að þau séu að verja okkur fyrir hvort öðru. 3. Við kref jumst þess að öll Evrópa vinni saman að því að skapa kjarnorkuvopnalaust svæði og öryggiskerfi 1 sem leysa muni af hólmi bæði NATO og Varsjár- bandalagið í f yllingu tímans. 4. Við kref jumst þess að sameinuð Evrópa vaxi undir merkjum sjálfstæðra ríkja í sterkt afl fyrir friði, mannréttindum og þróun í heiminum í samvinnu við ySameinuðu þjóðirnar. /5. Við tilkynnum að við munum halda áfram að krefjast stefnubreytinga í þessa veru þar til ríkis- stjórnir allra Evrópuríkja, svo og Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, hafa tekið upp slíka friðarstefnu." • Þeir eru sannarlega ólíkir tónarnir f rá Tony Benn og Geir Hallgrímssyni. Annar syngur hinum vopnaða <j NATO-friði lof en hinn sér í honum svanasöng evrópskrar menningar. ekh. Hið virta fréttablað Feykir á Króknum helgar friðarum- ræðu prestastefnunnar á Hólum næstum allt sitt rúm i siðasta tölublaði. Er öll lesn- ing hin fróðlegasta. Þar eru birtar ræður þeirra sr. Gunnars Kristjánssonar og sr. Sváfnis Sveinbjörns- sonar. Einnig er i Feyki að finna tilvitnanir i ræöur ein- stakra guðfræðinga i hita umræðna. Allt eru það hinir lærðustu menn og segja: Sr. Þórir Stephensen: Samtök herstöðvaandstæð- inga hafa gert málið að sinUjþað getur fælt þá frá sem með Atlantshafs- bandalaginu standa ...menn óttast að hér geti myndast tómarúm.... ...af hverju vitum við svo litið um hernaðargetu austurblokkarinnar. Ég veit það ekki en hitt veit ég að kristleysi austurblokkarinnar veldur þvi að við eigum erfitt með að tala saman. Við verðum að taka á þessu vandamáli i umræðunni. Sr. Halldór Gunnarsson: ...það er ekki hægt að gera eins og sr. Þórir sagði að ræða þetta eins og það væri pólitiskt... Þetta er pólitiskt og verður það þó að við tölum um það af al- vöru. Sr Einar Þór Þorsteins- son: ...þegar Jón biskup Arason reið að heiman frá Hól- um þótti einum sona hans hann vilja fara heldur fáliðaður. Jón svaraði þvi til að Borg- firðingar myndu veita sér lið. Við vitum öll ■ hvernig fór. Ég held við ættum að halda okkur utan við hernaðarbandalög. Sr Gunnar Kristjánsson: ...við vitum heilmikið um hernaðargetu austur- blokkarinnar. ...gallinn er sá að vinstri- menn eigna sér friðar- málin en hægri menn hafna þeim. Þá birtist viðtal við sr. Bernhard Guðmundsson undir fyrirsögninni ; „Hryggilegt að hægri menn skuli j ekki hafa treyst sér til að taka . þátt í þessarri Iumrœðu” ■ Þar segir m.a.: „Viðeigum einfaldlega um tvo kosti að velja að hverfa frá þvi lifi sem markast af jafnvægi óttans milli stór- veldanna eða farast. Ef að kirkjan tekur forystu i friðarumræðunni losar hún um þá kreppu sem þær eru I. Þvi að hingað til hafa það mest verið vinstrisinnaðir hópar sem hafa fjallað um þessi mál og menn hafa óspart verið stimplaðir I þá veru ef þeir hafa tjáð sig um þessi mál af opnum huga. Það er hryggilegt að þeir sem telja sig til hægri i stjórnmálum hafa varla treyst sér til að taka þátt i þessari lifsnauðsynlegu um ræðu. klrippt Stáksteinar sér ekki húmorinn I þessari blaðið birti. mynd, sem Morgun- Fyrir skömmu fjarg- viðraðist Staksteinar Morgun- blaðsson út af þvl hve forystu- menn Alþýðubandalagsins væru fjarri þvi að vera gamansamir. Tilefnið var það, að félagi Garð- ar Sigurðsson Sunnlendingagoði reit skarpa og bráðfyndna grein hér i blaðið, einsog honum ein- um er lagið. Þetta viðurkenndi Mogginn með semingi og birti brotabrotaf Garðari. Jafnframt lýstu þeir þvi yfir að Garðar væri eini forystumaður Alþýðu- bandalagsins sem gæti átt það til að vera gamansamur. Tryggir aðdáendur Stakstein- ars vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Væri þessi góðkunningi aö komast i nýjan ham? Leynd- ist eftir allt saman húmor i þessum þunglyndisdálki Sjálf- stæðisflokksins. Einsog kunnugt er hefur komið til tals i þeim borgum erlendis sem Morgun- blaðið fæst keypt að gefa lyfja- búðum einkasöluleyfi á sölu blaðsins. Ástæðan er einföld. Morgunblaðið er talið besta meðalið gegn heimþrá íslend- inga erlendis. Geir er fyndinn Adam ekki lengi í Paradis En Adam var ekki lengi i Paradis. Trúlega hefur Mogg- inn leyft einhverjum léttlyndum ihaldsslána að velja ofani Stak- steinar þegar brá fyrir húmor um daginn. Allavega er hinn gamalkunni þunglyndisblær kominn aftur á kallinn — og þaö fer aftur aö verða tlmabær hug- mynd að selja Moggann I apó- tekum. Geir er sniðugur 1 gær segir aumingja Stak- steinar: „Þjóðviljinn gerir I gær ómerkilega og móðgandi persónulega árás á Eggert Haukdal, alþingismann, sem studdi myndun rikisstjórnar þeirrar er nú situr. Tilefni áras- arinnar sýnir i senn litilsvirð- ingu i garö þingmannsins og þann dónalega hroka hjá alþýðubandalagsmönnum, að þeir þykist geta farið með Egg- ert Haukdal eins og þeim sýnist. Tilefnið er, að hér i blaðinu birt- ist mynd úr Varðarferö, þar sem þeir sitja saman Geir Hall- grimsson og Eggert Haukdal. Notar Þjóðviljinn myndina til að dylgja um bréf sem Eggert Haukdal, ritaði forsætisráð- herra i siðustu viku. Eru skrif blaðsins um þetta bréf með þeim hætti að engu er likara en Alþýðubandalagið vilji knýja þingmanninn til að birta bréf- ið”. En, einsog lesendur muna, sagði Morgunblaðið frá þvi i frétt á baksiðu sl laugardag að Eggert þessi Haukdal hefði sent fórsætisráðherra bréf. Nú vill Mogginn ekki lengur kannast við þessa frétt sina og segir Þjóðviljann „dylgja” um bréfiö Mikiðhvehann Geirer fyndinn Og þannig er nú Mogginn hættur aðauglýsa eftir gaman- semi Alþýðubandalagsmanna. Þessi merku gamanmál leiða hugann að þvi hvað Staksteinari Morgunblaðssyni finnist svo fyndið i fari leiðtoga Sjálf- stæðisflokksins? Geir Hall- grimsson formaður flokksins og Jónas Haralz aðalhugmynda- Geir er gamansamur. fræðingur hans eru óneitanlega skemmtilegir menn, ekki satt? Þjóðin heldur um magann af hlátri þegar þessir tveir koma fram i fjölmiðlunum og ausa úr brunni gamansemi sinnar um efnahagsmál og aðra pólitik. Og þaö er einmitt þessi húmor forystumanna Sjálfstæöis- flokksins sem gerir þá að svo hættulegum andstæðingum. Þeir eru svo aölaöandi, skemmtilegir, launfyndnir og léttir þegar þeir tala viö elsku þjóðina, að allir þeir sem hafa fengið lágmarksskammt að gamansemi I vöggugjöf freist- ast til að kjósa þá I kosningum. Aö ekki sé minnst á það hve létt- ir og liölegir þeir eru I eigin hóp. Það er sagt að Geir Hallgrims- son sé farinn að syngja gaman- visur á þingflokksfundum. Og enn sér ekki fyrir endann á öllu þessugamni... —ög oa shorið í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.