Þjóðviljinn - 18.08.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.08.1982, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJÍNN Miövikudagur 18. ágúst 1982 viötaliö Spjallað við Birgi Hermannsson, ritstjórnar- fulltrúa Ægis í tilefni af útkomu bókarinnar „Allra veðra von” Veðrið er hvergi fjöl- breyttara en á íslandi „Jú, við gáfum út þessa bók, „Allra veöra von” hjá Fiskifé- lagi islands, og tilgangurinn meö þessari útgáfu er auövitaö sá aö auka viö lesefniö um þetta sivinsæla efni, veöurfarið”, sagði Birgir Hermannsson, rit- stjórnarfulltrúi Ægis, timarits Fiskifélagsins, i viötali viö Þjóðviijann, en umrædd bók leit dagsins Ijós nú fyrir skemmstu. ... , Veöriðer hvergi fjölbreyttara en hér á islandi, segir Birgir Hermannsson i viötali viö Þjóöviljann. Og i tilefni af veöri dagsins, hvernig svo sem þaö nú er, birtum viö hér eina dæmigerða siösumarsmynd frá Reykjavik. Bjó Birgir hana undir prentun ásamt dr. Þór Jakobssyni, sem er einnig ritstjóri bókarinnar, en hún hefur að geyma margar greinar eftir ellefu valda höf- unda, sem allir hafa veðurfræöi eða haffræði sem sina sérgrein. „Ég held að þaö sé óhætt að segja að þessar greinar nái yfir allt sem kemur veðrinu og veð- urfarinu og veðurrannsóknum viö”, sagði Birgir, „og ég trúi ekki öðru en að fólk taki bókinni vel. Ef ég man rétt, þá hefur að- eins komið út ein kennslubók um veðurfræði á islensku áður, en „Allra veðra von” ætti að minu viti aö geta hentað ágæt- lega sem kennslubók, en það er auðvitað hægt að gripa i hana sér til skemmtunar og fróðleiks lika. Veðrið er nefnilega skemmtilegt fyrirbæri, enda hvergi fjölbreyttara en hér á landi”. — Hafa þessar greinar birst áður, Birgir? „Já, við prentuöum allar greinarnar i timaritinu Ægi, og höfðum þær i nokkurs konar framhaldsflokki þar, sem birtist allur á nálægt tveimur árum. Svo var það ákveöið i haust að taka þetta efni saman i eina Flugbússinn Fyrir skemmstu var blaöa- maður Þjóöviljans á ferö um norö-austurhorn landsins, og fór þá meö nokkurs konar „flug- búss” (aö norskri fyrirmynd) meö Flugfélagi Noröurlands. Flogiö var frá Vopnafiröi og lent á Þórshöfn, Kaufarhöfn, Kópa- skeri og loks á Akureyri. A meðfylgjandi mynd, sem tekin er á Raufarhöfn, sjást Hólmfriður Halldórsdóttir, flug- afgreiðslumaður staðarins, sem tekur á móti farþegum og far- angri og flugmennirnir Jónas Finnbogason og Finnbjörn Finnbjörnsnsson hjá Flugfélagi Norðurlands. — jsj. bók, og það var bara drifið i þvi”. — Er mikill kostnaður sam- fara svona útgáfu? „Nei, ég vil nú leyfa mér að segja, að útgáfukostnaðurinn hafi verið fremur litill, miðað við það sem gengur og gerist á bókamarkaði. Við gátum notað sömu prentfilmurnar og voru notaðar við prentun timaritsins Ægis, og þess vegna er þaö nú, sem við getum selt bókina svona ódýrt. Eintakið af henni kostar ekki nema hundrað krónur. Ef við hefðum orðið að vinna bókina alla upp, eins og bækur eru unnar nútildags, þá hefði hún orðið ansi mikið dyrari.” — Hefur Fiskifélag Islands staðið fyri svona útgáfum áður? „Já, við höfum nú alltaf verið með þetta eina og eina bók i takinu. Það hefur aðallega verið hann Ásgeir Jakobsson, sem hefur staðið fyrir þvi og átt all- an heiður af þvi starfi. Fyrri bækur hafa fjallað mestmegnis um sjávarútveginn i einni eða annarri mynd, og þær hafa komið út á nokkurra ára fresti. Ég man nú ekki, hvað þetta hafa verið margar bækur sam- tals, en þær eru þó nokkrar. Og jú, ætli það megi ekki reikna með þvi að við höldum áfram að gefa út svona smábækur eftir þvi sem efnið i þær berst inn á borð til okkar”, sagði Birgir Hermannsson, ritstjórnarfull- trúi Ægis að lokum. -^-jsj. Svinharður smásál Eftir Kjartan Arnórsson /IT- < Q O LL „Manstu ekki eftir þegar viö vorum að tala um þaö í janúar aö i árs- lokin yröi aiit oröiö gott i heiminum og árinu lyki á miklu betri hátt en þaö byrjaöi.” og hvaö. „Nú er bara hálfur mánuöur þangaö til viö komumst aö hinu sanna.” „Hvort viö höföum rétt fyrir okkur.’ Hrakspár um enda- lok jarðar Nokkuö er nú um liöiö, siöan við birtum siðast hrakspár um endalok jaröar, og voru þær þá frá 17. öldinni. En á öldinni 18. skemmtu menn sér lika meö slikum hrekkjabrögðum i náungans garö, og varla meö minni árangri en áður hefur verið lýst. Jaques Bernoulli hét þekktur, svissneskur stærðfræðingur, sem uppi var 1654-1705. Hann spáði þvi, að árið 1719, nánar til- tekið þann 19. mai það ár, myndi loftsteinn mikill rekast á jörðina. Að sögn Bornullis átti stjarnan sjálf ekki að vera ýkja hættuleg, en halinn, sagði hann, er ótvirætt merki þess að guð- irnir reiðast oss. Og þar sem mannkynið hefur öldum saman óttast halastjörur og álitið þær e.k. sendingar, hölluðust menn að þvi að þetta væri rétt hjá stærðfræðingnum. En svo gerðist ekkert þann 19. mai 1719 — en þá var Bernoulli löngu dauður. Þann 13. október 1736, byrjar upphafið á endalokum Lund- únarborgar, spáði William Whiston, sem var enskur stær- fræðingur, sem lifði 1667-1752. Hundruð manna fluðu til hærra liggjandi svæða til að forða sér frá þvi skyndiflóði, sem Whistin hafði sagt að skylli á. Ekki fer neinum sögum af viðbrögðum fólks, þegar syndaflóð varð ekkert og þvi siður endalok Lundúnaborgar. Þann 8. febrúar 1761 nötraði Lundúnarborg af völdum jarð- skjálfta, og þann 8, mars sama ár, skalf borgin aftur. Lifvörður nokkur — ábyggilega i lifverði konungsins — áttaði sig á þvi, að nákvæmiega fjórar vikur liðu á milli skjálftanna. Lifvörður þessi hét William Beli, og hann var ekki seinn á sér að útbúa framtiðarspá, sem sagði, að jörðin myndi farast innan 28 daga. Allt er þá þrennt er, ekki satt? Borgarbúar fylltust skelfingu og flúði hver sem betur gat út úr borginni, þar sem sveitamenn reyndu af kappi að hafa eitthvað fyrir sinn snúð með þvi að taka mikið gjald fyrir lifsbjargar- þjónustu af ýmsu tagi. Margir bjuggust við flóði, og allir bátar á Themsá voru hlaðnir eins og hægt var. Svo gerðist ekkert, og það mun óhætt að segja, að annars konar múgæsing léti á sér kræla þá. William karlinn Bell fannst loksins degi siðar og var þá um- svifalaust fleygt i Bedlam- sjúkrahúsið, sem var þekkt geðsjúkrahús i Lundúnum á þessum tlma. Enginn er spámaður i sinu föðurlandi, það er greinilegt. — jsj. Kraftar í kögglum Rugl dagsins: Eggert snýr aftur. (Fyrirsögn i DV). Er Eggert fluttur að Hliðar- enda?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.