Þjóðviljinn - 18.08.1982, Page 12

Þjóðviljinn - 18.08.1982, Page 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 18. ágúst 1982 fFóstrur — þroskaþiálfar Haliiarljorður ■“* A V Viljum ráða eí'tirgreinda starfsmenn: 1. Forstöðumann við dagheimilið Viðivelli frá 1. okt. n.k. 2. Þroskaþjálfa á sama stað. 3. Fóstrur i heilar og hálfar stöður á dag- heimili og leikskóla. Athygli skal vakin á rétti öryrkja til starfa sbr. 16. gr. laga nr. 27/1970. Félagsmálastjórinn i Hafnarfirði Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald- heimtunnar i Reykjavik og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 16. þ.m. verða lögtök látin fara fram fyrir van- greiddum opinberum gjöldum álögðum skv. 98. gr., sbr. 110. gr. laga nr. 75/1981. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignar- skattur, lifeyristr.gjald atvr.skv. 20.gr., slysatryggingargj., atvr.skv.36. gr., kirkjugarðsgjald, vinnueftirlitsgjald, kirkjugjald, sjúkratryggingargjald, gjald i framkv.sjóð aldraðra, útsvar, aðstöðu- gjald, atvinnuleysistryggingagjald, iðn- lánasjóðsgj., iðnaðarmálagj., launaskatt- ur, sérst.skattur á skrst. og verslunar- húsn., slysatrygg. v/ heimilis. Ennfremur nær úrskurðurinn til hvers- konar gjaldhækkana og til skatta, sem innheimta ber skv. norðurlandasamningi sbr. 1. nr. 111/1972. Lögtök fyrir framangreindum sköttum og gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostn- aði, verða látin fram fara að 8 dögum liðn- um frá birtingu þessarar auglýsingar, verbi þau eigi að fullu greidd innan þess tima. Borgarfógetaembættið i Reykjavik 16. ágúst 1982. T æknif ræðingar Hafnamálastofnun rikisins vill ráða tæknifræðing til mælingastarfa frá 15. séptember. Skriflegum umsóknum þar sem gerð er grein fyrir menntun og starfsferli, sé skil- að til Hafnamálastofnunar rikisins fyrir 25. ágúst. Húsin viö Selbrekku i Kópavogi sem Fegrunarnefndin veitti viöurkenningu fyrir samræmdan heildar- svip og snyrtilegan frágang lóöa”. Mynd: -eik Fegrunarnefnd Kópavogs: Verðlaun og viðurkenningar Fegrunarnefnd Kópavogs veitti fyrir helgina verðlaun og viðurkenningar fyrir garða og lóðir fyrir árið 1982. Forseti Bæjarstjórnar Kópavogs, frú Rannveig Guðmundsdóttir, afhenti verðlaunin og viðurkenningarnar i kaffisamsæti i Félagsheimili Kópavogs en að þvi loknu bauð Fegrunarnefndin gestum i ökuferð um bæinn og á þá staði, sem við sögu komu. lleiðursverðlaun Bæjarstjórnar Kópavogs fyrir samstillt átak og frumlcga uppbyggingu lóða lilutu: — Lilja Guömundsdóttir og Björn Jóhannesson, Selbrekku 20. Guðrún Eyjóllsdóttir og J. Ingi- mar Hansson, Selbrekku 22. lngibjörg Siguröardóttir og llróar Björnsson, Selbrekku 24. Dóra Skúladóttir og Þorvarður Brynjólísson, Selbrekku 26. Vcrðlaun Rotaryklúbbs og Lionsklúhbs Kópavogs fyrir snyrtilegan garð og sérstæðar vegghleðslur hlutu: Friða Ágústsdóttirog Hafsteinn Hjartarson Hvannhólma 2. Fyrir snyrtilegan og fallegan garð: Ásdis Þórarinsdóttir og Bjarni Björgvinsson, Hjallabrekku 25. Viðurkenningu Fegrunar- nefndar Kópavogs fyrir sam- ræmdan heildarsvip og snyrti- legan frágang lóða hlutu: Sigurlaug Barðadóttir og Valdi- mar Friðbjörnsson, Selbrekku 1. Hildur Kjartansdóttir og Óli Pálmi H. Þorbergsson, Selbrekku 3. Elin Andrésdóttir og Sigurður Oddsson, Selbrekku 5. Halla Jónsdóttir og Magnús Emilsson, Selbrekku 7. Hekla Þorkelsdóttir og Agúst Kristjánsson, Selbrekku 9. Áslaug J. Friðriksdóttir og Kristján Ólafsson, Selbrekku 11. Fegrunarnefnd Kópavogs er kosin af Bæjarráði Kópavogs og voru þessir menn kosnir nú i ár: Sigurður Grétar Guðmundsson, formaður nefndarinnar, Vil- hjálmur Einarsson, Siguröur Bragi Stefánsson og Einar I. Sig- urðsson, ritari nefndarinnar. Ennfremur starfa með nefndinni þetta ár Jón R. Björgvinsson frá Rotaryklúbbi Kópavogs og Pétur Sveinsson frá Lionsklúbbi Kópa- vogs. Fegrunarnefnd Kópavogs er þakklát öllum þeim, sem stuðla að fegurra og hlýlegra umhverfi i Kópavogi og stefnir að þvi, að Kópavogur verði fegursta bæjar- félag landsins. — mhg erlendar bækur Linonel Trilling: Matthew Arnold — E.M. Forster. The Works of Lionel Trill- ing. — Uniform Edition. Ox- ford University Press 1982. Ævisaga Matthew Arnolds eftir Lionel Trilling aflaði höfundinum viðurkenningar sem gagnrýn- anda og rithöfundar. Arnold var vissulega vel kunnur og lesinn, en þessi bók Trillings færði hann nær i tima og hann benti á ýmislegt sem öðrum hafði sést yfir og með þvi varð þýðing hans á sinum tima og siðar virkari. Triliing segir að Arnold hafi leitast við að tengja saman tímabil i bók- menntum og listum, en það er af sama toga og tilraunir Trillings sjálfs. Ævisaga Arnold kom fyrst út 1939 og var endurprentuð, með þessari útgáfu eru formálar fyrstu og annarrar útgáfu endur- prentaðir svo og bókaskrár, at- hugasemdir og registur. Auk þess er hér prentuð grein Trillings: „Matthew Arnold, Poet”, sem kom fyrst út 1954. Trilling tókst að setja saman ágæta ævisögu Arn- old, fyrst og fremst vegna þess, að hann fann svo margt sameig- inlegt með Matthew Arnold og sjálfum sér. E.M.Forster var lengi aðeins kunnur fyrir eina bóka sinna, A Passage to Indi^ og er það reynd- ar enn, þrátt fyrir þá kynningu sem önnur verk hans hljóta i þessari bók Trillings. Forster skrifaði ýmsar bækur sinar i stil Fieldings, Dickens og Merediths. Sem gagnrýnandi hneigðist Forster til svipaðrar stefnu og Trilling, hann var mjög frjáls- lyndur og litt gefinn fyrir að leita þeirra verðmæta sem t.d. Hulme og T.S. Eliot töldu skipta öllu varðandi bókmenntalegt gildi verka. Bók þessi kom i fyrstu út 1943 og i annarri útgáfu hafði Trilling engu viö hana að bæta, þótt tals- vert rita hefði þá komið út um Forster og einnig rit eftir hann sjálfan. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Nokkrir nemendur verða teknir i póstnám nú i haust. Umsækjendur skulu hafa lokið grunn- skólaprófi eða hliðstæðu prófi og er þá námstiminn tvö ár. Hafi umsækjendur lokið verslunarprófi, stúdentsprófi eða hafi hliðstæða menntun er námstiminn eitt ár. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá dyraverði Póst- og simahússins við Aust- urvöll og póst- og simastöðvum utan Reykjavikur. Umsóknir ásamt heilbrigðisvottorði, sakavottorði og prófskirteini eða staðfestu afriti af þvi, skulu berast fyrir 3. septemb- er 1982. Nánari upplýsingar veittar i sima 26000.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.