Þjóðviljinn - 18.08.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.08.1982, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 18. ágúst 1982 Björn Indriðason skrifar: Vonsviknir vatnaræningjar Lækir þeir hinir norölensku hafa greinilega ekki farið eftir leiðbeiningum virkjunarmanna heldur falla nú til síns heima svo sem áður var og náttúran úthlutaði þeim. Verður vonandi svo áfram. IFyrir tveimur sumrum var undirritaöur á ferö í Vonar- skaröi þar sem máttug kyrrö öræfanna rikir á áhrifamikinn I" hátt. Þvi var þaö aö mér og sam- feröafólki minu brá nokkuö er viö sáum aö á vatnaskil i skarð- I" inu var kominn flokkur manna meö jarðýtur og önnur stórvirk tól. Voru þeir i óöa önn aö grafa mikinn skurö og gera flóövarn- Iargarö enn stærri, greinilaga til þess ætlaö að veita vatni sem annars fellur til Skjálfandafljóts i Köldukvisl sem svo nýttist til I' miölunar i bórisvatni. Þarna voru sem sagt komnir landsvirkjunarmenn , hugumstórir og skyldi nú komið Ii veg fyrir ljósleysi i skamm- deginu, aö þvi er ætla mætti i eitt skipti fyrir öll. Verk þetta , sýndist þó vera meira sótt af Ikappi en forsjá, þvi einmitt þarna er mikiö af lausum sandi en átakanlegur skortur á möl og , grjóti nema sækja þaö um all- Ilangan veg og veitugaröurinn nokkur hundruö metrar að lengd. , Nú er þaö svo aö lækir á I__________________________________ vatnaskilum eru aö jafnaöi ákaflega sakleysislegir á sum- ardegi þegar vorgalsinn er af þeim runninn (en þaö munu einkum vera vorflóöin sem þeir landsvirkjunarmenn sækjast eftir). Þess vegna hafa þeir trú- að sandgaröi þeim hinum mikla, sem kröftugar jarðýtur geröu á æöi mörgum dögum, til þess aö beina lækjum norö- lenskrar ættar i ,,rétta” átt — til suöurs. Nú veit ég ekki hvar hinir ágætu gæslumenn ásýndar landsins okkar voru þegar þess- ar geröir hófust, eöa hvort þegj- andi samkomulag hefur veriö um máliö, en i fjölmiölum hefur þetta farið hljótt utan þaö aö Björn Indriöason. norðlendingar hafa kvartaö undan vatnsráni. Mér fannst hinsvegar framkvæmdin stinga mjög i stúf við náttúruna ein- mitt á þessum staö. Nú er þar til aö taka að ég var aftur á ferö i Vonarskaröi fyrir skömmu. Þá var þar allt með öðrum og geöþekkari brag. Engar vélar röskuöu kyrröinni og þótt leifar sandgarösins • mikla sjáist enn er hann skörö- I óttur mjög og lækir þeir hinir norölensku hafa greinilega ekki I fariö eftir leiöbeiningum virkj- * unarmanna heldur falla nú til sins heima svo sem áður var og náttúran úthlutaöi þeim. Verður vonandi svo áfram. Þegar Gnúpa-Báröur flutti meö fólk sitt og fénaö úr Bárð- ardal suður i Fljótshverfi I snemma vors og lét hverja * skepnu draga sitt fóöur, aö sagt er, gaf hann Vonarskarði nafn er hann sá suðurúr og von hans glæddist um aö förin myndi ' heppnast. Hafr aftur á móti landsvirkjunarmenn skilið nafniö svo að þar væri meiri von um vatn en viöa annars staðar, ■ mega þeir liklega breyta nafn- I inu i skýrslum sinum og kalla það Vonlausaskarð. Það má eimiig hafa i huga að i 1 Vonarskaröi er hnúkur einn stakur nærri vatnaskilum sem heitir Deilir, mun hann senni- lega hafa einkarétt á að deila ■ vatni milli sunnlendinga og norðlendinga og munu aðrir varla réttlátari i þeim efnum. -------------------------------i Aðalfundur NAUST 1982: Landbúnaður og landgæði Nýtt tækniundur frá Svíþjóð: Reiðhjól úr plasti A siðasta ári var hatin 1 SviþjóO framleiðsla á reiðhjóli sem hefur þá sérstæöu eiginleika aö vera nær eingöngu úr plasti. Framleið- endur hjólsins staðhæfa aö þetta hjól cigi engan sinn lika i ágæti og að þess verði ekki langt að biða að öll reiðhjól veröi framleidd úr plasti. Nú er hafinn innflutningur hingað til lands á þessum tækni- undrum. Umboðsmaður er Gunnar Asgeirsson. Einum blaðasnáp Þjóöviljans gafst i fyrri viku tækifæri til aö reyna gripinn við islenskar aðstæður. Hafði snápurinn hjóliö undir höndum og i fimm daga kappkostaði hann aö prófa hjól- reiöina við hin fjölbreyttustu skil- yrði. Malarvegi og brekkur, mold og drullu. Hjólinu var hreint út sagt att á foraðiö. Ennfremur var hjóliö reynt við það sem kalla mætti eðlilegar innanbæjarað- stæður. Eftir þessa fimm daga gaf starfsmaður Þjóðviljans eftirfarandi skýrslu um sænska plastreiðhjóliö: — Þegar reynt skal að gera sér grein fyrir kostum og hugsan- legum göllum sænsku plasthjól- reiöarinnar „Itera” verður maður aö gera tvennskonar mat, — hlutlægt mat og huglægt mat. Eftir mitt hlutlæga mat þykist ég geta fullyrt að „Itera” hjólreiðin er mörgum góðum kostum búin. Það sem mér verður fyrst fyrir að nefna er léttleikinn. Sérstaklega kemur þessi kostur hjólsins i ljós þá fariö er upp brekkur: Ég get ekki látiö hjá líöa aö minnast þeirra augngota sem ég hef feng- iö þá ég hef runnið upp brattar brekkur á þessu framandlega tækniundri og haft i fullu tré viö vélknúnu farartækin sumhver. Aðrir augljósir kostir „Itera” hjólreiöarinnar sænsku er góð bygging, lipurð og svo þaö hve haglega öllum hlutum er komið fyrir á og i hjólreiðinni. Þannig hefur mér t.d. ekki tekist þrátt fyrir talsverða fyrirhöfn að finna rafhlöður hjólsins þær sem gefa straum á bæði fram og afturljós hjólsins. Mér hefur reyndar dottið i hug hvort hugsanlegt sé að framleið- endur hjólsins hafi lætt litlum rafal eöa haglega gerðri rafstöð á einhvern þann stað þar sem ómögulegt er aö sjá þau, — t.d. innani afturöxulinn. Þaö væri eftir ööru. A heildina litiö held ég aö óhætt sé að fullyröa að efnislegir kostir þessarar hjólreiöar eru miklir. bað er hreinlega spurning hvort ekki megi tala um alhliða gæöing i þvi sambandi. I þvi huglæga mati sem ég hef gert á sænsku plasthjólreiðinni hafa hinsvegar komið i ljós nokkur atriöi sem geta valdið erfiöleikum. Þar er fyrst aö nefna þá tilfinningu sem er þvi samfara að stiga hjólreið sem ekki er af málmi gjörö heldur plasti. Þetta er einkennileg tilfinning og getur orðið óþægileg. Þannig var þaö einu sinni aö ég átti leið niður Grensásveg þar sem hann steyp- ist i allmikilli brekku niöur að Miklubraut. Gaf ég hjólreiðinni lausan taum og fór nokkuö geyst. Var ég þá skyndilega gripinn slikri óöryggiskennd og angist að mér varð erfitt um andardrátt. Varö ég að nema staöar og biða I fimm til tiu minútur áöur en þessi ónot hurfu. Þá er nauðsynlegt aö geta þess hvernig aðrir vegfarendur hafa brugðist viö „Itera” hjólreiðinni. Þessi viðbrögö hafa ástundum verið heldur leiöinleg. Hefur mér dottiö i hug, þar sem „Itera” er talsvert frábrugöiö öðrum hjólum i útliti, að mannskepnan sé einsog hænsnfuglinn með það aö allir veitast að þeim sem er öðruvisi. Satt best að segja er þetta ekki i fyrsta skipti sem ég hef verið minntur á þennan skyldleika manna og hænsna. Eitt dæmi um þessi viðbrögð er t.d. sá lögregluþjónn sem stöðv- aði mig rétt fyrir ofan gatnamót Grensásvegar og Miklubrautar. Niöur Grensásveginn fór ég minnst einusinni á dag þann tima sem ég haföi hjóliö. Var ég vanur að gefa lausan tauminn i brekk- unni sunnan Miklubrautar, og þar sem ekki eru neinar fótbremsur á „Itera” hjólreiðinni sté ég gjarn- an hjólið afturábak um leið og ég rann niður hallan. Það var einmitt við eitt slikt tilfelli að lög- regluþjónninn gaf mér merki um að nema staöar. Vatt hann sér að mér með fasi sem mér þótti kannski full hranalegt. „Þú skalt spara þér svona fiflalæti i umferðinni”, tilkynnti hann mér. Ég varð svo hissa aö ég kom ekki upp orði. Þá hélt hann aö ég væri útlendingur og tók aftur til máls og sagði ,,nó fúls in þe trafik of æsland”. Mér varö það til happs að eitthvert klandur kom upp á gatnamótunum sem lögreglu- þjónninn þurfti aö sinna. Annars hefði ég eflaust veriö látinn sæta varðhaldi. Annað dæmi um viðbrögö viö sænsku plasthjólreiöinni „Itera” er hvernig yngra fólk hefur brugðist viö. 1 húsasundi einu sem ég átti nokkrum sinnum leiö hjá virðast strákar og pottormar hafa fast aösetur. Þaö brást ekki þegar ég fór þar um aö hópurinn, — sem að réttu mætti kalla óaldarflokk, gerði hróp aö mér. Heyröust þar meðal annars háðs- glósur einsog „gervitöffarinn á plastbeyglunni” og „brjálæð- ingurinn á eilifðarvélinni”. betta þótti mér fyrir utan dónaskapinn óþarfa dómgirni hjá þessum ungu mönnum sem ekki hafa kynnt sér ótviræða kosti þessa tækniundurs sem sænska plasthjólreiöin „Itera” óneitanlega er. — bv Aðalfundur Náttúruverndar- samtaka Austurlands verður haidinn að Hallormsstað dagana 21. og 22. ágúst n.k. Stjórn sam- takanna hefur ákveðið að fundur- inn fjalli fyrst og fremst um LANDBÚNAÐ/LANDGÆÐI, auk venjulegra aðalfundarstarfa. Dagskrá aðalfundarins er þessi: Laugardagur 21. ágúst: Kl. 9.00. Skoöunarferð meö Jóni Loftssyni, skógarveröi. Fljóts- dalsáætlun kynnt o.fl. Fariö verð- ur meö rútu frá Hallormsstaö. Kl. 14.00: Gönguferð um Hall- ormsstaöarskóg meö Jóni Lofts- syni skógarveröi. Kl. 21.00: Kvöldvaka: Eyþór Einarsson, formaöur Náttúru- verndarráös flytur erindi og sýnir litskyggnur. Léttmeti frá heimamönnum. Sunnudagur 22. ágúst: Kl. 9.30: Ingvi Þorsteinsson, magister, flytur erindi. Sveinn Guðmundsson, formaö- ur Búnaðarsambands Austur- lands talar. Kl. 14.00: Aðalfundarstörf. Skýrsla stjórnar, reikningar samtakanna, tillögur, nefnda- störf. Kl. 16.00: Fundarslit. Athugið- aö hægt verður aö fá svefnpokapláss á Hallormsstað. Rúta fer frá söluskála K.H.B. á Egilsstöðum á laugardagsmorg- un kl. 8.30. Kvöldvaka og fundar- höld fara fram i Edduhótelinu. Þeir sem vilja, geta tjaldað. Ljóst er, að vegna virkjunar- framkvæmda á næstuárummunu stór, gróin svæöi fara undir vatn. Náttúruverndarsamtök viðsveg- ar um landið hafa hingað til bar- ist fyrir hverjum grónum skika, sem fórna skal á altari Mamm- ons. Stjórn NAUST telur að þessi barátta fyrir þessum landsvæð- um sé að sjálfsögðu nauösynleg en sé einnig angi af stærra máli, sem vill e.t.v. gleymast. Til að gera langt mál stutt vill stjórn NAUST af þessu tilefni varpa fram nokkrum spurning- um. 1. Er gróið land á undanhaldi? 2. Hver eru raunveruleg áhrif sauðfjárbeitar? 3. Fara landgæði þverrandi? 4. Er hægt aö breyta á einhvern hátt landbúnaði þannig aö landgæði aukist? 5. Hver er stefna búnaöarsam- banda i þessum málum? 6. Hvað hafa rannsóknir leitt i ljós? 7. Hvað er hægt að gera? Ljóst er að það gróna land, sem tapast vegna virkjunarfram- kvæmda er miklu minna en þaö land, sem tapast og mun tapast vegna ofbeitar. Þaö er skylda okkar að taka föstum tökum á þessu stóra máli fyrr en seinna. Hvaö hefur þú til málanna af leggja? — Farþegar af Mermoz: 456 fóru í útsýnis- flug með Amarflugi 456 farþegar af skemmtiferða- skipinu Mermoz sem hér haföi viðdvöl um helgina, fóru i útsýn- isflug með Arnarflugi yfir tsland og Grænland um helgina. Meðal farþega voru furstahjónin af Monaco. Á laugardag var flogið með 110 farþega i þotu félagsins frá Kefla- vikurflugvelli i útsýisflug yfir Is- land þar sem Grænlandsflug reyndist óráölegt. Daginn eftir reyndist veðrið heldur hagstæð- ara, og flaug þá þotan tvivegis til Grænlands. Að auki flugu tvær Fokker vélar Flugleiða alls fjórar feröir. Guðmundur Magnússon var flugstjóri i öllum þremur flugum Arnarflugsþotunnar, og sagöist hann sjaldan hafa flutt öllu þakk- látari og áhugasamari farþega.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.