Þjóðviljinn - 18.08.1982, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 18.08.1982, Qupperneq 5
Miövikudagur 18. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5 Ætli byggingaverkamenn séu nokkuð yfirborgaðir? Eða skyldi þetta vera þekkt í verslunum og skrifstofum? Eða ef til vill viðar? Frá minu sjónarhorni var þetta mikil leiksýning. Eins og My Fair Lady, eða Ofvitinn, en aldrei eins og Dans á rósum. Þessi leiksýning, sem ég var, og er raunar enn, þátttakandi i heitir Samningarnir. Sýningin fer fram i Karphúsinu frá morgni til kvölds og stundum §ólarhringum saman án hvild- ar. Non stop eins og það heitir i kiámiðnaðinum. Ég hef með öðrum orðum ver- ið i samninganefnd fyrir óhreinu börnin hennar Evu. Þið kannist ef til vill betur við okkur sem byggingamennina. Ég tek Sjónarhorn Ásmundur Hilmarsson skrifar sögöu þeir i leiðaranum, hús- byggjandinn (neytandinn) kem- ur hvergi nærri og fær bara að borga. En elskulegi neytandi, hvar varst þú þegar samning- arnir voru gerðir við flugmenn, verslunarmenn, bygginga- verkamenn... ??? Og hver borg- aði brúsann? Og nú fara hjólin að snúast. Viö byggingamenn höfðum ver- ið einir i 3ja daga verkfalli i maimánuði. Þaö hafði ekki þau áhrif að við næðum samningum. En svo aðeins meö þvi að Vinnu- veitendasambandið brást trún- aði meistara tókst að fá þá til Bakvið Pótemkintjöldin þátt i þessari leiksýningu vegna þess að ég þekki enga betri að- ferð. En maður getur verið óánægður með meðleikarana og handritið lika þrátt fyrir það. Annar þáttur — stöðvið þessa menn Við erum stödd i rullunni þar sem er miður maimánuöur. Fyrsta þætti er semsagt lokið. Félagi Gvundur er með sitt fólk allt i skotgröfunum. Samning- arnir komnir i strand, allt fast, Verkamannasambandið vill þriggja flokka hækkun fyrir allt sitt fólk umfram aðra hópa. En svo fer að rofa til og þá kemur sprengjan. STOÐVIÐ ÞESSA MENN stóð i leiðara Dagblaðs- ins og Visis. Leynisamkomulag byggingamanna hefur sett samningana i strand sagði i fréttum útvarpsins. Bygginga- menn fá, samkvæmt leynisam- komulaginu, meira en aðrir, sögðu þeir hjá Vinnuveitenda- sambandinu. Meira en aðrir? Var búið að semja i miðjum mai? Já, það má segja það. A þeim tima höfðu flestir gert sér grein fyrir þvi, að samkomulag yrði um svokallaðan núllsamn- ing, þ.e.a.s. sami kaupmáttur á árinu 1982 og var á árinu 1981. Þessi núllsamningur var i stór- um atriðum svona — og berðu hann saman við það sem raun- verulega varð 1. júli: 4% kaup- hækkun og hæsta aldursþrep yrði 10% hærra en byrjunarlaun auk cinhverra tilfærslna milli flokka. Þetta hefði gefið félagsmönn- um Verkamannasambandsins meiri hækkun en öörum vegna þess, að þeir höfðu lægri starfs- aldursþrep en aðrir. Verslunar- mönnum gæfi þetta samkomu- lag einna minnst vegna þess að þeir höfðu á þessum tima 10% fyrir hæsta aldursþrep. Leyni- samkomulagið? Jú, það var þannig tilkomið, aö formaður samninganefndar bygginga- meistara hafði lýst fyrir Vinnu- veitendasambandsmönnum hver væri skoðun sin á þvi á hvaða nótum væri hægt að ná samkomulagi við bygginga- menn. Og Dagblaðið og Visir sagði i leiðara frá þvi hve óvið- felldið hlutverk byggingameist- ara væri — þeir lifa á þvi að selja vinnu annarra. Ég sem hélt það væri þannig með alla atvinnurekendur meira og minna. Kannski ég sé farinn að ryðga i fræðunum. Þeir semja við sjálfa sig, þess að ganga til samninga af alvöru. Og þá er sest við i 4 sól- arhringa og samningar nást 14. júni. (Hvernig kemur það heim og saman, að vera með leyni- samkomulag og þurfa svo nær sleitulausar vökur i 4 sólar- hringa til að ná samningum?) Ó heilagur Franz, skilur þú þetta? Við sprengjum með þvi að gera ekki samninga og svo sprengjum við með þvi að gera samninga. Býr eitthvað undir? Félagi minn einn sagði við mig að þetta samkomulag kæmi ekki i veg fyrir neina samninga. Það kemur aðeins i veg fyrir það að hægt veröi að gera lé- legra samkomulag. Og sú var raunin. Auk þess óformlega samnings er var orðinn til fyr- ir hvitasunnuna, fékk verkafólk hækkun um einn flokk og starfs- aldursþrep uppá 12,5%. Illar tungur segja að 2,9% frádrátt- urinn af visitölunni 1. septemb- er og siðan 2,2% hækkunin til allra annarra en byggingar- manna 1. janúar, sé'til þess að ná sér niðri á þeim. En þið vitið hvað menn geta verið illgjarnir ihugsun, þetta getur varla veriö satt? Grand finale — Hver fékk mest? Og þá er þaö finale. Hver fékk mest? Byggingamenn auðvitað, þeir fengu 10% við undirskrift, segja visir menn, en félags- menn ASl fengu 7-8%. Þó þeir sömu visu menn segi að félags- menn Verkamannasambands- ins hafi fengið 11,95% hækkun þá er það ekki haft i hávegum, þá skemmast leiktjöldin. Þegar lagt er mat á launahækkun byggingamanna er reiknað út frá Vinnumarkaöskönnun Kjararannsóknarnefndar, sem var plagg sent út til atvinnurek- enda einna til að svara, og þar kom i ljós að svo og svo stór hluti byggingamanna væri yfir- borgaður um ein 15%. En þær niðurstöður eru aðeins notaöar við útreikninga á hækkun bygg- ingamanna og engra annarra. Það er látið lita svo út sem engir aörir séu yfirborgaðir. Ætli byggingaverkamenn séu nokkuð yfirborgaðir? Eða skyldi þetta vera þekkt i versl- um og skrifstofum? Eða ef til vill viðar? Æi já, þetta er allt ein stór leiksýning með eintómum Pót- emkintjöldum, og allir leikend- urnir leika tveim skjöldum. Stundum er þetta eins og að spila á spil meö spekingslegum svip og taka i nefiö. En það eru áhöld um það hver dregur svarta pétur... Úr Dritvík á Snæfellsnesi. „Kerling" sem horf ir til hafs. — Ljósm. ráa. Reykvikinga- félagið endurreist og stofnað Vina- félag Árbæjarsafns Aö undanförnu hefur verið rætt um stofnun vinafélags Árbæjarsafns og endurreisn Reykvík- ingafélagsins. Algengt er erlendis, að vinafélög starfi með söfnum. Er aðalmarkmið þeirra að auka tengsl milli safnanna og almennings. Stundum taka þau þátt i verkefnum safnanna og styðja þau við innkaup á munum, enda hafa söfn oft naum f járráð. 1 Reykjavik var stofnað Reyk- vikingafélag áriö 1940. 1 félaginu rikti mikill áhugi á sögu borgar- innar. Meðal annars söfnuðu félagsmenn fjölda gamalla ljós- mynda en það safn var siðan af- hent Minjasafni Reykjavikur, sem nú er Arbæjarsafn. Þá hafði félagið einnig forgöngu um varðveislu Arbæjarsafns, eins og kápumynd Spegilsins frá sept. 1948 ber meö sér. Þar má þekkja sr. Bjarna Jónsson, Svein Þórðarson, Einar Erlendsson, Hjört Hansson og Guörúnu Arna- dóttur, sem öll voru forgöngu- menn félagsins. Nú eru mörg ár liðin siðan félagið hélt sinn siðasta fund en áhugi hefur vaknað á þvi að endurvekja það og um leið að stofna Vinafélag Arbæjarsafns. Undirbúningsnefndin væntir þess að gamlir félagsmenn mæti á al- mennan fund til að ræða þessi mál, að Hótel Borg miðvikudag- inn 18. ágúst n.k. kl. 20.30,-mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.