Þjóðviljinn - 03.09.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.09.1982, Blaðsíða 1
DJÚÐVIIIINN Hugmyndir eru uppi i Kópa vogi um að byggja i botni Fossvogsdals en það þýddi að áform um Fossvogshrað- brautina væru sennilega endan- lega úr sögunni. Viðtækar at- huganir hafa verið gerðar að undan- förnu á vcgum iðnaðarráðuneytis- ins á ílestum þáttum viðskipta islenskra stjórn- valda og Alusuisse. september 1982 föstudagur 200. tölublað 47. árgangur Ekkert hefur verið ákveðið um næsta skref i viðskiptum rikisins við Alu- suisse en einhliða aðgerðir tslands koma vel til greina, sagði Hjör- leifur Guttormsson ✓ Niðurstöður starfshóps um raforkuverð til ISAL Þreföldun orkuverðs tfl ÍSAL er eðlfleg Trúnaðarráð Landssambands islcnskra útvegsmanna samþykkti samhljóða að leggja flotanum n.k. föstudag verði ekki komið til móts við kröfur þeirra. Mynd — eik Stöðvun vegna hækkana á olíu Útgerðarmenn ætla að gefa stjórnvöldum vikufrest Skip i eigu félagsmanna LÍU munu ekki láta úr höfn eftir miðnætti föstudaginn 10. september n.k. og dragnótabátar munu stöðvast viku siðar sam- kvæmt ákvörðun sem trúnaðarráð LÍU samþykkti samhljóða á fundi i gær. Víðtækt samkomulag um nauðsyn á slíkri hækkun — Viðtækt samkomu- lag er í landinu fyrir þvi að raforkuverð til ísal h.f. i Straumsvík hækki úr 6 mills einsog það er nú i 15-20 mills i náinni framtíð. Það er megin niðurstaða starfshóps iönaðarráðuneytisins sem kynnt var á blaða- mannafundi i gær. Gjörbreyttar forsendur 1 niðurstöðum starfshópsins er rakið i 13 liðum hvernig allar forsendur hafa breytst i útreikn- ingi raforkuverðs til Alusuisse og ber þar allt að sama brunni. Það er sama hvort miðað er við upp- haflegt raforkuverð og upphaf- lega samninga, eða hvort miðað er við þróun raíorkuverðs er- lendis eða til almennings á Islandi: raforkuverðið til Isal hefur íarið lækkandi Verötrygging Starfshópurinn segir i loka- niðurstöðu sinni aö „gjörbreyttar forsendur frá þvi raforkusamn- ingurinn var gerður 1966 og eftir endurskoðun hans 1975 réttlæti kröfur um að raíorkuverðiö til Isalhækki i 15-20 mill/kwh miðað við verðlag 1982. Telur hópurinn einnig að orkuverðið þurfi að vera að fullu verðtryggt. 1 starfshópi ráðuneytisins um raforkuverð áttu sæti: Gunn- laugur Jónsson deildarstjóri hjá Orkustofnun, Jóhann Már Mariusson yfirverkfræðingur hjá Landsvirkjun, Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri rikisins og Finnbogi Jónsson deildarstjóri i iðnaðarráðuneytinu, sem jafn- framt var formaður hópsins. — óg. ,,Ég hef aldrei séð slika einingu á fundi hér. Það samþykkti hver einasti fulltrúi þessa ályktun”, sagði Kristján Ragnarsson for maður LÍÚ isamtali við Þjóðvilj- ann i gær. Útgerðarmenn benda á að oliu- verð til fiskiskipa hérlendis sé 40% dýrara en i nágranna- löndum, en á siðustu tveimur mánuðum hel'ur oliuverö hækkað um 20%. Eina lausnin að mati út- gerðarmanna er þvi að lækka oliukostnaðinn. • Á trúnaðarráðsfundinum i gær kusu útgerðarmenn fjögurra manna nefnd til að eiga viðræður við rikisstjórnina og finna lausn á vanda útgerðarinnar áður en tii boðaðrar stöðvunar flotans kemur. „Auðvftað vona ég að ekki þurfi að koma til þessarar stöðvunar, lil þess gefum við þennan viku- frest. Hitt er ljóst aöþað þarf ekki að eyða neinum tima i að kanna stöðu útgerðarinnar i dag, þær tölur liggja allar á borðinu”, sagði Kristján. — lg. ^mmmmm^mi^^^^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Töfraflautan í október 1 dag hefjast æfingar á „Töfra- flautunni” hjá islensku óperunni, en ráögert er að frumflytja verkiö 15. október n.k. Þá eru nýbyrjaðar æfingar á ævintýraleiknum „Litli sótarinn” eftir Benjamin Britten og verður hann frumfluttur 1. október. Nýbreytni í skólamálum i Kópavogi 6 ára börn fá 4 tíma í vetur Sex ára börn fá i vetur að dvelja i skólum Kópavogs 4 klst. á dag i stað 2 áður. Kópavogsbær riður á vaðið með lengingu skólaveru 6 ára barna, og tekur auk þess upp þá nýbreytni að seija léttar máitiðir fyrir nemend- ur 7. —9. bekkjar. Það hefur verið krafa for- eldra i mörg ár að lengja skólavist 6 ára barna úr tveimur stundum á dag eins og tiðkast hefur. Þessi skammi skólatimi hefur i mörgum tilfellum kostað annað foreldri útivinnuna eða orðið til þess að börn lentu á hrakhólum. Kennsla 6 ára barna i Kópavogi verður i vetur auk- in um eina kennslustund, þannig að nú verða þær þrjár. Þá verður 6 ára börn- um i Kópavogsskóla og Kársnesskóla gefinn kostur á að dvelja lengur i skólanum með fóstrum, þannig að skól- arnir virka þá sem leikskól- ar. t Digranesskóla verður aöeins hægt að veita þessa þjónustu eftir hádegi i vetur, en allsekki i Snælandsskóla sem er aðeins hálfbyggður. Að sögn Guðjóns Magnús- sonar skólafulltrúa munu um 220 sex ára börn hefja nám i skólum Kópavogsbæjar i vetur. Könnun sem gerð var i ágústmánuði meðal foreldra sex ára barna leiddi i Ijós að allt að helmingur þeirra myndi notfæra sér þessa þjónustu bæjarfélagsins. Þá mun veröa tekin upp sú nýbreytni að selja léttar máltiðir i Þinghólsskóla og Vighólaskóla, en þeir skólar eru fyrir nemendur 7.-9. bekkjar. Aö sögn Guðjóns mun fyrst i stað verða selt brauð og mjólk en menn þreifa sig áfram með aöra létta rétti. —ast

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.