Þjóðviljinn - 03.09.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.09.1982, Blaðsíða 16
PJOÐVUHNN Föstudagur 3. september 1982 Aö»' tmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Uta.i pess tima er hægt að ná 1 blaöamenn og aöra starfsmenn blabsins i þessum slmum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga ki. 9-12 er hægt að ná 1 af greiðslu blaðsins 1 sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Einhliða aðgerðir íslands gegn Álhringnum koma vel til greina: Grípum til eigin úrræða sagði Hjörleifur og höfðaði til fullveldisréttar íslendinga — Viö munum grípa til okkar eigin úrræða sem eru fólgin i okkar fullveldisrétti, sagði Ujörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra á blaðamannafundi i gær er hann var spurður um framhaldið á viðskipt- unum við Alusuisse ef hvorki gengi né ræki. Á blaðamannaíundinum voru kynntar niðurstööur staríshópa sem sýna ótvirætt réttmæti þ( ss að kiafist verði hærra raforku- verðs og frekari skattlagningar á Isal. Sagði Hjörleifur að auk þessara niðurstaðna væru aðrar væntanlegar i þessum mánuði um lögfræðileg eíni, þjóðréttarleg og fleira. Aö þeim þáttum rannsókna á viðskiptum Alusuisse og is- lenskra stjórnvalda vinna bæöi erlendir og innlendir aöiljar. 1 máli Hjörleifs og annarra á blaðamannaíundinum kom skýrt fram að mörg fordæmi eru fyrir einhliða ákvörðunum i svona viðskiptum stjórnvalda viö erlend fyrirtæki. Meðal annars er það skylda yfirvalda aö nýta náttúruauðlindir i þjóðarhag samkvæmt ályktun Sameinuðu þjóðanna. — Paö eru gild rök iyrir þvi, sagði Hjörleiíur að viö gripum tií einhliða aðgerða. Vitnaöi hann til landhelgismálsins og annarra fordæma. Alusuisse sleit viðræðum viö is- lensk stjórnvöld sl. vor þar sem krafan um endurskoðun raforku- verðs var efst á blaði, og vildi ekki hreyfa sig um spönn i átt til sjónarmiða Islendinga. Ekkert hefur verið ákveöið um næsta skref i málinu, en ljóst er að þegar lögfræðilegar álitsgerðir hafa bæst við þessar um raforku- verö og skaltlagningu er komið nærri ákvöröun um það. — ög Afkoma betri en bókhaldið segir Hlutur rafmagns og skatta fer lækkandi Hlutur raforkuverðs og skatta miðað við heimsmarkaðsverð á áli hefur farið minnkandi, sagöi Finnbogi Jónsson deildarstjóri i iðnaðarráðuneytinu á blaða- mannafundinum i gær. Þannig var hlutur raforkuverðs og skatt- lagningar rúm 11% þegar álverið i Straumsvik tók til starfa en er nú um 7%. í máli Finnboga kom einnig fram að afkoma Isals hér á landi væri allt önnur, en bókhald- ið segði til um, það sýndu allar rannsóknir. ABspurður um það hvort Alusuisse gæti rekstrarlega borið hærra raforkuverð og skattlagn- ingu, sagði Finnbogi að margt benti til þess að starfsemi fyrir- tækisins hér á landi væri mjög arð bær. Fyrirtækið væri mjög vel staðsett gagnvart mörkuðum,hér væri langtum lægra raforkuverð en við hliöstæðar álverksmiðjur, lægri gjöld og fleira. Þessar stað- reyndir væru kunnar i „álheimin- um”. Taldi Finnbogi þvi fyrir- tækið vel samkeppnishæft þó raf- orkuverðið væri hækkaö upp i 15 til 20 mill einsog viö hliðstæðar verksmiðjur erlendis en það er núna 6 mill einsog kunnugt er. -ög Nýjar vaxta- tillögur Seðlabankinn lækkar innlánsbind ingu bankastofnana Seðlabankinn hefur talið óhjákvæmilegt vegna mikilla lausaskulda bankastofnana að lækka um sinn hina sérstöku innlánsbindingu, sem þeim er gert að greiða úr 5% i 2% frá og með 10. þessa mánaðar. t frétt frá bankastjórn segir að þetta sé ein- göngu gert til þess að draga úr skuldasöfnun við Seðlabankann en gefi ekkert svigrúm til aukinna útlána. Eins og kunnugt er geröi Seöla- bankinn tillögur til rikisstjórnar- innar um aö bæta ávöxtun spari- fjár og færa vexti á óverðtryggö- um lánum og reikningum til sam- ræmis við vaxandi verðbólgu. Rikisstjórnin hefur enn ekki fall- ist á tillögur Seðlabankans um vaxtahækkun, sem hann telur nauðsynlega til þess að koma sæmilegum jöfnuði á lánsfjár- markaðinn og i viðskiptum viö út- lönd. Bankinn er nú með vaxtatil- lögur sinar i endurskoðun og munu nýjar tillögur væntanlega lagðar fyrir rikisstjórnina siðar i þessum mánuði. Klifrað á Lœkjartorgi Mikiö var um að vera við Tjörnina i Reykjavík siðdcgis i gær þegar Slysavarnafélagið stóð fyrir björgunarsýningu til að minna á landssöfnun lljálpar- stofnunar kirkjunnar og björgunarfélaganna sem hófst i gær og stendur fram yfir helgi. Markmið þessarar laudssöfn- unar er að gera björgunarsveit- um landsins kleift aö endurnýja fjarskiptabúnað sinn til sam- ræmis við reglur sem nýlega Viðtækar athuganir liafa verið gerðar að undanförnu á vegum iðnaðarráðuneytisins á flestum þáttuin viðskipta islenskra stjórnvalda og Alusuisse vegna isals i Straumsvik. Tveir starfs- hópar sem starfað hafa, annars vegar að athugun raforkuverðs og hins vegar skattlagningar skil- uðu nýverið áliti. Niðurstöður þeirra hafa verið gefnar út i bók- arforini og voru þær kynntar á blaðamannafundi hjá iðnaðar- ráöherra í gær. I starfshópi ráðuneytisins um raforkuverð áttu sæti: Gunnlaug- ur Jónsson deildarstjóri hjá gengu i gildi um fjarskipti. 1 dag kl. 16.00 veröa félagar úr Hjálparsveit skáta i Reykjavik með björgunarsýningu á Lækjartorgi en þeir ætla að klifra upp og niður hús tJtvegs- bankans. A morgun kl. 15.00 ætlar Flug- björgunarsveitin að sýna fall- híifarstökk yfir Laugardal og minna með þvi móti á landssöfn- unina til styrktar björgunarsveit- unum. —lg. Orkustofnun, Jóhann Már Maríusson, yfirverkfræðingur hjá Landsvirkjun, Kristján Jónsson rafmagnsveitustjóri rikisins og Finnbogi Jónsson deildarstjóri I iðnaðarráðuneytinu sem jafn- framt var formaður hópsins. Starfshópurinn til athugunar skattlagningar islenska Alfélags- ins hf. var skipaður eftirtöldum mönnum: Árna Kolbeinssyni deildarstjóra, Halldóri V. Sig- urðssyni rikisendurskoðanda og Ragnari Árnasyni lektor, sem gegndi formannsstörfum i hópn- um. —óg Fast verð- tryggt gjald á Alusuisse Vænlegasta leiðin að mati starfshóps um skattamál Isals Alusuisse gerði breytingar á skattakerfinu að skiiyrði fyrir endurskoðun á raforkuverði árið 1974. Sterkar likur benda til þess að breytingarnar sem gerðar voru á skattakerfinu við þessa endurskoðun hafi reynst tslandi óhagstæðar, segir i niðurstöðum starfshóps um athugun á skatt- lagningu ísals, sem birtar voru i gær. 1 áliti starfshópsins segir að helstu gallar núverandi skatta- kerfis séu: skert verðtrygging framleiðslugjaldsins, tengsl há- marksframleiöslugjalds við hagnað Isals, endurgreiðsla skattinneignar og vextir af henni, heimild til frádráttar varasjóðs- tillags frá hagnaði.takmarkanir á raunhæfu skattaeftirliti og ófull- nægjandi. möguleikar til endur- skoðunar skattreglna. Segir i áliti hópsins að hag- kvæmasta skattkerfið frá sjónar- miði Islands væri trúlega fast ár- legt verðtryggt gjald. Ef núverandi skattkerfi væri viö lýði áfram myndu eftirfarandi breytingar vera umtalsverð hagsbót: framleiðslugjald verði verðtryggt að fullu, hámarks- ákvæði framleiðslugjalds af- numið, skattinneign felld niður. — óg Flugfreyjur sömdu og vinnustöðv- un aflýst „Við erum nokkuð ánægð- ar með þetta samkomuiag” sagði Margrét Guðmunds- dóttir formaður Flugfreyju- félags tslands i viötali viö blaðið i gærkvöldi, rétt eftir að samkomulag hafði náðst um kjarasamning Flugleiða og Flugfreyjufélagsins. Samningurinn gildir til 1. scptember 1983 og er i öllum meginatriðum eins og rammasamningur ASt og VSt Deila um ráðningu i flug- freyjustörf samkvæmt starfsaldri hefur veriö leyst með þessu samkomulagi, en engin ný ákvæöi voru sett i kjarasamning i þvi efni. Þá náðist samkomulag um ráðningu lausráðinna starf- andi flugfreyja. Vinnustöðv- un hefur nú verið aflýst, en samkomulagið fer fyrir fé- lagsfund á næstu dögum. þs Viðskiptin við Alusuisse: Víðtækar athuganlr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.