Þjóðviljinn - 03.09.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.09.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. september 1982 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Útgáfuféiag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson. ' Fréttastjóri: Þórunn Sigurðardóttir. L'msjónarmaður sunnudagsbla.ös: Guðjón Friöriksson. Auglysingastjóri: Svanhildur B jarnadóttjf. Afgreiðslustjtíri: Baldur Jónasson Blaöamenn: Auöur Styrkarsdó'tir, Helgi Ölafsson Magnús H. Gislason, Olafur Gislason, Oskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. iþróttafréttaritari: Viðir Sigurðsson. L'tlil og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir :Einar Karlsson, Gunnar Elisson. ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar. Auglvsingar: Hildur Hagnars, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guðvaröardóttir, Jóhannes Harðarson Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. Iiúsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigúrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. t'tkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavik, simi X1333 Prentun: Blaöaprent hf. Alusuisse enn í feluleik • Svissneski auðhringurinn Alusuisse hefur beitt margvislegum aðferðum til þess að mjólka álkú sina á íslandi. Álverksmiðja auðhringsins i Straumsvik nýtur góðs af lágu raforkuverði, miklum íramleiðslugæðum og hæfu starfsfólki. Og ekki hefur auðhringurinn þurft að óttast það að blóðmjólka álkú sina vegna þess að aðgangsharka hans hefur fyrst og fremst bitnað á islenska rikinu en ekki á íyrirtækinu sjálfu. • í tið Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráðherra hefur bókhaldsaðhald verið aukið og nýttur réttur til árlegrar heildarendurskoðunar á reikningum ÍSAL. Breska endurskoðunarfirmað Coopers og Lybrand skilaði nýverið áliti um reikninga ÍSAL 1981, og hefur islenska rikið þegar lagt fram at- hugasemdir við reikningana i samræmi við áskilinn frest þar um. Eins og fyrri daginn kemur margt fróðlegt i'ljós við endurskoðunina, enda þótt hið aukna aðhald hafi skilað sér i þvi að Alusuisse er varkárara i verðlaginu gagnvart ÍSAL en áður. Sem dæmi má taka að á árinu 1981 reyndist meðaltals verð rafskauta sem Alusuisse seldi úr eigin verk- smiðju til ÍSAL vera 415 dollarar en var 488 dollarar 1980, og verð á súráli stendur nánast i stað þrátt fyrir almennar verðhækkanir. Þetta sannar rétt- mæti þess málflutnings Alþýðubandalagsins að aðhalds sé þörf i nærveru auðhrings. • Engu að siöur er ljóst af endurskoðuninni fyrir árið 1981, að tekjur ÍSALS eru vantaldar um 1.5 miljónir dollara. eða 22 miljónir islenskra króna á núverandi gengi. Þetta lækkar hið reikningslega tap sem ÍSAL gaf upp á siðasta ári en breytir ekki skattgreiðslum fyrirtækisins hér á landi, þar sem ÍSAL greiðir aðeins lágmarksframleiðslugjald vegna taprekstursins. Ragnar Halldórsson starfs- maður Alusuisse segir að hér séu aðeins á ferðinni ómerkilegar deilur um afskriftarreglur en það er ekki allskostar rétt eins og fleira sem haft er eftir þeim herramanni. • í skýrslu sinni benda bresku endurskoðendurnir á að samanborið við önnur fyrirtæki i áliðnaði sé ÍSAL gert af eigendum sinum, Alusuisse að bera óeðlilega mikinn fjármagnskostnað. Af þeim ástæðum séu kostnaðarútgjöld ÍSAL mun hærri en hjá sambærilegum fyrirtækjum og afkoman þvi lakari. Þetta dæmi bætist við önnur kennslubókar- sýnishorn um bókhaldsbrellur milli fyrirtækja innan alþjóðlegra auðhringa, sem Alusuisse hefur boðið íslendingum uppá. Hækkun i hafi til þess að kalla fram yfirverð á aðföngum, súráli og raf- skautum, og meiri mjólk úr kúnni, þekkjum við þegar. • Coopers og Lybrand greina frá þvi i niður- stöðum sinum að Alusuisse hafi neitað endur- skoðendum um aðgang að bókhaldi sinu og dóttur- félaga til öflunar upplýsinga og gagna um viðskiptin við ÍSAL. Alusuisse segir neitun sina byggða á aðalsamningi en iðnaðarráðuneytið telur hana skýlaust brot á sama samningi. Alusuisse neitar endurskoðendum um tæmandi upplýsingar varðandi framleiðslukostnað rafskauta hjá þvi Alusuisse-fyrirtæki sem þau framleiðir. Alusuisse kemur fram sem milliliður gagnvart ÍSAL og fram- visar reikningum sinum til dótturfyrirtækisins á Islandi, en ekki reikningum þeirra fyrirtækja sinna sem framleiða aðföngin. Þeir frumreikningar fást ekki upp á borðið. Með slikum aðgerðum er verið að koma i veg fyrir að hægt sé að komast að raun um hvort Alusuisse stendur við þær skuldbindingar i samningum við islenska rikið að tryggja dóttur- fyrirtæki sinu á íslandi hráefni á besta fáanlega verði. — ekh klippt Fyrst kemur forsetinn - svo stórbisnessinn. Hver ræöur? Pcgar almenningur er dasaöúr nokkuö á ríkisstjórninni, kaupmanninum og auraleysinu fer hann jafnan í leit aö sökudólg- um. Hver ræöur þessu? Fyrst er bent á ríkisstjórnina, eins og von- legt er, en fl jótlega er því bætt viö aö hún ráði nú ekki öllu. löju- höldar ráöi miklu, auðhringar. verkalýösfélög, fjölmiölar. Svo getur fariö aö menn hoppi svo lengi í huganum á rnilli hugsan- legra og raunverulegra áhrifaöila í þjóöfélaginu. aö niöurstaöan veröi helst sú aö enginn ráöi í raun og veru neinu. Fyrir nokkru birti bandartskt tímarit, U.S and News Report niðurstöður úr skoöanakönnun. Hún var á þá leið, aö ýmiskonar áhrifamenn (ekki er sagt frá því hvernig þeir voru valdir) voru spurðir aö því hvernig þeir mætu áhrifavald þrjátíu bandarískra „stofnana". I Iverri „stofnun" átti aö gefa einkunn frá einum og upp í sjö eftir því hvað menn teldu viökomandi aðila hafa mikil áhrif á „ákvarðanir sem varöa þjóöina alla". Niöurstaðan er nokkuö fróöleg, Sjónvarpið og olíufélögin Þeir tíu aöilar sem efstir voru eru þessir; Fyrst kernur forsetaembættið, Hvíta húsiö, - þaö fær meðal- einkunina 6,60 hjá bandarískum umsvifamönnum. Næst kemur stórbisnessinn. sem fær 5,83, Öldungadeild þingsins er í þriöa sæti meö 5,71 stig og sjónvarpið í fjórða með 5,64. I fimmta sæti eru olíufélögin meö 5,55 þá kem- ur hæstiréttur, bankarnir eru í sjöunda sæti nteö 5,50. I áttunda sæti er fulltrúadeild þingsins (5,45), sjálf ríkisstjórnin kemur ekki fyrr en í níunda sæti og emb- ættismannakerfi alríkisstjórnar- innar er svo í tíunda sæti meö 5.07. Allt er þetta nokkuö fróðlegt, ekki síst þaö aö stórauövaldiö gengur næst forsetanum og aö ol- íukóngar og sjónvarpskóngar eru taldir miklu áhrifasterkari en fu 11 - trúadeild þingsins og ráðherra- greyin. Og líklega er þetta allt raunveruleikanum samkvæmt. Flokkarnir og kirkjan Kauphöllin í VVall Street er í tólfta sæti (5.03 stig), dagblöðin eru í þrettánda sæti, herinn er í sautjánda sæti, auglýsingar í því átjánda. Fjölmiðlar, fyrir utan sjónvarpiö sýnast heldur illa sett- ir - útvarpið er í nítjánda sæti til dæmis, tímarit í tuttugasta sæti (3.96 stig) og kvikmyndir reka le- stina í þessum lista - eru í þrítug- asta sæti með 2,79 stig. Flokkarn- ir eru ekki taldir upp á marga fiska, flokkur forsetans er í fimmtánda sæti, en Demókratafl- okkurinn er í 24ða. Verkalýösfé- lögin eru í miðjunni eða í fjór- tánda sæti með 4,73 stig. Bandaríkjamenn eiga öflugt skólakerfi, en menntastofnanir konia ekki fyrr en í 23.sæti á þess- um lista. Og þótt þeir séu kirkju- ræknari en flestir aörir, að írum og Pólverjum kannski undan- skildunt, þd eru trúarbrögðin ekki fyrr en í 25. sæti - rétt viö hliðina á fjölskyldunni. Sama tóbakið En það væri líka hægt aö lesa þennan lista með öörum hætti en að hugsa unt niðurrööunina sjálfa. Hve ntikiö af þeim „stofn- ununt" sent spurt er um, eru ekki í raun og veru útibú eöa erindreki eða í eigu þess aöila sem er númer tvö á listanum;, stórfyrirtækj- anna? Þau ráða í krafti fjármagns yfir sjónvarpi og drjúgum hluta blaða og kvikmyndagerð og pól- itískum flokkum, og það er óþarft aö minna á þá þræði sem liggja á milli þeirra og Wall Street og hersins og svo mætti lengi áfram telja. Það var líka spurt unt áhrifa- mátt „hópa sent berjast fyrir mannréttindum". Þeir lentu í 27. sæti - næst á eftir kirkjunum. ÁB. iIbi 4, fí BEIJING WANBAG A S B itxrw* íí ■« í; ? s i a. ? * * r * k 2 ;U w ^. i * «It • H K K X »«r.'.A+v.utiv> ttr.w /|.r Htft {.c « it ,v « & g n • i r - li »is o í» *i U fl. h. m *h • i • % + rf *. n C ? A W 'i* vti ■A & t L- H ié * «. ÍJ ,« b'l r f V. [ /kilii % U * * .1 L 1 ■ P'i ii. :ö i rUii ■ á.i i-Múl»:-N' Alt M n U It.!' L. W: r. +ititinvH4 W /»«!- + «• ‘.vinn .... \ / 1£- JL .Æ W. n\ Kinverska stúlkan og tískan Kvöldblaöiö i Peking, Beijing Wanbao, birtir ýmsar sögur af viöureign ungs fólks viB freist- ingar tiskunnar. Um daginn var birt þar i blaöi saga af Jiang Liyng myndar- stúiku sem vann i verksmiöju. Henni fannst hún ekki nógu tiskudömuleg, og hún fékk sér þvi háhæla skó támjóa og var alsæl um stund. En allt kostar fórnir, brátt kom slæmur verkur I tærnar en hvaö gerir maöur ekki fyrir feguröina. Eöa svo segir Beijing Wanbao: ,,Þaö getur ekkert veriö aö háum hælum, Utlendingamir ganga i svoleiðis skóm, vagga sér i heröum rösklega og dilla bossanum. Hvi ekki hUn? En hún var ekki vön svo háum hæl- um. Þegar hUn gengur af stað veröur hún aö skjóta fram hnjám og höföi meöan efri hluti búksins veröur aö hallast sem lengst aftur á bak — og ekki er þaö fallegt. Náttúrulegar hreyf- ingar hennar og styrkur hverfa meö þessum háu hælum. Um leiö og hún kom i vinnuna mættu henni bæöi fyrirlitleg augnatillit og jákvæö — hinir fyrrnefndu voru miöur sln yfir þvi sem þeir sáu, en hinir klappa henni á herðarnar og segja: „Toppur- inn i dag”. Flan ekki til fagnaðar En allt fór þetta heldur illa. Aumingja Jiang Liyng ætlaöi eftir vinnuna á stefnumót viö piltinn sinn og sýna honum skóna og svo hvað hún var oröin stór (l,64smen varl,54) En hUn komst ekki til fundar viö hann. öklar hennar voru farnir aö bólgna i tiskuskónum og þegar hún kom út losnaöi annar hæll- inn og stúlkan datt. Svona fór um sjóferð þá, segir Kvöldblaöiö i Peking. Frásögn þessi er dálitiö svipuö þeim sem á sinum tima birtust i sovéskum blööum, þegar þaö þótti póliti'sk nauösyn aö skamma „stæl- gæja” sem gengu i vestrænni tisku. Er nú nokkuö langt um liöiö siöan þaö var. Munurinn er þósá,aöí sovéskum blööum var tónninn I garö „stælgæja” mun haröari en i þessari fóöurlegu áminningarfrásögn um aö hollt sé heima hvað...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.