Þjóðviljinn - 03.09.1982, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. september 1982
Sextugur í dag
Björn Th. Björnsson
heyröi og skildi, hvað fram fór.
Sjálfur gerðist Baldvin reyndar
ofurlitið seinna einn af frum-
kvöölum nútima listar islenskrar
og var vaöandi talent. I stuttu
máli islenskir listamenn voru
auðfúsugestir á æskuheimili
Björns og seinna urðu þeir vinir
hans og félagar. Hvenær kemur
svona staða upp aftur?Upphafs-
kaflinn i öðru bindi Islenskrar
myndlistar á 19. og 20. öld, sem
Björn hefur skirt ,,Um kvöb og
frelsi i listum” er eitthvað þaö
markveröasta, sem ég hefi lesið
um list, fyrr og siðar. Sá kafli ætti
skilyrðislaust að vera i hvaða þvi
úrvali islenskra bók- og list-
mennta sem saman er sett.
Hitt sem ég vildi sagt hafa er
dæmigert fyrir missýnir samtim-
ans. begar verkið kom út, var
nánasl þagað um það, og þar er
ég meðal sökudólga. Enn þann
dag i dag skammast ég min,
þegar ég opna þessi veglegu bindi
og sé ritað snyrtilegri hendi:
„Timaritinu Birtingi til um-
sagnar”. Svo risavaxið þótti mér
þetta verk, að mér féllust bók-
staflega hendur og hafði mig
aldrei i aö rita um það, sem vert
væri. Mig langar til að láta vin
minn Björn vita þetta nú.
Heimkominn uppúr 1949 tók
Björn til höndum við fleira en rit-
störfin. Hann stuðlaði að þvi
ásamt Gunnari heitnum i Geysi,
að Listvinasalnum við Freyju-
götu var hleypt af stokkunum,
sem á sinum tima var merkilegt
brauðryöjandi verk. Hjá þeim
félögum fylkti liöi heil kynslóð
nýlistarmanna, sýndi saman,
ræddi saman og auðvitað drakk
saman. Þetta voru merkileg ár.
Björn kom á laggirnar mynd-
listaþáttum i útvarpinu, þeim
fyrstu, hygg ég, stóð i félagsstússi
fyrir rithöfunda sat i ráðum og
stjórnum og lagði góðum
málum 1:5. Um tima sat hann i
ritnefnd Birtings og reit i hann
meðal annars fyrstu listasögu og
ennþá þá einu, sem skrifuð hefur
verið um timabiliö frá landnáms-
tið og fram á miðja nitjándu öld.
Ótaldir eru þá allir fyrirlestr-
arnir, sem hann er búinn að halda
um árin út um borg og bý sjávar-
pláss og sveitir.
Ariö 1959 kom hann okkur svo
öllum i opna skjöldu með þvi að
vinna til fyrstu verðlauna i sam-
keppni Menningarsjóðs með
Ræða flutt i tilefni 30 ára starfsafmælis Björns við
hugsuð einnig sem kveðja á sextugsafmæli
hans.
Borgarspítalinn
Deildarfulltrúí
Staða deildarfulltrúa 3 á aðalskrifstofum
Borgarspitalans er laus til umsóknar.
Starfið felst meðal annars i umsjón með
launaútreikningi. Starfsreynsla á sviði
launaútreiknings og tölvuvinnslu, ásamt
þekkingu á samningum opinberra starfs-
manna nauðsynleg. Umsóknarfrestur til
10. september n.k. Upplýsingar um starfið
veitir Brynjólfur Jónsson i sima
81200 — 368.
Reykjavik, 2. sept. 1982
Borgarspitalinn
Hugsið ykkur Habakúk i
sporum Jeremia, smáspámann i
sporum stórspámanns eða á ég
heldur að orða það þannig: eins
konar afdankaðan karmelita i
sæti barokmanns. Þannig má lita
á mig er ég nú kem hér og á að
mæla fyrir oröræðumeistaranum
og vini okkar Birni Th. Björns-
syni. Hér stóð hann i fyrra og
framdi galdur sinn svo seint mun
gleymast. Blaðalaust lét hann
hugann reika og vakti upp með
þeim finlega áslættiorðanna, sem
honum er einum lagið, gamlar
myndir úr sögu þeirrar stofn-
unar,er vib flest hér inni þjónum.
Aftur á móti righeld ég mér i
pappirinn og má hafa mig allan
við að lesa.
1 huga minum getur enginn
komið i stað Björns viö slik tæki-
færi. Hann er og hefur verið tals-
maður okkar, skólans, og leyfið
mér að bæta við islenskrar mynd-
listar. Maður finnur þaö best á
þessari stund, er mikiö liggur við
og ekki er hægt að hlaupa til hans
eins og alltaf hefur veriö gert, hve
vandasamt er að fylla sess hans.
Nú er hins vegar ekki annarra
kosta völ. Þaðgeri ég með hálfum
huga af fyrrnefndum ástæðum,
enmeö þvimeiriánægjusem mér
verður æ ljósara, hversu við hér
inni, skólinn okkar og reyndar
þjóöin öll á Birni vini okkar mikið
gott upp að inna.
Eins og vant er þarf maður si-
fellt aðvera aö tala um sjálfan sig
segi maður orö um aðra. Ég hef
þó það mér til afsökunar, að láti
éghugannhvarfla aftur, þá sé ég
lifshlaup Björns og min i vissu
samhengi. Við erum þó altént á
liku reki, höfum þrætt svipaðar
menntabrautir, átt lengi samleiö
og borið fyrir brjósti svipuö
áhugamál. Stundum f'innst mér
eins og lifssimu okkar séu likusl
kontrapúntiskum kúrfum. Þau
fjarlægjast stundum, koma
stundum saman eru stundum
samsiða. Endur fyrir löngu, mér
finnst það gæti hafa verið á járn-
öld sá ég ungan glóhærðan og
gustmikinn svein ganga fyrir
sveit unglinga niður Bankastræti,
sveigja inn i Lækjargötu og skipa
liði á gamla horfna hliðpallinum
fyrir neðan Menntaskólann og
heimta siðan byltingu. Svona
man ég Björn fyrst. Ég þekkti
hann ekki þá, en man hversu
djúpa virðingu ég bar fyrir kjarki
þessa stráks. Halda ræðu á úti-
fundi um fermingaraldur...
Seinna kynntist ég honum i
Ingimarsskólanum gamla. Að
visu var hann á seinni skipunum
miðað viö mig, en af þvi heyrði ég
óminn, að undireins var hann orð-
inn forsprakki alls félagslifs. Og
árin liöu. Þá er það einn dag niður
á Grundarstig i stofunni annarri,
sem veit út á götuna, árið sem
þessi skóli tók að risa undir nafni,
að inni á miðju gólli stendur verð-
andi listfræöingur, nýkominn frá
Englandi, að segja okkur fréttir.
Hver var það annar en glókollur-
inn úr Bankastræti og var ögn
drjúgur með sig sem von var.
Ekki man ég nú, hvað hann sagöi,
en hún loðir enn við mig virðingin
fyrir þessum manni, sem sjálfur
hafði séð list umheimsins með
eigin augum, meðan við hér
heima vorum að rýna i repró-
duktsjónir.
Næsti krysspunktur varsvo hún
Lundúnaborg. Þar greiddi
Björn götu mina og kynnti mig
fyrir kennara sinum, hálærðum.
Ætli það hali veriö hann Blunt?
Kom þvi svo fyrir með vinsemd
sinni, að ég i'ékk dulitiö að nema i
skóla hans. Þá snérist manian hjá
mér öll uppá „teknik off ði óld
masters”. Birni á ég þaö að
þakka, sem seint mun gleymast,
aö fá einn daginn aö halda hönd-
um tveim og skoða bak og fyrir
eitt fullkomnasta meistaraverk
allra tima, Manninn með rauða
höfuðlinið eftir Jan van Eyck.
Nú skildu leiöir um alllangan
tima. Ég fór til Parisar, Björn
hvarl til Hafnar, þar sem hann
hvolídi sér ofan i islenskan list-
menntaarf. Þar staðfesti hann
ráð sitt og gekk að eiga hana As-
gerði Ester. Þetta þóttu okkur
góð tiðindi. Við vissum af sam-
vistum við hana i þessum skóla,
að hún var mikilhæf i hvivetna,
enda löngu i ljós komið, þar sem
fer einn merkasti listamaður is-
lenskur sinnar tiðar og brautryðj-
andi i myndvefnaði.
Brátt komu áhrifin af kynnum
Björns viö islensk handrit i Kaup-
* mannahöfn i ljós, já af borginni
við sundið, sem verið hafði and-
legur höfuðstaður Islendinga um
aldir. Útgáfa hansá teiknibókinni
góöu árið 1954 sætti tiðindum. Þá
komu undireins i ljós kostir
Björns sem höfundar og fræði-
manns, að töfra með stil sinum
lesanda á vit listaverka. Hvaðan
honum er komið næmið á mál og
stil má þremillinn vita, hitt er
deginum ljósar, að árið 1954 skip-
aði Björn sér i hóp fremstu rithöf-
unda á Islandi. Hann fyllir þann
sérstaka og sérkennilega flokk
lærðra manna islenskra, sem eru
hvort tveggja i senn fræðarar og
skáld. Dæmi: Sigurður Nordal,
Jón Helgason, Einar Olafur,
Kristján Eldjárn. Þá var hún
ekkert blávatn bókin um örlaga-
slóðir islendinga i Höfn, bók, sem
hver landi á að hafa undir arm-
inum, gangi hann um þann sögu-
fræga stað. Sú bók mun einnig
vera að nokkru leyti afrakstur
Hafnaráranna. Siöan rak hvert
verkið af öðru.
Nú ætla ég ekki að rekja hér rit-
höfundar- og fræðaferil okkar
ágæta heiðursgests, en eitt get ég
ekki látið ósagt, kannski tvennt.
Ég veit það er illa séð af höfund-
um að hampa einu verka þeirra á
kostnaö annars, en formálalaust
og án hiks fullyrði ég, að rit hans,
Islenskmyndlist á 19. og 20 öld, sé
i flokki meiriháttar andlegra af-
reka, sem unnin hafa verið hér á
landi á seinni timum. Slik verk
fæðast sjaldan og þarf sérstaka
kúnst til. Jón heitinn grillir og
astrólóg hefði kallað það hag-
stæða stöðu stjarnanna. A.m.k.
þurfti sérstakur aðstæöur auk
mikilla hæfileika. Menn gá e.t.v.
ekki að þvi, aö Björn er með
nokkrum hætti fæddur inn i is-
lenska nútiðar myndlist. Sá er
fyrstur fór til listnáms i Höfn eftir
að islensk myndlist reis úr ösku-
stónni, Einar Jónsson var heima-
gangur i húsi foreldra Björns.
Baldvin faðir hans var i Höfn i
árdaga endurreisnarinnar. Sá,
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða LOFTSKEYTAMENN/-
SÍMRITARA til starfa á Höfn i Hornafirði
og i Neskaupsstað.
Nánari upplýsingar verða veittar hjá
starfsmannadeild og stöðvarstjórum á
Höfn og i Neskaupsstað.
Virkisvetri. Mikið standandi
urðum viöhlessa. Og þó. Sé vel að
gáð, grunar mig, að við höfum
undir niðri vitað að hann væri
eins og fleiri ekki — viss hvort
hann ætti að stiga i fræðimanns-
eða listamanns fótinn. Þetta
minnir mig reyndar á það, að
Björn var einlægt að ýta þvi að
mér hér áður fyrr, að gerast list-
fræðingur. Sem nærri má geta
varð ég hálf foj við. Hvað skeður
svo? A sama tima og Björn gefur
út listaverk á borð við Haustskip
sit ég i fræöimannalegum sparða
tiningi niður i undir Laugavegi
135... Er nokkuð aö undra þótt ég
hafi talað um kontrapúntisk simu
okkar áðan?
Lengst hafa leiðir okkar þó
legið hlið við hlið i þeirri stofnun,
sem við minnumst hér i kvöld i
sömu andrá og við heiðrum
Björn. Mikill happadagur var það
fyrir Myndlista- og handiöaskóla
íslands er Björn Th. Björnsson
sté þar fyrst inn fæti fyrir 30
árum. Alla tið siðan hefur hann
setið á miðlarans stóli, frætt og
skýrt, útlistað og örvað. Hætt er
við, að margur ungur kennarinn
léti ekki bjóða sér nú upp á þá að-
stöðu, er Birni var löngum fengin
og flúið af hólmi. Sem betur fer
gafst hann ekki upp. Aldrei heyrði
ég hann kvarta, aldrei man ég
hann vantaði, ég tali nú ekki um
hann kæmi of seint i tima og er þó
mikill gleðimaður. Og alltaf upp-
strilaður eins og lord, enda þótt
húsakynnin væru eiginlega meint
fyrir haröfisk. Satt best að segja
er mér ómögulegt að sjá fyrir
mér þennan skóla án Björns.
Hvernig hefðum við farið að á há-
tiöum, skólaferðum, á sorgar-
stund? Minnistæðast er mér jóla-
kaffið 1969, þegar við fengum
hina öldnu kempu Gunnar
Gunnarsson i heimsókn. Að
vanda var Björn fenginn að
kynna gestinn og segja á honum
deili. Þar kemur iræðuBjörns, að
hann segir frá þvi, er Jóhann
Sigurjónsson réð Gunnar ungan
og nýkominn til Hafnar að þýða,
minnir mig, Fjalla-Eyvind á is-
lensku. Af alkunnri snilld lýsir
Björn þvi, hvernig Jóhann bar
smátt og smátt allt lauslegt burtu
úr herbergi sinu til „frænda”, svo
að þeir félagar hefðu til næsta
máls.Um það bil sem þeir Jóhann
og Gunnar stóðu upp f rá verki var
flest til „frænda” flutt og Gunnari
ógreidd verkalaunin. Við þessi
orð Björns sé ég útundan mér, að
Gunnar fer að ókyrrast litið eitt
og stingur hægri hendi i jakka-
vasann. Björn heldur áfram.
Segir frá þvi, að Jóhann leiti i þvi
pússi sinu, sem eftir var. Dregur
fram forna mynt og segir við
Gunnar eitthvaö á þá leið að eins
og hann sjái og viti eigi hann
engin þau jarönesk verðmæti, er
hann gæti goldið með vinnu
Gunnars, en þennan gamla góða
gjaldmiðil skuli hann hafa sem
hvern annan lukkunnar pening.
Við orð Björns tekur Gunnar
snarlega hönd úr hægri vasa og
slær skinandi mynt fornri fram á
borðið. Þarnavarþá peningurinn
kominn. Við smellinn varð mér
litið upp og vangasvip þeirra
Gunnars og Björns bar eitt
andartak saman. Mér sýndist sá
þriðji bætast i hópinn, svipur Jó-
hanns Sigurjónssonar. Við smell-
inn i málminum góða, þegar hann
nam við borðplötuna, var eins og
þrjár kynslóðir skálda rynnu
saman i eitt. Siðan litur tradi-
sjónin alltaf svona út i minum
augum.
Ilörður Agústsson
Fyrir fáeinum árum gaus upp á
Noröurlöndum og viöar ný bók-
menntastefna kennd við heim-
ildaskáldsögu. Trúlega hefur
margur Islendingurinn orðið
klumsa við þessi tiðindi, þvi að
slikar bókmenntir hafa veriö iök-
aðar hér á landi frá ómunatið.
Raunar má draga i efa að lands-
menn hafi nokkurn timann gert
sér grein fyrir, né rellu útaf, hvar
sagnfræði sleppir og skáldskapur