Þjóðviljinn - 08.09.1982, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 08.09.1982, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 8. september 1982 Fótboltastjörnur eru oft not- aðar í auglýsingum sem einhvers konar kynþokkafyrirbæri þó tal- ið sé að þeim sé meinuð ástar- nautnin í kringum leiki. Þessi mynd úr auglýsingu af Stan Bow- les fótboltamanni breskum og ónafngreindri auglýsingaleik- konu varð til þess að eiginkona kappans gafst uppá honum. Þau skildu. Þetta eru þær llildur Björg Ingólfsdóttir, Linda Björk Ævarsdóttir, Alma Guöjónsdóttir og Hrönn Hrafnsdóttir, en einnig tóku þátt i tombólunni þau Ragnhildur Reynisdóttir og örn Guðmundsson. „Allir svo góðir í Kópavogi” „Við vonum að fólkiö geti keypt eitthvað fyrir þetta I húsið. Kannski teppi.” sögöu stelpurnar sem komu til okkar og sýndu okkur hvað þær höfðu safnað á tombólu til ágóða fyrir Hjúkrunarheimili aldr aðra i Kópavogi. Þær söfnuðu samtals 388.70 krónum og ætla kannski að halda aðra tombólu. „Ætlið þið að fara á Hjúkr- unarheimilið þegar þið verðið gamlar?” „Það getur vel verið, ef við verðum svo gamlar.” „Hvernig gekk að safna á tombóluna?” „Mjög vel. Það eru ailir svo góðir i Kópavogi. Við fengum uppstoppaðan fugl, ilmsápur og súpupakka og heilmikið af sæl- gæti. Og það voru engin núll.” Úr grænmetis- kverinu: Kartöflur Iðunn hefur nýlega gefið út svokölluð grænmetiskver og kennir þar ýmissa grasa í bókstaf- legri merkingu. Við höfum feng- ið leyfi til að birta nokkrar glefsur úr þessum ágætu ritumjrg hér kemur það fyrsta. Gísli fær rafmagn í sumar var lögð lína út Ketil- dalahrepp og bætist þá Gísli á Uppsölum við neytendur Orku- bús Vestljarða. Segir í Vestfirska fréttablaðinu að nú þurfi Gísli ekki lengur að nota mó til hitunar og vcrður vonandi hlýtt hjá hon- um í vetur en rafmagni vcrður hleypt á línuna fyrir snjóa. Þau skildu 20þúsund peysur frá Mýrdal til Rússlands Prjónastofan Katla hf. er fyrir- tæki scm rekið er í Vík í Mýrdal, en þar vinna á milli 20 og 30 manns. Nú hefur fyrirtækið ný- lega aukið til muna starfsemi sína og gert samning um 20 þúsund peysur fyrir Rússlandsmarkað. Það er Iðnaðardcild SÍS sem hef- ur milligöngu um þessa sölu og eru menn hjá fyrirtækinu bjart- sýnir á að framhald verði á slík- um pöntunum. „Því miður, Halldór minn, við verðum að flytja þig úr skráningar- deildinni í afgreiðsluna, tölvunni geðjast ekki að þér.“ Teikningin af Borgar- leikhúsinu á „Scand- inavia- Today” íslensk byggingalist er meðal þcs sem nú er kynnt í Bandaríkj- unum á „Scandinavia Today“. Tvær íslenskar bygginar hafa verið valdar sem framlag íslands, en það er Borgarleikhúsið í Reykjavík, sem nú er í byggingu annars vegar og hins vcgar stöðv- arhúsið í Svartsengi. Skipti á afbrota- mönnum Hér sjáum við tvlburasysturnar frá þvi þær voru samvaxnar, nýlega aðskildar og svo loks nýlega mynd af þeim Jinglian og Jinghua. Kínverskir læknar hafa ný- lega aðskilið siamstvibura og tókst uppskurðurinn mjög vel. Er það I fyrsta sinn sem slikur uppskurður heppnast I Kina og talið að hann sé meðal þeirra árangursrikustu sinnar teg- undar fyrr og slðar. Eins og kunnugt er reyna * læknaroftast að aðskilja siams- tvibura, þar sem þeir hafa sjaldnast nokkra lifsmöguleika samvaxnir er þeir eldast. Margir slikir uppskurðir hafa mistekist eða i ljós komið að börninhafa ekki möguleika á að ná fullorðinsaldri hvort sem reynt er að aöskilja þau eða ekki. Þessir siamstviburar, sem Síams- tvíburar aðskildir r ~ i Kína eru stúlkur eins og flest sam- vaxin börn, fæddust i Shanghai nú i mars s.l. Þær voru sam- vaxnar frá nafla upp á bringu- bein og höfðu sameiginlega lifur. Aðgerðin var gerö i april og tók 4 klukkulima. Telpurnar voru mjög hætt komnar um tima undir uppskurðinum, en réttu við aftur og blóð- þrýstingurinn komst i rétt horf. Telpurnar sem heita Xu. Jinglian og Xu Jinghua, voru svo i góðu yfirlæti á sjúkrahús- inu fram i júni og döfnuðu vel. Nú eru þær komnar heim til for- eldra sinna og allt litur eðlilega út. Þær eiga væntanlega fram- undan hamingjusama æsku hjá foreldrum sinum i einu af út- hverfum Shanghai. Líbýumaðurinn Elmida sem fær að fara til heimalandsins þrátt fyrir fangelsisdóm til lífstíðar fyrir morð. Það fer ekki alltaf jafn hátt þeg- ar ríki hafa skipti á afbrota- mönnum sem virðist vera næsta algengt úti í hinum stóra heimi. Það sem er afbrot í einu landi reynist vera mikil dáð í öðru. Fyrir dyrum standa slík skipti á Bashir Elmida Líbýumanni í skiptum fyrir þrjá vestur-þýska bisnissmenn sem eru í haldi í Lí- býu. Elmida hafði skotið til bana landa sinn á götu í Þýskalandi, en viðskiptamcnnirnir höfðu hlotið dóm í Líbýu fyrir uppdiktaðar sakir að sögn vcstur-þýskra blaða. Húðhreinsun Hráar kartöflur voru mikið notaðar við húðhreinsun, annað- hvort með því að nudda húðina með hrárri flysjaðri kartöflu eða með því að drekka reglulcga úr þeim safann. Þetta átti einnig að geta læknað exem. Kreistið saf- ann úr kartöflunum og blandið hann með gulrótasafa til að hann verði eins lystugri. Drekkið eitt glas á dag. „Láti nú himinninn kartöflum rigna". W. Shakespeare Fræðiheiti: Solanum tuberosum Kartöflur tilheyra hinni stóru kartöfluætt (Solanaceae), sem er upprunnin á meginlandi Ame- ríku. Innan hennar eru margar tegundir, sumar ætar og aðrar banvænar. Meðal ættingja kart- öflunnar eru tómatar, eggaldin, paprika, æðiber og hin eitraða náttskuggajurt. Eitrið sólanín er í mismiklu magni í öllum plöntum ættarinnar. Hin venjulega, ræktaða kar- tafla er afkomandi villtu tegund- arinnar sem upprunnin er í Suður-Ameríku. Þar var hún fyrst ræktuð fyrir rúmum 2000 árum í Andesfjöllum. Talið er að bændur af Inka þjóðflokknum hafi leitað af láglendi sífellt ofar í fjöliin og hafi þá flutt kartöfluna með sér. Þróuðu þeir ný afbrigði, harðgerð og næstum frostþolin. Það eru kynbættir afkomendur þessara stofna sem ræktaðir eru enn í dag.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.