Þjóðviljinn - 08.09.1982, Side 7
Miðvikudagur 8. september 1982 ÞJÓDVILJINN — StÐA 7
Fundir um hönnun hafnar í Helguvík
Utanríkisráðherra gaf leyfi
/
segir Helgi Agústsson forstöðu-
maður ,,varnarmáladeildar”
— Ég var boðaöur af
,/varnarmáladeildinni" á
þennan fund, svo það er
lang eðlilegast að haft
verði samband við hana
um þetta mál# sagði Aðal-
steinn Júliusson vita- og
hafnarmálastjóri þegar
blm, innti hann eftir tíð-
indum af hönnun hafnar í
Helguvík.
Hclgi Agústsson forstöðumaður
„varnarmáladeildar” utanrikis-
ráðuneytisins sagði að rétt væri
að 31. ágúst sl. hefði verið haldinn
fundur i utanrikisráðuneytinu
með hönnuðum verksins, sem eru
bandariskir og islenskir og með
fulltrúum „varnarliðsins” en af
hálfu islenskra yfirvalda hefðu
þarna verið siglingamálastjóri,
vitamálastjóri og starfsmenn
ráðuneytisins. Þessi fundur hefði
verið um stöðu hönnunarinnar nú,
frumhugmyndir þeirra sem vinna
að málinu. Sagði Helgi að i þess-
Búið að
auglýsa starf
leiklistar-
stjóra
Þá hefur starf leiklistarstjóra
útvarpsins verið auglýst laust til
umsóknar, en staðan verður veitt
til 3ja ára. Nokkuð er siðan Klem-
ens Jónsson lét af störfum, en
siðan hefur Óskar Ingimarsson
gegnt starfi hans. Höfðu mörg
samtök leiklistarfólks skorað á
útvarpsstjóra að auglýsa starfið.
Aður hafa gegnt starfi leiklistar-
stjóra Þorsteinn O. Stephenssen
og Klemens Jónsson.
um mánuði væri vita- og hafnar-
málastofnun að kanna botnssýni i
Helguvik og yrðu niðurstöður
væntanlega kunnar i þessum
mánuði.
Þá var Helgi spuröur að þvi
hver hefði tekið ákvörðun um
þessa hönnun og þá um hvað?
— Það má segja að utanrikis-
ráðherra hafi samþykkt að þessi
hönnun fari af stað. Fram-
kvæmdir eru þvi á hönnunarstigi
nú. En það hefur ekki verið tekin
nein formleg ákvörðun um neina
teikningu eða þvi um likt. Það er
verið að vinna að frumhugmynd.
— Er hönnun miðuð við að i
Helguvik verði oliubirgðahöfn?
— Það er miðað við eldsneytis-
geymana þarna á berginu, en það
hefur ekki verið ákveðið enn
hvort þarna verði ráðist i bygg-
ingu hafnargarðs eða um viðlegu-
búnað verði að ræða. Sú ákvörðun
biður siðari tima.
— Á aðalskipulagi Keflavikur
sem nú hangir uppi er gert ráð
fyrir iðnaðarsvæði, þar sem áður
var gert ráð fyrir ibúðasvæði upp
af höfninni, veistu nokkuð hverju
það sætir?
— Eldsneytisgeymarnir eru al-
farið á „varnarsvæðinu”. A upp-
drætti til aðalskipulags er gert
ráð fyrir oliuleiðslu til sjávar ef
til þess kemur að annaðhvort
verði oliu dælt þarna upp eða að
gerðurverði þarna hafnargarður.
— Þannig að ekki er ljóst hvar
sjálfir oliugeymarnir yröu?
— Jú, það er alveg ljóst, þeir
verða á „varnarsvæðinu” noröan
við það svæði sem við létum til
Keflavikur á sinum tima.
— Er hönnunin miðuð við það
að uppaf höfninni verði iðnaðar-
svæði eða eitthvað annað?
— Hönnunin tekur ekki mið af
þvi hvort að þarna verði iðnaðar-
svæði eða ekki. Keflavikurbær
hefur i viðræðum viö okkur tjáö
sig fúsan til að heimila leiðsluna
þarna. Þeir verða auðvitaö að
svara til fyrir eigið skipulag,
Dönsk
málfræði
og verkefni
Út er komin á vegum IÐ-
UNNAR Dönsk málfræði og verk-
efnieftir Gizur t. Helgason kenn-
ara. I formálsorðum gerir höf-
undur m.a. svolátandi grein fyrir
bókinni: „Bók þessi ætti aö geta
hentað vel i niunda bekk grunn-
skóla, jafnt sem á framhalds-
skólastigi. í henni eru um 80 æf-
ingar og 40 stilar, auk sýnishorna
af prófstilum úr ýmsum fram-
haldsskólum. Með hæfilegri yfir-
ferð ætti hún að geta enst nem-
endum i sex annir”. Bókin er 152
bls.
GízurtHetgason
ogverkefni
fyrir framhaklsskóla og nfenekelð
KXJNN
Islensk
málfræði
IÐUNN hefur gefið út i nýrri út-
gáfu islenska málfræði eftir
Kristján Árnason, fyrri hluta.
Bókin hefur verið lagfærð og
endurskoðuð við þessa
prentun. —• Bók þessi kom út i
ársbyrjun 1980. Hún skiptist i þrjá
aðalkafla. 1 fyrsta kafla er fjallað
almennt um málfræði, i öörum
kafla er gerð grein fyrir setninga-
fræði. Þriðji kafli er stilfræði.
1 formála komst höfundur svo
að orði að þörf hafi veriö á nýrri
kennslubók i islenskri málfræði
bæði vegna þess að „aðstæður
hafa breyst i fræðiheimi málfræð-
innar, og þá ekki sfður i mennta-
kerfinu islenska, hvað varðar
Helgi Ágústsson. Utanrikisráö-
herra gaf fyrir sitt leyti leyfi til
hönnunar og framkvæmda, en um
þær er pólitiskur ágreiningur.
þetta er þeirra skipulagssvæði.
Þarna er ekki um „varnarsvæði”
að ræða og ég svara engu um
skipulagsmál Keflavikur
— Nú voru nefndir nokkrir að-
iljar sem vinna að hönnuninni, en
þar er enginn fulltrúi Kcflavíkur-
bæjar?
— Nei, það hefur verið tryggt
að hagsmunir Keflvikinga veröi
ekki fyrir borð bornir, að hags-
munir þeirra verði tryggðir,
þannig að hægt verði að þróa
höfnina á hagkvæman hátt og
vita- og hafnarmálastjóri og is-
lensku hönnuðirnir ásamt okkur
eru þeirra hagsmunaaðiljar og
eru i sambandi við Keflavikurbæ,
en menn þaðan tóku ekki þátt i
þessum fundi.
— Er Skipulag: rikisins
ekki með I þessu heldur?
— Skipulagsstjóri var ekki með
á þessum fundi, enda var ekki
verið að ræða skipulagsmál
svæðisins. A fundinum gerðist
ekki annað en það að hönnuðirnir
voru aö kynna islenskum stjórn-
völdum frumhugmyndir sinar um
hönnunarvinnuna.
— En hvað er þá um stöðu
málsins að öðru leyti, hvenær
verður valið á milli hugmynda,
eða ákveðið uin framtiðina?
— A næstu vikum og mánuðum
verður áfram unnið að hönnun og
ég á von á þvi aö næsti fundur
verði haldinn undir lok mánaðar-
ins.
— En hefur einhver formleg
ákvörðun verið tckin um hönnun
og framkvæmdir i Helguvik?
Norski uppeldisfræðingurinn
Borgny Rusten flytur i kvöld kl.
20.30 fyrirlestur í Norræna húsinu
um sérkennslu einhverfra og
félagslega þjónustu við foreldra
þeirra.
Hún er móðir einhverfs drengs,
auk þess að vera sérkennari og
uppeldisfræðingur. Hún var I
þeim hópi sem stofnaði i Noregi
landssamtök til stuðnings geð-
sjúkum börnum og var formaður
þeirra samtaka um 5 ára skeið.
— Utanrikisráðherra hefur
talið fyrir sitt leyti rétt að þarna
yrði úr framkvæmdum við Helgu-
vik en einsog þú veist er
pólitiskur ágreiningur um það
mál. Hann hefur gefið leyfi sitt til
hönnunar og framkvæmda og nú
er sem sagt verið að vinna i
hönnuninni. Hins vegar hefur
hann ekki tjáð sig um það hvort
þarna verði um að ræða hafnar-
garð eða löndun við bauju. Þaö er
ákvörðun sem þarf að koma siðar
eftir þvi sem tæknileg atriði leiða
i ljós.
— En af hálfu gagnaðilja?
Hefur komið fram beiöni eða
krafa uin annaðhvort hafnargarö
eöa bauju?
— Nei, það hefur ekkert slikt
komiö. Rannsóknirnar eiga aö
leiða i ljós hvað hagkvæmast er
að gera. — óg
(Gæsalappir utan um orð sem
byrja á „varnar-” eru blaðsins).
Þá hefur hún haft frumkvæði að
námskeiðum fyrir foreldra ein-
hverfra barna og sett á stofn
ásamt fleirum dvalarheimili fyrir
einhverfa. Hún lauk 1981 em-
bættisprófi I uppeldisfræöi af-
brigðilegra og er ritgerðin nú að
koma út i bókarformi i Noregi og
Englandi.
Hún mun heimsækja stofnanir
og skóla hér á landi og fara
noröur til Akureyrar.
Fyrirlestur í kvöld
Einhverf börn
HVER ER SKATTALEG
MEÐFERÐ VAXTA OG
VERÐBÓTA?
SVAR: Áöur fyrr mátti draga vexti f rá tekjum fyrir álagn-
ingu skatta. Gátu menn valið um aö draga frá
reiknaða vexti eöa greidda. Þegar vextirnir
hækkuöu vegna veröbólgunnar fór þessi frá-
dráttur aö skipta verulegu máli þannig aö þeir,
sem skulduöu mikiö, greiddu nær enga skatta.
Nú er þessum frádrætti þannig háttaö, aö menn
geta áfram dregið frá skatti greidda eöa reiknaöa
vexti, en einungis greiddar veröbætur, og þaö
bara af fasteignaveðskuldum til lengri tíma en
tveggja ára. Þó er heimilt að draga frá skatti alla
vexti og verðbætur fyrstu þrjú árin eftir íbúðakaup
eöa fyrstu sex árin eftir aö smíöi íbúöarhúsnæöis
er hafin. Hinsvegar nýtist skattafrádrátturinn ekki
nema fáum, þar sem menn mega hvort sem er
draga 10% af tekjum frá skatti.
Dæmi: Maður tók verðtryggt lán 31.12.1979
aö upphæö 3 milljónir gkr. til 25 ára. Fyrsta áriö
greiddi hann 750 nýkr. í vextir, 1200 í afborgun og
1.005 í verðbætur. Frá skatti gat hann hugsan-
lega dregiö 1.755 nýkr. Næsta ár greiðir hann
vexti 720, afborgun 1200 og veröbætur 2.393
nýkr. Frádráttur hugsanlega 3.113 nýkr. Á þessu
ári mun hann fyrirsjáanlega greiða vexti 770,
afborgun 1200 og verðbætur 4.650 nýkr. Frá-
dráttur hugsanlega 5.420 nýkr. Ofangreindar
tölur koma því aðeins til frádráttar tekjum, aö þær
ásamt öðrum frádrætti fari yfir 10% af tekjum.
Gróft reiknað geta menn notfært sér skattafrá-
drátt vegna vaxta og veröbóta af skuldum, sem
eru umfram árstekjur þeirra.
SAMBAND ALMENNRA
LÍFEYRISSJÓÐA
LANDSSAMBAND
LÍFEYRISSJÓÐA
4