Þjóðviljinn - 08.09.1982, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 08.09.1982, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 8. september 1982 Kristinn á Dröngum sjötugur í sóknarlýsingu Árnessóknar á Ströndum frá miöri síðustu öld segir að þar um slóðir hafi menn sér það helst til skemmtunar á löngum vetrarkvöldum að tala um mann- dáð hinna fornu íslendinga. Vart þarf að efa, að þar hefur margt ver- ið sagt frá Eiríki rauða, syni bóndans á Dröngum, og afrekum hans við landaleitan og byggingu Grænlands. Barnið sem vex úr grasi lærir sögur og sagnir hinna eldri, þótt bókakostur sé smár, og hin forna manndáð hleypir kappi í kinn og brýnir unga hugi. Þar á Ströndum norður var Númarímum Sigurðar Breiðfjörð einnig vel fagnað, en þær voru ort- ar á Grænlandi, nú fyrir 150 árum. Drangafólk og nágrannar þess taldi sig þekkja eitthvaö til Grænlands köldu kletta og þessara stúlkna á selskinnsbrókum sem Breiðfjörð kvað um. Eiríkur rauði hafði skoðað það allt áður. Samt voru mannaferðir svo sem engar milli Dranga og Brattahlíöar í 1000 ár. Eiríkur rauði og Þjóð- hildur lögðu upp árið 982 — Krist- inn og Anna fóru svo í sömu slóð nú í sumar, árið 1982. Drangafólk með þúsund ár á heröum. Svo er lífið í landinu undir lögmáli tímans, en þó hafið yfir lögmáliö. Nú er Kristinn sjötugur í dag og heíur heilsað Drangajökli á ný, kominn úr sinni réisu. — „Móður- jörð hvar maöur fæðist.." Sú var reyndar tíðin, að Siguröur Breið- fjörð kvaðst á við langalangömmu Kristins á Dröngum, hana Vatns- enda-Rósu, og héldu bæði gleði hátt á loft, á meðan var. Engan mann núlifandi veit ég líkari Rósu en Drangabónda. Þar eru augun, þar er brosið og seigla í herðunr. Hann er líka frá Rósu kominn í beinan kvenlegg, svo engin álit- amál eru uppi um ættfærsluna, og aðeins móðir, amma og langamma á milli. Óstaðfestar sagnir herma, að faðir Kristins hafi látið sína einu kú fyrir hljóðfæri gott, og þótti víst ekki búmannslegt. En þetta var fyrsta hljóðfærið þar í sveit fyrir utan þann ólma organleik sem of- viðrið heyr á Dröngum. Það var listrænt fólk og menningarlegt, sem stóð að Kristni. Nú hefur fækkað geldingum og gimbrarlömbum í grænum hlíðum norðan Drangaskarða. Þótt Krist- inn búi á tveimur jörðum, Dröng- um og Seljanesi hefur hann enga kindina alið hin síðari ár. Samt er hann prýðilega bjargálna, því æð- ardúnn og reki eru ekki lakari lífs- björg en rolla eða refur og áður fékkst líka nokkuð fyrir selskinnin. A vorin og fram eftir sumri situr Kristinn enn að Dröngum, þar sem bú hansstóöáöur allt. Síðsumars, á haustin og fram eftir vetri situr hann á Seljanesi, en nær jólum er hann kominn í hina fornu veiðistöð Bolungavík, ríki Þuríðar sundafyll- is. Þar dvelur Drangabóndi máske til góuloka, cn þegar farfuglarnir koma yfir höfin og fyrsta gróður- nálin rís úr moldinni í góðsveitum, þá er Kristinn fyrir löngu kominn norður. Þar er hans heima. Kristinn á Dröngum gerir ekki miklar kröfur til samfélagsins fyrir sjálfs sín hönd. Þó finnst honum dálítið hart að fá ekki nokkur hlöss af ofaníburði í óveginn frá Ingólfs- fjarðarbotni og norður að Selja- nesi, sem vart geturtalist jeppafær. Annars sér Kristinn um sig sjálfur, og enginn nefnir akveg að Dröng- um. En þött Kristinn geri litlar kröfur fyrir sjálfs sín hönd, þá brennur honurn í blóði krafan um réttlæti fyrir mannkynið, — og livar svo sem hinn kúgaöi rís up, þá er Kri- stinn þar, hugur Drangabóndans og hjarta. Baráttuglaður, en nrild- ur og kíminn vegna þúsund ára reynslu. Verður aldrei sigraður. Þar af hlaöinu á Dröngum sér um heim allan, holt og hæðir og höfin blá. Báðir urðu þeir heimsborgarar, Eiríkur rauði og Kristinn, hvor á sína vísu. Hann segist hafa verið fyrsti „hippinn" á íslandi þessi gamli veiðimaður, og hirðir lítt um ýmis veraldargæði. En hann á konuna sína hana Önnu Guöjónsdóttur úr Skjaldabjarnarvík og Þaraláturs- firði. Átta eiga þau synina, ef ég kann að telja, og finrm átti Anna dæturnar áður. Það er frítt lið og þau samvalin. Ég sá Kristin fyrst um þetta leyti árs fyrir 22 árum á Þingvallafundi, stofnfundi Samtaka hernámsand- stæðinga. Löngu seinna var ég svo lánsamur að eiga nótt á Dröngum og komast þar með Kristni í sela- far. Á Þingvallafundi var mann- fjöldi samankominn. Kapp hafði verið lagt á að tryggja kjör fulltrúa úr sem flestum héruðum og árang- ur góður í þeim efnum. Þó var engra fulltrúa vænst úr nyrstu byggðum á Ströndum né heldur úr Breiðafjarðareyjum. Seint gleym- ist sú stund, þegar í ljós kom að þrátt fyrir skipulagsskort af hálfu fundarboðenda voru engu að síður komnir um langvegu fulltrúar beggja þessara söguríku byggðar- laga, — sjálfkjörnir, án kvaðning- ar. Það var gott nrerki, og enginn fremur sjálfkjörinn á Þingvalla- fund en Kristinn á Dröngum, út- vörður lands og þjóðar. Hvað framtíðin geymir og hverju hún gleymir veit enginn, en mér segir svo hugur unr, að mynd Drangabóndans og manndáð muni lengi síðar bera við hún, þegar okk- ar gamla landi liggur lítið við. Þá er sigurs að vænta. Nú er minna um mannaferðir yfir Drangajökul. Viðarlestirnar sem áður héldu frá Dröngunr á jök- ulinn, — hestar og menn — þær sjást nú ekki lengur. En Hljóða- bunga viö Hrolleifsborg hefur ekki enn leikið sinn stríðasta söng og tunglið skín sem forðum á Meyjar- sel og Tröllkonugil. Það er mikil birta á haustdegi. Kristni Drangabónda Jónssyni- skal hér árnað heilla sjötugum. Þegar þeir Ingimundur prestur og bróðursonur hans, Guðmundur Arason, sem síðar var nefndur „hinn góði“ urðu skipreika á Ströndum forðum, er skip þeirra steytti á Þúfuboðunr undan Skjaldabjarnarvík, þá féll í hafið bókakista Ingimundar prests. „Þá þótti honum hart um höggva, því at þar var yndi hans, sem bækurnar váru.“... — „En fáum nóttunr síðar spurðist, að kistan var á land rekin at Dröngum heil og allt þat er í var, — ok helt ein hespa, en tvær váru af brotnar." Það er ósk mín, að svo sem bækur Ingimundar prests björguð- ust heilar á land að Dröngum, -— og hélt aðeins síðasta hespan — þannig megi einnig treysta síðustu hespunni nú í sókn og vörn fyrir öll þau þjóðarmálefni sem Kristinn á Dröngum ber heitast fyrir brjósti. Kjartan Ólafsson Blaðberar óskast í eftirtalin hverfi: í eftirtalin hverfi: Laugarnesvegur Háteigsvegur Norðurmýri Miðbær Álfhólsvegur-Fagrabrekka-Hlaðbrekka DJOÐVIIIINN sími 81333 Norrænn starfsmenntunarstyrkur Laus er til umsóknar styrkur ætlaður íslendingi til starfs- menntunarnáms í Svíþjóð skólaárið 1982 - 83. Fjárhæð styrksins er um s.kr. 8.500 miðað við styrk til heils skólaárs. - Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í mennta- málaráðuneytinu (Hverfisgötu 6, Í01 Reykjavík), og skulu umsóknir hafa borist þangað fyrir 18. þ.m. Menntamálaráðuneytið, 2. september 1982. Húsnæði óskast Búum við mjög erfiðar aðstæður og vantar tilfinnanlega eitt herbergi eða tveggja her- bergja íbúð. Erum barnlaust par. Oruggar greiðslur. Upplýsingar í síma 39187-eftir kl. 6 á kvöldin. Sinfónían og Kristján Jóhannsson í tónleika- Sinfónia eftir Mosart, óperufor- leikir, milliþáttaspil, ariur, islensk og itölsk lög og Vinarmús- ik — allt þetta og meira til verður á efnisskrá Sinfóniunnar, sem hún býður fram i nokkrum kaup- stöðum landsins á næstunni. Og söngvarinn verður aldeilis ekki af verra taginu: Kristján Jóhannsson tekur sig upp alla leið frá italiu og syngur með hljóm- sveitinni i þessari tónleikaferð. Kristján Jóhannsson er annars ráðinn hjá English National Opera og mun syngja I Grand Theater of Leeds i vetur, en það er nú verið að æfa Maddömu Fiðrildi (Madam Butterfly). Kristján kveðst einnig mundu koma til fslands um miðjan októ- ber og syngja fyrir höfuðborgar- búa sömu efnisskrána og nú er haldið með út á land, þannig að höfuðborgarbúar þurfa ekki að örvænta þótt hann syngi ekki fyrir þá núna. Þá kvað Kristján nokkurn veginn frágengið, að hann syngi á sviði Þjóðleik- hússins i april/mai næstkomandi. Sinfóniuhljómsveitin og Kristján Jóhannsson munu leika og syngja undir stjórn Páls P. Pálssonar á eftirtöldum 13 stöð- um og i þessari röð: Blönduósi, Sauðárkróki, Siglufirði, Olafs- firði, Akureyri, Húsavik, Skjól- brekku, Egilsstöðum, Eskifirði, Neskaupstað, Seyðisfirði, Höfn og Kirkjubæjarklaustri. Fyrstu tón- leikarnir veröa i dag 8. september á Blönduósi, og hinir siðustu 18. september á Kirkjubæjar- klaustri. ast ferð um landið Kristján Jóhannsson mun syngja með Sinfóniuhljómsveit Islands undir stjórn Páls P. Pálssonar 113kaupstööum næstu daga. (Ljósm. —gel—)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.