Þjóðviljinn - 14.09.1982, Side 7

Þjóðviljinn - 14.09.1982, Side 7
Þriðjudagur 14. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Einn af helstu foringjum PLO: Ætlum að efla baráttuna á hernumdu svæðunum Arafat hefur viðbjóð á hegðun arabískra leiðtoga Forystumenn PLO, Frelsis- samtaka Palestínumanna, telja, að sú staðreynd, að þeir gátu veitt ísraelsher viðnám í ellefu vikur hafi ráðið miklu um það, að Bandaríkjastjórn hefur í fyrsta sinn imprað á brottför ísraela af hernumdu svæðunum á Vesturbakka Jórdanár og í Gaza. Þeir gefa til kynna að næsti áfangi baráttu þeirra verði aukinn skæruhernaður einmitt á þessum svæðum. En þeir eru svartsýnir á sinnaskipti ísraelskra ráðamanna og mjög sárir stjórnum Arabaríkja fyrir að þær komu þeim ekki til hjálpar. Þetta kemur fram í athyglisveröu viðtali sem vestur-þýska blaðið Spiegel hefur átt við Abu Ijad, einn af staðgenglum Jassir Arafats og þann af forystumönnum PLO sem fer með „öryggismál byltingar- innar“. Vildu ekki trúa Abu Ijad segir, að þegar í febrú- ar hafi hann vitað um innrásará- form ísraelska hersins og hafi hann komið þeirri vitneskju áfram bæði til stjórna Arabaríkja og Sovétríkj- anna. Enginn hafi hinsvegar viljað trúa því að slík allsherjarinnrás væri yfirvofandi — í mesta lagi vildu t.d. Sovétmenn trúa því að ísraelar tækju einhverja smáspildu syðst í Líbanon. Málamiðlun? En, segir staðgengill Arafats, áætlun ísraelska herráðsins gekk ekki eftir. Þeir menn héldu að þeir myndu ná markmiði sínu á einni viku eða tveim, en í raun þurftu þeir ellefu vikur. Það er andspyrn- an í Beirut, segir Abu Ijad, sem hefur orðið til þess að Reagan Bandaríkjaforseti hefur breytt um tón. í fyrsta skipti heyrum við bandarískan forseta nefna palest- ínskt ríki á nafn, sem og að ísraelar yfirgefi Gaza og Vesturbakkann. Ég er ekki ánægður með tillögur Reagans (sem gerir ráð fyrir eins- konar sjálfstjórn Palestínumanna undir yfirstjórn Jórdaníu) — en það er ýmislegt jákvætt í þeim og við getum ekki hunsað þær. Áætlun Fahds Abu Ijad bætti því við, að hann væri reiðubúinn til að styðja friðar- áætlun þá sem kennd er við Fahd, konung Saudi-Arabíu, en hún gerir ráð fyrir stofnun Palestínuríkis og viðurkenningu á ísrael. Með því skilyrði fyrst að Bandaríkjamenn samþykki þessa áætlun. Hann kveðst fylgjandi hverri þeirri mál- amiðlun sem gerir ráð fyrir rétti Palestínumanna til ríkis. En mál- amiðlun sem slíkum áformum fylgi geti hann ekki játast undir fyrr en Palestínumenn hafa fengið sinn rétt tryggðap. Abu Ijad og Arafat: ef Arabaríkin ættu ekki lakari foringja en við... Þessi leiðtogi Palestínumanna er hinsvegar ekki bjartsýnn á það, að ísraelar séu að sínu leyti reiðubúnir til þeirrar málamiðlunar, sem geti tryggt friðsamlega sambúð þjóð- anna. Vegna þess að svotil allir ís- raelskir stjórnmálaforingjar séu litlu betri en Sjaron og Begín. Tók hann sérstaklega dæmi af foringja stjórnarandstöðunnar, Simon Per- es, leiðtoga Verkamannaflokksins. Beirut en ekki til arabískrar höfuð- borgar? Svar: Vegna þess að hann hefur fengið svo mikinn viðbjóð á hegð- un Araba að hann hefur enga löngun til að heimsækja arabíska höfuðborg. áb endursagði. Varðstöð í Beirút: vörnin hefur fengið Reagan til að breyta um tón... Skæruhernaður Abu Ijad sagði ennfremur, að Palestínumenn þyrftu ekki á her- bækistöðvum að halda í grann- löndum ísraels til að geta háð vopnaða baráttu. Þeir mundu ekki heldur efna til hermdarverka í Evr- ópu. „Við höfum ákveðið,“ sagði hann, ',,að efla vopnaða baráttu á hernumdu svæðunum. Framtíðin mun innan skamms leiða í ljós hvað ég á við með því.“ Rússar Abu Ijad var að því spurður hvers vegna Sovétmenn hefðu ekki komið til hjálpar Palestínu- mönnum — þeir hefðu t.d. skipt sér mjög af Súesstríðinu 1956. Hann svaraði því til, að Rússar hefðu verið reiðubúnir að koma til skjalanna hefði eitthvert arabískt ríki beðið þá um þá, eða með öðr- um orðum Sýrland. En Sýrlending- ar vildu ekki biðja um aðstoð. Beiskja Það kom fram í viðtalinu, að for- ingjar Palestínumanna eru fullir beiskju út í stjórnvöld flestra Ar- abaríkja. Abu Ijad spurði hvers- vegna Sýrlendingar hefðu ekki bar- ist, hvers vegna Gaddafi og Alsír- menn hefðu ekki staðið við stóru orðin, hvers vegna Saudi-Arabía hefði ekki gripið til olíuvopnsins. „Frá fyrstu viku innrásarinnar sungu allar arabískar sjónvarps- stöðvar og blöð einn og sama söng: brottför Palestínumanna frá Beir- út. Þau sögðu ekki orð um hetju- lega andspyrnu okkar. Ef að Ár- abaríkin hefðu leiðtoga á borð við þá sem PLO hefur, þá hefði ekki komið til undanhaldsins frá Beir- ut.“ Við samþykktum undanhaldið ifrá borginni, segir Abu Ijad, vegna jþess að vinir okkar í Líbanon báðu okkur um að hlífa konum, börnum og öldungum við blóðbaði orustu itil síðasta manns. Viðtalinu lýkur á þessum orðum: Spiegel spyr: Hvers vegna fór ,Arafat fyrst til Grikklands frá FM FEYRIS SJOÐUM HVAÐ ÞÝÐIR VEÐLEYFI? SVAR: Oft kemur fyrir að lántakandi á ekki full- ’ nægjandi veð fyrir þeirri lánsupphæð, sem hann ætlar að taka að láni. En Iífeyrissjóðirnir veita lán fyrir allt að 50% af brunabótamati íbúðar. Þá er málið yfirleitt leyst þannig að lántakandi fær „lánað“ veð hjá ættingjum eða kunningjum. (því felst, að standi lántakandi ekki í skilum getur líf- eyrissjóðurinn gengið að veðinu og boðið það upp, ef ekki tekst að ná greiðslu á annan hátt. Sá sem veðleyfið veitir, verður því að bera mikið trausttil þess, sem veðið fær lánað. Þeirsemlána veð í íbúðum sínum, verða að gera sér það fullljóst, að þeir eru hugsanlega að afsala sér hluta af eigninni og þeir verða að vera við því búnir að þurfa að greiða af láninu sjálfir. Slíkt kemur fyrir. Því verður að árétta: „Varúð við veð- leyfi". Sömu sögu er að segja þegar fólk í sambúð er að byggja eða kauþa íbúð saman. Þá er mjög mikilvægt að fólk gangi tryggilega frá lagalegri hlið málanna, því að sambúðin getur rofnað og oft er um miklar fjárhæðir að ræða. Sá sem er skrif- aður fyrir eigninni stendur þá venjulega með pálmapn í höndunum og hinn aðilinn gæti tapaö öllu sínu. Spurningarnar og svörin, sem birst hafa í undangegnum auglýsingum, hafa verið gefnar út ( bæklingi, sem liggur frammi hjá lífeyrissjóðum og ýmsum lánastofnunum. SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA LANDSSAMBAND LÍFEYRISSJÓÐA 4

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.