Þjóðviljinn - 05.10.1982, Síða 5

Þjóðviljinn - 05.10.1982, Síða 5
Þriðjudagur 5. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Sinfóníuhljómsveit Islands Ymsar nýjungar eru í undirbúmngi Brynja Benediktsdóttir, höfundur og leikstjóri, Sigurður Rúnar, höfund- ur tónlistar, Margrét Ákadóttir, álfkona, Árni Blandon, Gosi, og Brynjólf- ur Bjarnason, framkvæmdastjóri AB, sem gefur bókina út. í júlí sl. tók til starfa ný stjórn, sem fer með málefni Sin- fóníuhljómsveitar íslands í sainræmi við nýsett lög um hljómsveitina. Samkvæmt þeim lögum er hljómsveitin nú sjálf- stæð stofnun, með sjálfstæðan fjárhag og lýtur sérstakri stjórn. - Það er þýðingarmikið fyrir hljómsveitina, að þessi iög skuli nú hafa verið samþykkt, sagði Hákon Sigurgrímsson stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitarinnar á fundi fréttamanna og stjórnarinnar laust fyrir síðustu helgi. - Þau eiga að skapa hljómsveitinni mun traustari grunn en áður og möguleika til stærri átaka. Meðal annars hefur hljómsveitin nú getað leigt sér nýtt heimili, sem ætti að geta orðið til stórra bóta þótt síst skuli vanþakk- að það athvarf, sem hljómsveitin hefur átt hjá Ríkisútvarpinu. Núverandi stjórn Sinfóníu- hljómsveitarinnar skipa: Hákon Sigurgrímsson, formaður, skipað- ur af menntamálaráðherra, Haukur Helgason, hagfræðingur, frá fjármálaráðuneytinu, Jón Þór- arinsson, tónskáld, frá Reykjavík- urborg, Guðmundur Jónsson, söngvari, frá Ríkisútvarpinu og Gunnar Egilson, klarinettu- leikari, frá starfsmönnum hljóm- sveitarinnar. Framkvæmdastjóri er Sigurður Björnsson. Verkefna- valsnefnd skipa: Jón Stefánsson, söngstjóri, formaður, Jean Pierre Jacquillat, Guðný Guðmundsdótt- ir, Einar Jóhannesson, Hjálmar Ragnarsson, Jón Örn Marinósson og Páll Ásmundsson. Þegar nýja stjórnin og verkefna- valsnefndin tóku til starfa var þeg- ar búið að skipuleggja áskriftartón- leikana fyrir þetta starfsár. Aðal- hljómsveitarstjóri í vetur verður Jean-Pierre Jacquillat og mun hann stjórna 10 tónleikum, Páll P. Pálsson stjórnar tvennum og Guð- mundur Emilsson, Leif Segerstam, Klauspeter Seibel og Nicolas Brait- hwaite einum tónleikum hver. Inn- lendir einleikarar verða: Lárus Sveinsson, Edda Erlendsdóttir, Sigurður I. Snorrason, Rut Ingólfs- dóttir, Guðný Guðmundsdóttir og Stefnt að því að gefa semflestum kostáað njóta vandaðrar tónlistar Sigríður Vilhjálmsdóttir, en er- lendu einleikararnir verða píanó- leikararnir Peter Honohoe Eugen List, Philip Jenkins og Gabríel Tacchino, Konstantin Kulka fiðlu- leikari, sellóleikararnir Gisela Depkat og Nina Flyer, trompet- leikarinn vestur-íslenski Rolf Smedvig og einsöngvarinn David Rendall. Ennfremur mun Söng- sveitin Filharmonía syngja á einum tónleikum og taka þátt í konsert- flutningi óperunnar Tosca, þar sem með aðalhlutverk fara m.a. Sieg- linde Kahman og Kristján Jó- hannsson. Fyrirhugaðar eru þrjár uppfærslur á verkinu í Reykjavík. Fyrir nýju stjórninni lá það verk- efni m.a. að gera starfsáætlun fyrir hljómsveitina á nýbyrjuðu starfs- ári, kanna möguleika á nýjungum í tónleikahaldi, sem miði að því að hljómsveitin nái til stærri hlustend- ahóps, skipulegja tónleikaferðir, skólatónleika og ýmsa þætti aðra í starfi hljómsveitarinnar. Ósjaldan verður þess misskilnings vart að eina verkefnið, sem hljómsveitin annist, sé að leika á 16 áskriftartón- leikum í Háskólabíói, en því fer víðs fjarri að svo fé. Auk áskriftart- ónleikanna eru í vetur fyrirhugaðir fjölskyldutónleikar, kammertón- leikar, tónleikaferðir út um land, framhaldsskólatónleikar, ' heim- sóknir í grunnskóla, sjúkrahús, ell- iheimili og vinnustaði, svo sem frekast verður við komið. Til tals hefur komið að opna æfingar þann- ig að fólk geti komið og fylgst með því, hvernig æfingar fara fram. Fyrstu skólatónleikarnir verða 26., 27., 28. og 29. okt., alls 8 tónleikar eða tvennir á dag. Starfsárið hófst með ferð hljóm- sveitarinnar um Norður- og Austurland, fyrri hluta septemb- ermánaðar. I þeirri ferð hélt hljómsveitin 13 tónleika á 11 dög- um við meiri hrifningu og betri að- sókn en nokkru sinni fyrr. Alls mun tala hljómleikagesta hafa far- ið vel yfir 3 þús. í þessari ferð. Ala ráðamenn hljómsveitarinnar með sér þá von að þessi vel heppnaða ferð megi verða upptaktur að ánægjulegu starfsári fyrir tónlistar- unnendur jafnt sem hljómsveitina sjálfa. Fyrstu áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitarinnar á þessu starfsári verða fimmtudaginn 7. okt. n.k. Síðan 21. okt., 4. nóv., 18. nóv., 2. des., 6. jan.,20. jan. og 3. febr. Stjórnandi á fjórurn fyrstu tónleikunum verður Jean-Pierre Jacquillat, sá er vann Tsjækovskí- keppnina í Moskvu í sumar. Ein- leikari á tónleikunum 7. okt. verð- ur píanistinn Peter Donohoe og er ærið önnum káfinn, eins og slíkir menn raunar gjarnan eru, þvf 6. okt. leikur hann í London, þann 7. á íslandi og 8. í Antverpen. Verk- efni: Pfanókonsert nr. 1 og Sin- fónía nr. 6. Aðrir tónleikar verða svo kynntir í tæka tíð. Fastir áskrifendur að tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar voru 513 í fyrra en eru nú orðnir 600 og fjölgar stöðugt. Aðgöngumiðar í lausasölu eru í Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg 2, Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18 og í Háskólabíói alla tónleikadaga eftir kl. 19. - mhg. „Gosi” á bók-og á Það er orðið alllangt síðan ís- lenskt barnaleikrit hefur komið út á prenti, en nú hefur verið bætt úr því og það myndarlega. Almenna bókafélagið er nú að gefa út leikrit Brynju Benediktsdóttur, „Gosa” og jafnframt gefur Studíó Stemma út plötu með öllum söngvum úr sýningunni. I fyrra gaf Almenna bókafélagið út leikritið „Dags hríðar spor” og sagði Brynjólfur Bjarnason hjá AB á blaðamannafundi að það hefði glögglega komið í ljós að talsverð- ur markaður væri fyrir leikrit, en á báðum þessum tilvikum eru sviðs- leiðbeiningar og annað með leiktextanum, auk fjölda mynda. Brynja Benediktsdóttir leikstjóri og höfundur sagði ennfremur að hún vonaðist til að krakkar í skólum og áhugaleikfélög, gætu nýtt sér bókina því miklir mögu- leikar eru á að leika atriði úr leikritinu, þótt ekki sé mikill tækni- útbúnaður fyrir hendi. Þá er ekki lakara að hafa plötuna og söngtext- ana við höndina, en tónlistin er plötu, í fjölimiim mjög fjölbreytt og skenrmtileg. Þau Brynja og Sigurður Rúnar, sem semur og útsetur tónlistina, sögðu á blaðamannafundinum að samvinna þeirra hefði hafist fyrir mörgum árum, er þau unnu saman að uppsetningu „Hársins”. Síðan hafa þau unnið mörg verk í sam- einingu, þar sem Brynja hefur séð um leikstjórn, en Sigurður um tón- list. Hlutverkin í Gosa eru öll samin fyrir ákveðna leikara og lögin sömuleiðis. Gosi hefur verið tekinn upp aftur í Þjóðleikhúsinu og var fyrsta sýning nú um helgina. Sú breyting er þó orðin að Gísli Rúnar fer með hlutverk leikhús- stjórans vonda í stað Flosa Ólafs- sonar, sem er í starfsleyfi. Ekki er gert ráð fyrir að margar sýningar verði á leikritinu í Þjóð- leikhúsinu núna, en í fyrra var verkið sýnt alls 40 sinnum. Önnur sýning verður um næstu helgi, en þeir sem vilja kynnast spýtukarlin- um Gosa enn betur ættu að ná sér í plötuna eða bókina. „Siðferðilegur grundvöllur Israelsríkis er brostinn ” „Hernaðarstefna Begins er raunverulegur fasismi” Hvaöa „gyöingahatari“ lætur hafa slík orð eftir sér? Enginn annar en gyðingurinn Bruno Kreisky, kanslari Austurríkis, og það áður en fjöldamorðin í Beirút áttu sér stað. Hér er því ekki um einhverja óyfirvegaða yfirlýsingu í kjolfar slíkra voðaatburða að ræða. Hvernig er komið fyrir Þjóð- viljanum, þegar Árni Bergmann, einn afritstjórum blaðsins, sérsig tilknúinn, ekki einungis að hnýta athugasemd við þá mynd af Hitl- er og Begin, sem birtist með grein í Þjóðviljanum 28. sept. s.l., þar sem á ljósan hátt er rakið hvaða fjármálaöfl standa að baki ísra- elsríki, heldur telur Árni greini- lega svo mikið við liggja að kveða slíka „villukenningu“ niður að hann ritar daginn eftir í Þjóðvilj- ann rúmlega hálfsíðu grein, þar sem hann með mikilli vandlæt- ingu .ásakar ungmennin, sem greinina rita, um hinn „versta smekk“ að leyfa sér þá ósvinnu að sýna fasistanna Hitler og Beg- in hlið við hlið. í grein Árna er sú slóttuga leið farin að viðurkenna að allt sé raunar satt og rétt, sem í greininni stendur um fjármagns- streymi til ísrael. En þetta sé bara ekkert betra annars staðar! Síðar er minnst á „glötuð tækifæri“ ís- lendinga til að leggja sitt lóð á vogarskálina til að refsa þeim ríkisstjórnum, sem sekar gerast um óhæfuverk. Þannig er málinu almennt drepið á dreif. Ekki sé vogandi að líkja slíkum ríkis- stjórnum við fasisma, þar sem það geti orðið til álitsauka gengnum fasistastjórnum! Og að lokum rúsínan í pylsuendanum: Að aðgerðir gegn n'kisstjórn ísra- els, t.d. stjórnmálaslit, bæru keim af gyðingafjandskap, sem leynist í kristinni menningu! Þetta síðasttalda tekur Kreisky einmitt fyrir í viðtali, sem við hann var haft í stórblaðinu The Guardian og þaðan sem ofan- skráð upphafsummæli eru eftir honum höfð. Kreisky segir m.a.: „Ég er gyðingur og andstæð- ingur zionisma. Ég trúi ekki á þessa þjóðernisstefnu. Égget hitt Arafat að máli, þótt Ted Heath eða Mitterrand geti það ekki. Þeir yrðu strax sakaðir um gyð- ingahatur. Gyðingar sjá gyðing- ahatara í hverju horni. Enginn getur sakað mig um neitt slíkt. Nánustu ættingjar rnínir féllu fyrir böðlum Hitlers. Þeim var út- rýmt“. Og að lokum sgir Kreisky um Begin: „Hálf-fasisti er sá maður, sem trúir á leiðir sem eru ólýðræðislegar, sem trúir á styrj- Sveinn Aðalsteinsson: Hvernig er komið fyrir Þjóðviljanum? aldir og á kynþáttaaðskilnað.Pal- estínumenn í ísrael eru aðskilinn kynþáttur. Þeir hafa nánast engin réttindi, hvorki efnahagsleg né stjórnmálaleg og yfir þeim drott- nar ísraelsher. Nú eru ísraels- menn í stríði. Það er það eina sem þeir geta gert. Þeir vilja ekki setj- ast á friðarstól og semja við Pal- estínumenn. Þetta er fasistisk af- staða, ég hika ekki við að kalla hana því nafni. Þetta er raunver- ulegur fasismi, fasismi er ekki aðeins Hitler gegn gyðingum, fasismi er ofbeldisverknaður.“ Hér þarf í sjálfu sér engu við að bæta, - nema ef vera kynni ein- hverri hallærislegri athugasemd frá ritstjóra Þjóðviljans. Ogþó, - undirritaður, gamall stuðnings- maður Þjóðviljans, verður að segja, að skrif Þjóðviljans um alþjóðamál á síðustu árunr, hafa valdið honum vaxandi vonbrigð- um. Á árum áður var almennt viðurkennt, að þeir menn sem gerst fylgdust með alþjöðamálum skrifuðu í Þjóðviljann. Nú virðist hinsvegar svo rnikil einangrunar- stefna ríkjandi hjá ráðamönnum Þjóðviljans, að hrein hending er að sjá sæmilega grein um erlend málefni þar. Tilvitnanir í fyrr- nefnda Guardian grein eru tekn- ar úr dagblaðinu Tímanum frá 26. sept. sl. (með góðfúslegu leyfi ritstjóra), en í því blaði má oft sjá erlendar greinar og fréttaskýring- ar, sem tæplega fengjust birtar í Þjóðviljanum. Sveinn Aðalsteinsson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.