Þjóðviljinn - 14.10.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.10.1982, Blaðsíða 2
». 2 StJ>A — ÞJÓÐVILJINN .Fimmtudagur 14. október 1982 Plat- ráðstefna 80% voru mjög ánægöir I Bandaríkjunum gerðist það fyrir skömmu, að maður ákvað að halda ráðstefnu, eftir því sem lesa má f nýlcgu fréttablaði Eimskipafélagsins. Tilgangurinn með áðurnefndu ráðstefnuhaldi, var sá að sanna, að flestir sæktu ráðstefnur í von um að skemmta sér á kostnað fyrirtækisins og lærðu lítið sem ekkert. Nokkrir ræðumenn voru fengnir, sem dreifðu ræðum sín- um á ráðstefnunni, en þær voru samansettar af alls kyns flóknum tækniorðum, sem yfirleitt voru óskiljanleg. Oröin virtust þó mynda heillegar setningar, sem í raun voru tóm endaleysa. Maðurinn þóttist hafa sannað mál sitt. Ráðstefnan var vel sótt, þrátt fyrir hátt ráðstefnugjald. Að henni lokinni, var haldin skoðanakönnun, og kom í ljós að 80% ráðstefnugesta fannst ráð- stefnan hafa verið gagnleg. , Aðeins 20% voru ekki ánægðir. • • Orstutt þing? Sérfræðingar í íslenskri pólitík,, halda því nú fram að Alþingi' sem sett var sl. mánudag muni vart sitja lengur en eiria eða í mesta lagi tvær vikur. Ástæðari er ekki sú að bráðabirgðalögin falli á jöfnum atkvæðum í neðri deild, eins og margir spá, heldur hitt að Jón Baldvin Hannibalsson er kominn á þing. Reynslan hefur sýnt að Jón Baldvin situr aldrei nema örstutt á þingi og þar sem hann er nú ekki lengur varaþing- maður, heldur arftaki Benedikts Gröndals, spá menn þingrofi innan skamms tíma. Jón Oddur og Jón Bjarni sýndir víða um heim Bræður á ferð Vegna þess hve myndin um þá óstýrilátu bræður, Jón Odd og Jón Bjarna hefur þegar vakið mikla athygli þar sem hún hefur verið sýnd á erlendri grund, er fyrirséð að senda verður öll þau eintök sem til eru af myndinni til sýninga víða um heim. Af þessum sökum verða síðustu sýningar á myndinni hérlendis nú næstu helgar í bráð, að sögn kvikmynd- astjórans og leikstjórans Þráins Bertelssonar. Þráinn er nýlega kominn heim frá Finnlandi þar sem hann hafði þá bræður í fórum sínum og sýndi viðstöddum á 4. norrænu barna- og unglingamyndahátíðinni sem fram fór í Hanasaari. Myndin hlaut bestu viðtökur áhorfenda og hefur hún þegar verið pöntuð til sýningar í finnska sjónvarpinu. Þessa dagana er verið að sýna þá bræður og prakkarastrik þeirra á fyrstu alþjóða kvik- myndahátíðinni í Vancouver í Kanada. Þá hefur CBS sjón- varpsstöðin óskað eftir að fá myndina á sölusýningu sem verð- ur í New York síðar í þessum mánuði. Það er því ljóst að þeir félagar Jón Oddur og Jón Bjarni hafa farið víða að undanförnu og eiga vonandi eftir að fara enn víðar sem íslenskir sendimenn. Hvernig f ósköpunum stendur á því að ekki er hægt að friða manneskjur rétt eins og örninn? Visindi á íslandi 1 eldgos á 2 árum Á árunum 1980—1981 urðu sjö eldgos í landinu, fimm á Kröflu- svæðjnu og tvö í Heklu. Frá öll- um þessum eldgosum hefur verið safnað undirstöðuupplýsingum, eins og tímasetningum frá gos- byrjun, goslokum og breytingum á hegðun og virkni: hraun hafa verið kortlögð og sýnum safnað af hinum ýmsu hraunum og gos- efnum. Rannsóknir á þessum sýnum eru komnar nokkuð áleiðis en mikið óunnið. Rann- sóknum á eldri jarðmyndunum á Kröflusvæðinu var haldið áfram enda er vonast til að slíkt muni auðvelda túlkun á því sem nú er að gerast. Kampakátir bændur Kampavínsbændur í Frakk- landi eru kampakátir um þessar mundir. Sérlega hagstætt sumar hefur gefið af sér metuppskeru, þannig að kampavínsframleiðsl- an í ár gæti orðið ferföld á við það sem hún varð í fyrra. Síðustu þrjú ár hafa verið frön- skum vínbændum með eindæm- um erfið, en uppskera haustsins í ár nægir samkvæmt fréttum til þess að framleiða 350 miljón flöskur af kampavíni. Bændur verða hins vegar að sækja um það til ríkisins, hversu mikið þeir mega framleiða, og eru þau vín- ber, sem eru umfram fram- leiðsluþak stjórnvalda, notuð til þess að framleiða brennd vín, hreint alkóhól eða vínedik. Nixon minjadeildin gengur illa Fyrir nokkrum árum var sett á stofn sérstök deild í sögusafninu í San Clemente í Kaliforníu sem var helguð Richard M. Nixon fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Meðal þeirra hluta sem til sýnis eru í Nixon-deildinni er mynd af þeim fyrrnefnda með keisaran- um heitnum af íran, flaska af kín- versku hrísgrjónavíni (gjöf frá Pekingheimsókninni), og ösku- bakki úr Hvíta húsinu, minja-gripur frá fyrrverandi starfsvettvangi. Því miður hafa þessir merki- legu minjagripir ekki Iaðað og aðra áhorfendur að safninu, og því hefur safn- stjórnin ákveðið að hafa safnið aðeins opið tvo daga í viku í stað 7 áður. Það má kannski bæta því við þessa sögu, að hún er tekin úr sovésku tímariti, ef einhver er að velta vöngum yfir kínverska hrísgrjónavíninu. Maiur ver^ur cú ■íaIco. orlcLxSp«r»<Ú-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.