Þjóðviljinn - 14.10.1982, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 14. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
Spurt var um augnlækna,
fjölmiðla, herstöðvar o.fl.
Videó, útvarpið og
staðan á Alþingi
Öll
fjölmiðlun
hér verði
eitt
allsherjar
Morgunblað
Svavar
Gestsson
formaður
Alþýðubanda-
lagsins
á beinni
línu
Þjóðviljans
Björn Sigvaldason
Bergþórugötu 8
Reykjavík, spyr:
Hvernig stendur á því að þetta
Vídeósón er látið brjóta lög óhindr-
að, þrátt fyrir nefndir og ráð?
Svavar: Því er til að svara að við
höfum ekki yfir þessu að ráða,
heldur er það menntamálaráð-
herra sem hefur kosið að fara sínar
leiðir með þetta. Hann setti á-
kveðna nefnd í að vinna að þessum
málum, sem hefur síðan skilað sín-
um tillögum sem þú þekkir sjálf-
sagt.
Ég get ekki neitað því, að ég hef
haft miklar áhyggjur út af þessari
þróun vegna þess að hún ýtir undir
það að peningaöflin í landinu ráði
hér algjörlega skoðanamynduninni
og allri fjölmiðlun. Og mér hef-
ur sýnst að þetta gæti verið byrjun-
in á slíku, því að það erengin tilvilj-
un, að það er síðdegisblaðið sem
kemur út í tugþúsundaupplagi sem
mér skilst að eigi þetta fyrirtæki, í
það minnsta sömu menn.
Hitt er svo annað mál, að tækn-
inni fleygir ört fram í þessum grein-
um eins og þú hefur heyrt. Auðvit-
að spillir það fyrir útvarpinu og
auðvitað hefðu menn átt að taka
miklu myndarlegar á fjárhagsmál-
um ríkisútvarpsins og byggja það
þannig að það gæti þjónað lands-
mönnum eins og greinilega er eftir-
spurn eftir.
Það er mikið til í því sem sagt var
í erindi Helga Péturssonar sem að
varð frægt í útvarpinu á dögunum,
og mjög gott erindi, að það væri í
raun og veru á ábyrgð stjórnvalda
að þessi þörf fyrjr einkarekstur
væri kominn upp. En það er ekki of
seint fyrir stjórnvöld að taka við sér
og taka á í þessum efnum og ég
held að þau eigi að gera það áður
en öllu er sleppt lausu.
Það er hætt við því að ella yrði
fjölmiðlunin í landinu eitt allsherj-
ar Morgunblað og það er ekki neitt
til að keppa að.
Hvernig er þetta með ástandið í
stjórnmálunum. Minnihlutinn á
þingi er að reyna að fella meirihlut-
ann en getur ekkert gert sjálfur.
Hvað verður úr þessu?
*
Svavar: Það sem er að gerast í
þinginu, er auðvitað að minni-
hlutinn erað reyna að króa meiri-
hlutann af. Við erum þó þrátt fyrir
allt 31 en þeir 29, en'þeir virðast
ætla að beita sér fyrir því að það
komi upp í þinginu pólitísk sjálf-
helda, og þá náttúrlega getum við
ekki stjórnað. Þá er spurningin
hvort að menn eru tilbúnir til að
leita til þjóðarinnar. Við höfum
bent á þá leið eins og fleiri að t.d.
forsætisráðherra frekar en ríkis-
stjórnin segði af sér. Hún hefði
samt sem áður þingmeirihluta í
sjálfu sér þótt minnihlutinn hefði
gert henni ókleift að stjórna.
Herstöðvamálið og flugstöð
á Keflavíkurflugvelli
Mismunun vegna sérsköttunar Itjóna
Ekki sami skattur
á sömu upphæðina
Sigurður Magnússon
Grýtubakka 18, spyr:
Mér finnst svolítið óréttlátt, að
þegar ég vinn einn fyrir tekjum fjöl-
skyldunnar, þá þarf ég að borga
meiri skatta, en sá sem lætur kon-
una sína vinna fyrir tekjum líka. Er
þetta raunhæft og rétt?
Svavar: Ég vil kannski ekki setja
þetta þannig upp að menn láti kon-
ur sínar vinna fyrir tekjunum líka,
og þú örugglega ekki heldur. En ég
skil þetta viðhorf mjög vel, og þessi
staðreynd kom upp eftir að tekin
var upp sérsköttun hjóna. Alger
sérsköttun og hjón voru aðskilin
fjárhagslega. Áður fengu konur
50% frádregið af sínum tekjum.
Nýjustu áformin í
Pentagon eru hrikaleg
En svona kom þetta út og kannski
hafa menn tekið óþarflega stórt
skref í fyrstu.Þetta mál hefur ekki
verið rætt sérstaklega í þingflokki
Alþýðubandalagsins. Hins vegar
verðum við að muna eftir þeim
jafnréttissjónarmiðum sem lágu á
bak við að sérsköttun var tekin upp
á sínum tíma, og megum ekki setja
konur á framfæri karla með þeim
hætti sem áður var í skattalögum
hér.
Hins vegar er rétt að fara þarf
öðruvísi í þessi mál, því þarna er
ekki verið að leggja sama skatt á
sömu upphæðina eftir því hvernig
unnið er fyrir henni og mér finnst
að taka eigi tillit til slíks, en ég hef
ekki séð formúluna ennþá.
Emil Bóasson
Snekkjuvogi 5, spyr:
1) Er Alþýðubandalagið búið að
missa áhugann á herstöðvamálinu?
Svavar: Svarið er nei. Og ég get
rökstutt það með ýmsum hætti. Ég
heW t.d. að afstaða okkar hafi
komið mjög skýrt fram í flugstöðv-
armálinu og oftar þegar rætt hefur
verið um utanríkismál. Vandinn
hefur hins vegar verið sá, að við
höfum ekki verið nema 11 á
Alþingi og fjöldahreyfingin hefur
ekki verið nógu öflug til að knýja
þetta mál fram þannig að aðrir
stjórnmálaflokkar taki við sér. Það
er vandinn í málinu. Hins vegar
leggjum við að sjálfsögðu áherslu á
þetta mál og enn meiri nú en
kannski áður vegna þeirrar stór-
felldu hættu sem lslendingum eins
og öðrum stafar af vígbúnaðar-
kapphlaupi stórveldanna. Það sem
okkur þykir kannski hrikalegast
um þessar mundir, eru nýjustu á-
formin í Pentagon, um útvíkkun
hernámsins á Islandi. Og það er
einmitt táknrænt að þar skuli verða
til áætlanir um örlög íslendinga og
tilveru, en ekki hér.
2) Um helgina var landsráðstefna
herstöðvaandstæðinga og þar sá ég
engan af félögum úr þingflokki AI-
þýðubandalagsins. Þess vegna fór
ég að efast, gefur það cinhvcrja
bcndingu?
Svavar: Það er alveg óþarfi að ef-
ast. Það segir í raun ekkert um Al-
þýðubandalagið þó svo hafi verið,
Alþýðubandalagið hefur sína
stefnu í þessum málum sem hefur
verið fsland úr NATÓ, herinn
burt, og hún er í fullu gildi, en það
getur verið að það taki tíma að ná
því marki, en við ætlum að ná því.
3) Er Alþýðubandalagið að undir-
búa stofnun „Friðarhreyfingar“
sem væri tilbúin að gleyma kjöror-
ðinu: ísland úr NATÓ-herinn
burt?
Svavar: Alþýðubandalagið
leggur náttúrlega alveg höfuðá-
herslu á þessi kjörorð. Hins vegar
er ljóst að það er fjöldinn allut,
þúsundir fslendinga sem er tilbú-
inn að samfylkja með Alþýðu-
bandalaginu um önnur markmið í
þessu efni. Markmið eins og t.d. að
berjast fyrir kjarnorkulausri land-
helgi, svo ég nefni dæmi, og við
erum að sjálfsögðu reiðubúnir að
taka þátt í hverskonar samfylking-
arstarfi í þessum efnum. En menn
mega ekki gleyma því, að þótt við
gerum samkomulag við aðra aðila
um einhver ákveðin markmið, þá
þýðir það ekki að við séum að
fórna okkar stefnu. Það er atriði
sem við verðum að minná menn oft
á, einkum um þessar mundir þegar
við erum aðilar að ríkisstjórn.
4) I sjónvarpsþætti talaðir þú um
hve margir gætu farið í gegnum
r.ýja flugstöð á Keflavíkurflugvelli
samkvæmt teikningum sem fyrir
liggja. Hálf önnur milljón eða þar
um bil. Hvernig er sú tala fundin?
Svavar: 1,7 milljón manna á ári,
sagði ég. Þessi tala er miðuð við
flugstöðina í Helsinki sem er svip-
uð að stærð og sú sem rætt hefur
verið um að byggja hér fyrir pen-
inga frá Ameríkönum. Það er mið-
að við stærð flugstöðvarinnar og þá
notkun sem er á flugstöðinni í
Helsinki.
5) Ég hef heyrt því fleygt úti í bæ að
hugsanleg lausn lægi á borði ríkis-
stjórnarinnar í flugstöðvarmálinu.
Hvað er hæft í því?
Svavar: Því miður þá er það
þannig, að það hefur ekki bólað á
því að vilji sé til samkomulags í
„Hins vegar er Ijóst að það er
fjöldinn allur, þúsundir íslendinga
sem er tilbúinn að samþykkja með
Alþýðubandalaginu önnur
markmið í þessum efnum.
Markmið eins og t.d. að berjast
fyrir kjarnorkuvopnalausri
landhelgi, svo ég nefni dæmi, og við
erum að sjálfsögðu reiðubúnir að
taka þátt í h verskonar
samfylkingarstarfi í þessum
efnum.“
flugstöðvarmálinu hjá utanríkis-
ráðherra. Framsóknarflokkurinn
hefur kosið að bera ábyrgð á ann-
arri betliförinni til Bandaríkjanna
eftir peningum til að kosta þetta
samgöngumannvirki sem á að not-
ast íslendingum og þetta hefur að
sjálfsögðu ekki verið borið undir
okkur á nokkurn hátt, enda hefð-
um við auðvitað neitað slíku.
Við neitum framlagi af hálfu
Bandaríkjanna í þessa flugstöð,
jafnvel þó að það hafi verið fram-
lengt.
6) Væri Alþýðubandalagið tilbúið
að fallast á að framlag Bandaríkj-
anna yrði ekki til, hins vegar
keyptu þeir gömlu flugstöðina fyrir
20 milljón dollara?
Svavar: Hún er ekki 20 milljón
dollara virði. Það væri gjöf í raun-
inni. Ég held að það sé ekki hægt
að setja málið þannig upp. Hins
vegar væri hægt að meta einhvers
gömlu flugstöðina, ég skal ekki um
það segja, en það mat hefur ekki
farið fram. Aðalatriðið er það að
við viljum ekki taka við amerískum
peningum í þetta, það er númer
eitt, og númer tvö er það, að þær
hugmyndir sem hafa verið uppi unv
bygginguna eru gjörsamlega ó-
raunhæfar.
Deila augnlækna
og Tryggingastofnunarinnar
Augnlæknirinn ókominn
Kristrún Helgadóttir
Tröllavegi 4
Neskaupstað, spyr:
Við hérna á Neskaupstað erum far-
in að vera langeygð eftir augnlækn-
inum okkar. Hann sagði okkur í
sumar að kann kæmi nú fyrir
nokkru síðan en er ókominn enn.
Mér skilst að hér sé um eitthvert
deilumái að ræða?
Svavar: Svarið við þessu er, að
fyrir hálfum mánuði barst mér til
eyrna að þessi deila stæði yfir og
ástæða hennar er sú að menn eru
ekki á eitt sáttir um hvað á að borga
augnlæknum fyrir augnlækninga-
ferðalög um landið. Það standa yfir
viðræður milli Tryggingastofnun-
arinnar og læknanna um þetta mál
og ég lét hafa samband við Trygg-
ingastofnunina fyrir einni viku og
lagði fyrir hana að reynt yrði að
leysa úr málinu hið allra fyrsta, því
mér er ljóst að það er mikill vandi
uppi víða.
Það er svo sérkennilegt að við
erum hér á landi með mjög fáa
augnlækna.
Eg geri mér vonir ím að Trygg-
ingastofnun gangi í það að leysa
þetta mál, því það er alveg ósæmi-
legt hvernig ástandið er og menn
hafa orðið að bíða lengi eftir þess-
ari þjónustu.