Þjóðviljinn - 14.10.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 14. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Fiskimál
eftir
Jóhann E. Kúld
íslenskt nútímaþjóðfélag hefur
gengið í gegnum mikla og hraðstíga
þróun eftir lok síðustu heimsstyrj-
aldar. Við höfum færst nær um-
heiminum en áður var. Möguleikar
okkar til betri lífskjara hafa vaxið
og eru ekki sambærilegir við það
sem var á árum heimskreppunnar
miklu frá 1930 fram að síðustu
heimsstyrjöld. Störf þeirrar ríkis-
stjórnar sem kennd hefur verið við
nýsköpun íslenskra atvinnuvega og
þá sérstaklega sjávarútvegsins
markaði þau spor í efnahagslegum
framförum eftirstríðsáranna sem
við búum að ennþá í dag. A þeim 37
árum sem liðin eru frá lokum hins
mikla hildarleiks í okkar heims-
kerfi, þá hefur okkar þjóð verið að
þreifa sig áfram til betri lífskjara.
Margt hefur tekist vel á þessari
göngu, en það hafa líka verið mörg
misstigin spor, sem hafa orðið hem-
ill á gæfu okkar til efnahagslegs
sjálfstæðis.
„Það verður að
leggja niður þá
óhæfu að bátar
séu að draga
tveggja nátta net
dag eftir dag í
góðum gæftum“.
„Sjónvarpið
sýndi ranga
meðferð á f iski
þar sem gildandi
reglugerðar-
ákvæðivar
þverbrotið.“
„Um mikla
afturför er að
ræða hjá
mörgum
fyrirtækjum í
saltfiskverkun.“
tæki sem rekin eru af faglegri kunn-
áttu og hagsýni geti borið sig; önn-
ur sem ekki uppfylla þessi frum-
skilyrði þurfa og verða að hverfa úr
þessum mikilvæga atvinnuvegi.
Það á ekki að þekkjast að menn
eða fyrirtæki sem engar kröfur gera
til sjálfra sín, geti sótt allt til ann-
arra í nafni sjávarútvegsins. í verk-
falli L.Í.Ú.-manna og umræðu um
grundvöll sjávarútvegsins var þessi
hlið málsins ekki rædd opinber-
lega, og hefði þó verið þörf á því.
Möguleikar okkar íslendinga á
atvinnusviðinu á næstu árum eru
fyrst og fremst tengdir sjávarút-
vegi, útgerð og úrvinnslu aflans.
Það þarf að lyfta þessari höfuðút-
flutningsframleiðslu okkar á hærra
gæðastig og jafnframt auka fjöl-
breytni hennar. Verkefnin eru
mörg sem kalta á aðgerðir, en eitt
það allra mikilvægasta er, að okkur
takist nógu fljótt að auka hráefnis-
gæðin. Við-eigum aðgang að einum
allra besta þorskstofni heimsins
sem er úrvals hráefni í ýmsar teg-
undir af gæðavöru, sé gæðunum
ekki spillt fyrir vankunnáttu eða
trassahátt. Líkt er hægt að segja
um marga aðra fiskistofna á ís-
lenska landgrunninu.
• íslensku ríkisvaldi ber skylda til
að gera þær ráðstafanir sem duga
til að lyfta fiskhráefni okkar upp á
hærra gæðastig, en það verður að
teljast eins og nú standa sakir niðri
í öldudal. íslenskri útgerð og fisk-
Brotalöm í
Smáþjóð verður alltaf að kunna
fótum sínum forráð; hún hefur ekki
efni á því að byggja í fljótræði mörg
hús á sandi. Grunnurinn undir öllu
starfi dvergþjóðar verður að vera
traustur; þar má aldrei reisa risið á
undan kjallaranum. En þjóð sem er
orðin á eftir mörgum nágrönnum
sínum á sviði cfnahags- og menn-
ingarmála, henni hættir stundum
við, sé hún bjartsýn, að gæta ekki
nægilega að undirstöðunni þegar
sporin eru stigin til framfara. Áður
en ég fer að ræða þá miklu brota-
löm sem ég tel vera á íslenskum
sjávarútvegi, þá taldi ég rétt að
skrifa framangreind formálsorð,
svo menn áttuðu sig betur á hinni
raunverulegu cfnahagslegu stöðu
okkar eins og hún blasir við okkur
nú.
Sú efnahagskreppa sem þjáir
heiminn á fyrst og fremst upptök
sín í offramleiðslu í efna- og málm-
iðnaði sem fram að þessu, frá lok-
um heimsstyrjaldar, hefur tekið
mið af stríðstímum, en ekki friðar-
tímum á markaðssviðinu. Það er
af þessum sökum sem fjármagn
hcimsins leitar nú í vaxandi mæli
athvarfs í matvælaframleiðslu.
Víða í heiminum skortir mat og ai-
veg sérstaklega fæðutegundir sem
eru auðugar af eggjahvítuefnum. Á
þessu sviði er lífríki hafsins eitt al-
stærsta forðabúr jarðarbúa. Við
Islendingar búum við alveg sér-
staklega auðug fiskimið og höfum
því mjög góð skilyrði til þess að
vera öndvegisþjóð á sviði fiskveiða
og fiskvinnslu. En við verðum að
gera okkur ljóst að við erum ekki
einir um fiskafurðamarkaðinn í
heiminum. Aukið fjármagn
streymir nú inn í þessa framleiðslu,
sérstaklega vegna markaðskreppu í
efna- og málmiðnaði, og þess vegna
mun samkeppnin á fiskmörkuðum
heimsins harðna á næstu árum og
þeir halda best velli sem 'geta boðið
fram bestu vöruna á samkeppnis-
hæfu verði.
Þessi þróun í matvælafram-
leiðslu fiskafurða snertir okkur ís-
lendinga alveg sérstaklega, þar sem
við verðum í náinni framtíð að
byggja afkomu þjóðarinnar að
stærsta hluta á sjávarafla og verk-
un hans. Hér á eftir mun ég benda á
það sem verður að gera svo við get-
um haldið hlut okkar á fiskmörk-
uðum og þeim lífskjörum sem við
búum við í dag og viljum bæta.
Þorskaneta-
veiðarnar.
Magnsjónarmiðið án tillits til
vörugæða er of lengi búið að tröll-
ríða íslenskum sjávarútvegi gegn-
um árin. Meðferðinni á fiskinum
við veiðar og við vinnu á honum
um borð á skipum hefur á ýmsan
hátt hrakað frá því sem best var
gert í okkar fiskveiðisögu. A sama
tíma hefur tæknileg aðstaða öll við
fiskveiðar batnað stórkostlega og
vinna öll orðið léttari um borð á
flotanum. Hér þarf að gera mikið
átak til að rétta við það sem aflaga
hefur farið.
Á vélbátaflotanum á þorskneta-
veiðum verður að vanda betur til
veiðanna en verið hefur. Það verð-
ur að leggja niður þá óhæfu að
bátar séu að draga tveggja nátta
net dag eftir dag í góðum gæftum,
sökum þess að þeir leggi fleiri net í
sjó en þeir komast yfir að draga í
sæmilegu sjóveðri. Það þurfa að
koma eftirlitsbátar á miðin til að
fyrirbyggja þetta; öðruvísi verður
það tæpast upprætt, eða svo segir
reynsla annarra fiskveiðiþjóða. Þá
vantar reglugerð sem segir til um, á
hvað miklu dýpu skuli leyfilegt að
veiða með þorskanetum. Þegar
veiðar á of miklu sjávardýpi með
þorskanetum eru stórlega farnar
að spilla fiskgæðum til allrar
vinnslu, þá verðum við að veiða
fiskinn þar í önnur og heppilegri
veiðarfæri. Staðreyndin er einfald-
lega sú, að gæði netafisks á undan-
förnum árum hafa farið versnandi,
og við það er ekki hægt að una. Við
verðum að ná gæðunum upp til
þess að halda mörkuðunum og
þeim iífskjörum sem við viljum
hafa. Hér duga enginvettlingatök
lengur, þau hljóta að koma okkur í
koll, séum við ekki menn til þess að
taka þessi mál réttum tökum.
Veiðar togaranna
og meðferðin
á flskinum.
íslenski togaraflotinn ér sú
undirstaða sem að stórum hluta
tryggir frystihúsrekstur hér á landi.
Við eigum stóran og velbúinn tog-
araflota, sem á að hafa öll skilyrði
sjávarútveginum
til þess að koma með fyrsta flokks
hráefni að landi til vinnslu, ef rétt
er á haldið. Hvað skortir þá á til
þess að togveiðar okkar skili aldrei
á land öðru en gæða hráefni?
í verkfalli því sem Landssam-
band ísl. útvegsmanna stofnaði til í
sl. september mánuði útaf ónógum
rekstrargrundvelli flotans, þá
komu þeir fram í sjónvarpi
Steingrímur Hermannsson sjávar-
útvegsráðherra og Kristján Ragn-
arsson forstjóri L.f.Ú., og er ekki
nema gott eitt um það að segja. En
í sambandi við þennan viðræðu-
fund þessara heiðursmanna þá
sýndi sjónvarpið kvikmynd af
vinnubrögðum um borð í ísl..
togara sem búin er að valda mik-
illi hneykslun hjá fiskverkunar-
mönnum úti á landsbyggðinni.
Sjónvarpið sem er rekið af íslenska
ríkinu og kvikmyndin því að sjálf-
sögðu kostuð af ríkisfé, hún sýndi
ranga meðferð á fiski þar sem gild-
andi reglugerðarákvæði var þver-
brotið. I stað þess að blóðga fiskinn
og láta hann síðan bíða þar til öll
hreyfing var horfin úr fiskholdinu,
þá fór blóðgun og slæging í kvik-
myndinni fram samtímis. Þessi
röngu vinnubrögð eru nú þegar bú-
in að valda miklum fjárhagslegum
skaða hjá þeim útgerðum þar sem
þau hafa verið tekin upp. Mistök af
þessu tagi verður að fyrirbyggja í
framtíðinni. Kvikmyndir sem sýna
rétt vinnubrögð við framleiðslu eru
áhrifamiklar við kennslu og víða
notaðar í þeim tilgartgi að lyfta
framleiðslu á hærra stig. En hitt
mun einsdæmi að ríkissjónvarp
sýni kvikmynd sem kennir lögbrot
og spillir vöruvöndun. Ég hef orðið
svo margorður um þetta atriði
myndarinnar vegna þess að rétt
blóðgun fisksins er ein höfuðundir-
staða allrar fiskverkunar.
Annað atriði sem getur stórspillt
hráefnisgæðum á togveiðum er of
langur tími. Einn af reyndustu
skipstjórum nýsköpunartogaranna
sagði, að það væri auðvelt að gera
úrvals fiskhráefni að lélegu
vinnsluhráefni með því að toga of
lengi. Of mikið kemur á land af
fiski sem hefur glögg einkenni þess
að togað var of lengi. Þessu þarf að
breyta. Þegar ég bendi hér á það
seni miður fer í okkar fiskveiðum
þá eiga þar ekki allir sömu sök, því
ýmsir leggja sig fram um að gera
allt eins vel og hægt er#g 'sýna mik-
inn árangur í vöruvöndun. Þessir
menn fiska ekki minna en aðrir
nema síður sé, því oft eru aflakóng-
arnir í þessunt hópi.
Of langur
útiverutími spillir
hráefnisgæðum.
Það er líklega kominn hálfur
annar áratugur síðan norska fiski-
málastjórnin setti fastar reglur um
hámarkslengd veiðiferða togara
sem fiskuðu fyrir frystihús. Há-
markið var miðað við átta sólar-
hringa. Findus-fyrirtækið í Ham-
merfest setti á sama tíma sérreglur
fyrir sinn togaraflota og var þar
lengsta veiðiferð ákveðin sjö sólar-
hringar. Reglur norsku fiskintála-
stjórnarinnar voru á sínum tíma
fastákveðnar eftir mjög umfangs-
miklar rannsóknir á hráefnisgæð-
um og nýtingu aflans. Eftir fimm
ára reynslu Norðmanna af því að
takmarka útiveru togaranna eins
og að framan segir, þá ræddi ég um
árangur þessarar aðgerðar við tvo
mikla áhrifamenn í Noregi á þessu
sviði. Annar þessara manna var
framleiðslustjóri veiða og vinnslu
hjá Findus-fyrirtækinu, sem þá
gerði út 17 togara, og hinn var Alf-
on Kræmu togaraútgerðarmaður í
Tromsó, þekktur maður bæði í
fiskveiðum og fiskvinnslu í Noregi.
Báðir þessir menn voru sammála
um að stytting á veiðiferðum
norskra togara hefði skilað um-
talsverðum fjárhagslegum ávinn-
ingi.
Nú, tólf árum síðar, gilda engar
reglur um lengd veiðiferða ís-
lenskra togara sem fiska fyrir
frystihús og aðra fiskvinnslu í landi
svo sem saltfiskverkun og
skreiðarverkun. Þó er það stað-
reynd að stórar fjárhæðir tapast í
gegnum rýrari fiskgæði í öllum
greinum fiskvinnslunnar, og þessa
verðmætisrýrnun er hægt að rekja
til þess, að fiskurinn er mjög oft
orðinn of gamall þegar hann fer í
vinnslu. Ef við tökum t.d. saltfisk-
markaði okkar, þá eru þeir í stór-
hættu nú, vegna gallaðs hráefnis
frá þorsknetaveiðum ög togveið-
um.
Þetta er ekkert einkamál þeirra
sem stjórna þessari mikilvægu
framleiðslu þjóðarinnar á hverjum
tíma, heldur mál þjóðarinnar allr-
ar. Grundvöllur sjávarútvegs þarf
að vera viðunandi, þannig að fyrir-
vinnslu hefur mistekist þetta verk-
efni á undanförnum árum ög því
útilokað að vinna þetta aðkaliandi
verk nógu fljótt^ þeirra vegum, án
hjálpar og forystu ríkisvaldsins.
Hér þarf að koma til óháð fagleg
forysta sem einbeitir sér að settu
marki og fær vald sitt frá þjóðinni
sem á allt sitt undir því að þetta
takist og takist vel.
Saltfiskverkun
okkar of léleg og
markaðir í hættu.
Ég hef hér að framan bent á það,
að of mikið kemur hér á land af
gölluðu hráefni til vinnslu og bent á
helstu orsakir þess að svo er. Að
sjálfsögðu kemur þetta niður á öll-
um greinum fiskvinnslunnar, en þó
líklega hvergi verr heldur en í salt-
fiskverkuninni.
Áður fyrr vorum við íslendingar
þekktir á saltfiskmörkuðunum
fyrir sérstaklega vandaða fram-
leiðslu. Okkar fiskur bar þá af ann-
arra þjóða fiski sem á markaðinn
kom. Nú er alltof stór hluti saltfisk-
framleiðslunnar gölluð vara í
lágurn gæðaflokkum eða no III og
IV fiskur. Á sama tíma óska
neytendur aðallega eftir að fá fisk í
I.ogll. gæðaflokki og sumar þjóð-
irnar kaupa ekki annan fisk. Hrá-
efnið í lægra gæðaflokkana kemur
frá lélegum netafiski og frá ísuðum
fiski úr togurum, en sá fiskur er
mikið með los í fiskholdi sökum of
langrar geymslu fyrir söltun. Þá er
ekki hægt að ganga framhjá því, að
um mikla afturför er að ræða í
sjálfri verkuninni hjá mörgum
fyrirtækjum, þó sem betur fer séu
ekki allir þar undir sömu sök seldir,
þv'í ennþá kunna ýmsir íslendingar
að verka góðan saltfisk. Hér þarf
eð gera talsvert átak og kippa því í
iag sem aflaga hefur farið.
Mistökin sem áttu sér stað í vor
þegar rangt verkaður og illa flokk-
aður fiskur í lægri gæðaflokkunum
komst í gegnum gæðamatið út á
markað í Portúgal, íslensku þjóð-
inni til stór skaða, slík mistök verð-
ur að koma í veg fyrir að endurtaki
sig. Allt gæðamat á útflutningsvöru
þarf og verður að vera sjálfstætt
faglegt mat, óháð bæði seljanda og
kaupanda vörunnar. Það er besta
tryggingin til að fækka mistökum í
gæðamati. Önnur betri leið hefur
ekki verið fundin ennþá.
(4. sept. 1982.)