Þjóðviljinn - 14.10.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 14.10.1982, Blaðsíða 15
Fimnitudagur 14. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 RUV © 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð: Jenna Jensdóttir talar. 9.05 Morgunstund barnanna: „Harna- sögur“ eftir Peter Bichsel í þýðingu Franz Gíslasonar. Sigrún Björnsdóttir les (4) FÉLAGSMÁL OG VINNA, þáttur í umsjá Skúla Thoroddsen er á dagskrá útvarps í dag og hefst kl. 11.40. 10.30 Verslun og viðskipti Umsjón: Ingvi Hrafn Jónsson. Hvað er að gerast á fast- eignamarkaðinum? Spjallað við nokkra fasteignasala um ástand og horfur. 10.45 Árdegis í garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 11.00 Við Pollinn ingimar Eydal velur og kynnir létta tónlist (RÚVAK) 11.40 Félagsmál og vinna Umsjón: Skúli Thoroddsen. 14.30 „Ágúst“ eftir Stefán Júlíusson Höf- undurinn les (9) 15.00 Miðdegistóníeikar Blásarasveit Phil- ip Jones leikur Kvintett eftir Malcolm Arnold / ítalski kvartettinn leikur Strengjakvartett í F-dúr K. 590 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. 16.20 „Á reki með hafísnum“ eftir Jón Björnsson Nína Björk Árnadóttir les (2) 16.40 Tónhornið Umsjón: Guðrún Birna Hannesdóttir. 17.00 Bræðingur. Umsjón: Jóhanna Harð- ardóttir. 17.55 Sncrting. Þáttur um málefni blindra og sjónskertra í umsjá Arnþórs og Gísla Helgasona. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.05 „Narfi í Ilólum“ og „Valgerður vara- lausa“ Þorsteinn frá Hamri tekur saman og les. 20.30 Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík leikur í útvarpssal Stjórn- andi: Mark Reedman. a) „Rent" eftir Leif Þórarinsson, b) „Adagio" eftir Jón Nordal. 21.00 „Nú fölna bæði tjöll og grund“ Sam- felld dagskrá um haustið í ljóðum og lausu máli. Umsjónarmaður: Siguröur Óskar Pálsson á Eiðum. 21.55 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 An ábyrgðar. Umsjón: Valdís Ósk- arsdóttir og Auður Haralds. 23.00 Kvöldstund með Sveini Einarssvni. Dægurlagaþáttur Ingimars Eydal Við Pollinn Frá Akureyri fáum við í dag þátt Ingimars Eydal, hins vin- sæla tónlistarmanns, VIÐ POLLINN. Þáttur Ingimars er að sjálfsögðu sendur út frá útvarpsstöðinni á Akureyri og stendur í 40 mínútur. Ingimar mun velja og kynna létta tón- list. umiiim 1111 Útvarp kl. 10.30 Hvað er að gerast á fasteigna- markaðinum? Ingvi Hrafn Jónsson frétt- amaður sér um þátt í útvarp- inu í dag sem ber heitið Versl- un og viðskipti. Þátturinn er aðeins 15 mínútna langur og í honum verður rætt um ástand og horfur á fasteignamarkað- inum. Ingvi sagði í samtali við Þjóðviljann að til hans kæmu í þáttinn tveir fasteignasaiar sem hefðu haft þann starfa með höndum allt frá 1970. Þetta eru þeir Kári Fanndal Guðbrandsson og Sverrir Kristinsson. Ingvi sagði að rætt yrði um kreppu í sambandi við útborg- anir og spjallað almennt um það sem sé að gerast. Ingvi sagði að eitt það at- hyglisverðasta sem komið hefði fram í þessum þætti að sínu mati, væri sú umsögn fasteignasalanna að ungt fólk veigraði sér við að festa kaup Ingvi Hrafn: Ungt fólk er kjarkminna en áður þegar kaup á húsnæði er annars vegar. á eigin húsnæði, það væri kjarkminna en áður og sæi ekki fram á að geta staðið í skilum. Af þessu væri Ijóst að það væri algjör undantekning ef fólk keypti sér íbúðir með fyllilega verðtryggðum eftir- stöðvum. Ingvi sagði að lokum að í þættinum yrði einnig rætt um hinar mikiu árstíðabundnu sveiflur á fasteignamarkaðin- um. Þakkir til Ögmundar og Guöjóns Lesandi Þjóðviljans hringdi: Vildi hann koma á framfæri þakklæti til Ögmundar Jóns- sonar fréttamanns fyrir góða frammistöðu í þættinum Kast- ljós sem var í sjónvarpinu síðastliðið föstudagskvöld. Hann sagði að Ögmundur hefði haft geysilega góð tök á viðfangsefni sínu og gefið sjónvarpsáhorfendum góða innsýn í hina skelfilegu at- burði í Líbanon. Þá vildi sá hinn sami einnig geta góðrar frammistöðu Guðjóns Einarssonar sem alltaf stæði fyrir sínu. Guðjón Einarsson Útvarp kl. 16.20: / A reki með ís- jakanum Nína Björk / Arnadóttir les unglingasögu eftir Jón Björnsson í dag kl. 16.20 les Nína Björk Árnadóttir annan lestur sinn á sögunni Á reki með hafísnum eftir Jón Björnsson. Lesturinn tekur 20 mínútur í flutningi. Nína Björk sagði í stuttu spjalli við Þjóðviljann að sagan, Á reki með hafísnum væri byggð á sögu frá 17. öld og fjallaði um tvo drengi sem lenda í bráðri lífshættu á haf- ísnum við ísland. Komast þeir við illan leik á land í Kol- beinsey og taka sér þar ból- festu. Saga Jóns á að gerast um síðustu aldamót. Jón Björns- ' son bjó iertgi í Danmörku og er allvel kunnur fyrir ritstörf sín. Af bókum hans má nefna m.a. Valtýr á grænni treyju, Jómfrú Þórdís, Allt þetta mun ég gefa þér, Jón Gerreks- son, Dauðs manns kleif og Heiður ættarinnar. Meðan Jón bjó í Danmörku í kringum seinni heimsstyrj- öldina skrifaði hann nokkrar bækur á dönsku, og hafa flest- ar þeirra verið þýddar á ís- lensku. Hann er fæddur 1907. Ögmundur Jónasson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.