Þjóðviljinn - 14.10.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.10.1982, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 14. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Formenn erlendra psoriasissjúklinga skoða Bláa lónið: Míklar vonlr eru bundnar við lækninga- mátt lónsins Ýtarleg rannsókn á lækningamætti Bláa lónsins við Svartsengi er nú í undirbúningi og mun sérstðk nefnd, sem skipuð hefur verið, sjá um framkvæmd málsins. Er nú komin upp aðstaða til skipulegra baða psorias- issjúklinga við lónið og hefur heilbrigðisráðuneytið lagt til húsnæði, sem áður var notað við byggingu Sjúkrahúss Keflavíkur. Er gert ráð fyrir að hópur manna verði rannsakaður í 28 daga og baði fólkið sig daglega í lóninu. Binda menn miklar vonir við niðurstöður slíkrar tilraunar, ekki aðeins ís- lendingar heldur einnig psoriasis- sjúklingar erlendis. Undanfarið hafa dvalið hér full- trúar norrænna samtaka psoriasis- sjúklinga og formaður alþjóðasam- takanna, sem nefnast IFPA. sem jafnframt er formaður alþjóð- legu samtakanna. Einnig var mætt- ur á fundinn Valur Margeirsson sem hefur verið manna duglegastur við að sækja Bláa lónið við Svarts- engi. Hann sagði í viðtali við blaða- mann, að hann hefði farið þangað yfir 100 sinnum á einu ári og væri nú nánast laus við útbrotin. Það kom fram hjá Gösta A. Karlsson, að psoriasissjúklingar Nokkrir forsvarsmenn psoriasissjúklinga, sem mættir voru á blaðamanna- fundinum. Frá vinstri, Valur Margeirsson, Páll H. Guðmundsson, sem á sæti í stjórn Spocx, Knut Fongen frá Noregi og Lesley Racbuckien frá Danmörku. Ljósm. - eik -. Samtök psoriasis- og exemsjúk- linga á íslandi, Spoex, eiga 10 ára afmæli um þessar mundir. I tilefni af því hefur verið gefið út myndar- legt afmælis- og kynningarrit, þar sem sagt er ýtarlega frá þessum sjúkdómi, sem talið er að um 2 - 3% íslendinga séu haldnir. Hér er raunar um að ræða eina 25 mis- munandi sjúkdóma og er tíðni þeirra mun meiri t.d. í Færeyjum og Norður-Noregi (4%) en sunnar í álfunni, þar sem yfirleitt er talið að um 2% íbúa séu haldnir psorias- is. Formaður Spoex, Valdimar Ólafsson, hélt fund með blaða- mönnum, þar sem einnig voru mættir stjórnarmennirnir Páll H. Guðmundsson og Örn Marinósson og fulltrúar norrænu psoriasissam- takanna, Knut Fongen frá Noregi, Lesley Racbuckien frá Danmörku og Gösta A. Karlsson frá Svíþjóð, erlendis binda miklar vonir við lækningamátt Bláa lónsins og fjöldamargar fyrirspurnir varðandi það hafa borist. Þess má geta að til Dauðahafsins, þar sem ein stærsta lækningamiðstöð fyrir psoriasis- sjúklinga er starfrækt, koma nú um 4000 manns árlega og dvelst hver einstaklingur yfirleitt í 28 daga í einu. Vonast er til að undirbúningur að rannsókn á lækningamætti lóns- ins hefjist mjög bráðlega og er hún undir yfirstjórn landlæknis. Geta niðurstöður rannsóknarinnar haft mikla þýðingu fyrir alla þá sem haldnir eru þessum sjúkdómi hér á landi. Auk þess snertir þetta mál munu fleiri, þar sem aukinn ferða- mannastraumur hefur áhrif á af- komu landsmanna almennt, en tal- ið er að nú þjáist a.m.k. 85 miljónir manna af þessum sjúkdómi í heim- inum. þs. ✓ Utgerðin á ríkisspítölunum: Þar fæðast 150 áhafnir á ári — segir framkvæmdastjóri spítalanna Það vakti athygli við afhendingu töivusneiðmyndatækisins á Landspítal- anum s.l. föstudag að Davíð Á. Gunnarsson, framkvæmdastjóri ríkisspít- alanna, umreiknaði allt starf þeirra yfir í togaraáhafnir í ávarpi sínu. Hugmyndina að þessum nýstár- lega samanburði eignaði Davíð Geir Gunnarssyni, formanni fjár- veitinganefndar og sagði: „Nú eftir helgina verður lagt fram fjárlaga- frumvarp á alþingi. í umræðum um síðasta fjárlagafrumvarp vakti for- maður fjárveitinganefndar alþingis athygli á því að stöðugildi á ríkis- spftölum jafngiltu um 110 togaraá- höfnum og þóttLútgerðin nokkuð stór. Við reiknuðum síðan út og sendum honum upplýsingar um að hér fæðast 150 og deyja 23 togaraá- hafnir á ári. Á hverjum degi liggja á spítalanum 37 togaraáhafnir og 13 áhafnir koma á göngudeildir. A hverjum sólarhring koma í eða vistast á ríkisspítölum a.m.k. 100 togaraáhafnir. „Okkur er það ljóst, bæði starfs- fólki og stjórnendum að slíkri stærð fylgir ábyrgð , sagði Davíð. „Okkur er það líka ljóst að það að taka við tæki þar sem hver einasta rannsókn kostar 3000 krónur er mikil ábyrgð. Við vitum að þetta tæki mun koma í veg fyrir að bæði börn og fullorðnir muni þurfa að gangast undir kvalafullar og stund- um lífshættulegar rannsóknir. Við vitum líka að tölvusneiðmynda- tækið mun auka nýtingu spítalans, stytta legu og rannsóknartíma sj úklinga og koma í veg fyrir óþarfa skurðaðgerðir.“ -Á1 Svandís Pétursdóttir formaður svæðisstjórnar um málefni þroskahcftra, tekur fyrstu skóflustunguna að heimili fjölfatlaða á Akranesi. HeimiK fyrir fiölfatlaða Nú er nýhafln bygging heimilis fyrir fjölfatlaða á Akranesi. Hefur því verið valinn staður að Vestur- götu 102 í nágrenni við sjúkrahús- ið. Það mun verða 340 fermetrar að stærð og er áætlað að það hýsi 7 fjölfatlaða einstaklinga af Vestur- landi, 5 til langtímabúsctu og 2 til skammtíma dvalar. Einnig verður þar aðstaða fyrir starfsfólk. Framkvæmdasjóður öryrkja og þroskaheftra hefur veitt fé til bygg- ingarinnar, en bæjarstórn Akra- ness leggur fram lóðina og fellir niður öll byggingargjöld. Það er verkfræði- og teiknistofan sf. á Akranesi sem hefur annast teikningar og hönnunarvinnu ásamt útboði, en Guðmundur Magnússon vinnur fyrsta þátt hinna verklegu framkvæmda. Ráðgert er að taka húsið í notk- un á næsta ári. -hól Lánasjóður íslenskra námsmanna: Sjóðuriim stórefldur I fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1983 kemur fram að ákveðið er að stórefla Lánasjóð íslcnskra náms- manna frá því sem nú er. Mestu veldur þar um að ákveðið hefur verið að sjóðurinn geti nú veitt lán sem nemur 95% af umframfjárþörf námsmanna, en til þessa hefur ver- ið miðað við 90%. Eins hefur verið ákveðið að stórefla námsstyrki og hækkar fjárveiting til þess um 103%. Alls er áætlað að veita 215 milj- ónum króna til sjóðsins á fjár- lögum og er það hækkun um 97 miljónir króna frá árinu 1982 eða 82,3%. Einnig er ákveðið að afla sjóðnum lántökuheimildar að upp- hæð 90 miljónir króna, sem er 80% hækkun frá fyrra ári. - Sdór VIÐ LEITUM AÐ FÓLKI MEÐ HUGMYNDIR Ef þú ert aö velta fyrir þér hug- mynd um smáiönaö eöa skyldan rekstur geturöu sótt um þátttöku í verkefni um stofnun og þróun smá- fyrirtækja. Kannski viltu líka reyna nýjung- ar i rekstri, sem þegar er hafinn. Ekki er krafist sérstakrar þekking- ar eða reynslu, aðeins brennandi áhuga á aö koma hug- myndum í framkvæmd. Við stofnum ekki fyrirtæki fyrir þig, en veitum aðstoð viö aö meta möguleikana og koma þér í startholumar. Samstarfsnefnd um iðnráögjöf I landshlutunum skipu- leggur verkefnið i umboði iönaðarráöuneytisins og í sam- starfi við iðnráðgjafa i landshlutunum. Verkefnið er m.a. styrkt af Iðnþróunarsjóði, Iðnrekstrar- sjóði og Byggðasjóði. Það miöar að því að fjölga litlum fyrirtækjum, efla þau sem fyrir eru og auka þannig fjölbreytni í atvinnulífinu. ÞÚ VERÐUR AÐ LEGGJA HART AÐ ÞÉR Þetta er ekkert venjulegt námskeið: Þú leggur sjálfur til efniviðinn og það er frum- kvæði þitt og vinna sem ræður úrslitum um árangur- inn. Þú átt auðveldlega að geta sameinað þátttöku í verkefninu núverandi starfi, en gerðu ráð fyrir að mikið af frltíma þínum fari í verkefnið. Við hittumst á fjórum vinnufundum um helgar með um þriggja mánaða millibili. Þar verður unnið í hópum og leið- beinendur aðstoða þátttakendur við að meta hugmyndir þeirra og skipuleggja starfið stig af stigi. Milli vinnufundanna þarftu að glíma við verkefni sem öll tengjast hugmynd þinni um stofnun fyrirtækis eða nýbreytni í rekstri. Þátttakendur verða valdir úr hópi umsækjenda. Áður en valið fer fram færðu tækifæri til að gera grein fyrir hugmynd þinni og aðstæðum í viðtali. UPPLYSINGAR GEFA: Halldór Árnason Vinnusími 91-42411 Heimasími 91 -37865 Þorsteinn Garðarsson Vinnuslmi 99-1350 Heimasími 99-3834 Theodór Blöndal Vinnusími 97-2300 Heimasími 97-2260 SAMSTARFSNEFND UM IÐNRÁÐGJÖF í LANDSHLUTUNUM. löntæknistofnun fslands, Vesturvör 27,200 Kópavogur, sími 91 -42411.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.