Þjóðviljinn - 14.10.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.10.1982, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 14. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Júkkar steinlágu í Osló! Norðmenn komu verulega á óvart í gærkvöldi er þeir sigr- uðu Jógóslava 3-1 í Osló í Evr- ópukeppni landsliða í knatt- spyrnu. Glæsilegur árangur Norðmanna gegn einni þátt- tökuþjóðanna í heimsmeistara- keppninni á Spáni. Það var Tom Lund, sem lék sinn 46. og síðasta landsleik fyrir Noreg í gærkvöldi, sem skoraði fyrsta mark leiksins. Arne-Larsen Ökland bætti öðru við fyrir leikhlé og í þeim síðari skoraði Manchester City-leikmaðurinn Age Har- eide þriðja markið. Savic skoraði eina mark Júgóslóva. Staðan í 4. riðli: Noregur...........21 0 1 3:2 2 Wales.............1 1 001:02 Júgóslavia........10 01 1:3 2 Búlgaria..........0 0 0 0 0:0 0 Öruggt hjá Sovét- mönnum Sovétmenn unnu öruggan sigur á Finnum, 2-0, í 2. riðli keppninnarí Moskvu. Baltacha skoraði strax á annarri mínútu og Andreyev innsiglaði sigur- inn fljótlega í síðari hálfleik. Finnar áttu aldrei möguleika í leiknum en Sovétmenn léku án Oleg Blokhifi sem er meiddur. Staðan í 2. riðli: Portúgal.........2 2 0 0 4:1 4 Sovétríkln.......1 1 0 0 2:0 2 Pólland..........2 1 0 1 4:4 2 Finnland.........3 0 0 3 2:7 0 Austuríki ekki í vandræðum Austurríkismenn átti ekki í miklum erfiðleikum með Norður-íra í 6. riðlinum í Vín. Tvö mörk frá Walter Schachner í fyrri hálfleik tryggðu þeim sigur, 2-0, og sigurinn hefði get- að orðið stærri. Þetta var annar leikur riðilsins, í þeim fyrsta unnu Austurríkismenn Albani 5-0. Auk þessara þjóða eru í riðlinum lið V.-Þjóðverja og Tyrkja. Skotar skelltu Austur-Þjóðverjum Skotar náðu í tvö dýrmæt stig í 1. riðli er þeir sigruðu Austur-Þjóðverja 2-0 á Hamp- den Park í Glasgow. Fyrri hálf- leikur var markalaus en í þeim síðari skoruðu John Wark og Paul Sturrock fyrir Skota og sig- urinn var í höfn. Belgía og Sviss eru einnig í 1. riðli og leik þeirra á dögunum unnu Belgar 3-0. -VS íþróttir Viðir Sigurðsson Harkan sex í Dublin / en öruggur sigur Ira Pétur Ormslev fluttur á sjúkrahús illa meiddur „Þetta var einhver mesti hörkuleikur sem ég hef orðið vitni að. írarnir ætluðu greinilega ekki að brenna sig á því að vanmeta okkur og láta okkur koma aftan að sér. Ef við hefðum ekki tekið hraustlega á móti og svarað í sömu mynt hefðu þeir hreinlega vaðið yfir okkur. Harkan var oft yfirgeng- ileg og þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var Pétur Ormslev fluttur á sjúkrahús, illa meiddur í nára eftir hrikalega tæklingu frá Mike Walsh“, sagði Jóhannes Atlason, landsliðsþjálfari í knattspyrnu þegar Þjóðviljinn ræddi við hann í símtali eftir landsleik íra og Islendinga í Dublin í Evrópukeppni landsliða. írar sigruðu verðskuldað, 2 - 0, en þeir máttu svo sannarlega hafa fyrir hlutunum gegn íslensku liði sem barðist af miklum krafti allan leikinn. Um 20.000 manns fylgdust með leiknum og stemmningin var gífur- leg. írar sóttu talsvert meira en vörn íslenska liðsins lék afar vel og gaf engin færi á sér. Fyrra markið kom eftir 35 mínútur, úr fyrsta hættulega færinu sem írar fengu. Ronnie Whelan átti laglega send- ingu inn í vörnina og Frank Stap- leton komst í gegn og renndi knett- inum framhjá Þorsteini Bjarnasyni markverði. ísland lék betur í síðari hálfleik en slapp þó vel þegar Sævar Jóns- son bjargaði á línu. Þá varði Þor- steinn Bjarnason glæsilega frá Whelan. Eftir hornspyrnu á 72. mín. skallaði Sævar í hliðarnet írska marksins úr góðu færi. írar brunuðu upp, Mike Robinson átti langa sendingu fram á T.Grealish sem sendi knöttinn af öryggi í net- ið, 2-0. íslendingar fengu sín færi, Arnór Guðjohnsen átti skot naumlega framhjá eftir að hafa leikið á þrjá varnarmenn íra og undir lok leiksins varði Jimmy McDonagh markvörður vel frá Pétri Péturs- syni eftir aukaspyrnu. Að sögn Jóhannesar voru ís- lensku leikmennirnir staðráðnir í því að fyrir leikinn að selja sig dýrt og það var gert, enda veitti ekki af. 2-0 tap í Dublin fyrir írum er alls ekkert til að skammast sín fyrir, þeir hafa verið nánast ósigrandi á heimavelli að undanförnu og mörg af bestu tandsliðum Evrópu hafa mátt þola tap í Dublin síðustu árin. Seinni hálfleikur afar skrautlegur! Hann var skrautlegur, síðari hálf- leikurinn í leik FH og ÍR í 1. deild karla í handknattleik í gærkvöldi. Leikið var í Hafnarfirði og FH komst í 13-6 fyrir leikhlé. í síðari hálfleik voru skoruð hvorki meira né minna en 35 mörk, FH 18 og ÍR 17, og leiknum lauk því með sigri FH, 31 mark gegn 23. í síðari hálfleik tóku FH-ingar lífinu af stöku kæruleysi og leyfðu „Meiðsli Péturs Ormslev voru ekki eins alvarleg og menn héldu fyrst. Hann fékk 10-12 sm langan skurð við nárann en hann var grynnri en óttast var. Pétur var saumaður og verður að dvelja á sjúkrahúsinu í nótt en fær sennilega að fara heim með okkur á morgun (í dag). Öllum hér létti mikið við þesar fréttir en menn voru í hálfgerðu sjokki útaf þessu óhappi. Brotið var sýnt í sjónvarpi nú áðan og hingað upp á herbergi til okkar komu fimm breskir fréttamenn og allir voru sammála um að Mike Walsh hefði átt að vera rekinn útaf fyrir þetta hrika- lega grófa brot á Pétri“, sagði Jóhannes Atlason landsliðs- þjálfari í knattspyrnu þegar Þjóðviljinn náði tali af honum í Dublin seint í gærkvöldi. Hér efst á síðunni er sagt frá landsleiknum og slysinu sem Pétur varð fyrir í leiknum gegn írum í gær. -VS sér að reyna ýmislegt sem þeir kæmust aldrei upp með gegn öðr- um 1. deildarliðum. Leikurinn leystist upp í hálfgerða vitleysu og ekki er hægt að hrósa neinum ein- stökum leikmanni úr FH-liðinu. Hans Guðmundsson var marka- hæstur með 7 mörk, Kristján Ara- son og Þorgils Óttar Mathiesen skoruðu 5 hvor. Hjá ÍR stóð Guðjón Marteins- son upp úr en Björn Björnsson var þó markahæstur með 8 mörk. Ein- ar Valdimarsson skoraði 6 og Guð- jón 4. FH-stúlkur sigruðu Á undan léku FH og Víkingur í 1. deild kvenna og unnu FH- stúlkurnar nokkuð öruggan sigur, 16-11. í hálfleik var staðan 9-5, FH í hag. - ig/vs Staðan: FH.................6 5 0 1 166-127 10 Vfkingur............5 4 0 1 99-92 8 KR..................5 3 0 2 106-96 6 Valur...............5 3 0 2 95-85 6 Þróttur.............5 3 0 2 99-97 6 Stjarnan............5 2 0 3 103-106 4 Fram................5 2 0 3 112-126 2 ÍR..................6 0 0 6 105-156 0 KR og Fram leika í Laugardals- höllinni í kvöld kl. 20.30. Meiðsli Péturs ekki alvarleg Starfsemi íþróttafé- lags fatlaðra í gang Starfið er hafið aftur af fullum krafti eftir sumarhlé og er þess vænst að félagsmenn og aðrir sem hafa áhuga, setji nú mótorinn í gang og mæti hressir og kátir. Benda má á að félagið er opið fötluðum sem ófötluðum. Æfingastaðir og íþróttagreinar veturinn 1982-83 eru: Hátúnl2: Lyftingar: mánud. þriðjud. og fimmtud. kl. 18.00-19.30, laugard. kl. 13.00-14.30. Sund: börn, fimmtud. kl. 16.00-17.00. Sund byrjendur: þriðjud. kl. 16.00-17.00 ogfimmtud. kl. 19.00-20.00. Sund lengra komnir: þriðjud. ogfimmtud. kl. 17.00-19.00. Hlíðaskóli:Borð tennis: mánud. kl. 18.00-19.40 ogmiðvikud. kl. 20.30-22.10 Boccia, curling: mánud. kl. 18.00-19.40 og miðvikud. kl. 20.30-22.10. Kylf- uknattleikur: mánud. kl. 19.40-20.30 og miðvikud. kl. 22.10-23.00 Víghólaskóli: börn; Boccia og borðtennis: þriðjud. kl. 20.00-21.30. Laugardalshöll, anddyri: Bogfimi: mánud. miðvikud. og föstud. kl. 15.30-19.00, laugar. kl. 09.00-12.00. Þjálfarar verða: Borðtennis: Guðmundur Maríusson og Ágúst Haf- steinsson. Lyftingar: Markús Einarsson. Sund börn: til að byrja með Markús Einarsson. Sund byrjendur: Kristjana R.Jónsdóttir. Sund lengra komnir: Erlingur Jóhannsson. Boccia, curling: Guðni Þór Arn- órsson og Esther Hjálmarsdóttir. Börn Víghólask., Markús Einars- son. Bogfimi: Jón Eiríksson og Elísabet Vilhjálmsson. Stjórn félagsins skipa: Formaður Arnór Pétursson, s. 29133 og71367. Varaform. Edda Bergmann Guðmundsdóttir, s. 24585 (e. kl. 17.00). Ritari, Elsa Stef- ánsdóttir, s. 66570. Gjaldkeri, Vigfús Gunnarsson, s. 21529. Með- stjórnandi, Guðni Þór Amórsson, s. 51093 og 51935. Pétur Ormslev meiddist illa í DU' blin Staðan í 7. riðli: Holland..........2 1 1 0 3-2 3 írland...........2 10 1 3-2 2 Malta............1 1 0 0 2-1 2t ísland...........3 0 1 2 2-5 1 Spánn........... 0 0 0 0 0-0 0 -vs V-þýskur sigur a Wembley Tvö mörk frá Karl-Heinz Rummenigge seint í síðari hálf- leik tryggðu V.Þjóðverjum sigur á Englendingum í vináttu- leik í knattspyrnu en þjóðirnar mættust á Wembley- leikvanginum i London i gær- kvöldi. Tony Woodcock náði að minnka muninn fyrir England fimm mínútum fyrir leikslok en það var ekki nóg, V.-Þjóðverjar sigruðu 2-1. -VS Fýluferð á kostnað Víkinga Fjöldi manns fór fýluferð að dyrum Laugardalshallarinnar i gærkvöldi en þar átti að fara fram leikur Víkins og Þróttar í 1. deild karla í handknattleik. í anddyrinu var allt slökkt og i Ijós koma að leiknum hafði ver- ið frestað. Blaðamaður og (jósmyndari Þjóðviljans voru mættir á staðinn en þar fyrir- fundust engir forráðamenn Víkings til að útskýra málin en hér var um heimaleik þeirra Víkinga að ræða. Hjá starfs- manni Hallarinnar fengust þær upplýsingar að leikurinn færi fram á laugardag. -VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.