Þjóðviljinn - 14.10.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. október 1982
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis.
Útgefandl: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Blaðamenn:,Álfheiöur Ingadóttir,HelgiÓlafsson,LúövíkGeirsson,Magnús
H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Þórunn Siguröardóttir, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Víöir Sigurösson.
Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurösson, Guömundur Andri
Thorsson.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Simavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir.
Husmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vílhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, simi 8 13 33
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaöaprent h.f.
Skýrar línur
• Hér í Þjóðviljanun hefur verið látin í ljós sú eindregna
skoðun, að æskilegt sé, að frumvarp ríkisstjórnarinnar til
staðfestingar á bráðabirgðalögunum um efnahagsaðgerðir
verið tekið til afgreiðslu á Alþingi strax á fyrstu vikum
þingsins.
• Flest bendir til þess, að stjórnarandstaðan á Alþingi sé
staðráðin í að hindra allar viðnámsaðgerðir gegn yfirvofandi
hættu á óðri verðbólgu og taumlausum viðskiptahalla af
völdum heimskreppu og minnkandi sjávarafla.
• Langvarandi pólitískt þrátefli, jafnvel fram á vor og það
án nokkurs starftiæfs meirihluta á Alþingi, getur haft hrika-
legar afleiðingar fyrir allt okkar efnahagslíf og þar með fyrir
lífskjör almennings í bráð og lengd.
• Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðu-
bandalagsins, benti réttilega á það í sjónvarpsþætti í fyrra-
kvöld, að pólitískt þrátefli á Alþingi mætti síst af öllu verða til
þess, að magna enn þann mikla efnahagsvanda, sem hér
blasir við. Slíkt væri fullkomið ábyrgðarleysi gagnvart þjóð-
arhag.
• Vissulega væri æskilegasti kosturinn sá, að núverandi
ríkisstjórn gæti setið og stýrt hér málum til loka kjörtímabils-
ins á næsta ári. En reynist stjórnarandstaðan staðráðin í að
skeyta í engu um þjóðarhag, svo sem hótað er, - þá er sá
kostur betri að skjóta málum undir dóm þjóðarinnar, fremur
fyrr en seinna, - heldur en hinn, að Alþingi sitji í pólitískri
sjálfheldu fram á vor og ríkisstjórnin komi þar engu því
fram, sem brýnast er.
• Þess vegna ber nauðsyn til, að stjórnarandstaðan verði
látin ganga undir próf hið allra fyrsta, og falli hún á því prófi,
þá er sýnt hvert stefnir.
• Meðtilliti til þessa er Alþýðubandalagið þeirrar skoð-
unar að eðlilegast væri að leggja frumvarpið til staðfestingar
á bráðabirgðalögunum fram í neðri deild Alþingis.
• Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokks-
ins hefur sagt, að rétt sé að leita eftir samkomulagi við
stj órnarandstöðuna um framgang mála á Alþingi, og þá m. a.
varðandi efnahagsaðgerðir.
• Að sjálfsögðu mun á það reyna í nefndum Alþingis við
meðferð bráðabirgðalaganna, hvaða breytingar eða við-
aukatillögur stjórnarandstæðingar hafa fram að færa. Allir
þeir, sem að ríkisstjórninni standa eru fúsir til að hlusta á
tillögur og meta þær eftir efni máls hverju sinni. Slíkt eru
engin tíðindi, því mjög algengt er, að frumvörp taki meira
eða minni breytingum í þinglegri meðferð.
• Spurningin er hins vegar sú, hvort stjórnarandstaðan hafi
einhverjar þær breytingar- eða viðaukatillögur fram að
færa, sem líklegt sé að samkomulag geti tekist um og frum-
varpið fáist þannig afgreitt.
• Úr þessu þarf að fást skorið, ekki einhvern tímann síðla
vetrar, heldur nú hið allra fyrsta.
• Stjórnarandstaðan hefur eins og aðrir haft bráðabirgða-
lögin við höndina í nær tvo mánuði. Hún ætti því að hafa gert
upp við sig hverju hún vill þar breyta og hvernig. - Hér er
hins vegar vert að minna á, að enn sem komjð er hafa
þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki boðað eina einustu
breytingartilögu, heldur eingöngu lýst því yfír að þeir séu
staðráðnir í að fella bráðabirgðalögin. Meðan svo er, þá er
ekki ástæða til bjartsýni um samkomulag milli stjórnar og
stjórnarandstöðu. Og það er engin ástæða til þess fyrir ríkis-
stjórnina, að standa í árangurslausu málþófí við stjórnar-
andstæðinga fram undir sumarmál; - þá er betra að skjóta
málum undir dóm þjóðarinnar, og láta á það reyna hvaða
traust núverandi ríkisstjórn hefur.
• Stjórnarandstæðingar eiga þess nú kost að setja fram
sínar tillögur. Sjálfsagt er að taka tillit til þeirra, ef þær horfa
til bóta eða eru skaðlausar, en úr ágreiningi verður að fást
skorið með atkvæðagreiðslu. Sé það ekki hægt á Alþingi, þá
er það þjóðin sem dæmir.
-k.
klippt
Rússar í samsœri
Jón Baldvin, sá sem er nú kom-
inn á þing í alvöru, skrifaði
skemmtilega frásögn í síðasta
Helgarpóstinn. Þar er það upp
rifjað, að Morgunblaðið tók fyrir
margt löngu mynd af tveim ung-
um og efnilegum herstöðvaand-
stæðingum Ragnari Arnalds og
Jóni Baldvin Hannibalssyni, þar
sem þeir stóðu fyrir utan veiting-
ahúsið Naust og spjölluðu við so-
véskan sendiráðsstarfsmann.
„Þessi mynd”, segir Jón Baldvin,
„birtist svo í Morgunblaðinu dag-
inn eftir sem sönnunargagn fyrir
því, að Rússar stæðu fyrir mót-
mælagöngum gegn bresku samn-
ingunum”. Með bresku samning-
únum er átt við áform Bjarna
Benediktssonar um að fela al-
þjóðadómstólnum í Haag á-
kvörðunarvald um frekari út-
færslu íslenskrar fiskveiðilög-
sögú. Myndin fór líka frá Morg-
unblaðinu í breskt blað og fylgdi
með sá texti að hún hefði verið
tekin með leynd af „Rússum að
samsærast“.
Að gera glennur
Jón Baldvin heldur áfram frá-
sögninni og segir m.a. frá því, að
mynd þessi og myndartexti, sem
komst í Scottish Daily Mail fyrir
milligöngu Alberts Guðmunds-
sonar og Matthíasar Johannes-
sen, hefði valdið sér miklum
leiðindum þegar hann sjálfur
kom til Skotlands til að halda
áfram námi: Bretar ætluðu ekki
að hleypa þeim leiða spíón
Rússa, JóniBaldvin, innísitt
góða land! Allt fór samt vel að
lokum og mun mannorð Jóns
löngu hreint orðið hjá þeim áfem
reka listagerðir yfír grunsamlega
menn.
Að lokum minnist Jón Baldvin
á, að hann hafi gert Rússum
löngu síðar grikk nokkurn svo-
sem í hefndarskyni fyrir uppá-
komuna í Naustinu forðum. Það
var ágætis prakkarastrik, því ekki
það. En það er eitt sem er dálítið
skrýtið við alla þessa skemmti-
legu sögu: og það er að Jóni Bald-
vin skúli ekki hafa dottið í hug að
gera svosem eina smáglennu
þeim Moggastrákum sem voru
sannarlega sekir um að
meinleysisstúdent af íslandi
komst um skeið á svartan lista hjá
Natómönnum.
Rangmyndir
En satt best að segja hefur
aldrei skort á það, að Mogga-
menn og aðrir slíkir stráðu um
sig með „upplýsingum” til gesta
og gangandium aðþessi eðahinn
landi þeirra væri kommúnisti, að
þessi eða hinn fundurinn væri
„innblásinn af kommúnistum” og
þar fram eftir götum. Þessi
blanda af léttúð og formyrkvun,
sem eigin fordómar þessara
manna bera ábyrgð á, hefur orðið
til þess, að um vestræn lönd hafa
farið undarlegustu „heimildir”
um íslenskar vinstrihreyfingar og
vinstrisinna, sem oftar en ekki
leiða til meiriháttar rangmynda
af íslenskri pólitík þegar erlendir
fréttasnápar eru að blaða í úr-
klippum og fleiri gögnum til að
smíða sér „bakgrunn" við ný-
legum tíðindum af fslandi.
Sá slappi krati
Stundum hitta svo rangfærsl-
urnar þá sem síst áttu von á þeim.
Til dæmis er það klippara í fersku
minni, að þegar Geir Hallgríms-
son fór fyrstur íslenskra forsætis-
ráðherra í opinbera heimsókn til
Sovétríkjanna birtist greinarkorn
í blaði einu í New York, þar sem
fjallað var um ískyggileg áhrif So-
vétmanna á íslenskt þjóðlíf og
stjórnmál. Eftir að greinarhöf-
undur hafði býsnast mikið (eins
og Morgunblaðsmenn hafa
stundum gert) yfir þeim voða, að
íslendingar keyptu mestallt bens-
ín sitt af Rússum, var svo vikið að
nýafstaðinni heimsókn Geirs til
Moskvu. Sagði í greininni á þá
leið, að margir bæru ugg í hjarta
yfir því að „sósíaldemókratinn
Hallgrímsson” hefði sýnt linkind
og tilhliðrunarsemi við björninn
rússneska svo til vansæmdar
væri! - áb
- af landkynningu * eggj-
andi búningi
Svana Baldursdóttir, Snorra Brynjólfsdóttir
och Freyja Höskuldsdóttir undrar nárdu
kommer till Reykjavik?
.ik
k'Ti .ildni: li.it pmvai Hrykia
.I Mu.it d.ii |..idr>|.M
• linmiai m.it hifamlaii
l'.’i kvalKkvAi. ii vaxt r K.-vki.t
,k till I I. nkug >n>rsiatl
ii'-
Spfcialpris!
Minisonu'ster inkl. íörstaklasshoieU:
Frán Stockholm 1.1)95:-.
Frán (H)tebory; 1.800:-.
Frán Kopenhamn 1.875:-.
Auglýsing frá Kluglciðum scm birtist j Dagens Nyheter (12.september 1982).
An er illt gengi..
Þegar furðulegar greinar birt-
ast um ísland í erlendum blöðum,
eða áherslur í þeim eru eitthvað
óhagstæðar okkur, er venjulega
rekið upp heilmikið ramakvein -
einkum og sérílagi ef að grein-
ahöfundar eru Norðurlanda-
menn.
En í þessum umfjöllunarmál-
um sannast það oftar en ekki,
að án er illt gengi nema heiman
hafi. Fréttaritari Tímans í Sví-
þjóð víkur að þessu í grein í blaði
sínu í fyrradag, þar sem tekur til
meðferðar auglýsingaherferð
Flugleiða, sem eru að reyna að
lokka Svía til íslandsferða. Hann
segir m.a.:
„Sannast sagna olli þessi aug-
lýsing sprengingu meðal þeirra
Islendinga sem ég umgengst hér í
Uppsölum. Ástæðurnar eru tvær.
í fyrsta lagi bjóða Flugleiðir flug-
ferð til íslands, gistingu og mat á
hótel Loftleiðum á la^gra verði en
það fargjald sem Islendingum
sem hér búa hefur staðið til boða
um jólin. En eins og flestir reyna
íslendingar sem eru búsettir er-
lendis að hafa efni á, að
heimsækja vini og ættingja heima
á íslandi um jólin. íslendingafé-
lögin hér í Svíþjóð og annars
staðar hafa ár eftir ár staðið í
harðvítugum samningaviðræðum
við Flugleiðir um jólafargjöldin
en aldrei tekist að ná jafn hag-
stæðum kjörum og félagið býður
sænskum almenningi upp á nú í
vetur.
En það er fleira en gisting og
matur sem Flugleiðir bjóða vænt-
anlegum helgarfarþegum sínum
upp á í íslenskum vetrarkulda.
Þær stöllur Svana Baldursdóttir,
Snorra Brynjólfsdóttir og Freyja
Höskuldsdóttir bíða kviknaktar í
einni og sömu lopapeysunni eftir
að sinna lúnum ferðalang og leiða
hann um gleðigötur skemmti-
borgarinnar Reykjavík. Borgar-
innar sem breytist í iðandi stór-
borg þegar húmið fellur á.”
Hver bjargar
œrunni?
Fréttamaðurinn hefur því við
að bæta, að það sé huggun harmi
gegn að sænskur kvenblaðamað
ur hafi reynt að prófa innihald
auglýsinganna og komist að því,
að íslenskt kvenfólk sé ekki eins
lauslátt og ætla mætti af auglýs-
ingunni og Reykjavík ekki sú
sæla gleðiborg sem þar var gefið
til kynna.. „Þar með hefur heiðri
íslenskra kvenna verið bjargað
að sinni”, segir Tímamaðurinn.
Svo sannarlega eru uppákomur
heimsins merkilegar. Eða hvað
skyldu Svarthöfðarnir segja um
þá býsn, að það þurfi sænskan
kvenmann og líklega jafnréttis-
konu (sbr. Tímann í gær) til að
bjarga þeirri æru sem höfðingjar
íslenskra ferðamála vildu glutra
niður? _ áb.