Þjóðviljinn - 27.10.1982, Side 2

Þjóðviljinn - 27.10.1982, Side 2
2 StJ)A — ÞJóÐyiLJINM Miðvikudagur 27. október 1982 , mmm 9 9 Rœtt við Guðmund Björgvinsson listamann um skáldsögu hans Allt meinhægt” sem kemur út á næstunni - Guðmundur Björgvins- son hefur getið sér gott orð sem myndlistarmaður en þessa dagana er hann að stíga ný skref á listabrautinni, því von er á nýrri skáldsögu eftir Guðmund sem hlotið hefur m nafnið „Allt meinhægt”. Út------ gefandi er útgáfufélagið „I.ífs- mark” sem er hópur áhuga- manna um menningarmál. ískyggilega nákvæm skýrsla mundur Björgvinsson. Myndin er úr nýrri bók Guðmundar sem kemur út á næstunni „Hinn venjulegi sovétþegn” er 70,8 kg á þyngd Fer 16 sinnum íhfoaan Að beiðni Tassfréttastofunnar hefur miðstjórn tölfræðirann- sóknarstofnunar Sovétríkjanna gert yfirlitsmynd af „hinum venj- ulega sovétþegni”. Hvernig er hann svo? Við skulum kalla hann Alex- ander Kuznetsov. Bæði nöfnin eru algeng í Sovétríkjunum. Hann er 170,1 sentimetrar á hæð og 70,8 kg á þyngd. Hann er gift- ur, býr í borg og vinnur iðnaðar- störf. Vinnuvika Kuznetsovs er 39,4 klst. Hann greiðir aðeins 3% af tekjum sínum fyrir tveggja her- bergja íbúð, sem er vel búin hús- gögnum og véiakosti, af því tveir þriðju af húsnæðikostnaði hans eru greiddir af ríkinu. Húsaleiga hefur ekki hækkað í Sovétríkjun-1 um síðan faðir Kuznetsovs fædd- ist, en hann er nú að verða 55 ára. Hann horfir á sjónvarp og hlustar á útvarp 90 mínútur á dag til jafnaðar (meira á frídögum). Hann les a.m.k. 21 bók á ári, sem hann fær lánaðar í almennings- bóksafni. Hann les dagblöðin regiulega og fer 16 sinnum í kvik- myndahús á ári. Barnaskóli í lóskurðar- stofunni Lóskurðarstofan gamla við Aðalstræti, sem hugmyndin var að yrði embættisbústaður land- og bæjarfógeta allt frá því að Finne varð fógeti, var nú orðin svo af sér gengin vegna viðhaldsskorts, að hún þótti ekki hæf til íbúðar. Gat Ulstrup fógeti talið rentukam- merið á það árið 1830 að hið • opinbera keypti svonefnda 1 Bergmannsstofu, sem var hin- um megin götunnar, norður af gamla kirkjugarðinum, og yrði hún embættisbústaður fógetans. Þótt lóskurðarstofan væri las- burða vildi Krieger stiptamtma- ður ekki láta rífa hana en fékk stjórnvöld til að gefa hana Reykjavíkur- og Seitjarnarnes- hreppum og yrði hún gerð að einskonar „fátækrahúsi” fyrir hreppana. Þeir þáðu gjöfina en ekkert „fátækrahús” leit þó dags- ins ljós. Leið svo fram á árið 1831. Þá hugkvæmdist Gunnlaugi Oddssyni | dómkirkjupresti að leggja til að lóskurðarstofan yrði notuð til barnaskólahalds. Þótti það þjóðráð. Tók Ólafur Einarsson Hjaltested að sér for- stöðu barnaskólans og gegndi því , starfi með miklum sóma í ntu vet- ur en þá gerðist hann prestur að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. - mhg - Nei, þetta er ekki það fyrsta sem ég skrifa. Það hafa .birst: eftir mig smásögur í blöðum og tímari- tum, en ég hef frekar lítið sinnt skriftum þar til ég fór að eiga við þessa skáldsögu. - Ertu búinn að ganga lengi með hana í maganum? - Já ég er búinn að vera með hugmyndina að efnisþræði í hug- anum síðustu 5 ár. Unnið nokkuð markvisst og margskrifað mig í gegnum efnið. - Um hvað fjallar svo sagan? - Þetta er nákvæm skýrsla, kannski ískyggilega nákvæm skýrsla um 4 daga í lífi miðaldra einstæðs bankastarfsmanns. Sög- ■ usviðið er Reykjavík nútímans. - Hver er kveikjan, af hverju bankastarfsmaður? - Ég vann einu sinni í banka sem gutti, og byggi sjálfsagt að einhverju leyti á þeirri reynsiu, en það skiptir kannski minnstu við persónusköpun aðalpersón- unnar. Ég er að reyna að kryfja þessa persónu, Sigurð Bjarnason bank- amann. Kafa alveg skefjalaust inn í hausinn á honum. - Og niðurstaða krufningar- innar, liggur hún fyrir? - Já, hún gerir það. Þetta er kaldhæðin iýsing á nútímalífi. Einsemd og einangrun nútíma- mannsins, stirnað líf. Sigurður er samt engin steríotýpa, hann hef- ur sín sterku sérkenni. - Var erfitt að skrifa þessa sögu? - Já mér fannst það. Þetta virkaði eins og grjótburður á mig. - Af hverju skálds ögu, hví hélstu ekki áfram að föndra við pensilinn? - Eg les geysilega mikið af skáldskap, og fæ vissulega marg- ar hugmyndir út frá öllum þeim lestri. Mig langaði að segja frá einhverju sjálfur. Hafði mikla þörf fyrir að tjá mig á prenti. Þetta form er svo gjörólíkt því sem ég hef tamið mér í myndlist- inni. Þar er ég algerlega hafta- laus, sífellt að brjótast út. Skrift- irnar kalia á miklu meiri ögun. Það er að vissu leyti búið að marka manni ákveðinn bás, áður en byrjað er að skrifa. - Hvað ertu að boða hciminum með þessari sögu? - Kannski er boðskapurinn ekkert annað en bókin sjálf. Þetta er enginn alheimsfrelsunar- boðskapur. Ég hef litla trú á slík- um bókmenntum. Persónuvand- amál Sigurðar er gagnrýni á mos- avaxinn nútímalifnað og eins samkennd með honum. Heimur- inn er ekki bara svart og hvítt, eins og sumar bókmenntir vilja halda fram. - Ertu með fleira í takinu? - Já ég er búinn að fullklára aðra sögu. Þess vegna hafði ég mikla þörf fyrir að koma þessari á prent. Hún er þegar farin að heyra fortíðinni til. Ég þarf að fá frið til að einbeitamér frekar að hinni sögunni. Það er alltaf hægt að betrumbæta. - Hvernig hefur þér gengið að lifa á listinni? - Síðustu 5 ár hef ég eingöngu verið í myndlist og bókmenntum. Það má deila um hvort hægt sé að kalla þetta iíf. Ég hef sýnt nokk- uð mikið. Að lifa á myndlist er eins og að iifa á happdrætti, nema ég hef verið nokkuð heppinn með vinninga. En það hafa lika verið tímabil þegar allt hefur stefnt í svartnættið. - Þú myndskreytir að sjálf- sögðu nýju skáldsöguna? - Já, þetta eru raunar meira en skreytingar. Myndirnar eru viss viðbót við bókina svona til að gefa henni meira gildi. Ferðamenn á Svalbarða Norðmenn leyfðu ferða- I mönnum að spóka sig á Sval- j barða í sumar. Að sögn „Freys” voru skipulagðar fjögurra og ell- efu daga gönguferðir frá Long- year þorpi í júlí og fyrripartinn í ágúst. Vissum reglum verða ferða- menn þó að hlíta. Þeir mega ekki eyðiieggja eða ræna jurtum og ekki skilja eftir sig rusl. Ýmislegt getur hent ferðamenn á þessum hjara heims og því verða þeir að setja 250 kr., (22 dollara) trygg- ingu til þess að standa straum af hugsanlegri aðstoð, t.d. ef sækja þarf þá í þyrlu. Þátttakendur mega ekki vera yngri en 18 ára. Verulegan hluta væntanlegs kostnaðar verður að greiða fyrir- fram. í sumar voru það einkum Þj óðverj ar, Austurríkismenn, Japanir og Bandaríkjamen sem heimsóttu Svalbarða. - mhg Chon-Bendit: „lifið betur á lægri launum” Sá hefur ráð sem á reipi heldur Daniel Cohn-Bendit, sem eitt sinn var kallaður „Rauði Danni” og varð frægur sem talsmaður námsmannauppreisnarinnar í V- Evrópu 1968, hefur undanfarið starfað með stjórnleysingjahópn- um þeim í Frankfurt, er leitað hafa nýrra óhefðbundinna leiða í pólitíkinni og barist gegn of- neyslu og vopnakapphlaupi á Vesturlöndum. Þýska blaðið Der Spiegel segir að Cohn-Bendit hafi nú fengið atvinnu í Frakk- landi. Hann á að sjá um útvarps- þátt fyrir Europe 1- útvarpsstöðina tvisvar í mánuði. Þáttur þessi verður á dagskrá á kvöldin og hefur einn þátturinn fengið yfirskriftina: „Orðið er láust fyrir alla þá sem vilja lækka í tekjum til þess að lifa betur.” Cohn-Bendit mun fá 16.800 krónur á mánuði í laun fyrir að stýra þættinum. Brúum kynslóðabilið

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.