Þjóðviljinn - 27.10.1982, Page 6

Þjóðviljinn - 27.10.1982, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 27. október 1982 Kveðjur frá Fósturskóla fslands og Fóstrufélagi íslands Brautryðjandinn Þórhildur Ólafsdóttir Fædd 18.7. 1900 Með Þórhildi Ólafsdóttur fyrr- verandi forstöðukonu er gengin merk kona og mikilhæf. Hún var brautryðjandi á sviði dagvistar- mála, og með starfi sínu að uppeld- ismálum markaði hún stefnu og hafði þau áhrif á samtíð sína að ótrúlegt getur talist. Þórhildur var önnur fóstrumenntaða konan á ís- landi, en menntun sína hlaut hún á Socialpedagogiska seminariet í Stokkhólmi. Þegar Þórhildur kom heim frá námi haustið 1939 höfðu aðeins verið rekin hér dagheimili á sumrin, ætluð börnum mæðra sem unnu í fiski. Leikskólastarfsemi þekktist ekki. Það var ekki vegna þess að dagvistarheimili væru ó- þörf, heldur skorti vilja skilning og fjármagn til þess að hrinda þess- um málum í framkvæmd. Þegar eftir heimkomuna fór Þór- hildur að berjast fyrir því að koma á fót dagheimilum og leikskólum sem starfrækt væru allt árið. A þessum árum var mikið atvinnu- leysi og liðu mörg börn næringar- skort að dómi bamavemdamefnd- ar. Ósk Þórhildar var að starf- rækja dagheimili fyrir börn þar sem þau fengju góðan og hollan mat og stuðlað væri að líkamlegum og andlegum þroska þeirra. Hvar- vetna mætti Þórhildur skilningsleysi hjá opinberum aðilum. Þórhildur sótti um styrk úr Barnauppeldis- sjóði Thorvaldsensfélagsins og fékk þrjú þúsund krónur til þess að starfrækja dagheimili Hún leitaði aðstoðar þar sem aðstoð var að fá, hjá heildsölum, fisksölum, vinum og frændfólki. Hún tók húsnæði á leigu á eigin ábyrgð. Dagheimilið opnaði hún 1. febrúar 1940. Börnin voru 20. Hún hafði eina stúlku sér til aðstoðar, en sjálf vann hún kauplaust. Að þremur mánuðum liðnum voru peningarnir búnir og dagheimilinu lokað. Þetta er glöggt dæmi um áhuga hennar fyrir málinu og sér í lagi þar sem hún yfirgaf gott skrifstofustarf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur til þess að helga sig málefnum barna og mennta sig til þess. Haustið 1940 hófst starfsferill Þórhildar hjá Barnavinafélaginu Sumargjöf. Sumargjöf fékk þá um- ráð yfir húsi við Amtmannsstíg sem var í eigu ríkisins og varð Þórhildur þar forstöðukona Auk dagheimil- is var starfræktur leikskóli þar sem börnin áttu kost á að dveljast hlut úr degi við þroskandi leiki og störf. dáin6.8. 1982 Leikskólar fyrir börn var mikið hjartans mál fyrir Þórhildi, bæði vegna þess að hún hafði kynnst þessari starfsemi á Spáni og í Sví- þjóð, og eins það að dagheimili höfðu á þessum árum á sér stimpil fátækrahjálpar. En með leikskól- astarfseminni hugðist hún ná til barna frá betur stæðum heimilum og stuðla þannig að eðlilegri félags- legri blöndun. 1941 lagðist starfsemin niður við Amtmannsstíg, þar sem ríkið tók húsið til annarra nota. Eftir að Þórhildur hafði sannfært bæjarstjórn Reykjavíkur um að það væri ódýrara fyrir bæjarsjóð aö styrkja barnaheimili en að sjá ein- stæðum mæðrum og börnum þeirra farborða fékkst styrkur árið 1943. Eftir það fór að rofa til í þessum málum. Sumargjöf keypti hús við Tjarnargötu, Tjarnarborg, og nýtti undir dagheimili. Þarna settist Þórhildur að og hélt áfram við ævistarfið; kom sér þá vel menntun, dugnaður og stjórnsemi, sem hún átti í ríkum mæli. Það hefur ekki verið létt verk að hefja það starf sem hún tók að sér og hafa enga fóstru sér til aðstoðar. Hún lagði alla tíð ríka áherslu á að börnin fengju næringarríka fæðu og að hreinlæti væri í hávegum haft. Hún hafði sérstaka tilfinningu fyrir því, að fallegur garður með blómum, grasi og trjám væri í kring um barnaheimilin og að börnin lærðu að umgangast gróðurinn. 1 Tjarnarborg var húsnæði fyrir starfsstúlkurnar og bjuggu þær oft 8 í húsinu auk Þórhildar. Margar af starfsstúlkunum voru utan af landi, og var þetta því þeirra annað heimili, og tók hún þátt í því að gleðjast með þeim á hátíðar- stundum. Þegar Laufásborg var opnuð ár- ið 1952 réðst Þórhildur þangað sem forstöðukona. Hún lét af störfum sjötug að aldri. Fóstrufélag íslands gerði Þór- hildi að heiðursfélaga sínum þegar hún varð sjötug. Félagið vottar hinni látnu virðingu og þökk. Blessuð sé minning hennar. Fóstrufélag íslands Fyrir réttum 36 árum tók til starfa í Reykjavík nýr skóli undir nafninu Uppeldisskóli Sumargjaf- ar. Hlutverk hans var að mennta stúlkur til starfa á barnaheimilum. í þá daga þótti þetta allnýstárleg hugmynd, nánast fjarstæða. Bak við allar nýstárlegar hug- myndir og nýjungar er framsýnt fólk, fólk sem er á undan sínum tíma í hugsun og athöfn. Á bak við hugmyndina um fóstrumenntun og uppeldis- eða fósturskóla á íslandi var framsýn og stórbrotin kona, Þórhildur Ólafsdóttir, forstöðu- kona. Hún lést sem kunnugt er 6. ágúst sl. 82 ára gömul. Vegna fjarveru minnar átti ég þess ekld kost að minnast samstarfs konu minnar og vinkonu við lát hennar í sumar. En fáum er það skyldara —- og ljúfara en mér að minnast þessarar merku konu. Þórhildur Ólafsdóttir var fædd á Stóra-Hrauni í Árnessýslu, 18. júlí árið 1900, dóttir hjónanna Kristín- ar ísleifsdóttur og séra Ólafs Helg- asonar. Var hún af landskunnum og merkum ættum, sem hér verða ekki raktar. Þó má geta þess, að Þórhildur bar nafn ömmu sinnar, Þórhildar dóttur Tómasar Sæ- mundssonar prófasts á Breiða- bólsstað. Faðir Þórhildar, séra Ólafur, var brautryðjandi um kennslu heyrnar- og málleysingja og rak málleysingjaskóla á heimili sínu frá 1891 til dauðadags, en hann dó um aldur fram árið 1904. Skólinn var þó rekinn áfram á Stóra-Hrauni fram til ársins 1910. Ólst því Þórhildur upp á fjöl- mennu menningarheimili, þar sem íslenskar hefðir voru í hávegum hafðar og umhyggja fyrir lítilmagn- anum var eðlilegur þáttur í daglegu lífi. Veganestið frá Stóra-Hrauni mótaði án efa lífsviðhorf hennar varanlega, eins og fram kom í því að hún valdi barnauppeldi að ævi- starfi og gerði bættar uppeldisað- stæður borgarbarna að baráttumáli sínu. Þórhildur stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík og lauk prófi þaðan. Síðan dvaldi hún í Englandi í eitt ár. Á Spáni bjó hún í 3 ár með systur sinni og mági, þeim Karitas Ólafsdóttur og Helga Guðmundssyni, bankastjóra, þau hjónin studdu Þórhildi með ráðum og dáðum í brautryðjandastarfi hennar fyrr og síðar Þegar heim kom frá Spáni, vann hún í 5 ár við skrifstofustörf hjá Rafveitu Reykjavíkur. Þau störf fullnægðu henni ekki hvorki lífs- viðhorf hennar né forystuhæfi- leikum. Hugur hennar hafði ætíð staðið til uppeldis- og kennslu- mála, eins og hún átti kyn til. Þrjátíu og átta ára gömul tók hún þá ákvörðun „að fara úr fínni kont- órstöðu í gagnslaust nám“ eins og hún orðaði það sjálf með kímnis- glampa í augum. Haustið 1938 fékk Þórhildur inn- göngu í „Socialpedagogiska seminariet“ í Stokkhóhni — fósturskóla sem þá var nýstofnað- ur. Skóli þessi var stofnaður árið 1936 að tilhlutan Ölvu Myrdal, heimskunn sem sendiherra Sví- þjóðar á Indlandi og fyrir störf sín að friðarmálum á alþjóðavett- vangi. Sem kunnugt er hlaut hún friðarverðlaun Nobels nú fyrir skömmu. Alva Myrdal var fyrsti skólastjóri þessa fósturskóla í Stokkhólmi og gegndi því starfi fyrsta áratuginn. Socialpedagogiska seminariet var þá boðberi nýrrar stefnu um uppeldi borgarbarna í nútíma þjóðfélagi. Þeirri stefnu eru gerð góð skil í bók Ölvu Myrdal „Stads- barn“ eða „Borgarbarnið" sem út kom skömmu áður en skóli hennar hóf göngu sína. Hreifst Þórhildur mjög af þessum nýju kenningum og hafði þær að leiðrljósi, er heim kom og hóf brautryðjandastarf sitt af brennandi áhuga með öðrum Bygging 7 á Landspítalalóð Loftræstitæki Tilboð óskast í smíði og uppsetningu á loftræstitækjum í blásaraklefa byggingar 7 á Landspítalalóð í Reykjavík. Frágangi útsogsgreina skal lokið 15. desember 1982 og öllu verkinu skal skila 1. febrúar 1983. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7 í Reykjavík, gegn 500 kr. skilatryggingu. »Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn, 11. nó- vember 1982, kl. 11.00 INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 POSTHÓLF 1441 TELEX 2006 mætum mönnum hjá Barnavinafé- laginu Sumargjöf. Þórhildur hafði ekki unnið lengi sem forstöðukona, þegar henni var fyllilega ljóst, að ekki var unnt að reka barnaheimili sem verðugar uppeldisstofnanir án þess að til starfa fengist fólk, sem hlotið hafði uppeldisfræðilega menntun til þessara starfa. Hjá Þórhildi höfðu þó unnið úrvalsstúlkur, sem hún mat að verðleikum, enda taldi hún ekki eftir sér að kenna þeim og stjórna. Árið 1945 tók Þórhildur að vinna af alefli að því, að skóli yrði stofn- aður til að mennta fólk til fóstru- starfa. Átti hún frumkvæðið að stofnun Uppeldisskóla Sumargjaf- ar, sem síðar varð Fósturskóli ís- lands, eins og áður segir. Undir forystu ísaks Jónssonar, formanns Barnavinafélagsins Sumargjafar, tókst að fá styrk til reksturs skólans frá ríki og Reykjavíkurborg. Um þetta mál sagði Þórhildur svo frá í viðtali við Fóstrublaðið 1970, er hún lét af störfum sem forstöðu- kona: „Hófust nú allir handa. Ég man ekki lengur hver gerði hvað, en mér var falið að leggja drög að starfsemi þessa væntanlega skóla og útvega skólastjóra og aðalkenn- ara. Tilhögun skólans mioaði ég nú aðallega við þann ágæta skóla, sem ég hafði numið við í Stokkhólmi. Svo tókst mér að klófesta Valborgu Sigurðardóttur, sem þá var að ljúka námi í sálar- og uppeldisfræði í Bandaríkjunum“. Þannig var upphaf sambands okkar Þórhildar. Hún „klófesti mig unga að aldri Við höfðum aldrei sést fyrr en ég kom heim til Islands að námi loknu og tók að starfa með henni að undirbúningi skólans. Skólastarfið hófst 1. október 1946 í einnu stofu í barnaheimilinu Tjarnarborg undir verndarvæng Þórhildar, sem þar var forstöðukona. Þar tókst sam- starf með okkur Þórhildi, sem átti eftir að standa í aldarfjórðung og vinátta, sem varði meðan henni entist líf og heilsa. f kringum Þórhildi var aldrei kyrrstaða. Því gat hún ekki unað. Hún var kvik í hreyfingum, létt í spori, bar höfuðið hátt, var einarð- leg í fasi og gustmikil á stundum. Hún var stjórnsöm athafnakona, sívakandi og stórhuga. Hún var traustur samstarfsmaður, ákveðin í skoðunum og fylgin sér og lét ógjarnan hlut sinn fyrir öðrum. Gat því verið erfitt fyrir ungan og reynslulausan samstarfsmann að halda hlut sínum, ef ámilli bar. Við vorum oft ósammála og skarst í odda með okkur. En við virtum hvor aðra og vinátta okkar stóð traustum fótum. Þórhildur var vin- ur vina sinna hún kunni að gleðj- ast með glöðum og hryggjast með hryggum. I skaphöfn hennar voru margir strengir — allir hljómmiklir. Hún var skemmtileg kona og höfðingi heim að sækja. Hvar sem hún bjó sér heimili hvíldi yfir því sérstakur þokki menningar og myndarbrags. Naut ég þar þrá- faldlega góðra stunda með góðum gestum. Var þá óspart spilað og sungið, því Þórhildur var söngvin og unni hljómlist. Hún naut þess að vera gestgjafi og kunni manna best að halda hátíð. En Fósturskólinn var óskabarn Þórhildar. Á 25 ára afmæli skólans árið 1971, færði hún „óskabarninu sínu“ — eins og hún orðaði það sjálf — allar sænsku námsbækurn- ar sínar og myndarlega fjárupphæð til bókakaupa að auki. Sýndi það best umhyggju hennar fyrir fóstrumenntuninni og tryggð hennar við skólann, sem aldrei brást. Fyrir hönd Fósturskóla íslands og sem skólastjóri hans þakka ég henni að leiðarlokum fyrir for- göngu hennar um stofnun skól- ans og annað framlag hennar til fóstrumenntunar í landinu. Gengin er gagnmerk og stórhuga _ kona, sem unni landi sínu og þjóð' og skilaði þjóðinni heillaríku ævi- starfi. Ég minnist vináttu hennar ogtryggðar og þakka henni fyrir að hafa „klófest" mig og beint áhuga mínum inn á þá braut, sem raun ber vitni. Fjölskyldu hennar, sem hún var bundin sterkum kærleiks- og tryggðarböndum, sendi ég ein- lægar samúðarkveðjur. Valborg Sigurðardóttir 1X2 1X2 1X2 9. leikvika - leikir 23. október 1982 Vinningsröð: X11-X11-X11-X11 1. vinningur: 12 réttir- kr. 10.650.- 686 7914 11162 15437+ 75851(4/11)+ 94412(6/11) 2312 9732 11334 16100 90284(6/11)+ 95852(6/11)+ 5510 10298 12812 18730(2/11)+ 91085(6/11) 7237 10618 13721 22678 93871(6/11) 2. vinningur: 11 réttir - kr. 531.00 528 11138 60967+ 69547 74946+ 91310 + 97628 1316 11517 61006 69644 75334+ 92077 97697+ 2983 12246 62754 70158 76178 92231+ 97741 + 3601 12747 63014 70401 76181 + 93105 97901 4134 12958 63081 70758 76268+ 93857 6869(2/11) 4330+ 13574 63421 + 70816 78362 93966+ 60410(2/11) 4889 14126 63424+ 71547 80037 94029 63201(2/11) 4891 14467 63429+ 71874+ 80643 94252 63341(2/11) 4906 15377 63776 72024+ 80811 + 94317 63540(2/11)+ 5378 16109 66268 72211 + 81041 94403 72399(2/11) 7183 16944 66615+ 72216+ 81537 94413 76186(2/11)+ 7256 17420 67086+ 72572+ 90036 94495 76191(2/1)+ 7322 17891 67361 + 72926 90149+ 94617+ 76813(2/11) 7834 20229 68010+ 73419 90281 + 94815+ 81599(2/11)+ 8687 21373 68169 73745 90282+ 94924+ 92253(2/11) 8993 21642 68367+ 73844 90283+ 94978 8. vika: 9067 22071 68478+ 73846 90287+ 95851 + 60531 + 9088+ 22968 68957+ 73848 90323+ 96394 9231 + 22973 69509 74053+ 90359+ 96626 9780 60752+ 69518 74298 91249+ 96911 10922 60962+ 69538 74601 91256 97112+ Kærufrestur er til 15. nóvember kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skrif legar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR íþróttamiðstöðinni REYKJAVÍK

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.