Þjóðviljinn - 27.10.1982, Síða 8

Þjóðviljinn - 27.10.1982, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 27. október 1982 Hinum slösuöu var dreift um allstórt svæði umhverfis vélina sem átti að hafa nauðlent á norð-vestur flugbraut Keflavíkurflugvallar. Hér er verið að flytja þá síðustu á sjúkrahús. Ljósm. gel. Æfing á hópslysaáætlun Keflavíkurflugvallar Strax og fórnarlömbin úr flugslysini' komu í hersjúkrahúsið á Vellinum voru meiösli þeirra könnuö nánar og þeir síöan fluttir í skyndi til aögeröar. Flug AB-12 frá Kennedyflugvelli tilkynnir: NAUÐLENDING í Keflavík kl. 06.45 „Tilkynning barst frá DC-8 þotu bandaríska flugfélagsins Air Florida, sem þá var stödd 180 mílur vestur af íslandi, að véiarbilun hefði komið upp og væri mjög lágur þrýstingur á hreyfli 2. Einnig léti vélin ekki að stjórn. Kl. 06.45 nauðlenti svo þotan 3 kílómetra vestur af Keflavík. 100 manns eru um borð og talið að allstór hluti þeirra sé látinn. Nánari fréttir síðar.“ Nei, hér er sem betur fer ekki stuðst við sannleikann í fréttaflutn- ingi, en eitthvað á þessa leið voru fyrstu fréttir sem okkur blaða- mönnum bárust þegar við komum suður á Keflavíkurflugvöll í gær- nótt. Þá var að hefjast allsherjaræf- ing á vegum Almannavarna ríkis- ins og var ofangreint slys sett á svið. Árið 1980 var gerð svipuð æfing á skipulagi hjálparstarfs vegna hugsanlegs fjöldaslyss á Keflavík- urflugvelli. Síðan þá hafa tvær Flugleiðavélar í raun nauðlent á vellinum, og í ljósi fenginnar reynslu hefur hópslysaáætlun vall- arins verið endurskoðuð og gerðar á henni lagfæringar. Af hálfu Bandaríkjahers tóku þátt í æfing- unni um 16 deildir og þar má nefna slökkvilið, landgönguliða flotans, öryggisdeild, hersjúkrahúsið, björgunardeild og flutningadeild. Þeir íslensku aðilar sem tóku þátt í æfingunni voru flugmálastjórn, flugvallarstjóri og hans menn, lög- reglan og starfslið Fríhafnar og Flugleiða. Utan Keflavíkurflug- vallar tóku þátt í æfingunni sveitir Slysavarnafélagsins, Hj álparsveitir skáta, Flugbjörgunarsveitar og Rauða krossins, auk lögregluliðs, sjúkraflytjenda, slökkviðliða, sjúkrahúsa og Landhelgisgæslu. Tóku um 40 félög þátt í æfingunni, og er talið að um 1000 manns hafi tekið þátt í samæfingunni. Vettvangsstjóri á slysstaðnum var slökkviliðsstjórinn á Keflavík- urflugvelli, en heildarstjórn að- gerðanna var í höndum sameigin- Iegrar almannavarnanefndar Keflavíkurflugvallar. Starfið á milli umdæma og starfsemi aðila utan vallar var samræmd af Al- mannavörnum ríkisins. -v. Mikill viðbúnaður Strákarnir í slökkviliði Keflavík- urflugvallar undir stjórn Sveins Eiríkssonar voru fljótir að gera sig kiára þegar neyðarbjallan hljómaði. Ljósm. gel. Þegar blaðamenn komu á slysadeild Borgarspítal- ans í Reykjavík um kl. 9.30 í gærmorgun höfðu komið þangað 10 sjúkling- ar úr „slysinu“ á Keflavík- urflugvelli af þeim um það bil 30 sem von var á. Þar var samankominn mikið fjölmenni lækna og hjúkr- unarliðs og við spurðum Rögnvald Þorleifsson yfir- Iækni deildarinnar hvort allir starfsmenn spítalans hefðu verið kallaðir út. Hann vaðsvoekkivera,enætl- unin hefði verið að kalla út auka- krafta eftir því sem þörf væri talin á. Hins vegar væru margir viðbúnir á slysadeildinni, svo og ýmsum öðrum deildum spítalans, en þang- að færu sjúklingarnir eftir tegund meiðsla og ásigkomulagi. Tryggvi Þorsteinsson læknir sagði að auk Borgarspítalans hefði verið tekið á móti sjúklingum á Landakoti og Landspítala. Hins vegar ætti slysadeild Borgarspítal- ans að vera best í stakk búin til að mæta álagi af þessu tagi. Deildin væri ný og vel tækjum búin, og til dæmis væru þar 30 stútar í vegg þar sm hægt væri að gefa sjúklingi í bráðatilfelli súrefni, létta svæfingu og sog, auk þess sem aðstaða til að gera að bráðameiðslum væri mjög góð. -V. Það var nóg um hjálp- fúsar hendurá slysadeild Borgar- spítalans til að taka á móti „slösuðum“ úr nauð- lendingunni á Keflavíkurflugvelli. Ljósm gel.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.