Þjóðviljinn - 27.10.1982, Síða 11

Þjóðviljinn - 27.10.1982, Síða 11
Miðvikudagur 27. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Leitað að husi handa Ardiles Auknar líkur eru nú taldar á að Argentínumaðurinn Osvaldo Ardi- les gangi til liðs við Tottenham á ný næsta sumar en framlengi ekki lánssamning sinn við franska fé- lagið Paris St.Germain eins og sögur hafa verið á lofti um. Þetta þykir staðfest af enskum með því að vinir knattspyrnusnill- ingsins í London hafí að undan- förnu verið að skoða hús sem eru til sölu í Broxbourne Woods skammt fyrir utan stórborgina. í því hverfi, sem er afar ríkmannlegt, búa nokkrir þekktir knattspyrnumenn, svo sem Pat Jennings, Ray Clem- ence og Alan Sunderland. -VS Derby bjargað Derby County, liðinu sem varð Englandsmeistari í knattspyrnu 1972 og 1975 en situr nú við botn 2. deildar, hefur verið bjargað endan- lega frá hugsanlegu gjaldþroti er hangið hefur eins og skuggi yfir fé- iaginu síðan á dögum Tommy Doc- herty sem framkvæmdastjóra. Auðkýfingurinn Mike Watter- son hefur tekið við sem formaður félagsins og þegar eru um 500,000 pund af reikningi hans komin inná bankabók „The Rams“. John New- man verður áfram framkvæmda- stjóri liðsins og að sögn hins nýja formanns eru allar fregnir um að Derby sé að fá til sín sem stjóra Peter Taylor, Roy McFarland eða Mick Mills úr lausu lofti gripnar. - VS. Það eru Melavelli! Ekki hefur unglingalandsliðinu í knattspyrnu verið boðið uppá betri aðstæður til æfinga í Laugardaln- um en hinum landsliðunum á dög- unum. Strákarnir sem leika við íra í Dublin þann 10. nóvember í Evr- ópukeppni unglingalandsliða, hafa að vndanförnu æft á flötinni fyrir framan sundlaugarnar. Eins og frægt er orðið eru þar engin mörk, og ekki fást þau hjá yfirvöldum á Laugardalsvelli frekar en þau væru úr gulli. Strákarnir hafa því af og til þurft að fara upp á Mclavöll, og þó hábölvað sé að æfa á malarvelli fyrir grasleik, eru þar þó altjént tvö mörk...! - VS. Haukur endur- ráðinn Haukur Hafsteinsson hefur verið endurráðinn þjálfari 2. deildarliðs Víðis úr Garði í knattspyrnu. Undir stjórn Hauks, sem einnig þjálfar unglingalandsliðið, urðu Víðismenn öruggir sigurvegarar í 3. deild á nýloknu keppnistímabili. - VS. Fastir liðir eins og venjulega. ÍR var að lcika í 1. deild karla í hand- knattleik í gærkvöldi og andstæð- ingurinn var Fram. Að sjálfsögðu var um Framsigur að ræða og þeg- ar á það er litið að Fram er næst- neðst í 1. deild sést hve gífurlegt regindýpi skilur á milli IR og ann- arra 1. deildarliða. Lokatölurnar urðu 25-16, Fram í hag, munur sem hefði getað orðið helmingi meiri ef Framarar hefðu beitt sér á fullu allan leikinn en ekki aðeins hálfan hálfleik. Það var á fyrstu fimmtán mínút- unum sem Framarar kafsigldu botnliðið. Þeir komust í 9-2 en í leikhléi stóð 14-6. Mest munaði ellefu mörkum, 22-11, en Fram, án Hannesar Leifssonar og Dags Jón- assonar, tókst ekki að varðveita þá forystu. Gunnar Gunnarsson og Er- lendur Davíðsson voru bestir hjá Fram. Allir fengu að spila og allir skoruðu. Gunnar 6/2, Egill 4, Er- lendur 4, Björn 3, Hermann 3, Brynjar, Hinrik, Jón Árni, Sig- urður og Viðar eitt hver. Craig Johnston, sem vill fara frá Liverpool, ensku meisturunum í knattspyrnu, þar sem hann fær ekki fast sæti í aðalliðinu, fer ekki til WBA þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir Miðlandaliðsins. WBA bauð Liverpool skipti, annaðhvort Gary Owen eða Steve Mackenzie fyrir Johnston, en Bob Paisley, framkvæmdastjóri Liverpool, hef- ur áhuga á hvorugum. Hann vill frekar Nick Pickering eða Stan Cummins frá Sunderland og lét fylgjast með þeim gegn Everton á laugardag. Arsenal hef- ur sýnt Johnston áhuga og gert er ráð fyrir að þeir reyni að fá hann til að lífga upp á sóknarleik sinn. -VS Sævar Jonsson, CS Briigge Marteinn Geirsson, Fram Atli Eðvaldsson, Dússeldorf Ómar Torfason, Víkingi Árni Sveinsson, Akranesi Arnór Guðjohnsen, Lokeren Sigurður Grétarsson, Breiðabliki Pétur Pétursson, Antwerpen ísland og Spánn mætast einnig í Evrópukeppni landsliða undir 21 árs og fer hann fram í Badajos og hefst kl. 17:30 að okkar tíma. Varðandi A-landsleikinn kvaðst Jóhannes renna nokkuð blint í sjó- inn hvað viðkemur spænska liðinu sem er mjög breytt frá HM en væri þó búinn að fá góða punkta um það frá aðstoðarmanninum Antonio, Spánverja sem giftur er íslenskri konu, og vonaði að þeir kæmu hon- um og íslenska liðinu til góða í leiknum í kvöld. - VS Pétur farinn til Ítalíu! Pétur Guðmundsson, körfu- knattleiksmaðurinn risavaxni sem að undanförnu hefur leikið með Portland Trailblazers í bandarísku atvinnudeildinni, NBA, er farinn til Ítalíu í vetur og leikur þar með sterku liði, Fabriano. Pétur náði ekki að komst í 12 manna hópinn sem Portland hyggst nota í vetur og því hefði hann lítið fengið að spila þar vestra. Portland lánaði því Pétur til ítalska félagsins en hann á eftir fjögur ár af samn- ingi sínum við þá bandarísku. — VS íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Ómar, Árni og Sig- urður hefja leikinn Um 400 Spánverjar fylgdust með íslenska liðinu æfa í gærkvöldi „Það voru um 400 manns að fylgjast með æfingu hjá okkur áðan. Áhuginn fyrir þessum leik hérna á Spáni er gífurlegur og í fjölmiðlum hér undanfarna daga hefur farið fram mikil kynning á íslandi. Landkynningin sem við fáum í kringum þennan landsleik er ótrúleg að umfangi. Maður er óvanur svona tilstandi, það hefur verið lítill friður hjá okkur fyrir fréttamönnum og það er beðið eftir leiknum í miklu ofvæni, ekki síst vegna þess að þetta er fyrsti leikur Spánverjanna eftir heimsmeistara- keppnina. Við æfðum á lcikvangin- um glæsilega hér í Malaga í kvöld, öll umgjörðin í kringum leikinn er glæsileg og ég vona bara að hann sjálfur verði í samræmi við það“, sagði Jóhannes Atlason landsliðs- þjálfari í knattspyrnu er Þjóðvilj- inn náði sambandi við hann í gær- kvöldi. Leikur Spánverja og íslendinga í Evrópukeppni landsliða í knatt- spyrnu hefst í kvöld í Malaga kl. 19:30 að íslenskum tíma. Þrjár breytingar hafa verið gerðar á byrjunarliði íslands frá leiknum á írlandi fyrir hálfum mánuði en eftirtaldir leikmenn hefja leikinn: Þorsteinn Bjarnason, Keflavik Örn Óskarsson, ÍBV Viöar Halldórsson, FH Allir léku með og allir skoruðu þegar Fram vann ÍR Björn Björnsson stóð upp úr hjá Steingrímsson dæmdu þokkalega ÍR og þá varði Guðjón Flauksson en brenndu sig á því eins og aðrir 1. ágætlega. Björn skoraði 5, Guðjón deildardómarar að flauta aukaköst M. 5/1, Þórarinn 3, Atli 1, Einar 1 of snemma og taka þannig góð °g Tryggvi 1/1. mörk af liðunum. Jón Hermannsson og Þórir — VS Johnston tU Arsenal? Arsþing Craig Johnston Ársþing Frjálsíþróttasambands íslands fer fram á Hótel Esju dag- ana 4. og 5. desember næstkomandi og hefst kl. 13 báða dagana. Til- lögur og málcfni, sem sambandsað- ilar ætla að leggja fyrir þingið þurfa að berast stjórn FRI sem fyrst, eða í síðasta lagi tveimur vik- um fyrir þingið, eða 20. nóvember. Lárus gerði danska bakvörð inn „hringavitlausan”! Lárus Guðmundsson var besti maður leiksins á Idrætsparken í Kaupmannahöfn Lese markeringer lod uge- nert Waterschei bygge et fly- dende positionsspíl op styret af landsholdsspilleren Leo Cluys- ters. Belgierne spredte spillet langs flojene eller splittede det danske forsvar med diagonale, flade pasninger gennem mid- ten. Banens i særklasse bedste spiller, den 19-árige islænding Larus 3udmundsson, voldte konstait de tunge drenge i B 93-fors'aret kvaler. Lynhur- tigt ryktede han og skabte hul- ler, gjode backen Lars Dals- borg het rundtosset og afleve- rede firt til sine medspillere. Fuldt hrtjent kronede han en flot p’rastation med Water- scheis aidet mál efter at have omdribht málmanden Bo Skovbjirg. í danska blaðinu „Informasjon“ rákumst við á meðfylgjandi greinarstúf sem er partur af ítarlegri frásögn blaðsins af leik B93 frá Kaupmannahöfn og belgíska félagsins Waterschei, sem Lárus Guðmundsson leikur með, í Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu. Lárus fær mikið lof danskra og segja þeir hann hafa verið besta mann vallarins, „banens i særklasse bedste spiller“. Lýsingin er afar lífleg og segir m.a. að Lárus hafi gert bakvörð danska liðsins „helt rundtosset“, sem samkvæmt dansk/íslenskri orðabók ísafoldar útleggst á okkar ylhýra máli „hringavitlaus“! _ys Klipp-Klipp-Klipp-Klipp- : : TOMMA: • HAMBORGARAA \ FRIMIÐI Ef þu kaupir emn TOMMA-BORGARA færðu annan fritt

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.