Þjóðviljinn - 27.10.1982, Síða 16

Þjóðviljinn - 27.10.1982, Síða 16
Miðvikudagur 27. október 1982 Aðalslmi ÞjóSviljans er 81333 Id. 9 - 20 mánudag til fóstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 „Stórslys” á Kef lavíkurf lugvelli: Æfingin tókst vel „I hcild tókst þessi æfíng vel og virðist skipulagið virka ljómandi, utan hvað tveir framkvæmdaþætt- ir brugðust hrapalega“, sagði Guð- jón Pedersen, forstjóri Almanna- varna ríkisins í gær. f gærmorgun var líkt eftir flugslysi á Keflavíkur- flugvelli og tóku um 1000 manns þátt í því að „bjarga“ 105 farþegum úr brennandi DC-8 flugvél. Þeir þættir sem brugðust voru annars vegar að „óslasaðir“ farþeg- ar voru fluttir í hersjúkrahús vallar- ins í stað þess að lenda hjá Rauða kross fólki í flugstöðinni og hins vegar urðu þau mistök í stjórnstöð að Flugbjörgunarsveitin var ekki inni í seinni boðuninni, aðeins þeirrí fyrri um að vera í viðbragðs- stöðu. „Að einu leyti missti æfingin þó marks,“ sagði Guðjón, „þar sem dagblaðið Tíminn birti ótímabæra frétt um æfinguna í þriðjudagsblaði sínu. Var Tíminn kominn á lögregl- ustöðina í Reykjavík um hálf þrjú leytið um nóttina og klukkutíma síðar á Borgarspítalann og í lög- reglustöðina í Kópavogi. Nætur- vaktir þessara staða vissu því allar af æfingunni, sem ekki er meining- in,“ sagði Guðjón. Það vakti athygli fréttamanna þar syðra að vopnaðir hermenn gættu flugvallarsvæðisins. Sagði Guðjón að samkvæmt skipulaginu hefði herinn með höndun stjórnun aðgerða innan flugvallarsvæðisins ásamt lögreglustjóra og slökkvi- liðsstjóra vallarins, sem báðir eru íslenskir. Herinn hefði því með| höndum stjórnun björgunarað- gerða og fyrstu meðferð en „slas- aðir“ farþegar færu beint undir stjórn íslenskra lækna. Ef „slysið“ hefði gerst utan vallarsvæðisins þar syðra, hefði almannavarnanefnd Suðurnesja haft með stjórnun að- gerða að gera samkvæmt sérstakri hópslysaáætlun. „Þá hefði dæmið algerlega snúist við,“ sagði Guð- jón. „Islendingar hefðu stjórnað aðgerðunum og herinn verið til að- stoðar." _ ÁI Hafnarkanturinn á Reyðarfirði: Bráðabirgða- viðgerð lokið Júgóslavneska flutningaskipið sem sigldi á bryggjuna á Reyðar- fírði sl. mánudagsmorgun er nú á hringsóli norður um land að lesta skreið. Hafa Reyðfírðingar óskað eftir því að trygging verði sett vegna skcmmdanna sem skipið olli á hafnarkantinum áður en það fer af landinu. Það skemmdist ekki við áreksturinn. Hörður Þórhallsson, sveitar- stjóri á Reyðarfirði sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að strax á mánudag hefði verið gert til bráða- birgða við bryggjukantinn til þess að koma í veg fyrir að fyiling í hon- um rynni út. Stefni skipsins kom þvert inn í bryggjuna og rauf 1,5 m breitt skarð í hana efst, það mjókk- aði niður og náði niður fyrir sjó- línu. Bjóst Hörður ekki við að fullnaðarviðgerð færi fram fyrr en næsta sumar en viðgerðin verður treyst eitthvað fyrir veturinn. Ekki er búið að meta tjónið en sagðist Hörður giska á að það næmi nokkr- um hundruð þúsunda króna. Sjópróf voru haldin á Eskifirði síðdegis á mánudag. í þeim kom fram að skipið kom á heldur mikilli ferð að bryggjunni og tók vélin seint við sér í afturábak. Bar mönnum ekki saman um hvort skipanir hefðu verið gefnar of seint eða hvort seint hefði verið svarað. Skipið sem er um 4500 tonn, klauf stálþilið og steypta þekjuna. Engin slys urðu á mönnum og engin önn- ur skip voru við þennan kant. Atvinnuástand er nú með besta móti á Reyðarfirði, mikil vinna í síldinni og slátrun nýlokið. Sagði Hörður að útlitið væri bjart svo framarlega sem ekki yrði aflabrest- ur. ísumarvar skiptumjarðvegog sett bundið slitlag á eina götu á Reyðarfirði auk þess sem vestast í þorpinu voru gerðar fyllingar undir nýtt iðnaðarsvæði. Áfram var hald- ið við byggingu íþróttahúss og áhaldahúss og hafin bygging tveggja deilda leikskóla. Haustið hefur verið gott, að sögn Harðar, og vetur konungur hefur enn ekki látið á sér kræla á láglendi. _ ÁI. Steinþór Þráinsson í hlutverki Papageno í Töfraflautunni. Ljósm.: eik. „Mozart var sení og að færa upp Töfraflautuna er mjög erfitt af því að allt er svo einfalt", sagði Gilbert Levine hljómsveitarstjóri íslensku óperunnar í samtali við Þjóðvilj- ann. En á morgun verður frumsýn- ing hinnar frægu Töfraflautu. Gilbert Levine sagðist sjálfur hafa átt hugmyndina að því að setja upp Töfraflautuna í Gamla bíói en hún hefði einmitt upphaflega verið samin fyrir lítil óperuhús og fyrir allan almenning en ekki bara yfir- stéttina. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri sagði við sama tækifæri að Töfraflautan ætti erindi til hvers manns því að persónurnar í henni væru ekki gerðar af guðum eins og í sumum óperum heldur venjulegu fólki með holdi og blóði. Hlutverkin í Töfraflautunni eru 24, og þar að auki kemur fram 26 manna kór og 35 manna hljóm- sveit. Með helstu hlutverk fara Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Garð- ar Cortes, Eiríkur Hreinn Helga- son, Steinþór Þráinsson, Guð- mundur Jónsson, Lydía Ruckling- er, Sieglinde Kahman, Elín Sigurv- Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri, Þorsteinn Gylfason og Gilbert Levine hljómsveitarstjóri segja blaðamönnum frá snilidarverkinu Töfraflaut- unni. Ljósm.: eik. insdóttir, Anna Júlíana Sveinsdótt- ir, Katrín Sigurðardóttir og Júlíus Vífill Ingvason. Leikmyndina gerði Jón Þórisson. Þess skal að lokum getið að Moz- art samdi Töfraflautuna á síðasta æviári sínu 1791 og er hún eitt! margslungnasta og ástsælasta lista- verk óperusögunnar. Hún hefur einu sinni áður verið sýnd á íslandi en það Var í Þjóðleikhúsinu 1956. -GFr. Herstödvaandstaedingar afhentu fyrirspurnir \ gær Árni Hjartarson og Jón Ásgeir Sigurðsson bíða eftir skrifstofustjóran- um Hannesi Hafstein. Þeir sögðust hafa beðið eftir viðtali við utanríkis- ráðherra sjálfan í 2 vikur, en gefist upp þegar sýnt var að hann hefði ekki tíma í bráðina til að taka á móti fyrirspurnum. Starfsmaður ráðuneytisins bankar uppá hjá skrifstofustjóranum. - (Ljósm.: - eik) Væntum svara fljótt og vel „Utanríkisráðherra hefur heila deild („varnarmáladeild") til að vinna í málum sem þessum, svo við væntum þess að svör við fyrir- spurnum okkar berist bæði fljótt og vel“, sagði Árni Hjartarson for- maður Miðnefndar Samtaka her- stöðvaandstæðinga sem afhenti Hannesi Hafstein skrifstofustjóra í utanríkisráðuneytinu í fjarveru ráðherrans (Ólafs Jóhannessonar)' fyltrspurnir frá Landsráðstefnu Samtaka herstöðvaandstæðinga um herstöðvamál. Spurt er hvaða skýringar íslensk stjórnvöld geti gefið á auknum umsvifum banda- ríska hersins hér á landi að undan- förnu. __________________________-og- Sjá á bls. 3. Hrygningarstofninn aðeins 265 þúsund tonn: Engar loðnuveiðar Bjartara útlit næsta haust Rannsóknir á stærð loðnustofns- ins sem lauk í síðustu viku staðfesta dökkar spár fískifræðinga frá í vor. Mældist hrygningarstofninn aðcins 265 tonn sem er langt innan þeirra 400 þúsund tonna marka sem veiðar hafa verið miðaðar við. Treysta fiskifræðingar sér því ekki til að mæla með loðnuveiðum á þessum vetri. Jakob Jakobsson fiskifræðingur, sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að í fyrrahaust hefði hrygningar- stofninn mælst 470 þúsund tonn. Aðeins hefðu þó um 135 þúsund tonn náð að hrygna vegna mikillar veiði í fyrravetur. Sagðist hann áætla að þorskurinn tæki 20-25% af hrygningarstofninum nú, þannig að ekki væri útlit fyrir að mælt yrði með veiðum í vetur. Jakob sagði að þó útlitið væri dökkt mætti greina eina ljósglætu, sem sé þá að óvenju mikið mældist af ársgamalli loðnu, þeirri sem kemur í gagnið næsta haust. Eftir væri þó að vinna betur úr þeim þætti rannsóknanna. I rannsóknaleiðangrinum sem stóð í 3 vikur tóku þátt íslenskir og norskir fiskifræðingar á rannsókn- askipunum Bjarna Sæmundssyni og G.O. Sars. Leiðangursstjórar voru Hjálmar Vilhjálmsson, Páll Reynisson og Are Domasnes. Alls mældust 560 þúsund tonn af loðnu, þar af 265 þúsund tonn af 2j a og 3j a ára loðnu sem hrygnir í vetur. Að- stæður til rannsóknanna væru mjög góðar hvað varðar ís og veður. Er því ekki ástæða til að ætla að skekkja leynist í niðurstöðunum að mati Hafrannsóknastofnunar. -ÁI S j á varútvegsráðherra um loðnustofninn:" i tii bjartsýni „Nýjustu mælingar á loðnu- stofninum gefa tilefni til nokkurr- ar bjartsýni", sagði Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráð- herra, í umræðum á alþingi í gær. Vitnaði Steingrímur til nýaf- staðins rannsóknaleiðangurs. ís- ienskra og norskra fiskifræðinga °g sagði að nú hefði hrygningar- loðna mælst 265 þúsund lestir en f fyrra hefði hún mælst 135 þúsund lestir. Þá benti ráðherrann á að eins árs loðna hefði nú mælst 260- 300 þúsund lestir en aðeins um 5 þúsund iestir í fyrra. Sagði Steingrímur að þó þessar tölur gæfu tilefni til bjartsýni, þá kæmi ekki til að leyfa loðnuveiðar fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. -óg.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.