Þjóðviljinn - 02.11.1982, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 02.11.1982, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 2. nóvember 1982 Tillögur um nýyrði Botngata- Vistgata Orðanefnd byggingarverk- fræðinga hefur senl frá sér eftir- farandi tiliögur um nýyrði: Götur, sem lokaðar eru í annan endann, voru fátíðar í borgum áður fyrr. Ekki þótti eftirsóknarvert að búa við slíkar götur. Frakkar nefndu þær cul- de-sac. Cul þýðir botn á ein- hverju, afturhluti, rass, og sac þýðir poki. Enskir nefna þær oft upp á frönsku, þótt þeir geti einn- ig sagt blind alley. Þýskir segja Sackgasse en á dönsku er til blindgade og sækkegade. f íslenskum orðabókum eru blindstræti, blindgata og botns- træti, en í talmáli heyrist pokag- ata, botnlangi og botnlangagata. Engin þessara orða hafa náð festu í málinu. Það hefur lítt kom- ið að sök meðan slíkar götur voru fáar. En nú er það breytt á bí- laöld. íbúðargötur, sem lokaðar eru í annan endann, eru á skömmum tíma orðnar algengar í skipulagi bæja. Urn þær götur aka ekki aðrir en þeir, sem þang- að eiga erindi. Ökuhraði er þar að jafnaði lágur, slysahætta og ónæði með minnsta móti. Slíkar götur þykja nú hinar bestu íbúðargötur. Við leggjum til, að þær verði nefndar botngötur. Víða erlendis hefur íbúðargö- tum verið lokað fyrir gegnakstri með því að breyta þeim í botngöt- ur. Það er liður í aðgerðum, sem á útlensku eru nefndar trafik- sanering. Við leggjum til, að slíkt verði nefnt umferðarbæting. Hugmyndin er frá Halldóri Hall- dórssyni prófessor. Hann hefur áður búið itl orðið loftbæting fyrir air-conditioning og loftbæt- ikerfi fyrir air-conditioning system. Sé götu lokað, kann að þurfa að gera snúningspláss fyrir bíla. A því eru víða annmarkar, ef landþrengsli eru og þéttbýli mik- ið. Við umferðarbætinu hefur þá þróast ný tegund af íbúðargötum. Þeim er ekki lokað í annan endann, en þær eru útbúnar til útivistar fyrir íbúana með bek- kjum, blómum og trjám og jafn- vel leiktækjum fyrir börnin. Bílar komast um þessar götu, en aðeins mjög hægt, því að engin bein akb- raut í venjulegum skilningi er þar. Mjög vandleg hönnun á deiliatriðum er nauðsynleg, til að sambúð fólks og bíla takist svo sem til er ætlast, auk þess sem sérstakar nýjar umferðarreglur þurfa til að koma. Hollendingar hafa verið forg- angsmenn um gerð slíkra gatna. Þeir búa við mikil landþrengsli og hafa litlar húsalóðir. Götur þess- ar nefna þeir Woonerf. Woon er samstofna við þýska orðin wo- hnen, en erf merkir garð hjá húsi. Á norsku hefur verið búið til orð- ið gatetun en á íslensku hlaðgata og vistgata. Orðanefndin mælir með því að orðið vistgata verði notað. Hugmyndin er frá Ey- mundi Runólfssyni verkfræðingi. Einar B. Pálsson. Fínt maður, áður þurfti maður alltaf að hlaupa yfir þessa andskotans eyðimörk... Steingervingar Unnið er að rannsóknum á steingerðum plöntum úr ís- lenskum tertíerlögum í samvinnu við jarðfræðideild háskólans í Ár- ósum og jarðfræðideild Vísinda- félags Sovétríkjanna. Áfram er unnið að rannsóknum á sædýra- leifum úr Tjörneslögum og mæl- ingar á súrefnissamsætum úr skeljum fara nú fram í samvinnu við jarðfræðistfonun Hafnarhá- skóla. Einnig er haldið áfram rannsóknum á hlýskeiðslögum í Fossvogi og Seltjarnélrnesi. Þá er unnið að rannsóknum á jarðlagaskipan ísaldarlaga á Grænlandi í samvinu við jarðfræðisafn Hafnarháskóla. Einnig er unnið að rannsóknum á geislakolsaldri núlifandi skelja við ísland í samvinnu við jarðfræðistofnun háskólans í Lundi. Vísindi á íslandi festar á bíl. Spurningin sem mest áríðandi var að fá svar við, og féð raunar úrslitum var sú, hjvort tó- ið myndi smala silungi á sama hátt og dragnótató smalar saman kola og ýsu. Þegar tilraunir hófust kom í ljós að sú var raunin, a.m.k. í grunnum vötnum (1-3 m). M.a.s. hornsíli viku undan tóinnu og syntu á undan því í stórum torf- um. Veiðitilraunir hófust í Meðal- fellsvatni síðustu dagana í júní, og gengu þær framar öllum vonum. Hífingarútbúnaður reyndist mjög vel, nótin fór vel í vatninu og var létt í drætti. Afli var fremur lítill og eingöngu urriði. Bleikjan í Meðalfellsvatni er svo smá að hún fór öll í gegnum pokann. Tilraunum var haldið áfram í ýmsum vötnum við mismunandi aðstæður í u.þ.b. mánuð með þessari fyrstu nót. Afli var mis- jafn, aðallega vegna þess að möskvinn í pokanum var of stór. Þó tilraunir séu enn skammt á veg komnar, er óhætt að segja að árangur hafi verð eins og til var ætlast, og eru miklar vonir bundnar við þetta nýja veiðitæki, fyrst og fremst í grunnum vötnum. Gætum tungunnar Heyrst hefur: Þeir þekkja hvorn annan. Rétt væri: Þeir þekkja hvor annan. Oft færi best: Þeir þekkjast. Bendum börnum á þetta! Iistvinnu“, sagði Asdís í stuttu spjalli. í fyrra kom hún sér upp vinnu- aðstöðu í Mosfellssveit sem er að sögn Ásdísar orðin þegar allt of þröng, enda fylgir nokkur tækja- búnaður sáldþrykksvinnunni. Jú, vissulega er tímafrekt að vinna myndir í sáldþrykk en það er aftur kostur við grafíkina að það er hægt að fjölfalda hverja mynd sem þýðir um leið að auðveldara er að koma þeim á framfæri. Þá er grafíkin einnig list sem almenningur getur frekar keypt. Hvert ég sæki myndefnið? Þetta eru persónulegar myndir, draumórar kannski, eins konar flótti.“ Sýning Ásdísar verður opin um helgar frá kl. 14 -18 og virka daga frá kl. 12 - 18. -lg- Offjölgun bleikju Ásdís við eitt verka sinna í vinnustofunni í Mosfellssveit. Ásdís Sigþórsdóttir opnar sýningu á sáldþrykkmyndum í Gallery Langbrók Rannsóknir s.l. 10 ár hafa sýnt að mesta vandamál flestra ís- lenskra silungsvatna sé offjölgun á bleikju. Flest bleikjuvötn eru „Þetta eru mjög persónulegar myndir” ofsetin, yfirfull af smárri bleikju lélegri til matar. Eigi þessi vötn að geta skilað auknum arði í framtíðinni verður að grisja þau, og í mörgum tilfellum er það óvinnandi verk nema afkasta miklar veiðiaðferðir komi til. Framleiðnisjóður veitti fé til til- rauna með ný veiðarfæri, og sum- arið 1981 voru gerðar tilraunir með dragnót í silungavötnum. Ljóst var að útbúnaður sem nota ætti í stöðuvatni ytði að vera fíngerðari og meðfærilegri en sá sem notaður er við sjávarveiðar. Einnig eru mörg vötn svo lítil og grunn að ekki verður við komið bátum af þeirri stærð, að hægt sé að hífa nótin með þeim. Á- kveðið var að hífa úr landi til að byrja með, á svipaðan hátt og gert er í venjulegum ádrætti, og nota til þess vökva-kraftblakkir Um helgina opnaði Ásdís Sig- þórsdóttir sína fyrstu myndlistar- sýningu í Gallerí Langbrók. Flestar myndir Asdísar eru unnar í sáldþrykk (silkiprent) en aðrar eru olíumálað sáídþrykk. Alls eru 19 myndir á sýningunni. Ásdís er fædd í Reykjavík 1954 og útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands vorið 1980. „Ég hef unnið eingöngu að list- sköpun nú í haust og vetur, en áður kenndi ég einnig með minni

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.