Þjóðviljinn - 02.11.1982, Side 9

Þjóðviljinn - 02.11.1982, Side 9
Þriðjudagur 2. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Ert þú með í Ölfusborgir um næstu helgi? Alþýðubandalagið efnir um næstu helgi, 6. - 7. nóvember, til opinnar fjölskylduráðstefnu í Ölfusborgum um fjölmiðla í nútíð og framtíð. Ráðstefnustjórar: Tryggi Þór Aðalsteinsson og Kristín Olafs- dóttir. Ráðstefnan hefst kl. 13 á laugardag með kynningu á dag- skrá, hópstarfi og framlögðum gögnum. Á ráðstefnunni í Ölfusborgum um helgina verður m.a. fjallað um vídeóvæðinguna, kapalsjónvarpið og afnám einkaréttar Ríkisútvarps- ins á útsendingu sjónvarps og útvarpsefnis. Opln f jölskylduráð- stefna um fjölmiðhin Möguleikar tækninnar Um kl. 13.30 hefst umræðulota um tæknimöguleika í fjölmiðlum og verður þar m.a. drepið á sjónvarps- og fjarskiptahnetti, tölvutækni og „upplýsingaþjóð- félagið". Stutt erindi flytja Jón Þórodd- ur Jónsson verkfræðingur hjá Pósti og síma, og Stefán Jón Haf- stein fréttamaður. Um kl. 15.30 verður gefið klukkustundar kaffihlé sem verð- ur notað að hluta til útitrimms ef veður leyfir. Fjölmiðlar á morgun Um klukkan 16.30 hefst önnur umræðulota um fjölmiðla morg- undagsins á íslandi og verður þar fjallað m.a. um vídeóvæðinguna, kapalsjónvarp, landshlutaút- varp, svæðisútvarp og ýmsar tækninýjungar sem í sjónmáli eru. f hópi þeirra sem beðnir hafa verið um að reifa þessi mál eru Guðrún Hallgrímsdóttir verk- fræðingur, Einar Karl Haralds- son ritstjóri, Hjalti Kristgeirsson hagfræðingur og Björn Vignir Sigurpálsson framkvæmdarstjóri Framsýnar. Að lokinni umræðulotu um þetta efni verður hópstarf frarn að kvöldverði kl. 19. Um kvöldið verður efnt til kvöldvöku í kjarnahúsi Öflusborga. Lýðræðisleg fjölmiðlun Á sunnudagsmorgun verður frjáls tími til útiveru, leikja og fjölskyldusamveru í Ölfusborg- um. Ráðstefnunni verður svo framhaldið að loknum hádegis- mat um kl. 13 með umræðulotu um útvarpslagafrumvarpið, lýðræðislega fjölmiðlun, menn- ingarstefnu og hlutverk fjöl- miðla. Þorbjörn Broddason dós- ent hefur stuttu framsögu fyrir þessum lið Ef tími leyfir verður einnig efnt til hópstarfs, en ráðstefnunni lýk- urmeð allsherjarfundi frákl. 16- 19, þar sem rætt verður urn æskilega fjölmiðlunarstefnu og ábendingar til flokksráðsfundar Alþýðubandalags. Fyrir alla fjölskylduna Mat og kaffi (nema morgun- mat á sunnudag) er hægt að fá í Ölfusborgum gegn vægu verði. Æskilegt er að sem flestir ráðstefnugestir gisti á staðnum. Skipulag ráðstefnunnar er miðað við að öll fjölskyldan geti gist í Ölfusborgum meðan á henni stendur. Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa Alþýðubandalagsins að Grettisgötu 3,, sími 17 500. Látið skrá ykkur strax í dag. Ráð- stefnan er opin öllu áhugafólki um fjölmiðlun. Afmæliskveðja Tryggvi Sigfússon níræður í dag 2.11. 1982, eru liðin níutíu ár síðan Tryggvi Sigfússon frá Þórs- höfn á Langanesi leit fyrst dagsins ljós. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Guðmundsdóttir og Sigfús Jónsson (Langi-Fúsi eins og hann var kallaður norður þar). Tryggvi ólst upp í stórum systkinahóp, ásamt 5 bræðrum og 1 systur. Þórs- höfn var þá uppgangspláss og nokkurs konar höfuðstaður Langa- ness, en þá stóð útgerðin á Skálum líka íblóma. Þá varþað líkt og nú, sjávarútvegurinn réð mestu um afkomu íbúanna. Á fyrri hluta aldarinnar fiskaðist vel þarna norðurfrá, ef gaf á sjó, og það rétt upp við landsteina. Á þessum árum gerði Sigfús út tvo báta og mannaði þá að nokkr- um hluta með Færeyingum, sem þáðu kost og aðsefur á heimil hans. Einnig var í Sigfúsarhúsi tekið á móti öllum ferðalöngum. Það segir sig því sjálft að á æskuheimili Tryggva var alltaf mannmargt og oft glatt á hjalla, spilað á hljóðfæri og sungið. Ekki átti húsbóndinn minnstan þátt í glaðværðinni, því hann var hrókur alls fagnaðar, og þegar slegið var í lomber þá var nú líf í tuskunum. Að vera virtur útvegsbóndi í sjá- varþorpi var líkt og að vera kon- ungur í ríki sínu á þessum árum. Menn þurftu að leggja hart að sér, en hvað var það, þeir voru frjálsir eins og Bjartur í Sumarhúsum. Þessi stóru útvegsheimili kröfðust líka mikillar vinnu af öllum sem vett- lingi gátu valdið. Tryggvi var ekki kominn af barnsaldri þegar farið var að láta hann standa við beitningu. Árin liðu, Tryggvi varð glæsilegur ungur maður í hærra lagi líkt og faðir hans og bar sig vel. Það gerir hann reyndar enn í dag, og er vart hægt að hugsa sér þegar maður lítur þennan ljúfa öldung að hann eigi öll þessi ár að baki. Ungur að árum kynntist hann konuefni sínu Stefaníu Kristjáns- dóttur frá Vopnafirði f. 16.11. 1893. Þau gengu í hjónaband 19.9. 1919, og voru því búin að vera gift í 62 ár er hún lést 1.11. 1981. Þau byrjuðu búskap í Sigfúsarhúsinu og Tryggvi vann við útgerðina hjá föður sínum. Hann var góður verk- maður og afbragðs skytta bæði á fugl og sel, eins og ég hef heyrt að faðir hans hafi verið. Styrkir til háskólanáms í Danmörku Dönsk stjórnvöld bjóða fram fjóra styrki handa íslendingumtilhá- skólanáms í Danm. námsárið 1983-84. Styrkirnir eru miðaöir við 8 mánaða námsdvöl en til greina kemur aö skipta þeim ef henta þykir. Styrkfjárhæðin er áætluð um 2.940 danskar krónur á mánuði. - Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráöuneytis- ins, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 20. desember n.k. - Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 29. október 1982. Þegar heimsstyrjöldin síðari barst hingað upp að landsteinum í kjölfar kreppunnar miklu, herti enn að litlum sjávarþorpum. Tund- urduflin flutu rétt fyrir utan flæðarmálið, svo illt var að elta þann gula og fiskur nær uppurinn í sjónum vegna veiða erlendra fislþ- skipa. Haustið 1944 fluttu þau suður á Kópavogsháls og þar hafa þau átt lögheimili lengst af síðan. Það ár var nokkurt atvinnuleysi í Reykja- vík og nágrenni, svo komið var fram í þorralok 1945, þegar Tryggvi fékk loksins fyrsta hand takið á Suðurlandi. Það var hjá Jóni í Mörk, þeim öndvegisverk- stjóra við höfnina á þeim tíma Þessi spor í atvinnuleit hafa án efa verið þung fyrir hann, sem alla tíð hafði unnið sjálfum sér. Hafnarverkamaður var hann svo frá þeim degi og stundaði þá vinnu þar til hann varð fyrir vinnuslysi og varð að hætta störfum, þá kominn yfir sjötugt. Vinnan við höfnina var þá mjög erfið, einkum vinna í sem- enti, en það þoldi Tryggvi svo illa að hendur hans voru oft sem opin kvika. Þó mátti hann ekki heyra það nefnt að sitja heima, heldur vafði rýjum um viðkvæmustu staðina á höndunum. Hvað hefði það líka þýtt að sitja heima. Eigna- lítil komu þau að norðan, og það kostaði mikið að koma yfir sig húsi Þrettán börn höfðu þau eignast og komið átta þeirra til manns, öll eru þau mannvænlegt fólk. Tryggv: dvelur nú hjá yngstu dóttur sinni Grindavík og nýtur ástúðar og hlýju. Við hjónin óskuni honum hjart- anlega til hamingju á afmælisdag- inn og vonum að góður guð gefi honum bjart ævikvöld. Hulda Pétursdóttir. Eftirlaun til aldraðra Athygli þeirra, sem kunna að eiga rétt til lífeyris sam- kvæmt lögum nr. 97 1979 um eftirlaun til aldraðra, en njóta ekki slíks lífeyris, er vakin á eftirfarandi. Lög um eftirlaun til aldraðra kveða á um réttindi launþega og m^nna, sem stundað hafa sjálfstæðan atvinnurekstur (um aldraða bændur gilda fyrst og fremst ákvæði laga um Lífeyrissjóð bænda). Skilyrði laganna um aldur og réttindatíma eru sem hér segir: Ellilífeyrir: Skilyrði fyrir rétti til ellilífeyris eru þau, að hlutaðeigandi sé a) orðinn 70 ára og hafi látið af störf- um, eðaséorðinn 75 ára, og b) hafi haft atvinnutekjur í a.m.k. 10 ár eftir 55 ára aldur, sem þó reiknast ekki lengra aftur í tímann en til ársbyrjunar. Makalífeyrir: Skilyrði fyrir rétti til makalífeyri eru þau, að hinn látni hafi verið fæddur árið 1914 eðafyrr, hafi fallið frá eftir árslok 1969 a.m.k. sextugur að aldri og hafi átt að baki eða hefði við 70 ára aldur verið búinn að ná 10 ára réttindatíma. Um örorkulífeyri er einvörðungu að rœða sem viðbót- arrétt við lífeyri úr lífeyrissjóði að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Umsækjendum, sem aðild eiga að lífeyrissjóði, ber að snúa sér til lífeyrissjóðs síns. Aðrir umsækjendur geta snúið sér til Tryggingastofnunar ríkisins, umboðs- manna hennar eða beint til umsjónarnefndar eftir- launa. Einnig hefur þeim tilmælum verið beint til líf- eyrissjóða og verkalýðsfélaga, að þessir aðilar veiti upplýsingar og aðstoð við frágang umsókna. Skrifstofa umsjónarnefndar er að Suðurlandsbraut 30, 3. hæð, 105 Reykjavík, sími 84113. Skrifstofan er opin kl. 10 - 16. Umsjónarnefnd eftirlauna Utboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-82054 Þverslár. Opnunardagur: Miðvikudagur 1. desember 1982 kl. 14:00 Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins Laugavegi 118,105 Reykjavík fyrir opnunartíma, og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudegi 2. nóvem- ber 1982 og kosta kr. 50,- hvert eintak. Reykjavík 28.10 82 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Auglýsing frá tölvunefnd. Að gefnu tilefni vill tölvunefnd vekja athygli á ákvæðum 19. gr. laga nr. 63/1981 um kerfis- bundna skráningu á upplýsingum, er varða einkamálefni en þar segir m.a. að öllum, sem annast tölvuþjónustu fyrir aðra, sé óheimilt að varðveita eða vinna úr upplýsingum um einkamálefni, sem falla undir sérákvæði 4. gr. og 5. gr. laganna eða undanþáguákvæði 3. mgr. 6. gr. þeirra, nema að fengnu starfs- leyfi tölvunefndar. Með tölvuþjónustu er átt við sérhvern starfsþátt í sjálfvirkni gagna- vinnslu með tölvutækni. Reykjavík, október 1982.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.