Þjóðviljinn - 02.11.1982, Síða 12
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 2. nóvember 1982
ALÞVÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið á Neskaupsstað
Skrifstofa félagsins er opin á mánudögum kl. 17.30 - 18.30.
Bæjarráð kemur saman á miðvikudögum kl. 20.00 að Egilsbraut 11.
Ráðið er opið öllum félögum.
Umræðuhópar um skólamál hóf starf 26. október. Hópurinn kemur
saman annan hvern þriðjudag kl. 20.30 að Egilsbraut 11 og er opinn öllu
áhugafólki. Hafið samband í síma 7397.
Félagsmálanámskeið hefst laugardaginn 6. nóvermber. Komið verður
saman á föstudagskvöldum og laugardagsmorgnum í sjö skipti.
Leiðbeinandi Gerður G. Óskarsdóttir. Námskeiðið er opið öilum félags-
mönnum og stuðningsmönnum. Skráning í síma 7397.
Félagsvistin hefst 11. nóvember kl. 21 í sjómannastofunni. Stjórnendur
Þórður Þórðarson og Sigfinnur Karlsson. Félagsvistin er opin öllum.
Félagsfundur um stjórnmálaviðhorfin og flokksráðsfundinn verður föstu-
daginn 5. nóvember kl. 20.30. Hjörleifur Guttormsson mætir á fundinn.
Stjórnin.
Alþýðubandalagið í Kópavogi
- Aðalfundur bæjarmálaráðs
Aðalfundur bæjarmálaráðs Alþýðubandalagsins í Kópavogi verður hald-
inn miðvikudaginn 3. nóvember kl. 20.30 í Þinghól. Á dagskrá eru venju-
leg aðalfundarstörf og bæjarmál. - Stjórnin
Greiðum félagsgjöldin
Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík hvetur alla félagsmenn sem enn
skulda gjaldfallin félagsgjöld að nota tækifærið nú um mánaðamótin og
greiða gjöldin. Verum minnug þess að Alþýðubandalagið í Reykjavík
fjármagnar starf sitt einungis með félagsgjöldum og framlögum félags-
manna sinna. Stöndum því í skilum og eflum þannig starf félagsins í
Reykjavík. - Stjórn ABR
Aðalfundur
Aðalfundur í Alþýðubandalagi Rangárþings verður haldinn þriðjudaginn
2. nóvember að Þrúðvangi 9 á Hellu og hefst kl. 21. Á dagskrá eru
venjuleg aðalfundarstörf, kosning fulltrúa í flokksráð og kjördæmisráð og
önnur mál.
Alþýðubandalagið í Reykjavík -
Fundaröð um verkalýðsmál
Verkalýðshreyfingin - fjöldahreyfing eða stofnun
Annar fundurinn í fundaröð Alþýðubandalagsins í Reykjavík um verka-
lýðsmál verður um ofanskráð efni fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20:30 í
Sóknarsalnum Freyjugötu 27. Frummælandi: Benedikt Davíðsson, for-
maður Sambands byggingarmanna. Fundirnir eru opnir öllu áhugafólki
um verkalýðsmál. Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti. -
Stjórn ABR
Svavar
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Fundaröð um verkalýðsmál
Alþýðubandalagið í
Reykjavík efnir til þriggja
funda um verkalýðsmál á
næstu vikum. Fundirnir
verða haldnir í Sóknar-
salnum Freyjugötu 27 og ,
eru þeir opnir öllu áhuga-
fólki um verkalýðsmál. jp
Eftirtaldir fundir verða ®
haldnir: Asmundur Benedikt
Verkalýðshreyfingin - fjöldahreyfing eða stofnun
Fundur um ofanskráð efni verður haldinn fimmtudaginn 4. nóvember kl.
20:30 í Sóknarsalnum. Frummælandi: Benedikt Davíðsson, formaður
Sambands byggingarmanna.
Samskipti verkalýðshreyfingarinnar og Alþýðubandalagsins
er yfirskrift síðasta fundarins sem haldinn verður þriðjudaginn 9. nóvemb-
er kl. 20:30 í Sóknarsalnum. Frummælendur: Ásmundur Stefánsson,
forseti ASÍ, Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins.
Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Alþýðubandalagið Vesturlandskjördæmi
Aðalfundur kjördæmisráðs
Aðalfundur kjördæmisráðs verður haldinn í Hótel Borgarnesi sunnudag-
inn 7. nóvember kl. 14. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf.
Blaðberar óskast
Flókagata-Úthlíð
Sörlaskjól
DJÚDVIUINN
Húsnæði í boði
Stórt og fallegt herbergi til leigu, (gæti verið
tvö samliggjandi). Sameiginleg afnot af eld-
húsi og baði.
Upplýsingar í síma 12740 eftir kl. 17.
Róseml Þjóðviljans
Það hefur aldrei hvarflað að mér
að gera þá kröfu til Þjóðviljans að
hann fari fram úr sjálfum sér. Ég
veit að það er tæpast á hans valdi áð
gera fleira en gott þykir og náðar
nýtur hjá flokksrekendum og fylg-
ismönnum þeirra. Mig óraði samt
ekki fyrir að hann væri orðinn svo
beygður og farlama að hann haltr
aði því aðeins af stað að hann
væri til þess neyddur af verka-
lýðsforingja og borgarfulltrúa í
einni og sömu persónunni. Mál
saumastofu og kjötvinnslu Hag-
kaupa hefur hins vegar kennt mér
ýmislegt. Eftir frétt - Al af því máli
í blaðinu í gær er ég reynslunni
ríkari og nú bið ég forláts á tilætl-
uftarsemi minni í garð blaðs og
flokks í sjónarhorni mínu þann 15.
okt. s.l..
Ef grannt er skoðað, þá er það
næsta augljóst mál að það er hvorki
á valdi flokks né blaðs að spyrna
við fótum þegar appírötin leggjast
á eitt um að byggja kjallara yfir
verkafólkið. Það er líka næsta
augljóst mál, að ég undirrituð kom
í veg fyrir að Alþýðubandalagið
gæti sinnt kjallaramáli Hagkaupa í
borgarstjórn með því að tefja þar
afgreiðslu þess, eða eins og haft var
eftir Guðmundi Þ. Jónssyni í Þjóð-
viljanum í gær: „...það var Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir sem
óskaði eftir frestun á síðasta fundi
borgarstjórnar, ... og þar með
fékkst málið ekki rætt.“ Það
breytir auðvitað engu að málið var
til umræðu á einum
skipulagsnefndarfundi og tveimur
fundum í byggingarnefnd!
Að sjálfsögðu þykir mér afar
Kvenréttindafélag
s
\ Islands
Félags-
námskeið
A næstunni efnir Kvenréttinda-
félag íslands til námskeiðs fyrir
byrjendur í ræðumennsku, fundar-
sköpum og fundarstjórn.
Leiðbeinandi verður Fríða Proppé.
Námskeiðið er ekki eingöngu
ætlað félagsfólki, en opið körlum
og konum, sem áhuga hafa. Hins
vegar hafa margir góðir einsta!.
lingar komið til starfa í félaginu
eftir þátttöku í slíkum námskeið-
um, auk þess sem eldri félagsmenn
hafa sótt þau af miklum áhuga. Er
því vel við hæfi að hefja þróttmikið
vetrarstarf með enn einu nám-
skeiði.
Dagskrá verður sem hér segir:
Laugardaginn 6. nóv. kl. 14.00-
17.00. Miðvikudaginn 10. nov..
mánudaginn 15. nóv. og mánudag-
inn 22. nóv. kl. 20.30 -23.00 alla
dagana.
Þátttaka í námskeiðinu tilkynn-
ist í síma 14406 (Sigríður) og 76571
(Árndís).
Hefndar-
englamir
35 bókin í bókaflokknum um
Morgan Kane er komin út og fjall-
ar um Mormónaböðla sem hefndu
óréttar gegn trúbræðum sínum. En
þeir gengu of langt og Morgan
Kane er kallaður til skjalanna.
Athugasemd
vegna kjallara-
mála Hagkaupa
leitt að hafa brugðið fæti fyrir
flokkinn í þessu máli en það er þó
huggun harmi gegn, að Þjóðviljinn
skuli halda sinni stóísku ró þó
trippin hlaupi. Ég játa fúslega, að
þegar ég skrifaði greinina þá hélt
ég eins og hver annar óviti, að ég
gæti nuddað Þjóðviljanum til þess
að afla sér frétta af málinu og flytja
lesendum. En því skyldi Þjóðvilj-.
inn gera það? Málið er ekkert frétt-
næmt fyrr en það er afgreitt á fundi
borgarstjórnar og hægt er að skýra
lesendum frá vasklegri framgöngu
og rökfestu borgarfulltrúa Alþýðu-
bandalagsins á fundinum. Svo er
heldur ekki við neinn að sakast í
þessu máli nema gamlar og vondar
reglur sem mannlegur máttur getur
ekki og hefur aldrei túlkað hvorki
verkafólki né atvinnurekendum í
hag. Þetta veit rótgróið og virðu-
legt blað sem hefur séð flest og
reynt allt og hleypur ekki eftir
hvaða duttlungum sem er. Kannski
það hafi kennt mér eitthvað um
sjálft sig?
Miðvikudaginn-27. október 1982
Ingibj. Sólrún Gísladóttir.
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í
eftirfarandi:
RARIK-82048. 132 kV Suðurlína. Stálsmíði
Opnunardagur: Mánudagur 15. nóvember
1982 kl. 14:00.
Verkið felst í smíði zinkhúðaðra stálhluta
ásamt flutningi á þeim til birgðastöðvar í
Reykjavík.
Verkið skiptist í verkhluta 1, 2 og 3.
Verkkaupi leggur til smíðaefni í verkhluta 3
og að hluta til í verkhluta 1.
Bjóða má í hvern verkhluta fyrir sig eða alla.
Verkhlutum 1 og 2 skal Ijúka 1. júní 1983 en
verkhluta 3 skal Ijúka 1. maí 1983.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns-
veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykja-
vík, fyrir opnunartíma, og verða þau opnuð á
sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum
er þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf-
magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105
Reykjavík, frá og með mánudeginum 1. nóv-
ember 1982 og kosta kr. 200, hvert eintak.
Reykjavík 28.10 1982
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Dvalarheimili
á Egilsstöðum
Tilboð óskast í að steypa upp frá grunnplötu dvalar- og
hjúkrunarheimili á Egilsstöðum.
Ganga skal frá þaki og gluggum.
Húsið er að mestu á 2 hæðum, alls um 1870 m2 að gólffleti.
Verkinu skal að fullu lokið fyrir 30. mars 1984.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7,
Reykjavík og á skrifstofu sjúkrahússins á Egilsstöðum gegn
1.500 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins miðviku-
daginn 17. nóy. 1982 kl. 1100.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Blikkiðjan
Asgarði 7, Garðabæ
Önnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SÍMI53468