Þjóðviljinn - 02.11.1982, Síða 15

Þjóðviljinn - 02.11.1982, Síða 15
Þriðjudagur 2. nóvember 1982 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 19 RUV © 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Árna Böðvarssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð: Sólveig Óskarsdóttir talar. 8.30 Forystugr. dagb. (útdr.). 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Kysstu stjörnurnar“ eftir Bjarne Reuter Ólafur Haukur Símonarson byrjar lestur þýð- ingar sinnar. Olga Guðrún Árnadóttir syngur. 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 „Áður fyrr á árunum“ Ágústa Björnsdóttir sér um þáttinn. Gils Guð- mundsson les frásöguna „Haustferð með Herthu". 11.00 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja 11.30 Gæðum ellina lífi Umsjón: Dögg Pálsdóttir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Þriðjudagssyrpa - Páll Por- stinsson og Þorgeir Ástvaldsson. 14.30 „Móðir mín í kví kví“ eftir Adrian Johansen Benedikt Arnkelsson þýddi. Helgi Elíasson les (10). 15.00 Miðdegistónleikar Heinz Holliger og Concertgebouw-hljómsveitin í Amster- dam leika Óbókonsert í C-dúr eftir Jos- eph Haydn; Davið Zinman stj. / Arthur Grumiaux og Enska kammersveitin leika Fiðlukonsert í a-moll eftir Johann Sebastian Bach; Raymond Leppard stj. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregn- ir 16.20 Lagið mitt Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 17.00 „SPÚTNIK“. Sitthvað úr heimi vís- indanna Dr. Þór Jakobsson sér um þáttinn. 17.20 Sjóndeildarhringurinn Umsjónar- maður: Ólafur Torfason (RÚVAK). 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 20.00 Frá tónleikum norrænna ungmenna U.N.M. í Austurbæjarbíó 22. sept. s.l. Breska söngkonan Jane Manning syng- ur. Manuela Wiesler, Hafliði Hallgríms- son og Þorkell Sigurbjörnsson leika á flautu,selló ogpíanó. Umsjón: Hjálmar H. Ragnarsson. -Kynnir: Kristín Björg Þorsteinsdóttir. 21.15 Kórsöngur Hamrahlíðarkórinn syngur íslensk og erlend lög. Þorgerður Ingólfsdóttir stj. 21.45 Útvarpssagan: „Brúðarkirtillinn“ eftir Kristmann Guðmundsson Ragn- heiður Sveinbjörnsdóttir les (12). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Stjórnleysi - Þáttur um stjórnmál fyrir áhugamenn Umsjónarmenn: Barði Valdimarsson og Haraldur Kristjánsson 23.15 Oní kjölinn Bókmenntaþáttur í um- sjá Kristjáns Jóhanns Jónssonar og Dagnýjar Kristjánsdóttur. RUV jOt; Tf 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Könglarnir Stutt sænsk barnamynd. Þýðandi Hallveig Thorlacíus. (Nordvis- ion - Sænska sjónvarpið) 20.40 Þróunarbraut mannsins Fimmti þáttur. Nýtt skeið í þessum þætti er fjall- að um Neanderthalsmenn, sem uppi voru á síðustu ísöld, og hlutverk þeirra í þróunarkeðjunni. Þýðandi og þulur Jón Ó. Edwald. 21.30 LíFið cr lotterí Nýrr flokkur. Fyrsti þáttur. Sakamálaflokur í sex þáttum frá sænska sjónvarpinu. Hérsegirfrá ævin- týralegu gullráni, seinheppnum manni, sem dettur í lukkupottinn, og Símons- son, lögreglufulltrúa, sem falin er lausn málsins. Þýðandi Hallveig Thorlacíus. 22.20 Á hraðbergi Viðræðu- og umræðu- þáttur. Stjórnendur þáttarins, Halldór Halldórsson og Ingvi Hrafn Jónsson ásamt Hauki Helgasyni, aðstoðarrit- stjóra, leggja spurningar fyrir dr. J hannes Nordal, seðlabankastjóra. Útvarp kl. 10.30 Haust ferð með Hertu „Áður fyrr á árunum" nefn- ist þáttur, sem er á dagskrá Útvarpsins kl. 10.30 í dag. Er hann í umsjá Ágústu Björns- dóttur. Efni þáttarins að þessu sinni er upplestur Gils Guðmundssonar, rithöfundar á frásögninni „Haustferð með Hertu“. Er frásögn þessi upp- haflega skráð af Valtý Stefán- ánssyni, ritstjóra og birtist í Lesbók Morgunblaðsins en seinna í einni viðtalsbók Valtýs. Sögumaðurinn er Gunnar Einarsson, sem var sonur þess þjóðkunna manns, Einars Ásmundssonar í Nesi en son- ur Gunnars var aftur á móti Jóhannes Gunnarsson sem um árabil var biskup ka- Gils Guðmundsson þólskra manna á íslandi. Gunnar fór kornungur til Fra- kklands um svipað leyti og Jón Sveinsson, (Nonni), á vegum frakkneskra manna, sem kunnugir voru Einari í Nesi. Gunnar dvaldi ekki lengi í Frakklandi en var urn skeið í þjónustu Gránufélagsins og var Herta eitt af skipum þess. Einn af kunnustu skipstjórum Gránufélagsins var kallaður Gránu-Petersen. Hann var þó ekki skipstjóri á Hertu í þess- ari sögulegu haustferð heldur sonur hans, sem nefndur var Hertu-Petersen, þekktur fyrir dugnað og úrræðasemi. Að þessu sinni var ferð Hertu heitið frá íslandi til Kaupmannahafnar, st'ðari hluta október, og flutti hún sláturfjárafurðir. En skonn- ortan hreppti hið versta veður og náði, eftir mikið volk og hrakninga landi norðan við Björgvin í Noregi. - mhg Útvarp kl. 17.20 Sjóndeildar- hringurinn Akureyringar eru á ferð í Útvarpinu kl. 17.20 í dag. Þá flytur Ólafur Torfason þátt, scm hann nefnir „Sjóndeildar- hringurinn“, og verður hann á dagskrá útvarpsins alla þriðjudaga í vetur. Ólafur Torfason sagði að sjóndeildarhringurinn væri að þessu sinni bundinn við slát- urtíðina. Rætt verður um slát- urdýr, sér í lagi sauðkindina og hvenær og með hvaða hætti menn hafi byrjað á því að ala hana til slátrunar. Eru leiddar fram skoðanir bæði forn- leifafræðinga og mann- fræðinga á þeim málum. Ein af mögum getgátum um þetta er sú að upphafið sé að rekja til þess að menn fóru að hafa einn og einn heimalning og þá hafi augum mannskepnunnar Ólafur Torfason smátt og smátt opnast fyrir því hversu þýðingarmikið það var til þess að auðvelda fæðuöfl- unina, að gera sér sauðkind- ina undirgefna. Síðan víkur Ólafur að jurta- fæðunni og ber m.a. saman kostnað við framleiðslu þess- ara matvælategunda. Tónlist kemur svo að sjálf- sögðu við sögu í þættinum. -mhg Utvarp kl. 17.00 Sitthvað úr heimi vísindanna Dr. Þór Jakbosson, veðurf- ræðingur hefur nú byrjað að llytja i Útvarpinu þátt, sem fjallar um „sitthvað úr heimi vísindanna“. Verður hann fyrst um sinn a.m.k. á þriðju- Sjónvarp kl. 21.30 Lífið er lotterí Nýr sakamálamynda- flokkur hefur göngu sína í Sjónvarpinu kl. 21.30 í kvöld. Hefur okkur áskotnast hann frá sænska sjónvarpinu og Hallveig Thorlacíus snarað á íslensku. Mikið gengur víst á í þess- um fyrsta þætti og mun svo sjálfsagt verða framvegis, en þættirnir eru sex að tölu. Framið er gullrán rrieð næsta ævintýralegum hætti, sagt er frá einhverjum „seinhep- pnum“ náunga, sem er þó ekki lánlausari en það að hann Þau eru misjafnlega vel búin að klæðum undir veturinn, þessi skötuhjú. lendir í einhverjum lukkup- otti, (kannski fann hann gull- ið?), og svo kemur við sögu Símonsson karlinn lögreglu- fulltrúi, sem falið er það verk- efni að góma gullþjófana, reyna það að minnsta kosti. -mhg Þór Jakobsson döguni kl. 17.00 Dr. Þór hefur kosið að nefna þátt sinn í dag „Spútnik“ og er svo gert í ti- lcfni af 25 ára afmæli gcimrannsóknanna. Annars er efni þáttarins að þessu sinni ekki himin- geimurinn heldur starfsemi náttúruverndarmanna, eink- um á Vestfjörðum. Dr. Þór sat nýlega aðalfund Vestfir- skra náttúruverndarsamtaka en þar var umræðueínið öðru fremur fjaran, sjórinn og sjá- varnytjar. Á fundinum átti dr. Þór tal við Láru Oddsdóttur, forrn- ann Samtaka náttúruverndar- manna á Vestfjörðum og fræddist af henni um starfsemi og áform samtakanna þar. Bera þar nú hæst fyrirætlanir um tvennt: að koina upp náttúruminjasafni og fjöru- vernd. Frá þessu skýrir dr. Þór í þætti sínum „og sé ég ekki betur en hvorttveggja þetta tengist vísindum", sagði hann. - mhg Þakklæti til Steinunnar Kona í Breiðholtinu hringdi: Mig langar til að minnast hér með örfáum orðum á tvö atriði. Hið fyrra er, að taka undir það þakklæti, sem Steinunn Jónannesdóttir, leikkona hef- ur fengið fyrir grein sína: „Að fortíð skal hyggja í Breiðholti", sem birtist í Þjóðviljanum nú um næst- liðna helgi. Sú grein var svo sannarlega orð í tíma töluð, þó að við finnum það kannski best, sem í Breiðholtinu bú- um. Það verður ekki betur séð, en að til þess hafi verið ætlast af þeim, sem skipu- lögðu byggðina sumstaðar hér, að þar byggi bara barn- :iaust fólk. Ef börn hætta sér út iTir hússins dyr þá er gatan eini „leikvöllurinn". Þetta er hvorttveggja í senn: ófyrirgefanlegt slys og argasta heyksli. Hversvegna er ekki hægt að hafa sama skipulag á þessu í Breiðholtinu og er t.d. í Árbæjarhverfinu? Hitt atriðið, sem ég vildi minnast á, snertir húsnæðis- stjórnarlánin. Því í ósköpun- um er aðeins ein skrifstofa á öllu landinu, sem annast þessi mál fyrir alla, hvar sem þeir búa? Fólk veit oft á tíðum ekkert hvað þvf ber að borga hverju sinni né hvenær og það er ekki alltaf auðvelt fyrir alla að fá um þetta í tæka tíð upp- lýsingar frá Reykjavík. Og ef greiðsla dregst, - ja, þá er það fógetinn. mSá

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.