Þjóðviljinn - 11.11.1982, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 11.11.1982, Qupperneq 15
Fimmtudagur 11. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 f rá lesendum RUV © Útvarp kl. 20.55 „Vegir liggja til allra átta” „Vegir liggja til allra átta“ í Útvarpinu kl. 20.55 í kvöld. Svo nefnist þáttur um Skipti- nemasamtökin á íslandi, A.F.S., sem nú hafa starfað í aldarfjórðung. Umsjónar- maður þáttarins er Harpa J. Amín. f þessum þætti sínum mun Harpa fyrst ræða við fram- kvæmdastjóra samtakanna, Sólveigu Karvelsdóttur.Því- næst við tvo skiptinema sem nýlega eru komnir heim, þau Aslaugu Rósu Magnúsdóttur, sem dvaldi í Brasilíu og Jón Ólafsson, sem var í Sviss. Þá spjallar hún við þá Heimi Sindrason og Markús Örn Antonsson, sem dvöldu er- lendis sem skiptinemar fyrir um það bil 20 árum. Loks verða svo teknir tali tveir full- trúar Skiptinemasamtakanna úti á landsbyggðinni, Guðný Gunnarsdóttir í Keflavík og Hlöðver Magnússon á Sel- fossi. Inn á milli orðræðna verður fléttað viðeigandi tón- list. Nú eru 40 íslenskir skipt- inemar úti, víðsvegar um ver- öldina. Skiptinemasamtökin eru hreint ekkert smásmíði, munu nú vera orðin einhver fjöl- mennestu samtök í heimi. Um þýðingu þeirra þarf ekki að deila. _ mhg Sjón- varpið og börnin Móðir skrifar: Hverjar eru skyldur Sjón- varpsins í sambandi við barna- efni? Á sunnudagskvöldið var kynnt í Sjónvarpinu efni næstu viku. Og var þar m,a. nýr teiknimyndaflokkur fyrir börn, Snjókarlarnir. Gaman, gaman, hugsaði ég með mér. En þetta gaman hvarf úr huga mér jafnskjótt og sýndur var smábútur úr fyrsta þættin- um. Ekki svo að skilja, að teikningarnar hafi á nokkurn hátt verið ljótar, þvert á móti; þetta virtust vera hinar falleg- ustu og ævintýralegustu myndir. Nei, annað var það, sem fór fyrir hjartað í mér, en það var, að texti var á mynd- inni en ekki tal. Texti á mynd er ágætur fyrir okkur full- orðna fólkið, nú og unglinga, en börn innan við 10 ára aldur eiga erfitt með að fylgja texta. Hvað þá börn undir 6 ára aldri. Pau eru einfaldlega ekki læs. Ég fyrir mína parta hélt að teiknimyndir þær, sem sýndar eru eftir fréttir Sjónvarpsins, væru einmitt sérstaklega ætl- aðar yngstu kynslóðinni þ.e- .a.s. börnum 10 ára og yngri. En þegar settur er texti en ekki tal inná myndirnar geta þau ekki fylgst með. Ég get ekki ímyndað mér að kostn- aður við að fá einn leikara til að lesa inn á teiknimynda- flokk sem þennan geti verið óyfirstíganlegur fyrir Ríkisút- varpið - Sjónvarp. Ur því ég er byrjuð ætti ég líklega að fara út í annað, sem mér liggur á hjarta í sambandi við barnaefni Sjónvarpsins, en það er: hvernig stendur á að Sjónvarpið tekur ekki upp þau barnaleikrit, sem í gangi hafa verið í borginni? Ég reyni að sjá með sonum mínum tveimur þau barnaleikrit, sem á boðstólnum eru á stór- Reykjavíkursvæðinu, og ekki eru allir foreldrar jafn iðnir við leikhúsferðir, en flestir eiga jú sjónvarp. Hvað með barnaleikrit eins og þau, sem Alþýðuleikhúsið hefur sýnt? Þau eru bæði skemmtileg og uppbyggjandi. Og svo var Leikfélag Reykjavíkur með barnaleikrit, sem maður frétti utan að sér að hefði verið stór- gott; en því miður, það var einungis sýnt í skólum á höf- uðborgarsvæðinu. Ég skora hér með á Sjón- varpið að sinna börnum meira, og ekki bara meira, heldur að láta gæðin sitja í fyrirrúmi. Barnatími Sjón- varpsins á ekki að vera afþrey- ingartími, heldur stund, þar sem börnin njóta menningar. Kannski það hefði átt að sleppa einum af þessum ómerkilegu þáttum um „fél- agsheimilið“, þar sem gert er grín að menningu - menningarleysi lands- byggðarinnar og eyða þeim fjármunum í að byggja upp og sýna góð leikrit menningar- neytendum framtíðarinnar, - börnunum. Móðir Stefán Júlíusson les kafla úr nýrri skáldsögu í kvöld kl, 21.45 les Stefán Júlíusson, rithöfundur upp í útvarpið kafla úr nýútkom- inni skáldsögu sinni átök og einstaklingar - skáldsaga úr bænum. Sagan gerist á seinni árum kreppunnar og á stríðsárun- um og í tímanum er hún fram- hald af skáldsögu Stefáns, Stríðandi öfl, sem út kom fyrir tveimur árum, en er þó algjör- lega sjálfstæð. Átök og einstaklingar er í rauninni saga þriggja fjöl- skyldna og jafnframt saga tveggja eða þriggja kynslóða, sagði Stefán. Sögumaður rifj- ar upp ýmsa atburði frá kreppu- og styrjaldarárunum en gefur samtímanum jafn- framt gaum, rekur átök og árekstra ýmiss konar, sem Stefán Júlíusson verða í bænum og tengjast pólitískum atburðum og á- [Standinu á þjóðmálasviðinu. Burðarás sögunnar kvað Stef- án þó vera lífshlaup aðalsög- upersónanna og viðhorf þeirra, ástir þeirra, gleði og andstreymi. Sögusviðið er að mestu bundið við eitt bæjarfé- lag en þó teygir það einnig arma sína til Reykjavíkur, Kaupmannahafnar og jafnvel vestur um haf. - mhg 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Árna Böðvarssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð: Ragnheiður Finnsdóttir talar. 9.05 Morgunstund barnanna: „Kysstu stjörnurnar" eftir Bjarne Reuter Ólafur Haukur Símonarson les þýðingu sína (8). Olga Guðrún Árnadóttir syngur. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Verslun og viðskipti Umsjón: Ingvi Hrafn Jónsson. 10.45 Ardegis í garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. 11.00 Við Pollinn Ingimar Eydal velur og kynnir létta tónlist (RÚVAK-Bein sending ). 11.40 Félagsmál og vinna Umsjón: Skúli Thoroddsen. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Fimmtudagssyrpa - Ásta R. Jóhannesdóttir. 14.30 Á bókamarkaðinum Andrés Björns- son sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 15.00 Miðdegistónleikar Friedrich Gulda leikur Píanósónötu nr. 21 í C-dúr op. 53 eftir Ludwig van Beethoven/Hallé- hljómsveitin leikur „Ljóðræna svítu“ op. 54 eftir Edward Grieg; Sir John Bar- birolli stj. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregn- ir. 16.20 Útvarpssaga barnanna: „Leifur heppni“ eftir Ármann Kr. Einarsson Höfundur les (5). 16.40 Tónhornið Umsjón: Guðrún Birna Hannesdóttir. 17.00 Bræðingur Umsjón: Jóhanna Harðardóttir. 17.55 Snerting Þáttur um málefni blindra og sjónskertra í umsjá Arnþórs og Gísla Helgasona. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 20.00 Fimmtudagsstúdíóið - Útvarp unga fólksins Stjórnandi: Helgi Már Barða- son (RÚVAK). Reykvíkingar eiga orðið mikið af fallegum görðum, en miklu skiptir hvernig gróður þeirra er búinn undir veturinn. Þá er gott að leita ráða hjá fagmönnum. Því skyldu garðeigendur hvar sem þeir annars eru bú- settir, hlusta á orð Hafsteins Hafliðasonar í Útvarpinu, en hann verður „Árdegis í garðinum“ kl. 10.45 í dag. - mhg '20.30 Gestur í útvarpssal: Bodil Kvaran syngur lög eftir Edward Grieg og Jean Sibelius. Ólafur Vignir Albertsson leikur á píanó. 20.55 „Vegir liggja til allra átta“ Þáttur um A.F.S. samtökin á íslandi. Umsjónar- maður: Harpa J. Amín. 21.55 „Átök og einstaklingar“ Stefán Júl- íusson les kafla úr nýrri skáldsögu sínni. 22.35 Án ábyrgðar Umsjón: Valdís Ósk- arsdóttir og Auður Haralds. 23.00 Kvöldstund Með Sveini Einarssyni. Útvarp kl. 21.55 „Atök og einstak- lingar”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.