Þjóðviljinn - 27.11.1982, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 27.11.1982, Qupperneq 1
SUNNUMGS BLaDIÐ DJOÐVUHNN 40 SÍÐUR Helgin 27. - 28. nóvember 1982. 226. og 227. tbl. - 47. árg. Fjölbreytt lesefni um helgar Verð kr. 13 Þakkað fyrir komuna - bílstjórinn Claudio, Klara, Franco, Hlín Gunnarsdóttir fararstjóri, sonur Klöru og Gestgjafarnir kveðja íslenska gesti á hlaðinu í Muraglione-fjallaskarðinu. Ásta Urbancic fararstjóri. Síðastliðin 3 ár hefur ferðaskrifstofan Samvinnuferðir-Landsýn farið með hátt á annað þúsund íslcnska ferðamenn frá sólarströndinni á Rimini til listaborgarinnar Flórens, þar sem farþegar hafa m.a. baðað sig í blóma evrópskrar myndlistar á Uffizi-safninu og víðar. Leiðin frá Rimini til Flórens liggur um ávaxtaræktarhéruð Pósléttunnar í gegnum Forli og Montone-dalinn upp í Appenínafjöllin, þar sem staðnæmst er í fjallaskarði, sem kennt er við múrinn stóra, Muraglione, og liggur í tæplega 1000 m hæð. Ur fjallaskarði þessu getur að líta fagurt útsýni yfir Godenzo-dalinn fyrir vestan og hæðir Toscana-héraðs í f jarska. Fjöll eru þarna vaxin laufskógi upp á efstu tinda og þegar komið er til baka að kvöldi úr hitasvækjunni í Flórens og farþegar fylla lungun svölu og fersku fjallaloftinu í aftansólinni fer ekki hjá því að margar kenndir vakni í líkama og sál eftir erfiða ferð. Ein af þeim kenndum er matarlystin, og ekki illa til fundið, því í Muraglioneskarðinu er einstakt veitingahús, sem margir íslendingar þekkja nú orðið af góðu, og það er einmitt þessi veitingastaður sem er tiiefni þessarar frásagnar. Þau systkinin Franco, Klara og Egle hafa um árabil rekið þarna greiðasölu af þeirri gestrisni hjart- ans sem fágæt verður að teljast, og er þó engu upp á ítali logið í þeirri kúnst að gera sérhverja stund við matarborðið að stórhátíð, hvort sem er á matsölustað eða í heima- húsi. Veitingastofan í Muraglione- skarðinu er fjölskyldufyrirtæki, eins og svo algengt er á ftalíu. Auk þeirra systkina miðlar amman af þúsund ára gamalli ítalskri hefð matargerðarlistarinnar í eldhús- inu, og aðrir ættingjar koma og grípa til hendinni eftir þörfum. Ekki er þess nokkur kostur að gera ítalskri matargerðarlist nokk- ur skil í frásögn þessari. Þó sakar ekki að geta þess, að þeir sem best eru að sér í þeirri listgrein hafa það gjarnan á orði að þeir séu íhalds- menn og andsnúnir öllum nýjung- um: aldagömul hefð og reynsla hef- Staldrað við í eldhúsinu - Franco, Egle og amman bera fram matinn. I Muraglione-skarðinu ur sannað ágæti þeirra fjölbreyttu rétta sem ítalskt eldhús hefur upp á að bjóða, svo að mikið þarf til, ef menn ætla sér að bæta þar um. Það er ekki auðvelt að bera fram máltíð fyrir 50-100 ferðamenn á hraðfleygri klukkustund þannig að hver og einn finni að matreiðslu- meistarinn hafi lagt sál sína í hvprn skammt. En það er einmitt það sem fjölskyldan í Muraglione- veitingahúsinu gerir, og auðvitað byrjar máltíðin með hinum hefi)- bundna pasta-rétti. Orðið pasta er samheiti yfir þá fjölbreytilegu rétti sem gerðir eru úr deigi sem saman- stendur af hveiti og vatni og stund- þar sem systkynin Franco, Klara og Egle bjóöa upp á cannelloni, svínasteik og grappa um dálitiu af eggjum. Frægasti pasta-rétturinn er auðvitað spag- hettíið, en það mun hafa verið Marco Polo, sem flutti þann rétt fyrstur manna með sér frá Kína til Ítalíu fyrir tæpum 1000 árum. En pasta-réttirnir munu þó eiga sér enn lengri sögu á Ítalíu, því vitað er að Rómverjar lærðu af Egyptum fyrir meira en 2000 árum að búa til þann rétt sem nú gengur undir nafninu „Lasagne" og hefur á síð- ustu mánuðum verið boðinn til sölu hraðfrystur úr frystikistum sjiT

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.