Þjóðviljinn - 27.11.1982, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 27.11.1982, Blaðsíða 13
Helgin 27.-28. nóvember 1982; ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA03 „Það var nær þrjátíu árum eftir það, að Jón Franz var tekinn, að bóndi einn úr Hálsasveit var að silungsveiðum á Arnarvatnsheiði. Hitti hann þá mann einn ríðandi á brúnum hesti langt frá öllum mannabyggðum. Maður þessi var fáránlega búinn og óþrifalegur í mesta máta. Hálssveitingurinn fór að leita eftir því hver þessi maður væri, en fékk bæði ógreið og afund- in svör. Vill hann þá reyna að mýkja skap mannsins með því að gefa honum í nefið og dregur upp bauk úr vasa sínum, en þá sló hinn í hest sinn, og hafði Hálssveitingur- inn ekki meira af honum.-----En svo stóð bónda mikill stuggur af þessum manni, að honum þótti óvarlegt að fara aftur á þessar slóðir án vopna. Bóndi þessi var járnsmiður góður. Smíðaði hann sér nú sverð breitt og biturlegt úr góðu stáli, og var það ei minna en alin fyrir egg. Þegar hann hafði ný- lokið við smíði þessa, heimsóttu foreldrar mínir hann og sýndi hann þeim þetta merkilega vopn. Var móður minni það minnisstætt, hve sverð þetta var mikið og biturlegt." Þessi atvik eru kveikjan að ljóði Guðmundar Böðvarssonar, Sverð Gísla Jakobssonar, sem prentað er í bók hans Innan hringsins. Ég hef fyrir satt að hér hafi verið um að ræða Gísla bónda á Augastöðum í Hálsasveit, Jakobsson, Snorra- sonar prests á Húsafelli. Hann var smiður góður og skytta og hraust- menni mikið; lést 1885, áttræður að aldri. (Þjóðsögur Ölafs Davíðssonar; Þyrnar Þorsteins Erlingssonar; Gríma; Héraðssaga Borgarfjarðar; Innan hringsins eftir Guðmund Böðvarsson o.fl.) Tryggvi Gunnarsson: „kann ekki að halda á landsins fé“ Jón söðli Víðar offramleiðsla á búvörum en hér Hátt hvín í tálknum sumra spek- inga yfir offramleiðslu á búvörum hérlendis og er kennt um rangri landbúnaðarstefnu. Er þó naumast hægt að tala um offramleiðslu á annarri búvöru en kindakjöti. Svo er aðgerðum bænda sjálfra fyrir að þakka. En víðar virðist „röng“ stefna hafa ríkt í landbúnaðarmálum en á íslandi. Samkvæmt norskum heim- ildum nemur offramleiðsla á mjólk þar á þessu ári um 90 milj. ltr. og nálgast það heildarmjólkurfram- leiðsluna hér á landi nú. Tala mjólkurkúa í Noregi er um 400 þús. Að því er stefnt að fækka þeim um 25 þús. Offramleiðsla á nautakjöti er um 10 þús. tonn. Til þess að nálgast jafnvægi, þótt ekki verði í fyrstu umferð, hyggjast Norðmenn slátra 40 þús. ungkálfum. Öfframleiðsla á kindakjöti er áætluð 3000 tonn í ár. Norðmenn stefna að fækkun sauðfjár svo sem hér er gert. Búist er við að offram- leiðsla á svínakjöti í ár verði um 4000 tonn og svarar það til 54 þús. sláturgrísa. Og enn má nefna að offramleiðsla á eggjum er um 22 milj. stykki. Sú verðskerðing, sem bændur verða að taka á sig af þessum sök- um mun trúlega nema um 400 milj. norskra króna. - mhg Uppreisnar- saga frá Perú Ut er komin hjá Iðunni skáld- sagan Hinn ósýnilegi eftir Perú- manninn Manuel Scorza. Fyrir tveimur árum gaf Iðunn út sögu hans, Rancas — þorp á heljaþröm og hin nýja saga er önnur bók í þeim sagnaflokki en þó algerlega sjálf- stæð að efni. Ingibjörg Haralds- dóttir hefur þýtt báðar þessar bækur úr spænsku. Hinn ósýnilegi byggir á sönnum atburðum, bændauppreisn árið 1962, en þeirri uppreisn var mætt af óheyrilegri grimmd. „Bændurnir réðust inn á endalausar víðáttur stórbýlanna", segir höfundur í for- mála, „og endurheimtu jarðir sín- ar. Þar með var hafin sú mikla hetj- usaga sem gerist í Andesfjöllum og á eftir að binda enda á lénsskipu- lagið á miðhálendi Perú“. Þótt Hinn ósýnilegi byggi þannig á raunverulegum atburðum, „er hún ekki raunsæissaga í venjulegri merkingu, heldur í ríkum mæli gædd andrúmslofti ævintýra" segir í kynningu. lOáraábyrgð Góögreiöslukjör þrekhjól fyrir þá sem er annt um heilsuna Kjörið til líkamsræktar heimavið. Stöðugt og sterkt - mjúkt og breitt sæti, öryggishlífar á keðju og hjóli - stillanlegt stýri og sæti - stiUanlegur fótstigsþungi - hraðamælir og snúnings- teljari - tekur lítið pláss. Varahlutaþjónusta. Verð kr. 2.401 og 2.759. 2&jnínutiir á dag... KALKHOFF þrekhjól er ódýr og góð lausn fyrir þá sem annt er um heilsuna. , / — — Reiðhjólaverslunin ^^ Serverslunimeira /iðf»if||n|fc en hálfa öld / IrirlilJllfr ' / Spítalastíg 8 vió Oóinstorg símar; 14661,26888 Vinsælasti smábíllinn í dag, Daihatsu Charade, er aðalvinningurinn í Happdrætti Þjóðviljans 1982. Happdrætti Þjóðviljans 1982 Gerið skil! Vinningar: Verðgildi kr.: 1. Bifreið Daihatsu Charade 128.000- 2. Húsgögn að eigin vali frá TM húsgögnum 25.000,- 3. Nordmende litasjónvarp frá Radíóbúðinni 25.000,- 4. Ferð að eigin vali frá Samvinnuferðum-Landsýn . 19.170,- 5. Ferð að eigin vali frá Satnvinnuferðum-Landsýn........ 15.000,- 6. Ferð að eigin vali frá Samvinnuferðum-Landsýn ......... 15.000,- 7. Ferð að eigin vali frá Úrvali.......................... 15.000,- 8. Ferð að eigin vali frá Úrvali.......................... 15.000,- Verðmæti vinninga alls kr. 232.170.- Upplýsingar í símum 17504 og 81333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.