Þjóðviljinn - 27.11.1982, Page 15

Þjóðviljinn - 27.11.1982, Page 15
Skáldsaga eftir Olgu Guðrúnu Hjá Máli og menningu er komin út ný skáldsaga, Vegurinn heim, eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Þetta er önnur skáldsaga Olgu Guðrúnar, en hún hefur áður sent frá sér unglingasöguna Búrið sem kom út árið 1977 og varð mjög vin- sæl og umdeild. Um bókina segir á kápu: „Niðurstaða skilnaðarbarnsins er bitur: Þið fáið að ákveða sjálf, núna viljið þið þetta og núna viljið þið hitt, þið getið gifst og skilið og gert allt sem ykkur sýnist, og svo bitnar það á mér. Ég bara lendi einhvers staðar og enginn spyr mig“. Vegurinn heim eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur er átaka- mikil skáldsaga sem kemur öllum við.. í miðpunkti sögunnar er ell- efú ára gömul telpa sem berst fyrir því að fá að ráða lífi sínu sjálf. Þeir segja að húsbyggingar séu aðaltómstundagaman Islend- inga. Ekki mitt. Hins vegar þurfti ég að kaupa bíl um daginn og hef komist að raun um að bílakaup og bílahjal er eitt vinsælasta um- ræðuefnið. Sjálfur er ég óttalegur auli í slíkum viðræðum, svo sem í húskaupa- og byggingatali. Sennilega hefði ég betur átt heima á einhverri annarri öld eða í öðru þjóðfélagi. Eða þá sem einhver önnur skepna. Það hefði líklega verið affarasælast. En ég þurfti sem sagt að kaupa bíl af því að gamli bíllinn er upp- urinn. Hann er haugamatur. Ryðgaður, brotinn, beyglaður, bilaður og farinn á taugum. Samt ætlar maður að kaupa hann af mér. Verst var að ég átti enga pen- inga en hollvinir mínir margir sögðu að ég þyrfti hreint enga peninga til að kaupa bfl. Þeir væru svo margir í sölu og svo ill- seljanlegir að hægt væri að fá ágæta bíla fyrir nánast slikk. Það var og. Ég hringdi í einn vininn, sem ég vissi að var kræfur í svona málum, og bað hann að útvega mér góðan bíl fyrir helst enga út- borgun &g afganginn eftir efnum, ástæðum og hentúgleikum. Minnsta mál í heimi, sagði hann. Svo hringdi hann út í bæ og sagði að ég gæti fengið glæsi- legan, framhjóladrifinn, lítið keyrðan, skoðaðan og nýyfirfar- Helgin 27.-28. nóvember 1982 ÞJÓDVIEHNN — SIÐA 15 ! Minnsta mál í heimi i inn bíl á vildarkjörum. Það var ogi Mér fannst nú verðið nokkuð hátt - þrátt fyrir allt - en það er líklega af því að ég á enga pen- inga og er ekki nógu kræfur í svona málum. Svo fór ég að spyrjast fyrir um svona bíl hjá hinum og þessum og allir ljómuðu á svipinn og voru óðfúsir að fræða mig á kostum og löstum þessarar tegundar. „Hann hefur orð á sér fyrir að vera sparneytinn“, sagði einn. „Um- boðið er slæmt og þess vegna er hann ekki góður í endursölu", sagði annar. „Þeir ryðga fljótt en úr því að hann er ekki keyrður nema 40 þúsund, þá....“, sagði sá þriðji. Þetta er alltaf happ- drætti“, sagði sá fjórði. „Uss, ekki líst mér á þá“, sagði sá fimm- ti. „Hefurðu athugað kramið?“ spurði sá sjötti. „Ef hann er ný- sprautaður, þá er eitthvað grun- samlegt“, sagði sá sjöundi. Svona létu þeir dæluna ganga. Mér var eiginlega hætt að lítast í blikuna. í vikutíma skaust ég inn á bílasölur og las auglýsingar í blöðum. Ég gekk um með spek- ingssvip, barði í bíla hér og hvar og leit undir þá og spurði og spurði. Og það var svo sannar- lega margt að athuga. Sjálfum leist mér best á bíla sem voru með útvarp. Eitt sinn var ég kominn á fremsta hlunn með að kaupa einn en þegar ég mætti daginn eftir var búið að selja hann öðrum. Þá skyndilega missti ég þolin- mæðina. „Skítt með það“, hugs- aði ég með mér og skellti mér á það sem var hendi næst. Það var bíllinn sem fyrst bauðst, þessi glæsilegi, framhjóladrifni. Ekk- ert mál með peningana. Eða þannig. Guðjón. sunnudasskrossgátan Nr. 349 / Z 3 8 (p V 8 iT (y; 8 <5 )D 7T 5? )2 )t // 5? )8 )8 1 S" u? <2 )V )Ö s l(p isr n- // 20 )1 2) 22 10 23 28 52 22 'V V 22 W~ n liT 26~ 2*2 2% /iT W t> 18 23 z<* 2? w (s> 10 fí 8 )8 V Z!o 22 2/ /9 )2 28 22 2J 2S II 22 /? 23 sr W Z) 11 )8 2Ý r-ST V 25 28 % % '8 lT~ 22 23 28 28 23 3' ' 52 3o 23 )8 /8 I/ 52 / 28 1/ )í? )& 20 / 21 10 Z3 V )sr 23 28 Up )) /SJ Zl TT ) 1 r Z3 18 28 /9 28 /9 52 1/ 2Ý / II )tr d /? 20 28 S? Zl /s" 23 V 5 )8 1 29 )8 29 28 y 3/ 23 28 q? // )*) W y ) )8 Zo b" 23 10 // 52 11 28 52 it 2o 28 IC 23 S2 Z(s> V 122 /5 22 n 30 15 22 23 22 Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á fjalli sem flestir þekkja. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 349“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem iesið er lá- eða lóðrétt..' Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- hljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. AÁBDÐEÉFGHlfJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Verðlaunin Verðlaun fyrir krossgátu nr. 345 hlaut Guðrún Björnsdótt- ir, HUðargötu 2, Neskaup- stað. Þau eru Birgir og Asdís eftir Eðvarð Ingólfsson. Lausnarorðið var Benónýja. Verðlaunin að þessu sinni er bókin Fílaspor eftir Ham- mond Innes.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.