Þjóðviljinn - 30.11.1982, Side 1
UOÐVIUINN
Leikdómur
Sigurðar A. um
Dagleiðina löngu inn
í nótt varð tilefni
svargreinar frá
Þjóðleikhússtjóra. I
dag svarar Sigurður
Sveini.
Sjá 6
nóvember 1982
þriðjudagur
47. árgangur
268. tölublað
Hafrannsóknastof n -
unin krefst opin-
berrar rannsóknar:
Sitjum
ekki
þessum
ásökunum
segir Jón Jónsson
forstöðumaður
stofnunarinnar
Það er aiveg ljóst að við sitjum
ekki undir þessum ásökunum þegj-
andi og því munum við krefjast op-
inberrar rannsóknar á ásökunum
þessa stýrimanns um þegjandi sam-
komulag okkar og sjómanna í smá-
fiskadrápi. Hér um slíka fjar-
stæðu að ræða, að engu tali tekur,
sagði Jón Jónsson, forstöðumaður
Hafrannsóknastofnunar, vegna
ummæla eins viðmælenda
hljóðvarpsins á dögunum, stýri-
manns af togara, um þegjandi sam-
komulag eftirlitsmanna Hafrann-
sóknastofnunarinnar og sjómanna
um að amast ekki við smáfiska-
drápi.
Við erum orðnir vanir
skömmum úr ýmsum áttum og ekki
vanir að kippa okkur upp við þær,
en undir þessu sitjum við ekki þegj-
andi. Best væri auðvitað að maður-
inn tæki orð sín aftur og bæðist af-
sökunar, en geri hann það ekki
verður að fara fram opinber rann-
sókn, sagði Jón. Hann bætti þvf við
að eftirlitsmenn með veiðunum
væru mjög illir vegna þessara um-
mæla, sem fyrst og fremst bitna á
þeim.
Jón sagðist gera sér grein fyrir
því að viðmiðunarmörkin sem
Hafrannsóknastofnunin setur séu
ströng og að það væri alveg nóg að
fá skammir frá hagsmunaaðilum
fyrir þessi mörk, þótt ekki sé verið
að ásaka starfsmenn stofnunarinn-
ar fyrir að brjóta þau. - S.dór
Eldborg GK, sem
nú stundar kol-
munnavciðar
norðurafFær-
eyjum hefur aflað
mjög vel undan-
farna daga
Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ:
Aðgerðlr ekki
raunhæfar nú
en áskiljum okkur allan rétt síðar
„Verkalýðssamtökin hljóta alltaf
að taka tillit til aðstæðna og það er
því mat sambandsstjórnarinnar að
á næstunni sé ekki raunhæft að
ganga til aðgerða vegna bráða-
birgðalaga ríkisstjórnarinnar,“
sagði Asmundur Stefánsson forseti
Alþýðusambands íslands í gær-
kvöldi eftir að sambandsstjórn ASÍ
hafði afgreitt ályktun sína um kjar-
amál.
í ályktun sambandsstjórnarinn-
ar segir að með bráðabirgðalögum
ríkisstjórnarinnar í ágúst hafi enn
einu sinni veriðjhlutast um gerða
kjarasamninga. Átelur sambands-
stjómarfundurinn þetta og segir af
skipti stjórnvalda at veröbóta-
greiðslum sýna að mjög skorti á að
efnahagsstefnan sé mótuð til langs
tíma. I stað þess að huga að upp-
byggingu trausts efnahagslífs sé
grafið undan frjálsum samnings-
rétti verkalýðshreyfingarinnar og
gripið til kaupskerðingar.
Síðar segir: „Sambandsstjórnin
telur að við núverandi aðstæður sé
ekki raunhæft að efna til andófs
vegna bráðabirgðalaganna, en í-
trekar þá afstöðu miðstjómar að
verkalýðshreyfingin hlýtur að hafa
fyllsta fyrirvara og áskilja sér allan
rétt.“
„í þessari ályktun sem var sam-
þykkt samhljóða í sambandsstjórn-
inni er það áréttað að sífelld laga-
setning af hálfu stjórnvalda er sam-
tökunum hættuleg og stefnir hinum
frjálsa samningsrétti verkalýðs-
samtakanna í tvísýnu," sagði Ás-
mundur Stefánsson forseti ASÍ að
lokum. - v.
Þegar talin höfðu verið 2500 atkvæði í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík af rúmlega 8000:
Geir Hallgrímsson i
baráttusætið?
var í 7. sæti með 1443 atkvæði
Laust fyrir klukkan tvö í nótt,
þegar talin höfðu verið 2.500 at-
kvæði af rúmlega 8.000 sem kusu í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, var formaður flokks-
ins, Geir Hallgrímsson í 7. sæti með
aðeins 1.443 atkvæði á bak við sig.
Hann var því í neðsta sæti núver-
andi þingmanna flokksins og verði
þessar meginniðurstöður próf-
kjörsins, gæti hann komið til með
að skipa baráttusæti flokksins í
Reykjavík.
Engar opinberar tölur fengust í
nótt frá Valhöll þar sem talning fór
fram en Þjóðviljinn aflaði þeirra
eftir öðrum leiðum. 2.500 atkvæði
höfðu verið talin laust fyrir kl. 2 og
þá var röð manna þessi: 1. Friðrik
Sófusson 1788 atkvæði, 2. Albert
Guðmundsson 1785, 3. Birgir ísl.
Gunnarsson 1782, 4. Ellert B.
Schram 1648, 5. Ragnhildur Helg-
adóttir 1601, 6. Pétur Sigurðsson
1474,7. Geir Hallgrímsson 1443,8.
Geir Haarde 1302, 9. Jón Magnús-
son 1266, 10. Guðmundur H.
Garðarsson 1249, 11. Bessí Jó-
hannsdóttir 942 og 12. Jónas
Elíasson með 862 atkvæði. Aðrir
frambjóðendur höfðu hlotið færri
atkvæði.
Þetta voru tölur sem Þjóðviljinn
aflaði sér í nótt en þá var búið að
telja 2.500 atkvæði af rúmlega
8.000 manns sem tóku þátt í próf-
kjörinu nú. 1978 kusu 11.000
manns í prófkjöri flokksins í
Reykjavík og 1979 kusu 9.800 í
prófkjörinu. - v-
Stjórn
kjördæmisráðs Al-
þýðubandalagsins é
Vestfjörðum hefur
ákveðið að fyrri
umferð forvals
vegna skipunar
framboðslista í
komandi alþingis-
kosningum fari
fram dagana 3.-9.
des. n.k.
Dansað í tilefni glæsilegs sigurs íslendinga í Norðurlandakeppni fatlaðra í trimmi. Sjá bls. 3
Hrakningar
17 ára pilts
í Tindfjöllum:
Missti af
félögunum
og fannst eftir
margra tíma leit
Ungur piltur, Stefán Smárason
17 ára að aldri, varð viðskila við
félaga sína í Alpaklúbbnum í fyrri-
nótt þar sem þeir voru á ferð í Tind-
fjölium, og fannst ekki aftur fyrr en
eftir margra klukkustunda leit,
heill á húfl.
Það var síðdegis í fyrradag sem
Stefán varð viðskila við félaga sína
og hófu þeir leit að honum strax og
þess varð vart. Iðulaus stórhríð var
á og einungis skyggni til örfárra
metra. Einn leitarmanna Ólafur
Guðmundsson sagði hafa verið
blindhríð og auk þess svartamyrk-
ur sem hefði gert leitina mjög erf-
iða. Það var svo ekki fyrr en hjálp-
arsveitir höfðu verið kvaddar til frá
Hvolsvelli, Hellu og Selfossi að
pilturinn fannst stutt frá skála í
Tindfjöllum. Hafði hann gert það
eina rétta, að koma sér ofan í
svefnpoka og grafa sig í fönn, þegar
hann varð þess áskynja að hann
hefði orðið viðskila við hópinn.
Stefán Smárason kom heim til
sín í Mosfellssveit í gærkvöldi en
ekki tókst að ná tali af honum eftir
hrakfarirnar. - v.
Láglaunabætur í
desember:
„Deilt er
um reikn-
uð laun”
segir Þröstur
Ólafsson
„Það hefur ekki ennþá tekist að
ná samkomulagi um hvernig
standa eigi að útborgun þessara
láglaunabóta, en við miðum við að
skila tillögum okkar til ríkisstjórn-
arinnar von bráðar, svo hægt sé að
senda þessar greiðslur út til við-
komandi fyrir jól, eins og gert er
ráð fyrir í bráðabirgðalögunum frá
í haust,“ sagði Þröstur Ólafsson
aðstoðarmaður fjármálaráðherra í
samtali í gær.
Þröstur stýrir vinnuhóp, fulltrúa
þingflokkanna og ASÍ sem á að
skila tillögum til ríkisstjórnarinnar
um fyrirkomulag láglaunabóta,
vegna vísitöluskerðingarinnar 1.
des. n.k.
Gert er ráð fyrir 50 milljón króna
launabótum í desember og hefur sú
fjárhæð þegar verið tryggð með
tekjuöflun ríkissjóðs.
„Þetta er mikið vandaverk hvern-
ig staðið verður að þessum
greiðslum, og þá ekki síst hverjir
eigi að fá þær. Ljóst er að
greiðslurnar verða sendar í ávísun
til viðkomandi fyrir jólin, en menn
deila um hverjir eigi að fá þessar
bætur og þá hversu miklar. Það er
einkum spurningin um þá sem hafa
reiknuð laun, þ.e. bændur ein-
yrkjar, listamenn, sjálfstæða
iðnaðarmenn og fleiri slíka hópa.
Ég er hins vegar bjartsýnn á að
okkur takist að ná samkomulagi
um þessi atriði von bráðar," sagði
Þröstur Ólafsson. - lg.