Þjóðviljinn - 30.11.1982, Side 3
Þriðjudagur 30. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Fjárhagsvandi lánasjóðs námsmanna
leystur í bráð
„Allir fá
úriausn”
segir Sigurjón Valdimarsson
framkvæmdastjóri LÍN
„Þetta var alveg geysileg aukning
á lánsumsóknum fyrir haustlánin,
sem sló okkur alveg út af laginu. En
það er búið að bjarga okkur í bili,
en vandamál næsta árs eru enn
óleyst,“ sagði Sigurjón Valdimars-
son framkvæmdastjóri Lánasjóðs
íslenskra námsmanna í samtali við
Þjóðviljann.
Lánsumsóknum fyrir haustlán
sem eru greidd út í desember,
fjölgaði í ár um 35% frá því í fyrra,
en árleg aukning kom mönnum
mjög á óvart, að sögn Sigurjóns, og
var Ijóst að á vantaði um 40 mill-
jónir króna til að geta greitt út lán
fram til áramóta.
„Stjórn lánasjóðsins hefur fengið
vilyrði fjármálaráðuneytisins fyrir
lausn á þessu máli, en sú lausn er
ekki alfullkomin. Við verðum að
fresta ákveðnum greiðslum fram
yfir áramót, og til þess að allir fái
eitthvað nú í desember þá verðum
við að skerða lítilsháttar víxillánin
til 1 árs nema þar til strax eftir ára-
mótin. Fyrstu 5000 krónur lánsins
verða greiddar út óskertar, en síð-
an geymum við útborgun á 50%
þess sem umfram er þar til eftir
áramótin. Það fá því allir einhverja
úrlausn sinna mála,“ sagði Sigur-
jón.
-lg-
Samtök grásleppu-
hrognaframleiðenda klofna:
Líka ekki
viimubrögð
og þess vegna stofnuðum við
ný samtök, segir
Aðalbjörn Sigurlaugsson á Ólafsfirði
Rætt um tækniþróun og samfélag á
ráðstefnu Lífs og lands um helgina
Hann er engin smásmíði þessi vörulyftari sem lagt var fyrir utan Kjarvaisstaði um helgina. Þetta er enaa
stærsti vörulyftari landsins og var nokkurs konar vörumerki ráðstefnu Lífs og lands, en þar var m.a. rætt um
tækniþróun og samfélag. Ljósm. - eik.
Á sunnudaginn var voru stofnuð
ný samtök grásleppuhrognafram-
Sambandsstjóm ASÍ um verðbótaskerðinguna:
leiðenda norður á Húsavík. For-
maður þessara nýju samtaka var
kjörinn Aðalbjörn Sigurlaugsson á
Ólafsfirði, og sagði hann í samtali
við Þjóðviljann í gær að ástæðan
fyrir stofnun þessara nýju samtaka
væri óánægja með vinnubrögð
þeirra sem farið hefðu með málefni
landssamtakanna til þessa.
Þessi atvinnugrein er ekki það
stór í sniðum að hún þoli þá miklu
yfirbyggingu sem er á samtökun-
um, auk þess sem við erum afar
óánægðir með vinnubrögð ráða-
manna samtakanna, sagði Aðal-
björn.
Hann sagði að þeir sem að þess-
um nýju samtökum stæðu væru á
milli 30 og 40, en jafnframt sagðist
hann viss um að miklu fleiri aðilar
myndu ganga til liðs við þau á næst-
unni, því óánægjan með gömlu
samtökin væri almenn.
Guðmundur Lýðsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka grásleppu-
hrognaframleiðenda, sagði að
þessi nýju samtök væru stofnuð af
þeim mönnum Sem hefðu orðið í
minni hluta innan samtakanna
undir forystu tveggja hrognaút-
flytjenda, Jóns Ármanns Héðins-
sonar og Guðmundar Halldórs-
sonar. Aðspurður um hvort þessi
klofningur gengi af gömlu samtök-
unum dauðum, sagðist hann vona
að svo yrði ekki, en n.k. sunnudag
yrði aðalfundur þeirra og þar
myndu málin án efa skýrast.
- S.dór
/
Askiljum okkur allan rétt
Andóf ekki raunhæft við núverandi aðstæður
Á fundi sambandsstjórnar A.S.Í.
var í gær samþykkt einróma kjar-
amálaályktun á þessa leið:
Með bráðabirgðalögum sem sett
voru í ágúst er enn einu sinni
endurtekin íhlutun stjórnvalda í
gerða kjarasamninga. Sambands-
stjórnarfundur Alþýðusambands-
ins telur, að ítrekuð afskipti stjórn-
valda af verðbótagreiðslum á laun
sýni, að mjög skortir á að efnahags-
stefna sé mótuð til langs tíma. Þess
í stað hneigjast stjórnvöld til
skyndilausna þegar á bjátar í efna-
hagslífi þjóðarinnar. í stað þess að
huga að uppbyggingu trausts efna-
hagslífs er grafið undan frjálsum
samningsrétti verkalýsðs-
hreyfingarinnar og gripið til
kaupskerðingar.
Þann 1. desember n.k. munu
bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar
leiða til þess, að verðbætur alls
launafólks verða skertar um 7,71
prósentustig. Á þeim níu mánuð-
um sem eftir standa samningstím-
ans má vænta þess, að kaupmáttur
verði um 4% lakari ef lögin fara
fram en að óbreyttum verðbótaá-
kvæðum. Þó tekið sé tillit til fyrir-
hugaðrar orlofslengingar og lág-
launabóta er áætlað að skerðingar-
Norræna trimmkeppnin fyrir fatlaða:
Islendingar unnu
Nýverið voru tilkynnt úrslit í
hinni norrænu trimmkeppni fyrir
fatlaða, en hún fór fram á síðast-
liðnu ári. Fyrirkomulag keppninn-
ar var með nokkuð öðrum hætti en
venja er til, þar sem þátttakendur
kepptu hver í sinni grein í eigin
landi, án þess að hópurinn kæmi
saman. Það tók hvert land um einn
mánuð að Ijúka þátttöku, og máttu
þátttakendur velja sér keppnis-
greinar, hlaupa, synda, hjóla, aka
um í hjólastól eða fara í kaj-
hakrróður. Þau skilyrði voru sett
að hvert trimm stæði yfir í a.m.k.
30 mínútur.
I tilefni þess að úrslit lágu fyrir,
kom hingað til lands stjórnarmeð-
limur í íþróttasambandi fatlaðra á
Norðurlöndunum, Arve Mangset,
og afhenti hann íslendingum sigur-
launin við sérstaka athöfn sem
fram fór í Fáksheimilinu síðastliðið
föstudagskvöld.
Lokaniðurstaðan varð þessi:
1. ísland 72296,64 stig
2. Noregur 69808,80 stig
3. Færeyjar 372842,75 stig
4. Finnland 36978,76 stig
5. Svíþjóð 22865,00 stig
Það var Sigurður Magnússon
formaður íþróttasambands fatl-
aðra sem veitti verðlaunum við-
töku fyrir hönd íslands. 1053 ein-
staklingar hér á landi sem á einn
eða annan hátt eru fatlaðir gerðu
sitt til að sigur mætti nást.
Iþróttafélag fatlaðra í Reykjavík
og Sjálfsbjörg sáu um skemmtun-
ina í Fáksheimilinu.
- hól.
áhrif laganna verði um 2 1/2% að
meðaltali.
Sambandsstjórnarfundur ASÍ
tekur undir samþykkt miðstjórnar
frá 22. ágúst, sem fundurinn telur
rétt viðbrögð við afskiptum stjórn-
valda. Sambandsstjórn telur, að
við núverandi aðstæður sé ekki
raunhæft að efna til andófs vegna
bráðabirgðalaganna, en ítrekar þá
afstöðu miðstjórnar, að verkalýðs-
hreyfingin hlýtur að hafa á fyílsta
fyrirvara og áskilja sér allan rétt.
Þá hvetur sambandsstjórn verka-
lýðsfélögin til að taka kjaramálin
til rækilegrar umfjöllunar í ljósi
undangenginnar þróunar og at-
burða.
Sambandsstjórnarfundur Al-
þýðusambands íslands bendir á, að
vegna minnkandi verðmætis
sjávarafla hefur atvinna verkafólks
dregist mjög saman að undan-
förnu. Sérstök ástæða er því til þess
að stjórnvöld hafi vakandi auga
með atvinnuástandi. Fundurinn
minnir á, að verkalýðshreyfingin
telur það frumskyldu stjórnvalda
að tryggja fulla atvinnu alls verka-
fólks. Þessa skyldu rækja stjórn-
völd best með því að stuðla að ný-
sköpun arðbærrar atvinnustarf-
semi. Heitir fundurinn á stjórn-
völd, stjórnmálaflokka og samtök
að þau ljái lið sitt framgangi atvinn-
ustefnu, sem tryggt geti lífsstarf
vaxandi fjölda fólks á vinnumark-
aði.