Þjóðviljinn - 30.11.1982, Side 15
Þriðjudagur 30. nóvember 1982 ÞJÓDVILJINN — SiÐA 19
RUV ©
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í
mund. 7.25 Leikfimi. 7. 55 Daglegt mál.
Endurtekinn þáttur Árna Böðvarssonar
frá kvöldinu áður.
8.00 Forustugr. dagbl. (útdr.).
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Komm-
óðan hennar langömmu" eftir Birgit
Bergkvist Helga Harðardóttir les þýð-
ingu sína (6).
9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.30 „Áður fyrr á árunum“ Ágústa
Björnsdóttir sér um þáttinn. Efni þátt-
arins er um og eftir Þorgils gjallanda.
Lesari með umsjónarmanni: Þorleifur
Hauksson.
11.00 Gæðum ellina lífi Umsjón: Dögg
Pálsdóttir.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
Þriðjudagssyrpa - Páll Þorsteinsson og
Þorgeir Ástvaldsson.
14.30 Á bókamarkaðinum Andrés Björns-
son sér um lestur úr nýjum bókum.
Kynnir: Dóra Ingvadóttir.
15.00 Miðdegistónleikar Félagar íFílharm-
oníusveit Berlínar leika Klarinettu-
kvintett í A-dúr K. 581 eftir Wolfgang
Amadeus Mozart.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.20 Lagið mitt Helga Þ. Stephensen
kynnir óskalög barna.
17.00 „SPÚTNIK“. Sitthvað úr heimi vís-
indanna Þór Jakobsson sér um þáttinn.
17.20 Sjóndeildarhringurinn Umsjónar-
maður: Ólafur Torfason. (RÚVAK.)
18.05 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.45 Tilkynningar. Tónleikar.
20.00 Frá tónlistarhátíðinni í Björgvin s.l.
sumar Flytjendur: Göran Söllscher,
Elly Ameling, Rudolf Jansen, Aaron
Rosand, Geir Henning Braathen og
Stúlknakórinn í Sandefjord; Sverre Val-
en stj. a. Gítarlög eftir Augustin Barrios
og Alexander Tansmann. b. Ljóðalög
eftir Franz Schubert. c. Fiðlulög éftir
Mompou, Sarasate, Szymanovski, Pag-
anini og Chopin. d. Norsk þjóðlög og
kórlög eftir Zoltan Kodaly.
21.45 Útvarpssagan: „Norðan við stríð“
eftir Indriða G. Þorsteinsson Höfundur
les (3).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöidsins.
22.35 Þriðji heimurinn: Landlaus þjóð
Umsjón: Þorsteinn Helgason.
23.15 Oní kjölinn Bókmenntaþáttur í um-
sjá Kristjáns Jóhanns Jónssonar.
RUV **
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Sögur úr Snæfjöllum Tékknesk
barnamynd. Þýðandi Jón Gunnarsson.
Sögumaður Þórhallur Sigurðsson.
20.45 í forsal vinda. Nýr flokkur Fyrsti
þáttur. Eldur, ís og stormar Andesfjöll-
in í Suður-Ameríku eru lengsti fjall-
garður veraldar, um 6.500 km, og er
land þar víða lítt kannað. Þessi mynda-
flokkur frá BBC er í þrem þáttum og
lýsir stórbrotnu landslagi og fjölskrúð-
ugu dýralífi á þessum slóðum. Þýðandi
Jón O. Edwald.
21.50 Lífið er iotterí Fjórði þáttur. Sænsk-
ur sakamálaflokkur. { síðasta þætti fann
John Hissing ráð til að koma gullinu í
verð með útgáfu minnispeninga um
fræga afbrotamenn. Hann býður birginn
glæpakonungi Svíþjóðar, sem heimtar
sinn skerf af ránsfengnum. Þýðandi
Hallveig Thorlacius.
22.55 Á hraðbergi Viðræðuþáttur í umsjón
Halldórs Halldórssonar og Ingva Hrafns
Jónssonar. í þessum þætti verður m.a.
rætt við Friðrik Ólafsson, fráfarandi for-
seta FIDE, alþjóðaskáksambandsins.
23.50 Dagskráriok.
Leiðsögumaðurinn í þættin um í forsai vinda, Michael Andrews.
Sjónvarp kl. 20.45
í forsal vinda
Nýr þáttur um Andesfjöllin í Suður-Ameríku
Fyrsti flokkurinn af þremur
um Andesfljöllin í Suður-
Ameríku er á dagskrá sjón-
varpsins í kvöld og hefst kl.
20.45. Ber þessi myndaflokk-
ur yfirskriftina I forsal vinda.
Það er breska sjónvarpsstöðin
BBC sem hefur unnið þennan
þátt.
Eldur ís og stormar er
heitið á fyrsta þættinum, sá
næsti ber heitið Hafið, eyði-
mörk og þunnt loft og sá þriðji
Niður eftir Amazon-fljótinu.
í fyrsta þættinum er
viðkoma gerð á Cape Horn,
einhverjum hrikalegasta
fjallatindi sem sögur fara af.
Myndir eru teknar frá hæstu
tindum Acongua-fjallsins.
Þaðan er fylgst með flugi
kondórsins sem lætur loft-
straumana bera sig hvert sem
hann vill. Norðan Andesfjall-
anna er staðnæmst við eldfjöll
í Chile en þau munu vera um
2000 talsins og mörg þeirra
enn virk. Fjöldi stöðuvatna er
við rætur þessara fjalla og þar
er fjölskrúðugt dýra- og fugla-
líf. Trjágróður er marg-
slunginn.
Jón O. Edwald er þýðandi
þessara þátta, en fyrsti þáttur-
inn tekur um 25 mínútur í
flutningi.
Sjónvarp
kl 22.55
Friðrik
Ólafsson
verður
á hraðbergi
Þáttur þeirra Halldórs Hall-
dórssonar og Ingva Hrafns
Jónssonar Á hraðbergi verður
á dagskrá sjónvarpsins í kvöld
og hefst kl. 22.55. Að þessu
sinni mætir Friðrik Olafsson
stórmeistari í skák í þáttinn og
verða málefni FIDE alþjóða
skáksambandsins til umfjöll-
unar.
Eins og kunnugt er þá tap-
aði Friðrik með 43 atkvæðum
gegn 65 í kjörinu á FIDE-
þinginu í Luzern fyrr í þessum
mánuði. Filippseyingurinn
Florencio Campomanes
komst í embættið sem Friðrik
hafði gegnt í 4 ár.
Friðrik Ólafsson stórmcistari
og fráfarandi forseti FIDE
verður í þættinum Á hrað-
bergi í kvöld.
Þeir félagar Halldór og Yngvi
Hrafn munu spyrja Friðrik
spjörunum úr um kosninguna
sem fram fór 11. nóventber.
Sögusagnir gengu um það að
Campomanos hefði hreinlega
keypt sig inní stöðuna og beitt
ótrúlegustu brögðum til að ná
sínu fram.
frá lesendum
Böðvar Guðmundsson skrifar
Lágkúra
og smekkleysa
Jóns
Baldvins
»>
„Um að koma óorði á vinstri stefnu"
Að heita Filippía en
kalla sig Hugrúnu
Við sctnmgu 41 flokksþings
Alþyðuflokksins hcr uppi i
(íamla btói. fór Gunnar Eyjólfs-
son mcð þessi flcygu orð:
„það tr ekki ranglæti hinna »11-
vifjuðu, tem er verst; það verUa
cr þógn og afskiplalcysi húnna
góðviljuðu."
Þcss vcgna crtilþin leitað. Þaö
Er nokkuð að I þjóðfélagi. þat
scm crlcndar skuldir okkar nalg-
ast óðfluga hclming arlcgrar
þjóðarframlciðslu ogfyrr cn varir
fcr annar hvcr fiskur. scm is-
lcnskir sjómcnn draga á land. til
grciðslu afborgana og vaxta til er-
lcndra lánardrottna'*
Er nokkuð að^þjóðfétagi. þar
allahrcsti. þcgar staðicsndin c
su. að s I þrju ar hata hscrt ui
sig unnið til gullvcrðlaun.i siltui
og hrons scm mcslu atlaar l>
landssogunnar
I ruið þið þvi. að þcll
saman að kcnna þcuri
hcimskrcppu. scmcnn hctui ckki
numi..............
alll
Til ritstjórnar Þjóðviljans.
Það hendir stundum gamla
stuðningsmenn og áskrifend-
ur Þjóðviljans að þeir verða
að byrgja augu sín í sorg og
smán vegna lágkúru og
smekkleysis sem stundum
setja svip á blaðið. Og því
verður heldur ekki móti mælt
að ritstjórn Þjóðviljans er á-
kaflega viðkvæm fyrir gagn-
rýni. Ver þar stundum hver
annan af sannri samtryggingu
og fyrir kemur að þeir séu
settir í ritbann sem ekki pípa
eftir flokksnótunum og lofa
málgagnið. Nú langar mig til
að biðja um birtingu á litlu
lesendabréfi og mig langar til'
að biðja um að það verði birt
óstytt og óbrjálað af sensúr.
Föstudaginn 26. nóvember
1982 var á 5. síðu í Þjóðviljan-
um grein eftir Jón Baldvin
Hannibalsson. Greinin bar
fyrirsögnina: „Að heita Fil-
ippía og kalla sig Hugrúnu."
Hér er ekki um lágkúru að
ræða, ekki smekkleysu. Hér
er siðleysi á ferðinni. Allt um
það þó Jón Baldvin hafi talið
sér sæma að vitna til ritdeilu
Svavars Gestssonar og Óla
komma, þar sem „Ólafi
leiddist greinilega, að Alþýðu-
bandalagið er alltaf að villa á
sér heimildir. Hann líkti því
við þá skáldkonu, sem kallar
sig Hugrúnu, en heitir
reyndar Filippía,“ - ekki
þurfti Þjóðviljinn að fara eftir
því. Ummæli Óla komma eru,
- séu þau rétt höfð eftir, - svo
full fordóma og heimsku að
engu tali tekur. Það er langt
fyrir neðan virðingu Jóns
Baldvins Hannibalssonar að
éta þau eftir. Enn auvirðilegra
er af ábyrgri ritstjórn að hafa
þau að feitletraðri fyrirsögn.
Filippía Kristjánsdóttir hefur,
- eins og aðrir rithöfundar, -
fullan rétt á að taka sér það
höfundarnafn sem hún velur.
Og því þá að tengja það við
róna og hrossaket? Hvers
konar fordómar eru það?
Ætli Þjóðviljinn hefði birt
ummælin „að heita Magnús
Kjartansson en kalla sig
Austra“ - með svipaða skír-
skotun? Hefði ritstjórn Þjóð-
viljans talið það mannsæm-
andi kurteisi?
Eða telur ritstjórn Þjóðvilj-
ans það kannski allt annað
„að heita Magnús Kjartans-
son og kalla sig Austra“ en
„að heita Filippía og kalla sig
Hugrúnu“?
Ef svo er, - guð hjálpi þá
málgagni sósíalisma, verka-
lýðshreyfingar og þjóðfrelsis
með siðlausa ritstjórn. Ef svo
er ekki, - þá er það vel, og ég
vænti þess að ritstjórn Þjóð-
viljans biðji Filippíu Krist-
jánsdóttur opinberlega afsök-
unar á leiðinlegri yfirsjón.
Böðvar Guðmundsson
Athugasemd frá ritstjórn:
Fyrirsögn umræddrar
greinar er frá höfundi sj álfum,
Jóni Baldvini Hannibalssyni,
komin, og það er venja að
höfundar aðsendra greina
ráði fyrirsögnum sjálfir.