Þjóðviljinn - 09.12.1982, Page 3
Fimmtudagur 9. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Bókakynning í kvöld:
Jóna og Sigurður
lesa uppúr
„ Undir Mexikómána
Á bókakynningu í Nýja kökuhús-
inu í kvöld (fimmtudag 9. 12. 1982)
verða þrjár nýjar bækur kynntar.
Hjónin Jóna Sigurðardóttir og
Sigurður Hjartarson lesa úr bók
sinni „Undir Mexikómána“. Sig-
urður og Jóna ferðuðust ásamt
börnum sínum um tveggja ára
skeið um Mexíkó og segja í bókinni
frá þeirri ferð.
Nýlega lét Jón Óskar rithöfund-
ur frá sér fara ljóðabókina „Næt-
urljóð". Jón Óskar mun lesa á
bókakynningunni úr ljóðabókinni.
Einnig les hann úr þýðingu sinni á
skáldsögu frönsku skáldkonunnar
Simone de Beauvoir, sem í ís-
lensku útgáfunni heitir „Allir
menn eru dauðlegir“. Þetta er ein
merkasta skáldsaga Simone de Be-
auvoir og er fyrsta bókin sem gefin
er út á íslensku eftir þennan mikils
virta höfund.
Upplesturinn hefst kl. 20.30,
gengið er inn í Nýja kökuhúsið frá
Austurvelli en einnig er Bókaversl-
un ísafoldar opin að Austurstræti.
Gjöfin
sem gefur arð
Sodastream tækið er tilvalin
jólagjöf fyrir alla fjölskylduna
Gerið sjálf gosdrykkina og
sparið meira en helming.
Sól hf.
Þverholti 19. sími 91-26300
Til heiðurs Sigurði
Þórarinssyni sjötugum:
Vélmenni
í iðnaði
Sagan af
Dimmahmm
Sagan af
Dimmalimm
Nú er þessi
sígilda perla
íslenskra barna-
bóka komin aftur
í nýrri útgáfu.
IfdgafeU
Bókaútgáfan
Veghúsastíg 5
Á föstudaginn kemur, 10. desem-
ber verður haldin ráðstefna að Hó-
tel Sögu um vélmcnni í iðnaði og
eru það Fél. ísl. iðnrekenda, Brit-
ish Robot Association, og Dansk
Robotforening sem standa fyrir
henni.
Fjöldi vélmenna í iðnaði hefur
aukist mjög mikið á undanförnum
árum. Japanir standa einna fremst
á þessu sviði og voru þar um 17
þúsund vélmenni árið 1981, en gert
er ráð fyrir að þau verði um 60
þúsund á árinu 1990. Aðrar þjóðir
standa Japönum langt að baki, en
flestar iðnaðarþjóðir heims hafa
gert áætlanir um stóraukna notkun
vélmenna á komandi áratug og má
nefna, að gert er ráð fyrir að að
fjöldi vélmenna í Frakklandi munu
tuttugufaldast á þessu tímabili.
Ekkert íslenskt fyrirtæki hefur
enn tekið vélmenni í notkun, en
væntanlega munu ekki niörg ár líða
þangað til þau verða algeng í ís-
lenskum iðnaði.
Á ráðstefnunni verða flutt fjöl-
rnörg erindi um notkun vélmenna í
iðnaði og taka þátt í henni þrír er-
lendir gestir H. Knudsen og J. Ni-
elsen frá Dansk Robotforening og
T.E. Brock frá British Robot Áss-
ciation. Auk þeirra munu Jón H.
Magnússon, verkfræðingur og Ás-
mundur Stefánsson, forseti Al-
þýðusambands íslands flytja er-
indi, en Víglundur Þorsteinsson,
formaður Félags íslenskra iðn-
rekenda mun setja ráðstefnuna.
Ráðstefnustjóri verður dr. Ingjald-
ur Hannibalsson frá Félagi ís-
lenskra iðnrekenda og mun hann
stýra pallborðsumræðum í lok
ráðstefnunnar.
„Eins og
gengur”
Norrænafélagið gefur
út hljómplötu með 14
söngvísum hans
Norraena félagið kynnti í gær ný-
ja hljómplötu, sem það gefur út og
nefnist hún „Eins og gengur“ og
hefur að geyma 14 söngvísur eftir
Sigurð Þórarinsson, jarðfræðing.
Hljómplatan er gefin út í tilefni
sjötugsafmælis Sigurðar fyrr á
þessu ári.
Hjálmar Ólafsson, formaður
Norrænafélagsins sagði að Sigurð-
ur Þórarinsson hefðu um langt ára-
bil verið mjög virkur félagi í Norr-
æna félaginu og hefði því þótt við
hæfi að heiðra hann sjötugan með
því að félagið gæfi út hljómplötu
með söngvísum Sigurðar, sem fyrir
löngu er landskunnur fyrir söng-
vísur sínar. Dugir þar til að nefna
„Að lífið sé skjálfandi,"
„Þórsmerkurljóð“ og „Vorkvöld í
Reykjavík“ svo fátt eitt sé nefnt.
I febrúarmánuði sl. efndi Norr-
æna félagið til dagskrár í Norræna
húsinu, með þýddum og frum-
sömdum söngtextum eftir Sigurð.
Flytjendur á hljómplötunni „Eins
og gengur" er nokkurnveginn sami
hópurinn og flutti dagskrána í
Norræna húsinu við svo góðar
undirtektir að endurtaka þurfti
dagskrána samdægurs.
Flytjendur á plötunni eru: Arn-
aldur Arnarsson, Árni Björnsson,
Elías Davíðsson, Erna Ingvars-
dóttir, Gerður Gunnarsdóttir,
Gísli Helgason, Gunnar Guttorms-
son, Hávarður Tryggvason, Kol-
beinn Bjarnason, Margrét Gunn-
arsdóttir, Ólöf Sesselja Óskarsson,
Sigrún Jóhannesdóttir og Sigurður
Rúnar Jónsson. Upptakan fórfram
í Norræna húsinu.
- S.dór
LIU lýsir
furðu sinni
Stjórn LÍÚ sendi í gær frá sér
fréttatilkynningu, þar sem hún lýs-
ir yfir furðu sinni á framkvæmd
skuldbreytinga í sjávarútvegi, sem
ríkisstjórnin ákvað að gera í
september sl.
Segir ennfremur að svo virðist
sem engar skuldbreytingar hafi átt
sér stað nema við viðskipta-
bankana, þótt sjávarútvegsráð-
herra hafi lofað að þær næðu einnig
til viðskiptaaðila útgerðarinnar.
Flytjendur á blaðamannafundi í Norræna húsinu í gær, fr. v. Gunnar Guttormsson, Elías Davíðsson,
Arnaldur Arnarsson, Árni Björnsson og Gísli Helgason. Ljósm. eik.
Hjónareglan
Jafnréttisráð
vekur athygli
á málinu
Jafnréttisráð hefur sent frá sér
fréttatilkynningu jafnframt því
sem það hefur ritað félagsmála-
ráðuneytinu og farið fram á að það
hlutist til um það við dómsmála-
ráðherra að „tcknar verði saman
aðgengilegar upplýsingar í hand-
hægu formi um réttarstöðu aðila í
óvígðri sambúð“. Virðist mikill
misskilningur ríkja um réttarstöðu
sambúðarfólks og nauðsynlegt að
uppfræða almenning betur um
þetta mál. Jafnréttisráði berast
margar fyrirspurnir um lagaleg
réttindi fólks, sem jafnréttislögin
taka ekki til og er áberandi
yfirgnæfandi meirihluti þessara
fyrirspurna um fjárhagsstöðu við
slit á óvígðri sambúð. Fréttatil-
kynningin er svohljóðandi:
Jafnréttisráð vill vekja athygli á,
að almennur misskilningur virðist
ríkja hér á landi varðandi réttar-
stöðu fólks í óvígðri sambúð.
Er sá misskilningur fólginn í því
að réttarstaða sambúðarfólks verði
sú sama og hjóna eftir 2-5 ára
sambúð. Slíku er ekki til að dreifa
nema í einstaka tilfelli s.s. varðandi
skattlagningu ef sambúðaraðilar
óska eftir því, tryggingabætur að
uppfylltum vissum skilyrðum o.fl.
Sérstök ástæða er til að vara við
því, að við fjárhagsskipti vegna
slita á óvígðri sambúðu gildir hclm-
gildir ekki
ingaskiptarcglan ekki einsog við
hjónaskilnað, heldur almennar
eignarréttarreglur. T.d. myndi sá
seni skráður er fyrir eign almennt
verða talinn eigandi hennar, nema
annaö sannaðist.