Þjóðviljinn - 09.12.1982, Side 4

Þjóðviljinn - 09.12.1982, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. desember 1982 MOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóöfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag Pjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Sigrfður H. Sigurbjðrnsdóttir: Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Pórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlööversson. íþróttafréttaritari: Viöir Sigurösson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurösson, Guðmundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur p. Jónsson Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Kristín Pétursdóitir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmúndsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla 6 Reykjavlk, slmi 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaöaprent h.f. Sú krambúö er hér • Við skulum í dag hugsa okkur verslun með fjölbreyttum varningi hér eða þar í heiminum. í þessari kaupmannsbúð versla bæði hvítir menn og svartir. Helmingur vörusölunnar er til hvítu mannanna, en hinn helmingurinn til svörtu mann- anna. Verðið á vörunum er hins vegar ekki það sama til hvors hóps um sig. Hvítu mennirnir fá allan sinn varning að kalla ókeypis. Samt hagnast kaupmaðurinn sem á búðina þokkalega. Hvers vegna? - Vegna þess, að svörtu viðskipta- vinirnir eru látnir borga helmingi hærra verð en eðlilegt má kalla fyrir allt sem þeir kaupa, svo hinir hvítu geti feng- ið vöruna á gjafverði, og kaupmaðurinn samt sloppið skað- laus. • Hvar skyldi þessi krambúð vera? -Ekki þó hér í grennd- inni, eða hvað? Jú, einmitt hér í okkar landi finnum við útsölu af þessu tagi, þar sem viðskiptamönnunum er skipt í tvo flokka með álíka hætti, þótt skiptingin sé að vísu ekki í svarta menn og hvíta, heldur annars vegar í íslenskan al- menning og hins vegar erlenda auðjöfra. • Á þessari útsölu er verslað með orku. Lesendum Þjóðvilj- ans þarf tæplega að segja einu sinni enn, hverjir eru hér í hlutverki hvítu mannanna sem fá sinn helming ókeypis að kalla, og hverjir í hlutverki svörtu mannanna, sem fyrir bragðið verða að borga fyrir báða, svo kaupmaðurinn fari ekki á hausinn. • Á undanförnum árum hefur Alusuisse fengið í sinn hlut nær helming allrar þeirrar dýrmætu raforku, sem hér hefur verið á boðstólum. Hinn helminginn hafa innlendir aðilar keypt. • Og hvernig er verðið? • Á sama tíma og álverið borgar um 10 aura fyrir hverja kílówattstund, þá er heildsöluverðið til almenningsraf- veitnanna fimm sinnum hærra, eða nálægt 50 aurum. • Pað er samdóma mat allra sem til þekkja, að eðlilegur verðmunur þarna á milli sé um 50%. Verðmunurinn er nú um 400% í reynd, og yrði enn meiri, ef fallist væri á óskir Landsvirkjunar um frekari hækkanir til almenningsraf- veitna, svo hægt sé að reka Landsvirkjun sjálfa hallalaust. • Það er líka samdóma álit allra sem það mál skoða, að eigi orkuverð til álversins hér að verða álíka og algengast er í hliðstæðum viðskiptum óskyldra aðila í Vesur-Evrópu og Bandaríkjunum, þá þurfi verðið að þrefaldast. - Það orku- verð, sem Alusuisse greiðir okkur, er líka bara einn þriðji af kostnaði við framleiðslu orkunnar. Tvo þriðju kostnaðarins við framleiðslu orkunnar til þeirra greiðir íslenskur almenn- ingur og íslensk fyrirtæki- • Væri orkuverð til álversins þrefaldað, svo sem full rök standa til, þá væri hægt að lækka raforkuverð til allra al- menningsrafveitna í landinu um 60% og stæði þá Lands- virkjun fjárhagslega í sömu sporum og áður. Þetta eru ekki tilbúnar tölur, heldur staðfestar upplýsingar sem enginn getur vefengt. • Af þessu öllu sjá menn hversu nærtækt er að líkja þessum viðskiptum öllum við verslunarhætti krambúðarinnar, sem lýst var hér að ofan, þar sem svörtum var gert að borga varninginn líka fyrir hvíta. Það furðulega við orkuviðskiptin hér er svo einnig það, að sami aðili er hvort tveggja í senn í hlutverki sölustjórans og hinna svörtu viðskiptavina, sem níðst er á. - Það erum við sjálf, íslenskur almenningur, sem seljum orkuna á gjafverði til álversins, - og kaupum svo okkar hlut til eigin nota á okurprís fyrir bragðið, eins og réttlausir þrælar. • Það er spurt um fundarhöld með fulltrúum Alusuisse nú í vikunni. Um þau er ekkert að segja nema það, að árangur var enginn. • En það er nóg komið af neitunum frá þessum herra- mönnum, við þurfum ekki fleiri. • ísland er fullvalda ríki, og í samræmi við það, hljótum við að grípa til þeirra einu úrræða sem duga, þess réttar sem fullveldið veitir okkur til að ráða sjálf eigin málum. • Það er mál að þófínu linni, en verkin tali. -k. klippt Andleg flatneskja Leiðarar Morgunblaðsins eru oft mjög sérstæðar ritsmíðar og heldur magnast sérstaða þeirra í heimsbókmenntunum við þann prófkjörsharmleik sem leikinn hefur verið í Valhöll að undan- förnu. Leiðarinn í gær á að vera svar við vangaveltum annarra dagblaða um Geir Hallgrímsson og flokk hans. Leiðarinn segir, að andstæðingablöðin stundi lág- kúru, persónustríð og andlega flatneskju, sem sé til þess höfð að „breiða yfir vesældóm þeirra flokka sem að flokksblöðunum standa.“ „Morgunblaðið tekur ekki ótil- neytt þátt í þeirri lágkúru. Persónustríð flokksblaðanna fær- ir stjórnmálaskrif mörg ár aftur í tímann. Hitt ersvoannaðmáþað málsvarar sjálfstæðisstefnunnar munu síður en svo láta því ósvar- að þegar vegið er að henni með þessum hætti og vilji flokks- blöðin, að stjórnmáiabaráttan snúist upp í persónuníð verður tekið á því með viðeigandi hætti.“ Það er ekki sérlega djúpt á því sem Morgunblaðið er að fara: ef þið talið ekki með tilhlýðilegri virðingu um Geir formann, þá skulum við níða Steingrím, Svav- ar og Jón Baldvin! / Eg er djásn og dýrmœti Pað er annars einna fróðlegast við þessa ritsmíð, hve gjarnt Morgunblaðsmönnum er að halda sig heilaga og langt upp yfir aðra hafna. Þeir berja sér á brjóst með dramatískum tilburðum og segja: aldrei féll ég í þá framsóknarkommasynd að fara með persónulegan skæting! Það spaugilegasta við rembing þenn- an er svo að finna í dæmum sem leiðarahöfundur tekur af því, hvernig Morgunblaðið gæti hugs- anlega svarað fyrir sig ef að rit- stjórar þessu „neyddust" til að taka þátt í lágkúru. í leiðaranum segir: Svavar og Stalín „í Alþýðubandalaginu er Svavar Gestsson formaður. Að eigin sögn hófst áhugi hans á stjórnmálum, þegar hann sótti leshring hjá Einari Olgeirssyni, sem ásamt Brynjólfi Bjarnasyni hefur verið handhafi rauða þráðarins í lífi Alþýðubandalags- ins og tengir flokkinn við upphaf hans og rætur í Kommúnista- flokki íslands, þar sem þeir Einar og Brynjólfur störfuðu í nafni Stalíns. Svavar hófst til æðstu valda í flokki sínum, af því að hann hafði hlotið pólitískt upp- eldi í stalínískum íeifum gamla kommúnistaflokksins. Telja menn, að þessi staðreynd eigi að vera meginstefið í stjórnmála- skrifum um Alþýðubandalagið?“ Það er nefnilega það. Staðreyndin er reyndar sú, að fátt er algengara í skrifum Morg- unblaðsins um Alþýðubandalag- ið en einmitt þetta sem þarna er rakið: þulan um Einar, Brynjólf og Stalín, sem annast hafi uppeldi Svavars Gestssonar og fleiri ágætra manna reyndar. Eða man leiðarahöfundur Morgunblaðsins ekki eftir því, þegar forystugrein- ar blaðsins voru vikum saman helgaðar mjög afdráttarlausum staðhæfingum um það, að Svavar Gestsson, þáverandi viðskiptaráðherra, stæði í ein- hverju dularfullu hagsmuna- sambandi við sovéska olíusala um að hafa fé af íslendingum? Svo aðeins eittdæmi í viðbót sé nefnt. Heiðarleiki sá sem Morgun- blaðið vill nú steypa yfir sig minnir helst á vændiskonuna góðu sem var svo siðprúð utan vinnutíma, að hún féll í yfirlið ef hún sá karlmannsnærbuxur á snúru. áb Lágkúra og persónuníð ocj skoriö Gallar prófkjöra Birgir ísleifur Gunnarsson, fyrrum borgarstjóri, segir í grein í Morgunblaðinu í gær, að hann hafi til skamms tíma verið ein- dreginn fylgismaður prófkjöra, en nú efist hann mjög um ágæti þeirra. Hann telur galla þeirra mikla og rekur þá á þessa leið: „Þessir gallar eru eftirfarandi að mínu mati: Prófkjörin skapa óeiningu og tortryggni flokks- manna á meðal. Þau losa um samheldni þeirra, sem saman eiga að vinna og í rauninni eru þingmenn og frambjóðendur í stöðugum vinsældakappleik hver við annan allt kjörtímabilið, sem getur haft og hefur haft mikil á- hrif á lausn alvarlegra vandamála í stjórnmálum. Stjórnmálaað- gerðir eru ekki alltaf vinsælar og samheldni flokksmanna um þær því ekki líklegasta leiðin til að komast ofarlega á vinsældar- listann." Bandarísk spilling! „Barátta einstakra frambjóð- enda sín á milli er komin út í al- gjörar öfgar og hún vernsar með hverju prófkjöri. Öflugar kosningaskrifstofur í dýru hús- næði með skrifstofufólki og síma, auglýsingaflóð, bæklingaútgáfa og bílaþjónusta kostar gífurlegar fjárupphæðir. Fjármagnið er því farið að hafa of mikil áhrif í þess- ari baráttu. Að vísu mun því í flestum tilvikum vera safnað með frjálsum framlögum stuðnings- manna. Slíkar fjársafnanir til stuðnings einstökum frambjóð- endum geta líka verið hættulegar. Frambjóðendur sem þurfa að að þiggja fjármagn í sína kosninga-, baráttu geta þurft að taka ákvarðanir síðar, sem snerta gef- endur og því ekki gott að vera slíku háður. Þetta atriði hefur leitt til hvað mestrar spillingar í bandarískum stjórnmálum, eins og mörg dæmi hafa sýnt. Framkvæmd prófkosninga hef- i ur oft farið úr böndum í hita leiksins. Umræður um fram- kvæmd prófkjörs í Norðurlandi vestra eru dæmi um slíkt. Eftir hvert prófkjör eru margvíslegar sögur í gangi um smölun stórra hópa úr öðrum félögum til stuðnings einstökum frambjóð- endum“. Þetta eru afar svipuð viðhorf þeim sem oftlega hafa komið fram hér í Þjóðviljanum. En sá þroski sem Birgir ísleifur hefur nú náð, hefur verið talinn meiri- háttar sönnun fyrir andlýðræðis- legu hugarfari og klíku- skaparáráttu okkar rauðliða. - áb. Prófkjörin Eftir Birgi ísl. Gunnarsson, alþm.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.