Þjóðviljinn - 09.12.1982, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 09.12.1982, Qupperneq 11
Fimmtudagur 9. descmber 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Haukur í stað Guð- mundar? Guðmundur Guðmundsson, landsliðsmaður í handknattleik úr Víkingi, kemst ekki með lands- liðinu til Austur-Þýskalands í næstu viku vegna anna. í hans stað fer líklega Haukur Geirmundsson úr KR sem átti tvo stórgóða leiki gegn Zeljeznicar í Evrópukeppn- inni og verðskuldar landsliðs- sæti fyllilega. Landsliðið heldur utan á mánu- dagsmorgun, nokkrum tímum eftir leik Víkings og Dukla Prag í Evr- ópukeppni meistaraliða, og tekur þar þátt í alþjóðlegu handknatt- leiksmóti. -VS Getraunlr í 15. leikviku Getrauna komu fram 2 seðlar með 12 réttum og nam vinningur fyrir hvora röð kr. 174.375.00. Með 11 rétta voru 75 raðir og vinningur fyrir hverja röð kl. 1.992.00. Aðdáenda- klúbbur Arsenal! Frá Selfossi hefur okkur borist eftirfarandi: Stofnaður hefur verið Arsenal- klúbbur á íslandi en það er löngu orðið tímabært að stofna hér aðdá- endaklúbb um þetta fræga enska knattspyrnulið. Fyrstu um sinn hefur klúbburinn aðsetur á Sel- fossi. Öllum aðdáendum liðsins hvar sem er á landinu, bæði öldn- um sem ungum, karlmönnum og konum, er heimil innganga. Utan- áskriftin er: Arsenalklúbburinn á íslandi, P.O. Box 6, 802 Selfoss. Mexíkó þrýstir á umHM’86 Mexíkanar hafa staðfest áhuga sinn á að halda heimsmeistara- keppnina í knattspyrnu 1986 og þrýsta fast á um að fá hana. Þeir benda á að allar aðstæður séu fyrir hendi síðan þeir héldu HM 1970 og olympíuleikana 1968 svo sáralitlar endurbætur þurfi að inna af hendi, gagnstætt því sem þarf í Brasilíu og Bandaríkjunum, þeim tveimur löndum sem líklegust þykja til að verða fyrir valinu í stað Kólombíu. -VS Hess byrjar af krafti Erika Hess, skíðadrottningin frá Sviss, sem sigraði í svigkeppni heimsbikarsins í fyrra, höf keppn- istímabilið nú á sigri í stórsviginu í Val D’Isere í gær. Hún var tæpri sekúndu á undan bandarísku stúlk- unni Tamara McKinney sem varð önnur. í þriðja sæti kom svo Iianni Wenzel frá Lichtenstein. Irene Ep- ple frá V.Þýskalandi, sem varð tí- unda í bruninu á mánudag, olli vonbrigðum og náði aðeins 20. sæti. í fyrra varð hún stigahæst í stórsvigi heimsbikarsins. -VS mm B ■ —______________Umsjón: 9L HLBIí Víöir Sigurösson Skotarnir standa sig áfram á útivelli Haukur Geirmundsson. Dundee United frá Skotlandi heldur áfram sigurgöngu sinni í UEFA-bikarnum í knattspyrnu. Liðið er orðið þekkt fyrir frábæran árangur á útivöllum og í gær var liðið mætt til leiks í Bremen í Vestur-Þýskalandi með aðeins 2-1 forskot úr fyrri leiknum. Fæstir áttu von á að það dygði en forystan jókst strax á 3. mínútu þegar Paul Hegarty skoraði fyrir Skotana. Völler náði að jafna fyrir Bremen fljótlega í síðari hálfleik en það var ekki nóg, Dundec United er komið í 8-liða útslitin. / Úrslit síðari leikja 3. umferðar UEFA-bikarins í gærkvöldi, samanlögð úrslit í svigum: Werder Bremen-Dundee United 1- 1 (2-3) Bohemians Prag-Servette Genf 2- 2 (4-3) Craiova-Bordeaux...........2-0 (2—1) (eftir framlengíngu) Sarajevo-Anderlecht........1-0 (2-6) Valencia-Spartak Moskva...2-0 (2—0) Kaiserslautern-Seville.....4-0 (4-1) ASRoma-Köln................2-0 (2—1) Benfica-FCZurich...........4-0 (5—1) Stórleikur umferðarinnar var viðureign Roma, með Bruno Conti og Roberto Falcao innanborðs, og Köln, með Toni Schmacher í mark- inu. Schumacher átti stórleik og það var nokkuð liðið á síðari hálf- leik þegar lorio rauf múrinn fyrir Roma og jafnaði út forskot Þjóðverjanna frá fyrri leiknum. Tveimur mínútum fyrir leikslok var það svo Brasilíumaðurinn snjalli, Faklcao, sem skoraði síðara mark Ronia, 2-1 samanlagt. Stórliðin Benfica, Valencia og Anderlecht eru öll eftir í keppninni og það er erfitt að veðja á sigurveg- ara sem stendur. Átta-liða úrslitin í Evrópukeppnunum þremur fara fram í mars. -VS Verður Þorbergur að hætta? Þorbergur Aðalsteinsson. Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsmaður úr Víkingi, er verr meiddur á hendi en fyrr var • talið eftir meiðslin sem hann hlaut gegn Dukla Prag og þau gætu jafnvel reynst svo slæm að hann verði að hætta að leika handknattleik. Þorbergur var skorinn upp í gær og í ljós kom að liðbönd við þumalfingur eru illa slitin og liðþófar skaddaðir. Hann verður í gipsi til 1. febrúar og þá fyrst kemur í ljós hvort fingurinn geti orðið eðlilegur á ný. Þetta er gíf- urlegt áfall fyrir Víkinga og ís- lenska landsliðið, ekki síst ef þessi snjalli leiksmaður neyðist til að leggj skóna á hilluna. Enn angrar Wad mark Víkingana! Víkingar eru aldeilis ekki lausir við Kurt Wadmark, Svíann hjá alþjóða handknattleikssamband- inu, sem nánast upp á sitt eindæmi dæmdi Víkinga út leik í Evrópu- kcppni fyrir nokkrum árum eftir jið liðið hafði borið sigurorð af Yst- ad frá Svíþjóð. *»Þegar leik Víkings og Dukla Prag var frestað á sunnudag þar sem rúmensku dómararnir komust ekki til leiks hringdu Víkingar í IHF og þar varð Wadmark fyrir svörum. Hann sagði að Tékkar hefðu stungið upp á að leika kl. 17 á mánudeginum, sá tími væri ágæt- ur og þeir Víkingar skyldu bara gera svo vel og leika þá. Töfin í Prag gæti reynst Víking- um afar dýr. Þeir þurftu að leggja út í 80-100 þúsund króna auka- kostnað hennar vegna og, eins og Hannes Guðmundsson hjá hand- knattleiksdeild Víkings sagði á blaðatnannafundi í gær, þá er slíkt mikið rothögg fyrir fjárvana hand- knattleiksdeild. Kostnaður Vík- inga í santbandi við þessa Evrópu- keppni er um 300,000 krónur og þeir treysta á góðan stuðning áhorf- enda gegn Dukla Prag á sunnu- dagskvöldið, ekki aðeins til að fá krónur í kassann, heldur einnig til að hjálpa Víkingunt til að koma fram hefndum á leikvellinum. Tékkarnir hreinlega börðu fá- liðaða Víkinga niður í Prag og Ólafur Jónsson, sem hefur leikið alla Evrópuleiki Víkings tíí þessa, sagði: „Við borgum tyrir okkur; þetta verður blóðugur leikur!" -VS • • Oruggur sigur Víkinga Víkingsstúlkurnar unnu auðveldan sigur á Haukum í 1. deild kvenna í gærkvöldi þcgar liðin mættust í Laugardalshöllinni. Víkingarnir skoruðu sjö fyrstu mörkin og það liðu 20 mínútur áður en Haukastúlkurnar komust á blað. í lcikhlci var staðan 9-2 en leikurinn jafnaðist nokkuð í síðari hálflcik. Sigur Víkings var alltaf ör- uggur og lokatölurnar urðu 18-9. Þá léku einnig Valur og KR en úrslit í þeim leik fengust ekki áður en blaðið fór í prentun. Staðan í 1. deild kvenna fyrir leik Vals og KR: Fram...............7 5 1 1 110-85 11 FH.................6 4 2 0 97-71 10 ÍR.................7 5 0 2 121-102 10 Valur..............6 4 1 1 97-72 9 Vikingur...........8 3 1 4 103-109 7 KR.................6 2 0 4 73-82 4 Haukar.............6 0 1 5 58-91 1 ÞórAk..............6 0 0 6 80-124 0 Þorgils Óttar Mathiesen skorar eitt marka FH gegn Zeljeznicar í gærkvöldi. Mynd: -eik 12 mörk Kristjáns ekki nóg FH byrjaði heldur betur hroða- lega í vináttulciknum gegn júgósl- avncsku bikarmeisturunum í hand- knattleik, Zeljeznicar Nis, í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Eftir 12 mínútur var staðan orðin 8-1, Nis í hag og skömmu síðar stóð 13-5. í lcikhléi var staðan 17-12 en í síðari háltleiknum tókst FH að jafna og komast tvívegis yfir. Loka- kaflann hrundi allt á ný, Nis skoraði 6 gegn I og vann fjögurra marka sigur, 31-27. Leikurinn bar öll þess merki að liann skipti engu rnáli og áhuga- leysið var ríkjandi á köflum. Mik- ið var um vitleysur, sérstaklega hjá FH, en leikurinn var hraður og margt laglegt sást, einkum þegar Júgöslavarnir léku á fullu. Kristján Arason var markahæstur FH-inga með 12 rnörk, Þorgils Óttar Mathiesen skoraði 6, Pálmi Jóns- son 4, Guðmundur Magnússon 2, Hans Guðmundsson 2 og Finnur Árnason eitt. -VS Kýpurbúar koma á óvart Kýpurbúar komu mjög á óvart í gærkvöldi er þeir gerðu jafntefli, 1-1, gegn Rúmenum í Evrópu- keppni undir 21 árs landsliða í knattspyrnu. Leikið var á Kýpur og heimaliðið leiddi 1-0 í hálfleik en Rúmenum tókst að jafna í síðari hálfleiknuni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.