Þjóðviljinn - 09.12.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.12.1982, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. desember 1982 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Akureyri: Félagsfundur Félagsfundur verður í Lárusarhúsi fimmtudaginn 9. desember kl. 20.30. Fundarefni: 1. Sagt frá flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins: Soffía Guðmundsdóttir. 2. Bæjarmál: Fjárhagsáætlun Akureyjarbæjar 1983: Helgi Guðmunds- son. 3. Starfsáætlun ABA eftir áramót. 4. Önnur mál. Félagar mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins ssyiiii í Reykjaneskjördæmi Fundur í Þinghól, sunnudaginn 12. desem- ( ber kl. 14. Dagskrá: 1. Tilhögun uppstill- jÉ|l r t;'" iml ingar á framboðslista fyrir komandi alþing- gfll iskosningar. 2. SvavarGestsson hefurfram- sögu um stjórnmálaviðhorfið. Stjórnin. mmm Svavar Hvers v (d.i h. < : ., . ,ní Hvt-r urftti endalok fatUi* í»Und», undir hvafla kríngun»M»ðum mattti hún þcwn t atburður vard vatdandi ab tlsa Qavtðittlóttir tru«aftt»t é Oeði. — eöft 9«rdt hún i Hvomig slasoeii.si dttmstnáUrMhc-rru Fnunwtltntrfít*kkstns alvarlt-ga f * m paialíítBSiM’isM Pólitískur íslenskur reyfari Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins 10. og 11. des. n.k, Fyrsti fundur nýkjörinnar miðstjórnar Alþýðubandalagsins verður hald- inn 10. og 11. des. 1982 að Þinghól í Kópavogi og hefst klukkan 20 fyrri daginn. Dagskrá: Föstudagur 10. des.: 1. Stjórnmálaástandið og undirbúningur kosninga, - framsögumaður Kjartan Ólafsson, ritstjóri. 2 Kosningaundirbúningur í einstökum kjördæmum. Framsögumenn: Arthur Morthens, Reykjavík, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, Hafnar- firði, Gunnlaugur Haraldsson, Akranesi, Kristinn H. Gunnarsson, Bolungavík, Eðvarð Hallgrímsson, Skagaströnd, Erlingur Sigurðar- son, Akureyri, Birgir Stefánsson, Fáskrúðsfirði og Ragnar Óskarsson, Vestmannaeyjum. 3. Fyrirspurnir og umræður. laugardagur 11. desember: 1. Umræðuhópar starfa 2. Niðurstöður starfshópa 3. Kosning framkvæmdastjórnar 4. Önnur mál Að loknum fundi miðstjórnar kemur skipulags- og laganefnd, sem kosín var á flokksráðsfundi saman til fyrsta fundar. Alþýðubandalagið á Vestfjörðum: Forval 3.—9. desember Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum hefur ákveðið forval í því skyni að velja menn á framboðslista flokksins í Vestfjarðakjördæmi í komandi alþingiskosningum. Forvalið fer fram í tveimur umferðum. í fyrri umferð velja menn sex menn án röðunar til þess að taka þátt í síðari umferð forvalsins. í síðari umferð verður síðan raðað í þrjú efstu sæti listans. Stjórn kjördæmisráðsins hefur ákveðið að fyrri umferð forvalsins fari fram dagana3. til 9. desember n.k. Rétt til þátttöku eiga allir félagsmenn í Alþýðubandalagsfélögum á Vestfjörðum, svo og stuðningsmenn flokks- ins í þeim byggðarlögum þar sem félög eru ekki starfandi. Þeir sem taka vilja þátt í forvalinu geta snúið sér til eftirtalinna aðila og fengið þar nánari upplýsingar: Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn, Nauteyrarhreppi N.-ÍS Ástþór Ágústsson, Múla Nauteyrarhreppi, N.-ÍS Ari Sigurjónsson, Þúfum Reykjafjarðarhreppi, N.-ÍS Ingibjörg Björnsdóttir, Súðavík Þuríður Pétursdóttir, Túngötu 17, ísafirði Kristinn H. Gunnarsson, Vitastíg 21, Bolungarvík Sveinbjörn Jónsson, kennari Súgandafirði Magnús Ingólfsson, Vífilsmýrum Önundarfirði Davíð H. Kristjánsson, Aðalstræti 39, Þingeyri Halldór G. Jónsson, Lönguhlíð 22 Bíldudal Lúðvíg Th. Helgason, Miðtúni 4, Tálknafirði Bolli Olafsson, Sigtúni 4, Patreksfirði Gisella Halldórsdóttir, Hríshóli, Reykhólasveit Sigmundur Sigurðsson, Steinadal, Fellshreppi, Strandasýslu Jón Ólafsson, kennari, Hólmavík Jóhanna Thorarensen, Gjögri, Árneshreppi, Strandasýslu. Þeir Alþýðubandalagsmenn á Vestfjörðum, sem dvelja í Reykjavík eða grennd geta einnig snúið sér til skrifstofu Alþýðubandalagsins að Grettis- götu 3, Reykjavík, og tekið þar þátt í forvalinu.. Alþýðubandalagið Keflavík Félagsfundur Alþýðubandalagið í Keflavík heldur fund í Veiðifélagshúsinu við Suðurgötu fimmtudaginn 9. desember kl. 21.00. Áríðandi að féiagar mæti. Alþýðubandalagið Akranesi Jólavaka - vísnakvöld verður í Rein, föstudaginn 10. desember. Notaleg kvöldstund við kertaljós og léttar veitingar. - Jóhannes, Sveinn, HTönn, Hólmfríður, Valgeir, Harry og fleiri skemmta með spilverki og söng. Húsið opnað kl. 21.00. Alþýðubandalagið á Akranesi Alþýðubandalagið í Reykjavík FUNDUR UM ALVERIÐ OG ALUSUISSE Alþýðubandalagið í Reykjavík efnir til fundar í Félagsstofnun stúdenta við Fíringbraut fimmtudaginn 9. desember kl. 20.30. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra ræðir málefni Álversins í Straumsvík og stöðuna gagnvart Alusuisse. Stjórn ABR Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf.. hefur gefið út skáldsöguna „Bræð- ur munu berjast“ eftir Rónald Sím- onarson. Er þetta fyrsta skáldsaga Ronalds sem er 37 ára Reykvíking- ur og listmálari. Sagan ;,Bræður munu berjast" gerist á íslandi á síðasta áratugi tuttugustu aldarinnar og hafa þá orðið mikil stjórnarfarsleg um- skipti ílandinu. Alþýðubandalagið hefur náð alræðisvöldum og í kjöl- far þess fylgir stjórnarfar eins og nú tíðkast í Austur-Evrópu. Forsaga valdatöku Alþýðubandalagsins er kosningabandalag þeirra við krata og framsóknarmenn og mikill kosningasigur í kjölfar óvæntra atvika hjá Sjálfstæðisflokknum. Alþýðubandalagið nær smátt og smátt yfirtökunum og ýtir sam- starfsflokkum sínum út í horn.... fitóuri landsvinír m a fiotki Eflir hófund mcisolubókarmnar f*EGAR N'EYÐIN ER STÆRS1 Aí norskum hemámsárum Hörpuútgáfan á Akranesi sendir nú frá sér „Föðurlandsvinir á flótta“, nýja bók eftir norska rit- höfundinn Asbjörn Öksendal. Hann hefur skrifað sex bækur um andspyrnuhreyfinguna í Noregi. Á bókarkápu segir: „Bókin Föðurlandsvinir á flótta er sönn frásögn af baráttu og flótta norskra föðurlandsvina á síðustu dögum stríðsins. Þeir eru hundeltir af glæpaflokki Rinnans um fjalla- byggðir Noregs. Þar er vetrarhark- an miskunnarlaus, með stormum og stórhríð. Aðeins þeir hraustustu halda lífi. En ógnir vetrarins eru barnaleikur hjá aðferðum þeim sem glæpaflokkur Rinnans beitir fórnarlömb sín. i Á bókarkápu segir m.a.: Föstudaginn 20. apríl kom Sivert Rognes heim til þess að hafa fjar- skiptasamband við London. Hann hjálpaði norskum föðurlandsvin- um á flótta þeirra undan böðlum nasista. í miðri útsendingu var hús- ið umkringt af Gestapó her- mönnum og Sivert staðinn að verki. Hann var tekinn fastur, beittur hroðalegum pyntingum í augsýn eiginkonu og barna og síð- an fluttur í „Glæpaklaustur Rinnans". Fundurí kvöld um Álverið og Alu- suisse í Félags stofnun Hjörlelfur Alþýöubandalagiö í Reykjavík efnirtil fundar í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut fimmtudaginn 9. desember kl. 20:30. Hjörleifur Guttgrmsson iðnaðarráðherra ræðir málefni Álversins í Straumsvík og stöðuna gagnvart Alusuisse. Stjórn ABR | FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR 1 Jólafagnaður félagsstarfs eldri borgara í Reykjavík veröur haldiö aö Hótel Sögu, Súlnasal, laugardag- inn 11. des. kl. 14. Dagskrá: Kórsöngur, Karlakór Reykjavíkur, söngstjóri Páll P. Pálsson. Dans, nemendur úr dansskóla Eddu Scheving. Kaffiveitingar. Einsöngur, Elín Sigurvinsdóttir, viö hljóöfærið Agnes Löve. Helgileikur, nemendur úr Vogaskóla. Fjöldasöngur viö undirleik Sigríöar Auðuns. Aögöngumiðar seldir í Félagsstarfinu að Furugeröi 1, Lönghlíð 3 og Norðurbrún 1. Felagsmalastofnun Reykjavíkurborgar. Tilkynning til launaskattsgreiðenda. Athygli launaskattsgreiöenda skal vakin á því aö eindagi launaskatts fyrir mánuöina ág- úst, september og október er 15. desember n.k. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiöa dráttarvexti til viöbótar því sem vangreitt er, taliö frá og meö gjalddaga. Dráttarvextir eru 5% á mánuði. Launaskatt ber launagreiðanda aö greiða til innheimtumanns ríkissjóös, í Reykjavík toll- stjóra, og afhenda um leiö launaskattskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, aö gjalddagi söluskatts fyrir nóvember mán- uð er 15. nóvember 1982. Ber þá aö skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóös ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið 8. desember 1982 Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför bróður okkar og mágs Kristins Árnasonar frá Bakkastíg 7 Guðrún Árnadóttir Stefania Árnadóttir Margrét Árnadóttir Aslaug Árnadóttir og Steingrímur Guðmundsson. stúdenta

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.