Þjóðviljinn - 17.12.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.12.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. descmber 1982 bókmenntir Ómagar og utangarðsjólk Gísli Gunnarsson skrifar Gísli Ágúst Gunnlaugsson: Ómagar og utangarðsfólk. Fá- tækramál Reykjavíkur 1786- 1907. Safn til sögu Reykjavíkur, 5. bindi. Sögufélagið 1982. Bók Gísla Ágústs Gunnlaugs- sonar sagnfræðings um fátækra- mál Reykjavíkur 1786-1907 sam- einar kosti þess að vera þokka- legt vísindarit og góð mark- aðsvara í jólabókaflóðinu. Veid- ur þessu ekki síst að höfundurinn á auðvelt með að koma efni sínu áleiðis á skýran og skilmerki- legan hátt. Meginlesmál bókarinnar eru 180 blaðsíður og auk þess er í henni heimilciaskrá og skrá um manna- og staðanöfn. Hún skipt- ist í sjö kafla sem hver skiptist í vel aðgreinda undirkafla. 1. kafl- inn, „Reykjavík verður kaup- staður", er almennur efnisinn- gangur án fræðilegra nýjunga og orkar þar sumt tvímælis. 2. kafl- inn, „Löggjöf um fátækrafram- færslu fram til 1907,“ er sérdeilis skemmtilegt og vel gert yfirlit um lagaþróun fátækramála á Islandi. 3. og 4. kaflarnir fjalla um fram- kvæmd fátækramála Reykjavík- ur og Seltjarnarneshrepps 1786- 1847. Á þessu tímabili var Reykjavík fremur ómerkilegt sjávarpláss, í kvosinni milli Dabbi í nesi - einn nafnfrægra ,„utangarðsmanna“. strandarinnar og tjarnannnar, og íbúum fjölgaði þá úr röskum 300 í 1000 og þurfamennirnir í plássinu vour bændur og sjómenn eins og annarsstaðar á íslandi. Þessir kaflar hefðu mátt vera styttri og hnitmiðaðri að mínum dómi. 5. kaflinn, „Fólksfjöldi, atvinnu- hættir og bæjarbragur 1847-1907“ er skemmtilegt og greinargott yfirlit og ber þess skýr merki að. félagssaga er sérsvið Gísla Ág- ústs. 6. og 7. kaflarnir eru efnis- lega veigamestu hlutar verksins, en þar er fjallað um fátækramál í Reykjavík 1847-1907. Best tekst Gísla Ágústi upp þegar hann tekur dæmi beint úr heimildum sínum. 8. kaflinn eru almennar niðurstöður um efni ritsins. Athyglisvert er að lesa í kafla 7 hve strangt eftirlit fátækrayfir- völd Reykjavíkur höfðu með því hverjir mættu setjast að í kaup- staðnum. Þar var tómthús- mönnum, -daglaunamönnum og sjómönnum, meinuð búseta, ef möguleiki var talinn vera á því að þeir gætu ekki sér fyrir sér og sín- um og mikilvægasta hlutverk fá- tækranefndarinnar 1847-1907 var „að fjalla um umsóknir utan- sveitarfólks um leyfi til tómthús- mennsku, húsamennsku og lausamennsku í bænum“ og veita „bæjarleyfi“ eða, sem virðist hafa verið algengara, hafna umsókn- um um þau. (bls. 144-145). Eigi að síður fjölgaði tómthús- mönnum mjög í Reykjavík á um- ræddu tímabili og voru þeir lang- fjölmennasta stéttin þar. Hvað skyldi mörgum umsóknum hafa verið hafnað? Hve mikið tafði fá- tækrahræðslan þéttbýlismyndun á Islandi? Bókin veitir ekki aðeins góða „Það er galdur að gala, galdur sá er mér kœr” Kristján Jóh. Jónsson skrifar Ljóð vega gerð: Sigurður Pálsson: Iðunn. Þetta er þriðja vegaljóðabókin sem Sigurður sendir frá sér. Eg las á sínum tíma Ljóð vega salt, en Ljóð vega menn hef ég ekki lesið. Ég er staðráðinn í að fá hana lánaða næst þegar ég fer á bókasafnið. Núna segi ég hins vegar eins og dátinn með naglann í ævintýrinu: Hafa skal það sem hendi er næst og hugsa ekki um það sem ekki fæst. Sé þessi bók sem nú kemur út borin saman við þá fystu sýnist mér þróunin í skáldskap hans nokkuð hagstæð. Aðferðirnar eru markvissari en í fyrstu bókinni, og þess vegna verða höfundareinkenni æ skýrari. Það held ég að geti verið bæði kostur og galli. Það er auð- vitað gott að sýna öryggi í akstri, ef svo mætti segja, en það er jafn- framt hættuiegt að verða ein- hvers konar áætlunarskáld á Ijóð- veginum frá „surrealisma" að „modernisma."' Það verður fróð- legt að sjá hvort Sigurður tekur næstu bók nýjum tökum. Vinnubrögð Bókin sem Sigurður gefur út að þessu sinni skiptist í þrjá ljóða- flokka og fimm kafla. Þegar ég las bókina fannst mér hún minna mig dálítið á það litla sem ég hef kynnt mér af franskri Ijóðagerð, - ég leitaði svolítið að fyrirmynd- um en fann engar. Sigurður notar mikið af ný- myndunum í máli. Appelsínurn- ar hans eru glaðbústnar, kart- öflurnar hugsandi og agúrkurnar grænhlakkalegar; ullarfrakka- tarsan kaupir blíðu jólanna, og persónur í kvæðunum eiga það til að kyrja ljóð eins og þetta: Út um stéttar gang- Urðu þar - með fang- Einatt - ið fullt af ang- Skrýtnar jögur - ist Svo bíta menn á pípujaxlinn, heilsulausir af máttlausri öfund og þannig mætti lengi telja. Þó flestar nýmyndanir Sig- urðar séu einstaklega haganlega gerðar kemur fyrir að honum bregst bogalistin og virðist einna hættast við að lenda útí tilgerð ef honum mistekst á annað borð. Einn ljóðaflokkurinn í bókinni heitir til dæmis Talmyndastyttur (undirtitill: Stuttar talmyndir). Ástæðan fyrir þessu nafni er greinilega sú að í hverju ljóði bálksins kemur fram persóna sem aðhefst eitthvað en mælir jafn- framt kvæði fyrir munni sér. Það er greinilega verið að daðra við gamla góða „surrealismann“ í þessum ljóðabálki og það er kannski einmitt í því sem gallinn á titlinum liggur. Það er klúðurs- legt röksamhengi á milli titilsins og myndanna í kvæðinu og það þykir mér óviðeigandi þegar guðir „surrealista" eru blótaðir. Það er annars rétt að undirstrika að þó ég noti vörumerki eins og „surrealismi" f þessu spjalli, þá ber ekki að taka það alvarlega. „Surrealisminn" var afmörkuð listastefna á sínum tíma en nú til dags spretta hugmyndir þeirrar stefnu eins og annarra út um allt án nokkurs tiilits til upphafs eða takmarka. Mér finnst titlarnir á þessum þrem Ijóðabálkum líka svolítið hæpnir og ekki lausir við tilgerð. Það eru nú heldur ekki svo marg- ir möguleikar sem gefast ef setja á saman orðin Ijóð og vegur á marga vegu. Það kemur líka fyrir að við- fangsefni Sigurðar verða svolítið vandræðaleg. Til dæmis um það má benda á þríðja ljóðið í bálkn- um um Ijóðvegagerð. Þetta er eitt af þessum venjulegu kvæðum um óstjórnlegt gildi efahyggjunnar. Ég ætla ekki að ræða það kvæði að ööru leyti en því að mig langar til að leggja eina spurningu fyrir Sigurð og alla aðra efahyggju- postula: Hvað gerist þegarefa- hyggjan er orðin að kreddu? Sigurður Pálsson Lífsgleði Víkjum nú frá þessum sparða- tíningi. Flest Ijóð Sigurðar eru af- ar vönduð og að mörgu leyti skemmtileg andstæða við það sem Árni Bermann kallaði „opna skólann" í grein hér í Þjóðviljan- um um daginn. Yfir ljóðum Sig- urðar er freistandi að hugleiða það lítillega sein hátíðlegir og ábyrgir bókmenntamenn hafa stundum kallað „eðli" ljóðsins eða eins og kellíngin sagði: Hvernig skal þá ljóð kveða?? Tæknilega hliðin á skáldskap Sigurðar virðist mér vera með besta móti, en það er náttúrlega ekki nóg þó það sé forsenda þess að yrkja vel. Oft hef ég séð heilar bæícur ortar af ágætri tækni án þess að tilfinningahitinn komist nokkurn tíma upp fyrir hitastig frystikistu í sambandi. Nútíma- ljóðin hafa nefnilega eignast sína hagyrðinga, rétt eins og gamh rímaði skáldskapurinn. Mér finnst Sigurður hins vegar mun snjallari en svo að sanngjarnt sé að kalla hann hagyrðing á órímuð ljóð. Öll list krefst þess af listamann- inum að hann hafi vald á hugar- ástandi sínu, geti komið sér í það hugarástand sem við á þegar hann þarf þess með. Þannig skapast möguleikinn á því að vinna úr tilfinningum sfnum og ná tökum á lesendum, áheyrendum eða áhorfendum. Þetta sýnist mér Sigurður hafa í hendi sinni. Ljóðagerð hans býr yfir mikilli lífsgleði og virðingu fyrir tilfinn- ingalífi manneskjunnar. Hún lætur mig alla vega finna fyrir ein- manaleika og smæð, en jafnframt gleði yfir því að vera til, sjá, heyra og finna. Ég er handviss um að Sigurður er mun betra ljóðskáld en gengur og gerist og það verður strax að taka frá fyrir hann sæti á fremsta bekk rithöf- unda. Pétur Gunnarsson hlýtur að geta fært sig aðeins ef hann vill ekki sitja undir honum. P.S. Það er hvimleitt að bókar- kápan skuli vera vona útbíuð í lofsamlegum ummælum gagnrýnenda um fyrri bækur. Kristján Jóh. Jónsson Jólamessa Útgáfan Skálholt hefur bryddað upp á þeirri nýjung að gefa út jóla- messu á snældu. Það er dr. Sigur- björn Einarsson sem prédikar og Hamrahlíðarkórinn, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, sér um sönginn. Snældan er gefin út ineð góðfúslegu leyfi Ríkisútvarpsins, en jólamessan var upphaflega flutt í sjónvarpssal. Snældan verður m.a. fáanlee í Kirkjuhúsinu, Rammagerðinni, Is- lenskum heimilisiðnaði og Kjöt- búð Tómasar. Dr. Sigurbjörn Einarsson mynd af fátækramálum í Reykja- vík á umræddu tímabili heldur landinu öllu. Það er höfundi til nokkurs trafala að alvarleg hag- saga 19. aldarinnar á íslandi er ennþá óskrifuð þannig að skýr- ingar hans á baksviði félagssög- unnar, efnahagslífinu, eru gjarnan yfirborðslegar og stund- um rangar að dómi mínum. Gísla Ágúst tekst best þar sem hann er frumlegur og byggir á eigin rann- sóknum í félagssögu, en hann er ekki nógu gagnrýninn í notkun annars flokks heimilda eða gagn- vart margendurteknum og því viðurkenndum „sögulegum staðreyndum". Ég kann ekki að meta stöðugar tilvitnanir hans í „árferði" sem sögulegs skýring- arþáttar þar sem hann í samræmi við hefðbundna íslenska sagn- fræði dembir í einn haug hafísum, eldgosum, aflabrestum og jafnvel fjárkláða. Til dæmis er auðveld- ara að skýra ótvíræða efnahags- kreppu áratuganna 1850-1880 með þeirri stöðnun, sem þá ríkti í íslenskri tækni- og félagsþróun, en með „árferði“ eða „hallæri“. Ef til vill var hræðslan við fátækt- ina mikilvægasta ástæðan fyrir því að hún óx á þessum árum. Þessi fátækt kom m.a. skýrt fram í bæði fjölgun þurfamanna og lægri giftingartíðni. 1880 var aðeins 40% kvenna í aldurshópn- um 20-49 í hjónabandi. Þetta var ástæðan fyrir háu hlutfalli óskil- getinna barna af heildarfjölda fæddra barna: það kom ekkert ósiðsemi og/eða frjálslyndi við. Ég.er ósammála þeirri staðhæf- ingu Gísla Ágústs að einokun- arverslunin (1602-1787) hefði tryggt „öruggari aðflutninga nauðsynjavöru en unnt var að gera, ef verslunin var gefin frjáls" (bls. 3). Kjarni málsins er að við vitum ekki hvað hefði gerst án einokunarverslunar, en reynsla íslendinga bæði fyrir og eftir ein- okunarverslun styður alla vega ekki þessa kenningu. Annars er Þjóðviljinn ekki rétti vettvangurinn til að rekja ýt- arlega þau efnisatriði, sem ég er ósammála Gísla Ágústi um. Slík innansveitarkrónika sagn- fræðinga verður að birtast annars staðar og verður hér því látið staðar numið í þeim efnum. Frágangur á bók Gísla Ágústs er til fyrirmyndar. Ég fann engar prentvillur í orðum, en ég finn yfirleitt ekki slíkar villur. Hins- vegar hafa orðið skipti á 7 og 8 í öðrum tölustaf tveggja ártala (bls. 42 og 101). Tilvitnanir eru birtar stafréttar bæði á íslensku og dönsku og er það í samræmi við smekk margra fræðimanna. Afturámóti er gerð á töflum og skýringarmyndum áfátt sam- kvæmt smekk mínum. Annað myndefni bókarinnar er vel valið og kápumyndin er frábær enda eftirprentun málverks eftir Guð- mund Thorsteinsson (Mugg). Það skal ítrekað enn þá einu sinni nú rétt fyrir jól að bókin Ómagar og utangarðsfólk er mjög eiguleg. og skemmtileg bók. Gfsli Gunnarsson. á snældu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.