Þjóðviljinn - 17.12.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 17. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
„Þá ætla ég að segja”
Ég get ekki annað en tekið vel
umvöndunum sem ég fékk frá Silju
Aðalsteinsdóttur í Þjóðviljanum í
dag þar sem hún er gamall kennari
minn og leiðbeinandi. Þó vil ég
benda á nokkur atriði mér til rétt-
lætingar og Silju til upplýsingar þar
sem sumt virðist hafa farið framhjá
henni. Hún segir t.d. að á mér
hefði verið að heyra að varla kæmu
nokkrar bækur út eftir íslenska
höfunda. Ég vil benda á að ég
kannaði barnabókamarkaðinn
með tilliti til hlutfalls milli íslenskra
bóka og þýddra og gaf upp prósent-
uhlutfall þarna á milli og giskaði á
að það væri 10% á móti 90% en
það gera 10 íslenskar bækur á móti
90 erlendum ef Silja hefur ekki
skilið hvað ég var að fara. Ein ný,
íslensk barnabók frá stærsta for-
laginu var aðeins dæmi sem ég
nefndi um versnandi ástand í útgáf-
umálum á þessu sviði og þykir mér
miður að ég gat þess ekki skýrt og
greinilega að önnur forlög standa
sig betur.
Rétt er það að barnabókamark-
aðurinn var ekki kynntur, aðeins
lesið úr tveimur nýjum bókum eftir
nýja barnabókahöfunda, en
Glugginn hefur ekki farið út í neina
heildarúttekt á fullorðinsbókum og
ætlaði sér það heldur ekki með
Svar við grein
Silju Aðal-
steinsdóttur:
— Fyrst allir
aðrir þegja
barnabækurnar. Engin lausn hefði
verið að safna þeim í eina hrúgu á
skjáinn og lítilsvert að mínum dómi
að telja upp öll bókaforlög og gefa
skýrslu um höfunda, gamla og nýja
sem senda frá sér bækur í ár. Að
minnsta kosti treysti ég mér ekki til
þess að gera úttekt á barnabóka-
framleiðslunni í ár á þeim 4 mín.
sem mér ásamt Fríðu Haraldsdótt-
ur voru ætlaðar.
Auðvitað sjá allir sem lesið hafa
grein Silju að hún hefði farið létt
með að skipuleggja þær 10 mínútur
sem Glugginn ætlaði barnabókum:
Telja upp öll bókaforlögin, alla
gamla höfunda, síðan ræða um höf-
unda sem þekktir eru fyrir annað
en barnabækur en gefa út barna-
bækur í ár. Þá að lesa upp úr barna-
bók, síðan tala um splunkunýja höf-
unda, þá gat komið viðtal viö for-
svarsmenn Bjöliunnar, þar næst
geta um „endurútgáfu löngu horf-
inna gimsteina" og síðast viðtal við
„undirbúna unglinga".
Ef til vill hef ég ekki farið út á
réttar brautir en ég vil samt benda á
að dagskrárgerð lýtur jafn mörgum
lögmálum og einstaklingarnir sem
að henni standa en ekki föstum
formúlum. Að vísu er útfærsla
Gluggans mér óviðkomandi og
legg ég áherslu á að barnabókum
var ætlaður alltof lítill tími í þessum
þætti.
Áreiðanlega er það ósk allra
barnabókaunnenda að Glugginn
gefi barnabókum meira rúm í þátt-
um sínum í vetur og vonandi verð-
ur Silja þá meðal „valinna“
viðmælenda þar svo hún geti notað
uppskriftina sína. Ekki veitir af að
gera barna- og unglingabókum
betri skil í sjónvarpi en verið hefur.
Reykjavík 14. desember.
Hildur Hermóðsdóttir
»>
„Ef samanburður er gerður á láns-
kjaravísitölu, kauptaxta og ráðstöf-
unartekjum allt frá árinu 1970 er
Ijóst, ef til lengri tíma er litið, að
kauptaxtar launþega haldast í hendur
við þróun lánskjaravísitölunnar“
Lán frá lífeyrissjóðum
Vissulega er þáttur lífeyris-
sjóðanna í fjármagnsmyndun hér
á landi mikilvægur. Stærstu þættir
svokallaðs kerfisbundins sparn-
aðar eru á vegum lífeyris-
sjóðanna. íslensku lífeyris-
sjóðirnir byggja á sjóðsmyndandi
lífeyriskerfi. Það merkir einfald-
lega að lífeyrissjóðum er ætlað að
taka við iðgjöldum frá sjóðfé-
lögum og sjá um að ávaxta þá
meðan starfsorka endist. Ef rétt
er á málum haldið, á slíkur sparn-
aður að auðvelda fjáröflun til
nauðsynlegra framkvæmda hér á
landi, t.d. til íbúðarbygginga. Ef
raunávöxtun helst í sjóðsmynd-
andi lífeyriskerfi, stuðlar það að
stóraukinni fjármagnsmyndun í
þjóðfélaginu, sem að lokum er
traustasta undirstaða lífeyris-
bóta.
Lífeyrissjóðirnir hér á landi
eiga sér býsna langa sögu og má
rekja stofnun þeirra allt til ársins
1920. Þó lífeyrissjóðirnir hafi náð
verulegri útbreiðslu fram að ár-
inu 1970, var ekki um almenna
þátttöku launþega að ræða í
þeim. Veruleg straumhvörf urðu
þó í lífeyrismálum þjóðarinnar í
kjarasamningum ASÍ og vinnu-
veitenda í maí 1969. í þeim samn-
ingum var í fyrsta skipti kveðið á
um, að stofnaðir skyldu almennir
lífeyrissjóðir á félagsgrundvelli
og skyldu greiðslur til þeirra hefj-
ast í ársbyrjun 1970. Þetta ákvæði
samninganna hafði það í för með
sér, að öll aðildarfélög ASÍ, sem
ekki höfðu þegar stofnað lífeyris-
sjóði, gerðu það frá og með 1.
janúar 1970. Því er óhætt að full-
yrða, að frá og með árinu 1970,
hafi komist á almenn aðild
launþega að lífeyrissjóðum. Með
lagasetningu um starfskjör launa-
fólks og skyldutryggingu lífeyris-
réttinda, frá árinu 1980, var öll-
um starfandi mönnum gert skylt
að gerast aðilar að lífeyrissjóðun-
um þ.á.m. atvinnurekendum og
þeim sem stunda sjálfstæða starf-
semi.
Sérstök ástæða er að vekja at-
hygli á þessari forsögu lífeyris-
sjóðanna, því það vill oft
gleymast, að stofnun lífeyris-
sjóðanna er sprottin upp úr frjáls-
um kjarasamningum launþega-
samtakanna og vinnuveitenda.
Ekki er síst ástæða að árétta
þessa staðreynd, þegar fjárfest-
ingalánasjóðir hyggjast ásælast
fjármagn sjóðanna, eins og gert
hefur verið á undanförnum
árum, þrátt fyrir hávær mótmæli
lífeyrissjóðanna, sem vill semja
um slíka ráðstöfun á fjármagni
sínu.
Neikvœð raunvöxtun
Hlutverk lífeyrissjóðanna er
fyrst og fremst að tryggja sjóðfé-
lögum og eftirlifandi mökum
þeirra viðunandi lífeyri. Að öðru
leyti ber lífeyrissjóðum að ávaxta
fjármagn sitt á fullnægjandi hátt.
Állt fram á mitt ár 1979 var ávöxtun
á eignum sjóðanna neikvæð.
Með neikvæðri raunávöxtun
rýrnuðu eignir sjóðanna gífur-
lega. Verðbólgutap lífeyris-
sjóðanna skilaði sér í verðbólgu-
hagnaði lántakenda, sem að yfir-
gnæfandi meirihluta voru ungt
fólk í húsnæðisöflun. Með sama
áframhaldi mátti fullyrða, að líf-
eyrissjóðirnir hefðu á engan hátt
getað staðið við lífeyrisskuld-
bindingar sínar, þegar litið var
nokkra áratugi fram í tímann.
Þess vegna var því oft haldið
fram á þessum árum, og það með
réttu, að lántakendurnir, þ.e.a.s.
unga fólkið, væru að taka lífeyri
sinn út fyrirfram á kostnað þeirra
sjóðfélaga, sem ekki notfærðu
sér lánarétt sinn.
Sem betur fer er sá tími liðinn
að sjóðfélagar lífeyrissjóðanna
þurfi að sæta því, að fjármagn
þeirra rýrni á verðbólgutímum.
Frá ogmeð 1. júní 1979 heimil-
aði Seðlabanki íslands lífeyris-
sjóðum að lána fjármagn sitt til
sjóðfélaga í formi verðtryggðra
lána, sem tengd voru lánskjara-
vísitölu. Verðtryggð lífeyris-
sjóðslán voru almennt tekin upp
hjá sjóðunum á árunum 1979 og
1980. Með vaxandi
verðtryggðum útlánum lífeyris-
sjóða hefur eigið fé lífeyris-
sjóðanna vaxið ört í hlutfalli við
þjóðarframleiðslu og er áætlað
að í árslok 1982 muni eigið fé líf-
eyrissjóðanna nema 15% af
þjóðarframleiðslu, miðað við 8%
í ársbyrjun 1970, og er hlutfall
þetta nú hærra en nokkru sinni
fyrr.
Lögbundin
skuldabréfakaup
Allt frá árinu 1978 hafa lífeyris-
sjóðirnir verið skuldbundnir til
þess með lögum að verja 40% af
ráðstöfunarfé sínu til
verðtryggðra skuldabréfakaupa
af fjárfestingalánasjóðum og nú
eru uppi hugmyndir um að hækka
þetta hlutfall í 45% af ráðstöfun-
arfé.
Samband almennra lífeyris-
sjóða hefur frá fyrstu tíð lýst
fýllstu andstöðu sinni við að lögbinda
meðferð á fjármagni lífeyris-
sjóðanna. Það hefur ávallt verið
skoðun launþegasamtakanna og
lífeyrissjóðanna að ganga eigi til
samninga um þessi verðbréfak-
aup af fjárfestingalánasjóðunum.
Meðaltalshámarkslán aðildar-
sjóða SAL er nú um 100.000 kr. á
sjóðfélagaog ljóst er að hér er um
svo lága lánsfjárhæð að ræða, að
frekari skyldu-
kaup iífeyrissjóðanna muni lækka
þetta hámarkslán enn meira. Þá
ber ennfremur að geta þess, að
lífeyrisgreiðslur SAL-sjóðanna
aukast nú mun meira, en al-
mennar verðlagshækkanir. Slík
þróun minnkar sjálfsögðu
möguleika lífeyrissjóðanna til að
veita sjóðfélögum sínum viðun-
andi lífeyrissjóðslán. Þó eigið
fjármagn sjóðanna fari nú ört
vaxandi, má ekki gleyma því að
uppsöfnun á fjármagni sjóðanna
er ekkert takmark í sjálfu sér.
Með degi hverjum vaxa lífeyris-
skuldbindingar sjóðanna og
smám saman verður gengið á
þetta fjármagn í formi
verðtryggðra lífeyrisgreiðslna.
Ljóst er, að til að halda uppi í
nánustu framtíð viðunandi kerf-
isbundnum sparnaði í lífeyris-
sjóðunum þarf annað hvort að
hækka iðgjöld eða minnka lífeyr-
isskuldbindingarnar, nema hvort
tveggja sé gert.
I þeim umræðum, sem fram
hafa farið í þjóðfélaginu um lög-
þvinguð skyldukaup lífeyrissjóða
á skuldabréfum fjárfestingalán-
asjóða, vill oft gleymast að þessi
lán þarf að sjálfsögðu að endur-
greiða með vöxtum og fullum
verðbótum.
Svo framarlega sem árleg
hækkun ráðstöfunarfjár lífeyris-
sjóðanna er meiri en hækkun
lánskjaravísitölunnar geta fjár-
festingalánasjóðirnir selt
verðtryggð skuldabréf til lífeyris-
sjóðanna.
Afborgunarbyrðin vex að vísu
frá ári til árs, en umframhækkun
ráðstöfunarfjár lífeyrissjóðanna
bjargar fjárfestingalánasjóðun-
um frá alvarlegum skakkaföllum.
Hrafn
Magnús-
son
skrifar
Jafnskjótt og ráðstöfunarfé líf-
eyrissjóðanna vex minna en
hækkun lánskjaravísitölunnar,
hrynur þetta kerfi eins og spila-
borg. Það er því skammgóður
vermir fyrir fjárfestingalána-
sjóðina að byggja lánsgetu sína
að verulegu íeyti á lögþvinguðu
lánsfé frá lífeyrissjóðunum.
Verðbréfakaup af
íbúðarlánasjóðunum
Eins og áður er getið, vilja
forráðamenn lífeyrissjóða innan
Sambands almennra lífeyris-
sjóða, semja um þessi kaup við
fjárfestingalánasjóðina. Al-
mennu lífeyrissjóðirnir hafa aðal-
lega keypt verðtryggð skuldabréf
af Byggingarsjóði ríkisins og
Byggingarsjóði verkamanna. Á
árinu 1981 beindu lífeyrissjóðirn-
ir 47% af skyldukaupum sínum til
ofangreindra íbúðarlánasjóða.
Þetta hlutfall var svipað á árinu
1976 en þess ber þó að geta að
raungildi verðbréfakaupanna
miðað við byggingarvísitölu rúm-
lega tvöfaldaðist til byggingar-
sjóðanna á árinu 1981 samanbor-
ið við árið 1976. Óhætt er því að
fullyrða, að lífeyrissjóðirnir hafa
í auknum mæli beint fjármagni
sínu til Húsnæðsstofnunar ríkis-
ins. Þó verðbréfakaupin í ár af
íbúðarlánasjóðunum verði von-
andi svipuð að raungildi og í
fyrra, en minni en lánsfjáráætlun
ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir,
er engin ástæða til að örvænta um
minnkandi getu lífeyrissjóðanna
til kaupa af fjárfestingalána -
sjóðum á næstu árum.Hin gífur-
lega aukning á eftirspurr lífeyris-
sjóðslána frá sjóðfélögum í ár
endurspeglar aðeins ástandið á
lánsfjármarkaðinum.
Svo virðist þó, að nokkuð hafi
dregið úr þessari eftirspurn að
undanförnu og verður að vona að
lánsfjármarkaðurinn komist
aftur í sæmilegt jafnvægi. Til að
svo megi verða, hafa lífeyris-
sjóðirnir í haust kynnt þær
breytingar sem orðið hafa á láns-
kjörunum á undanförnum árum.
Tilgangur þessarar kynningar var
að upplýsa lántakendur um
verðtryggingu er hefur hin aukna
lánsfjáreftirspurn komið í veg
fyrir að lífeyrissjóðirnir geti veitt
eins há lán og vera þyrfti til
þeirra, sem eru að koma yfir sig
þaki í fyrsta sinn.
Því er oft haldið fram að stór
hluti lífeyrissjóðslána fari í
eyðslulán. Ég vísa þessari full-
yrðingu algerlega á bug, enda
hefur engin víðtæk könnum farið
fram um þetta atriði. 1 fyrra var
gerð tímabundin afmörkuð leyni-
leg könnum hjá Lífeyrissjóði
verslunarmanna meðal lántak-
enda, sem fengið höfðu lífeyris-
sjóðslán. Niðurstaða könnunar-
innar var á þá leið, að yfir 90% af
lánsfjármagninu fór til íbúðar-
bygginga, kaup á eldri húsnæði
eða til viðhalds íbúðarhúsnæðis.
Á meðan engin víðtæk könnun
heíur farið fram ættu menn að
varast að draga fljótfærnislegar
ályktanir í þá veru að stór hluti
lífeyrissjóðslána fari í eyðslulán,
s.s. í bílakaup og utanlandsferðir.
Þróun lánskjara-
vísitölunnar
Um þessar mundir er nokkuð
rætt um misgengi lánskjaravísi-
tölu og kauptaxtavísitölu. Ef
samanburður er gerður á láns-
kjaravísitölu, kauptaxta og
ráðstöfunartekjum allt frá árinu
1970 er ljóst, ef til lengri tíma er
litið, að kauptaxtar launþega
haldast í hendur við þróun láns-
kjaravísitölunnar.
Ef sérstaklega er gerður
samanburður frá 1. júní 1979 til
októberloka í ár er misgengið
miðað við afborgun á 6 mánaða
fresti einungis 1,1% en 1,6%
miðað við afborgun einu sinni á
ári.
Með þessar staðreyndir í huga
vara ég sérstaklega við fljótfærn-
islegum aðgerðum, að breyta nú
grunni lánskjaravísitölunnar eða
færa tímbundnar umframhækk-
anir lánskjaravísitölunnar, sem
sérstakan höfuðstólsviðauka og
lengja þar með lánstímann.
Auðvitað ber að fylgjast vel með
þessari misvísun, ef hún er fyrir
hendi, en ótímabærar aðgerðir í
þessum efnum eru óþarfar.
Að lokum skal eftirfarandi
undirstrikað. Menn ættu að hug-
leiða gildi þess fyrir þjóðfélagið
að allir starfandi menn eiga nú
aðild að lífeyrissjóðum. Gagn-
vart hinum starfandi manni
skiptir að vísu mestu máli, hvort
lífeyrissjóðirnir séu þess megnug-
ir að greiða verðtryggðan lífeyri í
nánustu framtíð. Menn mega þó
ekki vanmeta hlutverk lífeyris-
sjóðanna í hinum kerfisbundna
sparnaði í þjóðfélaginu. Ef menn
hefðu ekki borið gæfu til að taka
upp sjóðsmyndandi lífeyriskerfi
er ljóst, að hinn þýðingarmikli
þáttur kerfisbundins sparnaðar
hefði nánast enginn orðið. Hlut-
verk lífeyrisjóðanna í húsnæðis-
lánakerfinu er því stærri en menn
gera sér almennt grein fyrir.
Hrafn Magnússon er fram-
kvæmdastjóri SAL - sambands
almcnnu lífeyrissjóðanna. Hann
hefur áður skrifað greinar í Þjóð-
viljann.