Þjóðviljinn - 17.12.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.12.1982, Blaðsíða 10
um helgina 10 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 17. desember 1982 Á æflngu: F.v. Andrés Sigurvinsson aðstoðarleikstjóri, Bríet Héðinsdóttir leikstjóri, Sigurjón Jóhannsson leiktjaldamálari, Jón Þórarinsson tón- skáld og David Walters ljósameistari. Jólaleikrit Þjóðleikhússins: Jómfrú Ragnheiður Æfingar í fullum gangi leikJist Æfingar eru nú í fullum gangi á jólaleikriti Þjóðleikhússins sem í ár er Jómfrú Ragnheiður í nýrri leik- gerð Bríetar Héðinsdóttur á Skál- holti Guðmundar Kambans en hún leikstýrir jafnframt verkinu. Guðbjörg Thoroddsen leikur Ragnheiði og kemur nú í fyrsta sinn fram á fjölum Þjóðleikhússins. Með önnur helstu hlutverk fara Gunnar Eyjólfsson, Kristbjörg Kjeld, Hallmar. Sigurðsson, Helga Backmann, Hjalti Rögnvaldsson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Árni Tryggvason. Girðbjörg Thoroddsen leikur j Ragnheiði og kemur nú fram ■ fyrsta skipti á fjölum Þjóðlcikhúss- ins. Sigurjón Jóhannsson gerir leik- mynd, Jón Þórarinsson tónlist en lýsingu annast David Walters. Ándrés Sigurvinsson er aðstoðar- leikstjóri. - GFr A morgun, laugardaginn 17. des., bætist ein íslensk kvikmynd í safn þeirra sem fyrir eru en það er Stuðmannamyndin „Með allt á hreinu“ sem þá verður frumsýnd. Á myndinni sjáum við Grýlurnar og Stuðmenn, sem fara með stærstu hlutverkin, ásamt leikstjóranum, sem sést þarna bakatil, Ágústi Guðmundssyni. Með allt á hreinu er jólamynd Háskólabíós í ár, og er mynd fyrir aila fjölskylduna. Ljósm. - Atli - Úr Töfraflautunni. Ljósm. - gel - „ Töfraflautan ” um helgina Síðustu -.ýningar á Töfraflautunni fyrir jóli eru núna um helgina, laugardag og sunnudag. Þá mun Gilbert Levine leggja frá sér tón- sprotann og halda heimleiðis og hef- ur hann þar með lokið störfum fyrir fslensku óperuna að þessu sinni. Ekki er endanlega frágengið hver við taki eftir jólin. Hlé verður gert á sýningum ís- lensku óperunnar á Litla sótaran- um og Töfraflautunni yfir jólin. Sýningar á Litla sótaranum verða væntanlega teknar upp fljótlega eftir áramótin. Fyrsta sýning eftir áramótin verður svo sunnudaginn 2. janúar. Háskólabíó: „Rokk gegn vímu” tónlist í kvöld föstudaginn 17. desem- ber, verðá haldnir tvennir hljóm- leikar í Háskólabíói undir yfir- skriftinni: ROKK GEGN VÍMU. Þar verður heldur betur margt um að vera: Um það bil þrjátíu manna hópur okkar færasta fólks í poppinu mun koma þar fram, bæði sem ein heild, undir stjórn Sig- urðar Karlssonar, og flytja m.a. hljómsveitarverkið „Bakkus“ eftir Sigurð, og í minni hópum. Bubbi Mortens og Egó verða og þar í þrumu-stuði, og Kimiwasa Rokk æft gegn vímu. Ljósm. - gel hreyfílistarflokkurinn mun fremja list sína. Meðal þeirra sem þarna koma fram, auk þeirra sem áður eru upp taldir, eru: Pálmi Gunnarsson, Eyþór Gunnarsson, Haraldur Þor- steinsson, Tryggvi Húbner, Hjört- ur Hauser, Kristinn Svavarsson, Birgir Hrafnsson, Pétur Hjalte- sted, Magnús Þór Sigmundsson, Rimlarokkararo.fi. Kynnirverður Þorgeir Ástvaldsson. Hugmyndin að tónleikum þess- um er frá listamönnunum sjálfum kontin, með Sigurð Karlsson í broddi fylkingar, en framkvæmda- aðilar eru Hljómplötuútgáfan Ver- an og Styrktarfélag Sogns. Allur ágóði af hljðmleikum þessum mun renna til hinnar nýju sjúkrastöðvar SÁÁ, og hafa allir listamennirnir gefið vinnu sína í þessu skyni. Verð aðgöngumiða er kr. 150.00. Eins og áður sagði verða tvennir tónleikar. Þeir fyrri hefjast kl. 18.00 en þeir síðari kl. 23.00. Rimlarokk Rúnar Þór kynnir Rimlarokkið í Óðali einn síns liðs á sunnudags- kvöld. Hins vegar hefur hann safn- að liði sem úr varð fjögurra manna rimlarokkhljómsveit. Hún mun á þriðjudag halda sínu fyrstu hljóm- leika og verður það á Borginni. Rimlarokkarar þessir munu rétt kíkja við á Rokki gegn vímu í kvöld. 3/4 hlutar hinna nýju Rimlarokkara: Rúnar Þór Pétursson, Ólafur Þórar- insson og Helgi Kristjánsson. Kvöld- lokkur á jólaföstu Mánudaginn 20. desember verða haldnir tónleikar í Laugar- neskirkju kl. 20.30, undir heitinu „Kvöldlokkur á jólaföstu“. Leikin verður blásarakvintett eftir Beet- hoven, Sweelinck og Mozart. Tónleikarnir hefjast á sextett í Es-dúr fyrir 2 klarínett, 2 horn og 2 fagott eftir Beethoven. Þá verða leikin tilbrigði um sönglag frá 16. öld fyrir blásarakvintett eftir hol- lenska tónskáldið Sweelinck, sem uppi var um aldamótin 1600. Að lokum verður leikin serenaða í c- moll K 388 eftir Mpzart. Flytjendur eru: Á flautu Gern- ard Wilkinson, óbó Daði Kolbeins- son og Janet Wareing, horn Joseph Ognibene og Jean P. Hamilton, klarínett Einar Jóhannesson og Óskar Ingólfssson, á fagott Haf- steinn Guðmundsson og Björn Árnason. Vísnavinir: Síðasta vísna- kvöld ársins Mánudaginn 20. desember halda Vísnavinir síðasta vísnakvöld árs- ins, en það verður að venju í Þjóð- leikhúskjallaranum og verður helgað jólahátíðinni. Verður í því tilefni boðið upp á jólaglögg og jólasveinninn kemur í heimsókn. Meðal efnis, sem flutt verður að þessu sinni er: Kynning á nýútkominni plötu með lögum Sigurðar Þórarins- sonar, en Gunnar Guttormsson, Árni Björnsson og fleiri, munu annast flutning þess. Kristín Ólafsdóttir flytur nokkur lög. Félagar úr Eddukórnum flytja jólalög. Meðlimur í félaginu Ljóð og Saga flytja ýmis konar efni, sumt af því tengt jólunum. Vísnakvöldið hefst klukkan 20.30 en húsið opnar kl. 20.00. Vonandi mæta sem flestir vísnavin- ir í hátíðarskapi. Djass í stúdentakjallara Á sunnudagskvöldið er djass í Stúdentakjallaranum og hefst hann kl. 21.00. Þeir sem spila eru Eyþór Gunnarsson á píanó, Friðrik Karlsson á gítar, Gunnlaugur Briem á trommur, Sigurður Flosason á saxófón og Tómas R. Einarsson á bassa. * Islenska hljómsveitin og söngsveitin Fílharmonía í Háskólabíói á sunnudag: Jólatónleikar Söngskólans í kvöld Jólatónleikar Söngskólans í Reykjavík verða í Gamla bíói í kvöld, föstudagskvöldið 17. des., kl. 20.00. Á efnisskránni eru atriði úr óperunni Hans og Gréta eftir E. Humperdinck og kaflar úr óratóri- unni „Friður á Jörðu“ eftir Björg- vin Guðmundsson. Það er óperudeild skólans, undir stjórn Þuríðar Pálsdóttur óperu- söngkonu sem flytur sviðsett atriði úr óperunni Hans og Grétu við undirleik Jórunnar Viðar. Kennar- adeild skólans, undir stjórn Garðars Cortes skólastjóra hefur hins vegar veg og vanda af flutning- ióratóríunnar Friður á jörðu. Nem- endur í kórstjórn hafa æft kórinn og stjórna honum á tónleikunum og syngja einnig einsöngshlutverk- in. Undirleik annast Pavel Smid. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og eru allir velkomnir á meðan hús- rúm leyfir. Jólatón- leikar Tónlistarskóla Kópavogs Fyrri jólatónleikar Tónlistar- skóla Kópavogs verða í sal skólans á morgun 18. desember kl. 14.oo. Síðari tónleikarnir verða í Kópa- vogskirkju á sunnudaginn 19. des- ember kl. 16.00. Neskirkja: Jólasöngvar fjölskyldunnar Eins og venja er til í Neskirkju síðasta sunnudag fyrir jól, mun næstkomandi sunnudag verða fjöl- breytt fjölskyldusamkoma í Ne- skirkju kl. 14 í stað hefðbundinnar guðsþjónustu. Rúna Gísladóttir kennari mun fara með sögu, barn- j akór Melaskóla syngur, Ingimar j Erlendur Sigurðsson les ljóð úr ný- ju bókinni sinni, kór aldraðra syng- ur, organisti kirkjunnar leikur á orgelið og auk þess verður al- mennur söngur Þá er ónefnt það sem telja má til gleðilegra tíðinda að tekinn verður ! í notkun nýr flygill, sem sóknar- nefnd og kvenfélag hafa fest kaup á. Mun hinn ágæti listamaður Jón- as lngimundarson leika á hljóðfærið. Árlegir jóla- tónleikar Tónskóla Sigursveins Árlegir jólatónleikar Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar verða í sal Hamrahlíðarskólans á sunnu- daginn 19. desember kl. 14.00. Þar koma aðallega fram yngri nemend- ur skólans bæði í einleik og sam- spilshópum. Fram kemur blokk- flautukór skipaður forskóla- nemendum og flytur hann ásamt hljómsveit tvö íslensk jólalög í út- setningu stjórnandans Sigursveins D. Kristinssonar. Flytendur þess- ara laga verða hátt í 100 talsins. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir. Hátiðasöngvar Á sunnudag kl. 21.15 halda ís- lenska hljómsveitin og söngsveitin Fílharmónía tónleika í Háskólabíó sem bera yfirskriftina hátíðas- öngvar. Flutt verður kantata nr. 140 og eru einsöngvarar Signý Sæmunds- dóttir, John Speight og Sigurður Björnsson. Þessu verki verður sjónvarpað beint og er það nýjung hér á landi. Þá mun Snorri Örn Á sunnudagskvöld kl. 22.30 verður samvera í Háteigskirkju svo sem undanfarin ár, sem nefnist „jólasöngvar við kertaljós“. Sigur- björn Einarsson biskup flytur ræðu. Sungnir verða almennir sálmar og tónverk flutt af organista og kór Háteigskirkju, sem tengjast aðventu og jólum. Þá mun kórinn, einsöngvarar og hljómsveit flytja kantötu no. 61 „Nú kemur heiðinna hjálparráð", eftir J.S.Bach. Einsöngvarar eru Sigrún Litla listmuna- stofan í Hveragerði Sigurður M. Sólmundarson hefur opnað sýningu á listmunum sem hann hefur unnið að í Dynskógum 5 í Hveragerði. Á sýningunni eru 20 myndverk auk ýmissa smáhluta úr tré, sem henta vel til jólagjafa. Má þar nefna gestabækur með skreyttum tréspjöldum og prjónas- tokka. Skreytingu gestabókanna geta kaupendur sjálfir ráðið, ef þeir óska þess. Þá býður Sigurður sýningargestum upp á kaffisopa og er það eini staðurinn í Hveragerði að Eden undanskildu sem veitir aðkomufólki þessa þjónustu nú, eftir að Kaffistofa Hallfríðar og Hótel Hveragerði hafa hætt starf- semi sinni. Allir sýningargripirnir eru til sölu. Litla listmunastofan verður opin um ófyrirsjáanlegan tíma fimmtudaga til sunnudags. Snorrason lútuleikari flytja hát- íðatónlist frá endurreisnartímabi- linu og flutt verður nýtt verk eftir Askel Másson sem höfundur nefnir Okto November. Að lokurn verður flutt hátíðar- módettan In Ecclesis eftir Gabrieli en það er samið fyrir átta radda tvöfaldan kór, málmblásturshljóð- færi og orgel. Dagskránni lýkur svo með nokkrum jólalögum sem tónl- eikagestir geta tekið undir. Gestsdóttir, Sigurður Bragason og Árni Sighvatsson. Á fiðlur leika Sigrún og Sigurlaug Eðvaldsdætur, á lágfiðlur Guðrún Þórarinsdóttir og Svava Bernharðsdóttir, á celló Bryndís Gylfadóttir og á fagot Kristín Mjöll Jakobsdóttir. Orgelc- ontinuo leikur Elías Davíðsson. Stjórnandi er organisti kirkjunnar dr. Orthulf Prunner, og mun hann frá kl. 22.00 leika á orgelið, sem nú hefur verið flutt í hliðarskip kirkj- unnar að norðan. Það hefur verið siður í Háteig- skirkju í allmörg ár að koma saman á vígsludegi kirkjunnar, fjórða sunnudag í aðventu, og hugleiða í orði og hljómlist leyndardóm há- tíðarinnar, sem að höndurn fer. Nú eru sautján ár liðin frá því að Sigur- björn biskup vígði kirkjuna 19. desember 1965 og á þessu ári þrját- íu ár frá stofnun safnaðarins. Kirkjudagurinn hefst með fjöl- skylduguðsþjónustu kl. 11.00, en þá munu börn úr Æfinga- og til- raunadeild Kennaraháskóla fs- lands syngja og leika á blokkf- lautur undir stjórn kennara sinna. Jólabasar Nemendur í 3. bekk Þroskaþjálfa- skóla íslands munu gangast fyrir jólabasar á útimarkaðnum á Lækj- artogi næstkomandi laugardag 18. desember. Basarinn hefst kl. 11.00 og stendur til kl. 17.00. Á boðstól- um verður m.a. laufabrauð, smá- kökur, ýmiss konar jólaföndur og bækur. Aliur ágóði rennur í ferðasjóð, en 3. árs nemar ætla í námsferð til Rússlands í apríl í vor. Ennfremur bjóða nemendur upp á vandað jól- asveinaprógramm á jólaskemm- tanir og er takið á móti pöntunum í síma 13851 og 52743. Sýningu Snorra og Einars að Ijúka Nú um helgina lýkur í Háholti í Hafnarfirði málverka. sýningu þeirra Einars Einarssonar og Snorra Daniels Halldórssonar. Snorri er einn af stofnendum frí- stundamálarafélags íslands, en hann hefur sýnt all oft. Einar er einnig frístundamálari, en hann bjó lengi í Bandaríkjun'um, þar sem hann málaði mikið. -GFr Há teigskirkja: Jólasöngvar við kertaljós Föstudagur 17. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA II Fjórða Þeys Jón Viðar _____Jónsson_ skrifar Ekki alls fyrir löngu kom hljóm- sveitin Þeyr heim úr velheppnaðri hljömleikaferð um Norðurlönd, Þýskaland og Holland. Hljóm- sveitinni var vel tekið og fóru gagn- rýnendur dagblaðanna mjög lof- samlegum orðum um hana. Þessi ferð er önnur hljómleika- ferð hljómsveitarinnar um Norður- lönd á þessu ári, en í sumar fóru þeir kappar í stutta fsrð um Norð- urlönd og í Kaupmannahöfn voru hljóðrituð fjögur lög sem nú eru komin út á plötunni The Fourth Reich. Platan er tileinkuð Wilhelin Reich og allri baráttu gegn fasisma og öðrum lífsfjandsamlegum við- horfum. Furðu hljótt hefur verið um hljómsveitina á þessu ári og engin plata komið frá henni. Að vísu kom út platan As above, en hún er samansafn af fyrri plötum hljóm- sveitarinnar og þar má heyra nýja hljóðritun á laginu „Live Trans- mission" sem heitir „Homo Ges- talt“ á As above. Einnig er þar að finna nýjar hljóðblandanir á þrem lögum að mig minnir. Það má því segja að tími sé kominn til að þeir láti í sér heyra. Eins og minnst hef- ur verið á hefur Fourth Reich að geyma fjögur lög. Þetta eru lögin „Public“, „Metanmorphosis“, „Zen“ og „Blood”. Tónlist Þeysara þróast stöðugt og á þessari plötu ganga þeir skerfi lengra en á Mjötviður mær. Tón- listin er þyngri, kröftugri, „agress- ivari“ og þeir leika sér meira að 'tónum en á fyrri plötum sínum. Trommuleikur Sigtryggs og bassaleikur Hilmars eru grunnur- inn sem tónlistin er byggð á, þeir tveir sjá um að keyra hana áfram. Gítararnir eru notaðir á þennan sérkennilega hátt sem einkennt hefur stíl hljómsveitarinnar, það er einhver ögrun sem býr í þeim. Söngur Magnúsar er skýrari en á fyrri plötum Þeysara og umfram allt er hann sterkari. Þeir eru allir fyrsta flokks hljóð- færaleikarar og kannski erfitt að benda á einn öðrum fremri. En ef ég ætti að benda á einn fremstan meðal jafningja þá mundi ég hik- laust benda á Sigtrygg; trommu- leikur hans er stórkostlegur. Þrír textanna eru eftir Hilmar Örn Hólmarsson og einn eftir Magnús. Textarnir eru góðir og það býr margt að baki þeirra, þó þeir láti lítið yfir sér: Times are hard for a God who always has thrived on blood... (Blood) „Soundið" á plötunni er mjög gott, enda ekki nema von þar sem þeir drengir eru hálfgerð „sound freek". Ég er mjög ánægður með þessa plötu, og uppfyllir hljómsveitin all- ar þær vonir sem ég hef bundið við hana. Þessi plata er með því allra besta sem hljómsveitin hefur gert og þá er „Live Transmission" talið með. Og fyrir þá sem ekki vita það nú þegar, þá er myndin framan á albúminu af Wilhelm Reich. - JVS Stuðmenn koma fram á Satt-kvöldi í Broadway og þessi þokkafulla vera á myndinni er enginn annar en Vajgeir Guðjónsson Stuðmaður í einu atriða nýju Stuðmannamyndarinnar Með allt á hreinu. Veran þokkafulla var í gær ranglega nefnd Egill Ólafsson og er hér með annar hvor aðili... eða báðirybcðnir afsökunar. Maraþon og Díd Lokadagskrá Maraþontónleik- anna í Tónabæ á vegum SATT & Tónabæjar verður sem hér segir: 17/12 Pungo og Daisy kl. 17 - 23 og Centaur kl. 23 - 05. 18/12 Carpini kl. 05 - 13, Sonus- Futurae kl. 13 - 19, Baulandi bakt- ería kl. 0-14 (í kjallaraj, og Engla- bossar kl. 19 - 02. 19/12 Lego kl. 02 - 08, Vonbrigði kl. 10 - 16, Upplyfting kl. 14 - 20 (jólatrésskemtun fyrir alla fjöl- skylduna), Tidon kl. 14 - 20 (í kjall- ara), Dron kl. 20 - 02. 20/12 Trúðurinn kl. 02 og reynir við Islandsmet. Heimsmetafagnaður verður haldin á Broadway sunnud. 19. des. kl. 19 - 01. Fram koma: Stuð- menn, Ego, Sonus Futurae og Þeyr. Magnús Kjartansson leikur meðan á borðhaldi stendur. Sér- stakur matseðill verður settur saman í tilefni kvöldsins. Kynnir verður Þorgeir Ástvaldsson. Dagarnir 17-18 des. verða til- einkaðir íslenskri dægurtónlist (Did 82) og þá munu tónlistar- menn og sölufólk á þeirra snærum bjóða fólki miða í Byggingarhapp- drætti SATT, en ætlunin er að fjár- magna húsakaup félagsins með á- góða af happdrættinu. Hljómsveitin Þeyr mun að öllum líkindum leika á Lsekjartorgi laugard. 18. des. og verður sú upp- ákoma í tengslum við sölu á happ- drættismiðum í Byggingarhapp- drætti Satt, en líkur eru á að fleiri hljómsveitir og tónlistarmenn komi fram á Lækjartorgi til að vekja athygli á happdrættinu og skemmta almenningi. í hljómplöt- uverslunum og á veitingastöðum verður lögð áhersla á sölu miða þessa daga. Dregið verður 23. des. en fjöldi góðra vinninga er í boði, m.a. Re- unault 9 82, Fíat Panda 82 ásamt vandaðri Kenwood hljómtækja- samstæðu o.fl.. Verðmæti miðað við apríl 82 er 375.00 kr. Úrslit Músiktilrauna 82 voru hljóðrituð og tekin upp á mynd- band á vegum Satt. Grettisgat sá um hljóðupptökuna en ísntynd um myndatöku. Þótti upptakan takast mjög vel og fyrirhugar sjónvarpið að fá þáttinn til sýningar við fyrsta tækifæri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.